Tíminn - 15.01.1967, Page 7

Tíminn - 15.01.1967, Page 7
SUNNUDAGTJR 15. janúar 1967 7 TBMINN „Tímamót“ Jóhanns Það er bersýnilegt, að Sjálf- stæðismenn treysta ekki lengur á sunnudagaskrif Bjarna Bene- diktssonar í Mbl. Því hefur vara- formanni Sjálfstæðisflokksins,: Jóhanni Hafstein dómsmálaráð- herra, verið teflt fram í Mbl. • seinustu dagana. Mbl. hefur birt eftir hann hvem langhundinn öðrum meiri. Það skal ósagt lát- ið, hvort þetta sé merki þess, að Jóhann eigi brátt að taka við sjálfri forustu flokksins, en víst er, að margir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum myndu lítið harma formannsskipti. Hitt munu þeir minna sammála um hvort eftirmaður eigi að vera Jóhann eða einhver annar. Það gildir um Bjarna og Jóhann báða, að þeir eru orðnir menn þreyttir og athafnalitlir og ekki er að vænta neitt þróttmeiri forustu af Jóhanni en Bjarna. Það má líka óhætt segja, að Þt eru þessi skrif Jóhanns gæfu ’.-«ri fyrir flokkinn en skrif iarna. Meginuppistaða þeirra r sú fullyrðing, að „viðreisnar- ■ 'órnin hafi markað tímamót í ’órn landsins.“ Með þessu er inkum átt við stefnu og störf jórnarinnar í efnahagsmálum. r’tjórnin hafi fylgt fast fram beirri stefnu í efnahagsmálum, sem hún markaði í upphafi, og þannig hafi orðið tímamót, er hún kom til valda. Menn og málofni Úr afmælissyrpu Leikfélags Reykiavíkur á Fjalla-Eyvindi. Meginatriðin sjö í tilefni af þessari fullyrðingu Jóhanns er ekki úr vegi að rifja upp, hver var sú stefnubreyting sem „viðreisnar“stjórnin lofaði og hvernig hún hefur verið efnd. Svo vel vill til, að fyrir liggur alveg örugg heimild um það, hver stefnubreytingin átti að verða. Stjórnin gaf út í febrú- ar eða marz 1960 sérstakan bækl ing, sem var prentaður og send- ur öllum kjósendum á kostn- að ríkisins. Til þess að sýna, að ’ Ar væri um háalvarlegt rit að ■"■’ða var sjálft skjaldarmerki ís ’inds sett á kápu þess. Hið yf- '"lætislausa nafn ritsins var: T7íðreisn.“ Ennfremur stóð á ’ ’punni: „Greinargerð um tillög- ”r ríkisstjórnarinnar í efnahags- ""álum.“ Fyrsti kafli ritsins hét: Ný ■^efna mörkuð.“ Síðan var tal- ið fram undir sjö tölusettum kaflafyrirsögnum hver væru meginatriði hinna „nýju stefnu“. FVrirsagnirnar voru þessar: 1. Bótakerfið afnumið. 2. Tryggingar tvöfaldast. 3. Tekjuskattur felldur niður. 4. Ríkissjóður hallalaus. 5. Haftaminni verzlun. 6. Jafnvægi í peningamálum. 7. Vísitölukerfið afnumið. i Skal það nú athugað nokkuð nánara, hvernig ríkisstjórn- inni hefur tekizt að framfylgja bessum sjö höfuðatriðum „nýju = ■ ^fnunnar.1’ sem gefið var nafn i« „viðreisn.“ 1. BófakerfM* í inngangskaflanum var þetta atriði nánara skýrt á þessa leið: „Bótakerfi það, sem útflutn- ingsframleiðslan hefur búið við síðan 1951, verði afnumið, en skráningu krónunnar breytt þannig, að útflutningsframleiðsl an verði rekin hallalaust, án bóta eða styrkja." Varðandi framkvæmd þessa meginatriðis blasir það nú við, að ríkisstjórnin veitir útflutnings framleiðslunni nýjar bætur svo að segja daglega. Þó hefur gengi krónunnar verið fellt tvívegis á þessum tíma, útflutningsverð verið óvenjulega hagstætt og aflabrögð einnig. Aldrei hefði því átt að vera auðveldara að reka útflutningsframleiðsluna bóta- og styrkjalaust. Þrátt fyrir þetta, er nú svo komið, að öll útflutningsfram- leiðslan fær orðið beinar upp- bætur í einhverju formi, nema síldveiðarnar. Hins vegar njóta þær óbeinna uppbóta eins og annar atvinnurekstur, þar sem niðurborganir eru fyrst og fremst greiddar til að koma 1 veg fyrir kauphækkanir, sem annars myndu verða sjálfkrafa vegna vísitölukerfisins. í dag er varið miklu hærri fjárhæð til útflutningsuppbóta og niðurborgana en gert var, þegar viðreisnarstjórnin kom til valda. Þannig hefur það verið efnt að afnema bótakerfið. „2. TrygRÍngar ♦vöfaldast" í nánari skýringum ritsins, ,.Viðreisnin“ á þessu meginatriði kemur fram, að hér er einkum átt við auknar fjölskyldubætur til þess að halda niðri fram- færsluvísitölunni. Bætur, sem þannig eru teknar inn í vísitöl- una, eru vitanlega umdeilanleg- ar sem kjarabætur. Jafnframt var lofað nokkurri hækkun elli- og örorkustyrks. Viðurkennt skal, að þar hafa nokkrar hækk- anir átt sér stað, en aukin dýr- tíð liefur að mestu gert þær að engu, svo að fjarri fer því, að þær hafi tvöfaldast að notagildi. Þá kom það af sjálfu sér, að tryggingar hækkuðu, því að áð- ur en „viðreisnarstjórnin“ kom til valda, var Alþingi búið að ákveða afnám hins svonefnda skerðingarákvæðis. Þá taldi stjórnin sér ekki annað fært fyr ir kosningarnar 1963 en að gera landið allt að einu verðlagssvæði en áður hafði hún látið marg- fella það á þingi. Þetta tvennt hefur aukið heildarupphæð al- mannatrygginganna einna mest, en hvorugt var þetta innifalið í „viðreisnarstefnunni,“ eins og hún er tilfærð í áðurnefndum bæklingi. „3. Tekjuskattur felldur niður“ í nánari skýringum í ritinu er tekið fram, að hér sé átt við að „tekjuskattur verði felldur niður á almennum launatekj- um.“ Flestir geta dæmt um, hvort þetta hefur verið gert í reynd. Nokkur ábending um þetta er það, að í fjárlögunum fyrir 1967 eru tekjur ríkisins af tekju- og eignarskatti áætlaðar 603 millj. kr., en voru áættaðar í fjárlögum ársins 1958 118 millj. kr. Á þessu tímabili hef- ur tekjuskattur á fyrirtækjum verið talsvert lækkaður, svo að meira kemur í hlut einstaklinga on áður. Geta má svo þess, að á valda- tím a „viðreisnar“-st j órnarinnar hefur verið tekinn upp nýr þungbær söluskattur, ásamt mörgum öðrum nýjum sköttum. Ýmsir eldri skattar hafa verið hækkaðir. Óþarft er að fara fleiri orð- um um, hvernig framangreint meginatriði „viðreisnar“-stefn- unnar hefur verið efnt. „4. Ríkissjóður hallalaus“ Oltið hefur á ýmsu um af- kornu ríkissjóðs á „viðreisnar“- tímanum. Stundum hefur verið ríflegur tekjuafgangur, en stund um halli, Öllum, sem nokkuð gera sér grein fyrir fjálmálum, or það ljóst, að fjárlög yfir- e \ndandi árs hafa verið afgreidd með stórfelldum halla. Þau gera ráð fyrir nær 1000 millj. kr. meiri tekjum en þær voru áætt- aðar á seinasta ári, þótt augljóst sé, að margir tekjustofnar rík- isins hljóta að dragast saman, ef verðstöðvunarstefnunni verð- ur fylgt. í fjárlögum, sem hefðu verið í samræmi við verðstöðv- unarstefnuna, hefði þurft að gera ráð fyrir stórum lægri tekj um og útgjaldalækkunum í sam- ræmi við það. Stórfelldur tekju- halli ríkisins er því fyrirsjáan- legur á árinu, ef ekki á að víkja frá stöðvunarstefnunni, ekki að hækka skatta og ekki að lækka gengið. „5. Haftaminni verzlun“ Rétt er það, að stórauknar gjaldeyristekjur af völdum góð- æris og stórfelld skuldasöfnun erlendis, hafa gert það mögu- legt að draga úr gjaldeyris- og innflutningshöftum. Hins vegar hefur verið þrengt að verzlun- inni með stórauknum lánsfjár- höftum. Þá hefur aldrei verið beitt víðtækari verðlagshöftum en nú. „6. Jafnvægi í peningamálum“ Óhætt er að fullyrða, að aldr- ei hefur verið meira ójafnvægi í íslenzkum peningamálum en einmitt nú, þ.e. bilið verið breið- ara milli eðlilegrar lánsfjáreftir- spurnar atvinnuveganna annars vegar og útlána bankanna hins vegar. Langflest atvinnufyrir- tæki landsins búa við stórfelld- an skort á nauðsynlegum rekstr- arlánum og fá hvergi lánsfé til að auka hagræðingu og fram- leiðni í rekstri sínum. Opinber- ar skýrslur bera með sér, að útlán bankanna hafa hvergi auk izt í samræmi við aukna rekstr ariánaþörf fyrirtækjanna, hvað þá, ef talað er um þörf þeirra fyrir hagræðingarlán. Hér er uns að ræða eitt allra mesta vanda- mál íslenzkra atvinnuvega um þessar mundir, því að þessi stór felldi lánsfjárskortur leiðlp ólijákvæmilega til þess, að þeir dragist aftur úr í hinni öru tækni þróun, sem nú fer fram í heim- inum. I-Iér er þó fyrst og fremst að ræða um sjálfsskaparvíti, þar sem Seðlabankinn hefur tekið upp þá stefnu að taka til sín verulegan hluta af innlánsfé bankanna og „frysta“ það er- lendis í stað þess að lána það tfl eflingar íslenzkum atvinnu- vegum. í stað jafnvægis í peningamál- um, sem lofað var í „viðreisn- ar“-pésanum, hefur þannig vtaið skapað hið stórfeRdasta og hættulegasta jafnvægisleysi. „7. Vísitölukerfið afnumið“ Þetta sjöunda meginatriði er skýrt á eftirfarandi leið í „Við- reisn:“ „Til þess að koma í veg fyrir að aftur hefjist það kapphlaup milli verðlags og kaupgjalds, sem tókst að stöðva á síðastl. ári, leggur ríkisstjórnin til, að óheimilt sé að miða kaupgjald við breytingar á vísitölu.“ Þetta bann hélzt til vorsins 1964. Þá féllst ríkisstjórnin á að afnema það og hefur kaupið fylgt vísitölubreytingum síðan. Þannig fór rneð sjöunda höfuð- úrræði viðreisnarinnar. Ráðlevsi og upneiöf breyttra manna Þetta stutta yfirlit, sem hér hefur verið gevt, nægir til að sýna, að sama og ekkert stendur eftir af þeirri „viðreisnar- stefnu,“ sem hér átti að koma til sögu 1960 og marka tímamót í efnahagsmálum landsins. Það skal játað, að þar var að ýmsu leyti um samfellda og ákveðna stefnu að ræða. Annað mál var hitt, að margir töldu hana óheppilega og ekki eiga við í.s- lenzk skilyrði, nema að litln leyti. En frá öllum meginatrið- um hennar, eins og afnámi bóta- og vísitölukerfið og jafnvægis : peningamálum, hefur alveg ver- ið horfið og í staðinn hefur ekkj komið annað en hringl oe ráð leysi manna, sem eru orðnir þreyttir og uppgefnir við að stjórna, en vilja þó umfram allt hanga í stjórnarstólunum. Þei+a er hin rétta saga um „tímamót- in,“ sem áttu að verða hér 1960.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.