Tíminn - 21.01.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1967, Blaðsíða 8
8 r TIMINN LAUGARDAGUR 21. janúar 1967 Yerkamannaféladð Hl í Hafnarfirði 60 ára Verkamannafélagið Hlíf í 'Hafnarfirði verður 60 ára í þessum mánuði og verður hald ið upp á afmælið í dag (21. jan.) með afmælishófi í Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði. I>á mun blað félagsins „Hjálmur" koma út sérstaklega helgað af- mælinu og flytja grein sem Gils Guðmundsson hefur ritað þar sem rakið er ágrip úr sögu iHlífar. Nokkur helztu atriði í sögu V.m.f. Hlífar: Verkamannafélagið Hilíf er stofnaðj byrjun árs 1907 í Góð templarahúsinu en um stofndag er ekki vitað. Fyrsti formaður félagsins var ísak Bjarnason í Óseyri, en ekki er örugg vissa um aðra stjórnarmenn þar eð fyrsta gjörðaibók félagsins glataðist fyrir löngu síðan. Vitað er að Jóhann Tómas- son, Jón Þórðarson og Gunn- laugur Hildibrandsson beittu sér fyrir stofnun félagsins og að Sveinm Auðunsson, var einn af aðalforustumönnuim Hlífar fyrstu árin. Félagssvæði Hlífar er log- sagnarumdæmi Hafnarfjarðar, Garðahreppur og Bessastaða- hreppur. Verkamannafélagið Hlíf er eitt af sjö stofnfélögum Al- þýðusambands íslands. Félagið hóf snemma útgáfu handskrifaðs blaðs er Hjálmur hét. Það hefur verið gefið út prentað á seinni árum. Árið 1914 hóf Hlíf útgerð til atvinnuaukningar í samvinnu við þrj'á einstaklinga og keypti þilskipið ,,Guðrúnu“. Útgerð þessi stóð í tvö ár. Þá seldi Hlíf hlut sinn í skipinu og keypti hlutabréf í Eimskipafé- lagi íslands. Sama ár tók Hlíf þátt í bæj- arstjómarkosningu og fékk fulltrúa sinn kosinn. Árið 1916 stofnaði IJlíf pöntumarfélag verkamanna. Það starfaði stutt en var endurvakið 1931 og starfaði vel. Það varð undan- fari Kaupfélags Hafnfirðinga. í bæjarstjórnarkosningun- um 1916 bauð Hlíf fram og fékk tvo fulltrúa kosna. Á því ári byggði Hlíf fiskreita og seldi þá atvinnurekendum. Þetta var gert til atvinnúbóta. Árið 1923 er samþykkt til- laga í Hlíf um stofnun bæjar- útgerðar, þessi samþykkt var margendurtekin. Á árinu 1927 komst þessi hugmynd að nokkru í framkvæmd með út- gerð bæjarins á togaranum Clementínu. Og árið 1931 varð hugmyndin að veruleika. Þá var stofnuð Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar. Það er fyrst árið 1931 sem Hlíf nær fram kröf- unni um, að Hlífarmenn gangi fjrir allri vinnu á félagssvæð- inu. Á því ári var karlakór- inn „Fyrsti maí“ stofnaður inn an Hlífar. Af hans rótum var karlakórinn „Ennir“ sprottinn, er siðar átti mikinn þátt í endurvakningu karlakórsins „Þrestir.“ Árið 1939 var umbrotaár í sögu Hlífar. Þá voru reknir úr félaginu 12 menn. Þessi brott- rekstur dró þann dilk á eftir sér, að Hlíf var rekin úr Al- þýðusambandinu, og henni til höfuðs stofnað annað félag — Verkamannafélag Hafnarfjarð- ar. Gengu þá hátt á annað hundrað verkamenn úr Hlíf. Þetta leiddi til átaka og verk- falls, sem var svo alvarlegt, að segja má að Hafnarfjörður væri í hernaðarástandi um mánaðar skeið. En eftir harða baráttu sigraði Hlíf og félags- menn klofningafélagBÍns gengu aftur í Hlíf, þar með voru hafnfirskir verkamenn aftur sameinaðir í einu félagi — Hlíf hafði haldið velli. Árið 1941 var endurvakinn Styrktarsjóður Hlífarmannia og starfar hann enn í dag, og ár- ið 1942 náði Hlíf fram kröfu sinni um 8 stunda vinnudag. Árið 1931 var stofnuð ný deild í V.m.f. Hlíf fyrir vöru- bifreiðastjóra. Þessi deild starf aði innan félagsins til ársins 1949. Árið 1946 var stofnuð innan Núverandi stjórn Hlífar. Hlífar deild fyrir fólksbifreiða- stjóra 1949 gekk deildin úr fé- laginu. Sama ár var stofnuð deild fyrir vélgæzlumenn í frystihúsum, sú deild er enn íHlíf. Sá sigur vannst árið 1961 i samningum við aÞ.innurekend ur að þeir skyldu greiða 1% af dagvinnukaupj í sjúkrasjóð félagsins. Árið 1962 var borin fram og samþykkt á HWfarfundi tillaga um nauðsyn þess að stofna verkamannasambam og skor- að á Alþýðusambandið að beita sér fyrir stofnun slíks sam- bands. Hugmynd þessi komst í framkvæmd með stofnun Verkamannasambands íslands í maí 1964. Árið 1965 náði Hlíf fram í samvinnu við önnur verkalýðs- félög kröfunni um styi.-ngu vinnuvikunnar í 44 stundir án skerðingar á tekmm miðað við fyrri vinnuviku. Félagsmenn eru nú rösklega fimm uundruð talsins. Núverandi stjórn Hlífar skipa þessir menn: Hermann Guðmundsson, for maður, Gunnar S. Guðmunds- son, varaformaður, Hallgrímur Pétursson, ritari, Sigvaldi And résson, gjaldkeri, Reynir Guð- mundsson fjármálaritari, Jón Kristjánsson, meðstj. og Guð- laugur Bjarnason, vararitari. Hér fer á eftir frásögn af aðdragana að stofnun og fyrstu starfsárum Verkamanna félagsins Hlífar. Frásögn þessi er tekin úr 50 ára afmælisriti félagsins: Upphaf verkalýðssamtaka á fs- landí. Á síðasta áratug 19 aldar hófst nýtt tímabil í atvinnu- málum íslenzku þjóðarinnar, þótt rætur þess megi rekja nokkru lengra aftur í tímann. Hinn stórfelldi vöxtur þilskipa stólsins og sú efling sjávarút- vegs, er þar af leiddi, lagði grunninn að þeim framförum, sem hér hafa orðið á flestum sviðum síðastliðin sextíu ár. Breyting þessi á atvinnuhátt- um skóp einnig nýja stétt í þjóðfélaginu, stétt daglauna- manna á mölinni. Staðir þeir, sem bezt reyndust fallnir til útgerðar drógu til sín fólkið. Fjölmörg sjávarþorp og nokkr ir allstórir útgerðarbæir risu UPP á skömmum tíma. Átvinnuþróunin stöðvaðist ekki. Eftir hið skamma blóma- skeið þilskipantna komu vélbát- ar og togarar. Stórútgerð hófst, og þar með gerbylting í fram- leiðsluháttum þjóðfélags okk- ar, þjóðfélags sem grundvallazt hafði öldum saman L frumstæð um landbúnaði, þar sem kyrr staða og jafnvel afturför ein- kenndu löngum alla starfs- háttu. Á sama tímabili og verka- mannastéttin myndaðist, reis hér upp fjölmenn sjómanna- stétt. Áður fyrr hafði útgerð- in aðeins verið einn þáttur bú- skaparins. Bændur sendu vinnu menn sína til róðra og réru margir hverjir sjálfir. Þilskipa útgerðin breytti þessu. Stöð ugt urðu þeir fleiri, sem stóðu frammi fyrir því vali að kjósa annað tveggja: sjómennskuna eða vinnumannsstörfin í sveit- inni. Og margir kusu sjóinn, Þegar er sjómannastéttin tók að eflast, komu þar fram menn, er reyndu að vekja hana til meðvitundar um sameigin- leg hagsmunamál. Skipstjórarn ir á skútunum riðu á vaðið. Þeir mynduðu með sér félags- skap í ársbyrjun 1893. Félag þeirra nefndist „Aldan.“ Kröfð ust þeir brátt ýmissa hagsbóta, en máli þeirra var þunglega tekið. Árið 1894 stofnuðu út- gerðarmenn við Faxaflóa félag „til þess að gæta hagsmuna sinna gagnvart kröfum sjó- manna.“ Eitthvert fyrsta verk félags þesa var það að semja og birta reglugerð um ráðn- ingarkjör á skútunum. Margt höfðu sjómenn við þá reglu- gerð að athuga, og mun birt- ing hennar hafa átt drjúgan þátt í því að ýta við hásetum á þilskjpunum og fá þá til að Ibindast félagsböndum. Stofn- uðu þeir „Sjómannaféla: Bár una“ í Reykjavík haustið 1894. Nú var það merki hafið á loft. sem æ fleiri skipuðust und ir og aldrei hefur niður fallið síðan. Ný félagsmálahreyfing var í fæðingu, — verkalýðs- hreyfingin á íslandi. Árið 1896 var „Bárufélag" stofnað meðal sjómanna í Hafn arfirði, að tilhlutan forystu- manna „Bárunnar" í Reykja- vík. Á Akranesi var félag stofnaði árið 1902, og næstu þrjú árin risu upp sjómanna- félög á Eyrarbakka, Stokks- eyri, Keflavík og Garði. öll báru félög þessi „Báru“-nafn- ið, en hvert hafði sitt sérstaka númer. Var þetta, eins og margt annað í skipulagi hinna eldri verkalýðsfélaga, sniðið eft ir lögum góðtemplarareglunn- ar. Varð góðtemplarareglan verkalýðshreyfingunni mjög til fyrirmyndar um lagasmíð alla og starfshætti. Um svipað leyti og sjómenn- irnir vöknuðu til félagslegrar vitundar og tóku að starfa sam an að hagsmunamálum sínum, var stofnað fyrsta verkamanna félag landsins. Það var „Verka- mannafélag Akureyrar,“ sem mun hafa verið myndað árið 1894. Það félag varð þó ekki langlíft, mun aðeins hafa lifað skamma hríð. „Verkamannafé- lag Seyðisfjarðar" var stofnað í árslok 1896 eða ársbyrjun 1897. Þetta var upphafið. Þó liðu enn nokkur ár þar til verkamenn í öðrum bæjum landsins tóku rögg á sig og fylgdu gefnum fordæmum. Um aídamótin hófust samtök iðn- aðarmanna og prentara. Árið 1905 og næstu árin þar á eft- ir, færðist nýtt líf í verkalýðs- málin, og félög risu upp með- al verkamanna, hvert á fætur öðru. Dagsbrún í Reykjavik var stofnuð í ársbyrjun 1906, verkamannafélag reis upp að nýju á Akureyri um svipað leyti, og verkamannafélag myndaðist á fsafirði síðar hið sama ár. Þessi áhugaalda náði einnig til Hafnarfjarðar. Hún varð til þess, að stofnað var ”Verkamannafélagið Hlíf“ snemma árs 1907. Hafnarfjörður 1907. Segja mátti, að skútutímabil- ið hæfist fremur seint í Hafn- arfirði, en yrði þeim mun áhrifaríkara, hvað snerti vöxt og viðgang bæjarins. Fáir bæ- ir hafa þotið upp á jafnskömm- um tíma og Hafnarfjörður gerði á fyrsfca áratug þe.sarar aldar. Á árunum frá 1902 til 1908 fjölgaði fólki þar um 1000 manns, úr 500 upp í 1500. Er það 200% aukning á 6 árum. Það, sem nær eingöngu olli þessu aðstreymi til bæjarins, var hin stórfellda aukning útgerðarinnar. Fólkið, sem fluttist til Hafnarfjarðar, var þvi nær eingöngu sjómenn, verkamenn og verkakonur. Rétt fyrir aldamótin höfðu Hafnfirðingar komizt í nokkur kynni við erienda útgerð, og orðið þess varir, eins og þeir urðu stundum síðar, hversu svipul hún var og ótrygg. „Fisk veiða- og verzlunarfélagið ísafold" hafði gert þaðan út nokfcra togara skamma stund. Það félag var að mestu erlent, þótt annar framkv-emdastjór- inn væri íslenzkur. Útgerðar- tilraunin misheppnaðist og hurfu togararnir brott aftur. Brezkur fiskikaupmaður, Pike Ward að nafni, hóf einnig tog- araútgerð ffá Hafnarfirði árið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.