Tíminn - 19.01.1967, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. janúar 1967
7
Dr. Hallgrímur Helgason:
MÚSÍKMENNTUN ÍSLENDiNGA
Hér í blaðinu birtist fyrir fáum
dögum frétt frá Sinfóníuhljóm-
sveit íslands' þar sem lýst er
með áhyggjuorðum dræanri að-
sókn einkum hinnar ungu kyn-
slóðar og litlum skilningi. Þetta
er réttmætt áliyggjuefni og af
því tilefni telur Tíminn ástæðu
til að birta stutta en athyglis-
verða grein eftir dr. Hallgrím
Helgasoai er birtist í Ými blaði
Nemendafélags Tónlistarskólans
nýlega, en þar er einmitt drepið
á ýmislegt sem gæti talizt skýr-
ingar á þessum málum. Tekur
blaðið sér því bessaleyfi til þess
að birta þessa grein.
fsland er yngst allra Evrópu-
landa bæði í landnámslegu og
menningarlegu tilliti. Þetta verð-
ur ávallt að hafa í huga þegar
vegið er og metið líf þjóðarinnar.
Efnaleg afkoma einnar þjóðar
byggist á nýtingu auðlinda
í skauti jarðar. Andleg afkoma
er nátengd nýtingu á auðlindum
manns'hugans. Að þessu atihuguðu
má segja að ísland sé enn í dag
að miklu leyti bæði ónumið og ó-
byggt. Fyrsta landnám eins og
því hingað til hefir verið lýst í
sögubókum fer tiltölulega' seint
fram og vísir að fjölþættu full-
vaxta menningarlífi er síðborið
fýrirbæri.
Sslénzk tónlist í nútímaskiln-
ingi er í rauninni aðeins 100 ára
gömul og er þá miðað við fyrstu
viðleitrii Péturs Guðjo'hnsens (d.
1877) fyrsta kirk j uor ganleilk ara
íslands, nótnaútgáfu hans og söng
kennslu við Latínuskólann. Enda
þótt skáldin litu hann ekki hýru
auga (Jónas IfaHgrímsson, Kristj-
án Jónsson) vann hann merkilegt
upphafsstarf á sínu helzti þrönga
sviði þrátt fyrir gjörsamlega ó-
ruddan jarðveg. Jónas Helgason
sem var 27 árum yngri (d. 1903)
hóf merkið hærra og náði meiri
ítökum meðal landsbúa en nokk-
ur annar starfmaður í ríki tón-
anna bæði fyrr og síðar. Hann
innleiddi fyrstur almennan söng
á heimilum þjóðarinnar. Hyrning-
arsteinn hans voru aiþýðlegar
nótnaútgáfur Söngvar og kvæði
og Söngkennsluhefti.
Auk útgáfustarfsins voru meg-
instoðir Jónasar söngfélag hans
er stundaði margradda söng (þá
jaðr'aði við kraftaverk að koma
saman fjórradda lagi) og söng-
kennsla við skóla. Á barnaskóla-
stigi kenndi Jónas nemendum að
syngja eftir nótum. Þeir reynd-
ust síðar sterkast haldreipi í kór-
söng. Hér var byrjað á byrjuninni.
En með fráfalli Jónasar gliðnaði
undirstaðan. Skólasöngur varð,
meira og minna óskipulagsbundið
utanveltufag. •' !
Allt músíklíf einnar þjoðar verð
ur að byggjast neðanfrá, stig af
stigi. Þróun meðal annarra þjóða
'ýnir og sannar að hér verður
ekkert eftir gefið. Því aðeins
stendur háhýsi, að -tyrkir séu und
irstöðustöplar. Þannig vex músík-
líf sem mannlíf, frá bernsku til
manndóms- og elliskeiðs. Engu
þroskaskeiði verður sleppt, nema
til áfellis fyrir fullan endanleg-
an þroska. Sé grunnrþoski ekki
ryggur, verður háþroski löngum
’.llvaltur.
Tónlist er upprunalega sprott-
m af tjáningarþörf mannsins.
Hun speglar tilfinningar hans og
hræringar. Af því leiðir, að hluf-
verk hennar er víðtækt og al-
mannlegt. Hún á erindi til allra,
því að uppruni hennar er altækur.
'lenning er misjafnlega fullkom-
n mynd af lífshræringum þjóðar.
Og hér er söngur og hljóðfæra-
leikur ríkur þáttur. Sköpun og at-
höfn haldast í hendur. Því fleiri
sem leggja sitt af mörkum, því
svipmeiri verður ávöxtur aflra
menningarviðleitni, ásýnd hennar
og innilhald.
Alþýðleg tónmenntastig eru
skólasöngur og skólamúsík, kirkju
söngur og kirkjumúsík, almenn-
ur kórsöngur og sem sjálfsagður
samfari þessara þriggja þátta heim
ilissöngur og heimiilismúsí. Þetta
eru þau grundvallarstig, sem ekk-
ert eðlilega þróað músíklíf má án
vera, því að þau ná í einhverri
mynd til hvers einasta þjóðfélags-
þegns. Og þar sem þau eru að
verulegu leyti afrækt, er ekki
hægt að búast við neinum æðri
þroska. Miskunnarlaust þróunar-
lögmál stendur honum fyrir þrif-
um. Við slíkar aðstæður spretta
ekki upp nein tónskáld á stóran
mælikvarða, engir hljóðfæraleikar-
ar á heimsvísu. Konserthald verð-
ur brigðult og tilvera hljómsveita
og óperusýninga ofurseld óvissri
aðsókn.
Ef svo háttar til, er hætt við
því, að öll tónlistarástundun verði
sem ytra skraut eitt, er afleggja
má sem glingurhring úr eyra, og
varðar þá engu til manngildis,
hvort hann er notaður eða ékki.
Allt tal um æðri tónlist verður
þá fánýtt hjal, er engan hljóm-
grunn fær: sem slegin korða í
loftlausu rúmi. Og öll stjörnudýrk
verkar þá sem barnalega fáráð
vegsömun villimanna gagnvart
galdramanni.
Á íslandi munu nú vera yfir
300 skólar: Undistöðufög eru eðli
lega lestur, skrift og reikningur,
auk ýmissa gagnfræða. En söng-
ur og músík eru yfirleitt utan-
garðs og alls ekki tekinn inn í
menntakerfi þjóðarinnar því siður
einkannaskyld og prófskyld, ekki
einu sinni til jafns við leikfimi.
Afleiðingar verða auðsæjar. Laga-
forði uppvaxandi kynslóðar fer
þverrandi, og kunnátta í því al-
heimsmáli, sem nótnaskriftin er,
telst svo til engin. Hér er einnig
að finna skýringu á því,
hvers vegna víðkunnir tónlistar-
menn við frjálsa miðasölu Ieika
fyrir hálftómum húsum og sala á
nýútgefnum íslenzkum tónverkum
losar máske tíu eintök um tveggja
ára skeið.
Strjálbýli og þar af leiðandi
skortur á félagslegu sambýli hefir
háð íslenzku menningarlífi og ger
ir enn. Hér hafa engar hirðir vak-
ið og eflt neins konar menningar
starfsemi, svo sem í öðrum lönd-
um Evrópu. Heldur ekki hefir ís-
lenzk kirkja megnað að laða fram
neitt tónlistarlíf. Rímur, tvísóng-
ur, vikivakar og óbrotinn sálma-
söngur hafa lengst af verið hin
eina tónræna næring fólksins í
landinu. Og þegar við loks kynn-
umst rödduðum söng, eru jafnvel
höfð hausavíxil á hlutunum. Kór-
allinn, alþýðleg þungamiðja guð-
þjónustunnar sem safnaðarlag, er
gerður að kórsöng (fífeúral-söng)
og þar með tekinn frá söfnuðin-
um. Almennur safnaðarsöngur er
þá útskúfaður úr íslenzkri kirkju.
Hnignun kirkjusóknar á einnig
hingað rætur sínar að rekja. For
dild fjórradda' söngs hefir hér leitt
kirkjuna á glapstigu. Sálmalagið
lifir í þátttöku alls safnaðarins og
ætti því að syngjast einradda und-
iri forystu söngflokks, sem svo yki
hátíðleik athafnar með flutningi
á hæfilegu margradda kórverki í
listrænum búningi. Söngkvöld
gæti svo organisti baft með söfn-
uði, til þess að æfa og kynna
eldri og ný sálmalög.
Söngkennaradeild Tónlistarskól
ans í Reykjavík er lítið spor í
rétta átt. En viðkoma kandídata
er of stopul til að fullnægja eftir-
spurn alls skólakerfisins, jafnvel
eins og nú er, hvað þá ef skóla-
músík væri orðin föst kennslu-
grein í fræðslufyrirkomulaginu.
Hér þarf því enn stærra áta-k, ef
byggja á upp frá grunni samfellt
músí'klíf. Rótgrónar músíkþjóðir
skilja þessa ábyrgð og þann.vanda
er henni fylgir. Án stöðugrar ný-
sköpunar á akri mannlifsins, án
ræktar nýgræðings vex ekkert mús
íklíf.
íslenzka höfuðborg vantar enn
marga músíkkennara og þá ekki
síður skólastaði úti á landi. Á
Laugavatni eru t.d. fimm skólar
með yfir 300 nemendum, en þar
er enginn sem sagt getur til í
söng eða kennt á hljóðfæri. Slíkt
ástand er smánarblettur á þjóð-
félagi, sem streitist við að verja
mi'lljónum til svokallaðrar æðri
tónlistar. Það er svipað því og
byrjað væri á að byggja háskóla
handa fólki sem enga ætti barna-
skóla og kynni því naumast að
lesa og skrifa.
í uppbygging-u þessara mála er
aðalspurningin sú, hvað veik und
irbygging þoli mikla yfir-
byggingu. Ef ekki er gætt að þvi,
er tildur á næsta leiti. Og slík
smíð er sjaldnást varanlegur
minnisvarði.
fslendingar eru ung þjóð og að
ýmsu leyti óreynd. En hún býr
yfir miklum óyirkjuðum kröftum
alvég eins og náttúran í landi því,
er hún byggir. En í keppni eftir
ytra gljáa og auknum lífsþægind-
um vill henni gjarna sjást yfir
einföldustu grundvallaratriði í ,
innréttingu þjóðfélags á gelgju-
skeiði. Ég hefi þá trú, að nú sé
senn lokið' hundrað ára tilrauna-
skeiði þjóðarinnar í glímu henn-
ar við músí'kina sem handverk,
uppeldisatriði, tómstundaánægju,
list og visindi. Þjóð, sem ekki vill i
hverfa til afturfarar, verður að !
varpa loks frá sér fálmandi próf- ’
un á byrjandi möguleikum og .
stefna fram til almennrar hæfi- !
leikaþroskunar á grunni ríkjandi 1
frjálslyndis og víðsýnis i heil-
brigðu og traustu uppeldiskerfi,
Þá fyrst er lögð undirstaða þess,
að íslendingar geti orðið músík-
menntuð þjóð.
í HLJÓMLEIKASAL
Óperan
Marta
Frá því í haust að kunnugt varð
að óperaii Martha yrði jólaverk-
efni Þjóðleikhússins, voru þeir
áreiðanlega margir, sem vonuðu
að eitthvað óvænt ylli því að ann-
að og veigameira verkefni yrði
þar á ferðinni. En bókstafurinn
blífur, Martha kom hvað sem hver
sagði. Það var þá jafnframt ákvejK-
uð, að Svala Nielsen myndi taka
að sér aðalhlutverkið, en á frum-
og fyrstu sýningunum yrði banda-
ríska óperusöngkonan Mattiwilda
Dobbs í titilhlutverkinu. Það er
eðlileg lyfting og uppörfun, að fá
góða erlenda gesti á sviðið en i
þessu tilviki bar Svölu Nielsen
þetta hlutverk, frá upphafi. —
Það gefur auga leið, að óhjákvæmi
lega skapast skilningslítill og ó-
sanngjarn samanburður, þegar
„professionel“ stjarna, er annars
vegar, en við tekur ung en ó-
reyndari söngkona, sem á að lokn
um sínum vinnudegi, að uppfyll3
svo til allt sem af henni er kraf-
ist. Frammistaða Svölu á þessari
„annari frumsýningu“ staðfesii. að
hún er vaxandi söngkona með
jafnt og gott raddsvið, aem hún
hefir lagt mikla rækt við. Á
hærri tónum á söngkonan hins
vegar eftir að vinna betur úr
röddinni, því efniviður er þar fyr-
ir hendi. Sem „typan“ lafði Harr-
iet var Svala glæsileg á sviði, en
hún á líka eftir ’ að tileinka sér,
ýmsa „senuteknik”, sem meá
reynslunni ætti. að verða hepni
auðvelt. Það má segja að dýrmæt-
ur reynslutimi hafi farið forgörð-
um hjá söngkonunni, þar- sem hún
hefir nú á sjö sýningum verið á-
horfandi en ekki þátttakandi. Það
þarf kjark og hugrekki til áð halda
uppi sýningu, fyrir örfáum bekkja
röðum, leikhúsgesta, og þarf því
erigan að undra þótt sýningin i
heild yrði risminni en efni stóðu
til.
Þessari annari frumsýningu var
valinn skammarlega óhentugur
tími, því einmitt þennan dag var
mikið um að vera í leikhúslífi bæj
arins. — Hvar er nú allt það
glys og glimmerklædda fólk, sem
slæst um frumsýningarsætin? Það
skyldi þó aldrei vera það sjálft
sem allt snýst um, en það sem
gerist á sviðinu ekipti minna máli.
Leikhúsgestir sem því miður .voru
alltof fáir, fögnuðu söngkonunni
svo vel sem þeir máttu, og átti
hún það fullkomlega skilið.
Unnur Arnórsdóttir.
íbúðir til sölu
2ja herb. íbúð á 4. hæð við Álf-
heima.
2ja herb. íbúð á 9. hæð við Aust
urbrún.
2ja herb. íbúð á 2. hæð við
Miklubraut.
3ja herb. íbúð á 4. hæð við
Birkimel.
3ja herb. íbúð á 1. hæð við
Kaplaskjólsveg
3ja lierb. kjallaraíbúð við
Bugðulæk.
3ja herb. ný íbúð á 2. hæð við
Hraunbæ.
3ja herb. ibúð á 8. hæð við Há-
tún.
3ja !herb. rishæð við Eikjuvog.
3ja herb. íbúð i kjallara við
Barmahlíð.
4ra lierb. íbúð á 3. hæð við
Álftamýri.
4ra herb. íbúð á 2. hæð við
Njörvasund.
4ra herb. íbúð á 3. hæð við
Gnoðarvog.
4ra lierb. íbúð á 1. hæð við
Ásvallagötu.
4ra herb. stór og góð íbúð í
kjallana við Eskihlíð.
5 herb. íbúð á 4. hæð við
Hvassaleiti. Sér þvottahús og
bílskúr.
5 herb. íbúð- á 3. hæð við Ból-
‘ staðarhlíð.
5 lierb. íbúð á 1. hæð við Háa-
leitisbraut.
5 herb. íbúð á 3. hæð við Rauða
læk.
6 herb. fokheldar hæðir í þríí-
býlishúsi við Grenimel.
6 herb. efri hæð, að öllu leyti
sér, við Kjartansgötu.
Einbýlishús við Goðatún, 170
ferm., nýlegt og vandað timb-
urhús, byggt 1960.
Nýtt einbýlishús við Faxatún.
140 ferm auk bílskúrs til sölu
vegna brottflutnings.
Ný skrifstofuhæð í húsi, sem er
að verða fullgert í Miðborginni
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
hæstaréttarlögmenn
Austurstræti 9.
símar 21410 og 14400.
TRCILOFUNARHRINGAR
Fljót atgreiðsia .
Sendum gegn póstkröfu
óuðm. Þorsteinsson,
gullsmiður
Bankastræti 12.
BÆNDUR
K. N. Z.
SALTSTEINNINN
fæst I kaupfélögum
um land allt.