Tíminn - 21.01.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.01.1967, Blaðsíða 12
12 IÞRÓTTIR TÍMINN LAUGARDAGUR 21. janúar '1937 FH-ingar kaffærðu Val a mmutUHum Alf-Reykjavík. — FH hefur tek ið örugga forustu í 1. deildarkeppn inni í handknattleik. f gærkvöldi lögðu FH-ingar „hættulegan“ mót herja að velli, Val, og hafa meS því náð 4ra stiga forskoti. FH- ingar mættu sýnilega mjög ákveðn ir th leiks og það tók þá ekki langan tíma að knýja fram úrslit. Hinn mikli hraðl þeirra í byrjun og mikil skotharka setti Valsmenn út af laginu. Hvað eftir annað höfnuðu hörkuskot þeirra Ragn ars, Geirs og Páls í netinu hjá Val, og um miðjan hálfleik höfðu þeir tryggt sér 6 marka forskot, 8:2. Þá þegar voru úrslitin ráð in, FH-ingum hafSi tekizt að kaf- færa Val í fyrstu lotu. Munurinn í hálfleik var 6 mörk, 12:6, en munurinn varð meiri eftir því sem lengra leið og undir lok in munaði 10 mörkum, 24:14. Ágúst skoraði síðasta mark Vals og síð- asta mark leiksins, sem lauk 24:15. Yfirburðir FH voru of miklir til þess að um spennandi leik væri að ræða. Hraði og aftur hraði var það, sem FH græddi á, því að Valsmenn höfðu ekki eirð 1 Framhald á bls. 14. Knattspyrnukvik- myndir í Keflavík íiþróttalbandaiag Keflavíkur gengst fyrir kvikmyndasýningu í dag, laugardag, í Félagsbíói. Sýnd- ar verða nokkrar lirvaisknatt- spyrnukvikmyndir, m.a. frá bikar úrslitum í ensku keppninni og frá heimsmeistarakeppninni. Sýn- ingin hefst kl. 5. Aðgangseyrir fyr ir fullorðna er 25 krónur, en 10 kronur fyrir börn. Keflvíkingar eru hvattir til að sjá þessa sýn- ingu, sem verður ekki endurtek- i/n. Firmakeppnin fer fram í Alf-Reykjavík. — Firmakeppnil þrjátíu skíðamenn keppa fyrir Skíðaráðs Reykjavíkur sem frest- fyrirtækin. Verðliaunaafhending að var um síðustu helgi vegna fer fram í Skíðaskálanum í Hvera forunans í vélarhúsi Sta'ðaskálans dölum annað kvöold. í Hveradölum, verður haldin nú Svfar unnu Vestur-Þjóðverja í gærkvöldi í keppninni um 5. sæti í heimsmeistarakeppninni í hand knattleik. Unnu þeir leikinn með tveggja marka mun 24:22, en í hálfleik var staðan 12:10. Voru Svíar betri aðilinn í þessari viður- eign og hljóta því 5. sæti. Vestur- Þjóðverjar hljóta 6. sæti. Eins og kunnugt er, urðu Svíar í öðru sæti í HM 1964. f gærkvöldi fór einnig fram leik- ur um 7. og 8. sæti milli Júgó- slava og Ungverja og báru Júigó- slavar sigurorð af Ungverjum Unnu þeir 24:20 og hljóta 7. sæti, en Ungverjar 8. sæti. Leikurinn var frekar jafn, einkum í fyrri hálÆleik, en í hléi var staðan jöfn, 9:9. Báðir leikirnir í gærkvöldi fóru fram í Eskilstunia. Nú er aðeins tveimur leikjum ólokið í heimsmeistarakeppninni. í fyrsta lagi úrslitaleik keppninn- ar mffli Dana og Tékka og í öðru lagi leik Rúmena og Rússa um 2. sæti. Fara þeir fram í dag eins og getið er um annars staðar Myndin er frá leik Vestur-Þjóðverja og Júgóslava í b-semifinal. ÞaS er Branco Júgóslavíu, sem sést skora, án þess, að v-þýzku varnarmennirnir fái nokkuö aS gert. Svíar hrepptu 5. sæti í heimsmeistarakeppninni Keppni í enska „deildabikarn- um“ er komin langt á veg. Ný- lega fóru fram leikir í fjögra liða úrslitum (fyrri leikir, en leikin er tvöföld umferð) og sigraði þá QPR Birmingham á útivelli 4:1. Þá sigraði WBA West Ham 4:0. f 1. deild léku Leicester og Liverpool í fyrradag og varð Liv- erpool að láta í minni pokann, tapaði 1:2. f 1. deild á Skot- landi sigraði Glasgow Rangers Aberdeen á útivelli 2:1. Burnley sigr- aðí Napoli 3:0 Nýlega fóru fram tveir leikir í Borgakeppni Evrópu. Enska liðið Burnley lék gegn Napoli og sigr- aði með 3:0 og Leeds gerði jafn- tefli við Valenzia 1:1. Þetta voru fyrri leikir liðanna. Síðari leik- Irnr fara fram 8. febrúar n.k. Körfubolti: Tveir leikir í 1. deild Tveir leikir verða háðir í 1. deild í íslandsmótinu í körfuknattleik á sunnudag. íslandsmeistarar KR mæta KFR og fþróttafélag stúd- enta mætir íþróttafélagi Keflavíkurflugvallar, sem nýlega vaxm sér rétt til að leika í 1. deild. Báðir leik- irnir fara fram í Laugar- dalshöllinni og hefst sá fyrri kl. 20.15. f kvöld, laugardagskvöld, leikia ÍKF og Skallagrímur í 3. flokki karla og sömu leiðis í 2. flokki og loks leika í meistaraflokki kvenna Skallagrímur og KR. Þessir leikir fara fram að Hálogalandi og hefst sá fyrsti kl. 20.15. um helgina við IR-skálann í Hamragili. Alls taka 120 fyrirtæki þátt í keppninni og verður keppt um 12 veglega bikara. Keppnin hefst í dag klukkan 2. e.h. og keppa þá 60 fyrirtæki. 12 efstu í dag keppa til úrslita við 12 efstu af 60 fyrirtækjum, sem h-efja keppni kl. 10 í fyrramálið. Fer úrslita- keppnin fram eftir hádegi. Námskeið í körfu- knattleiksreglum Námskeið í körfuknattleiksregl- um verður haldið um helgina í KR-heimilinu. Hefst það á morg- un kl. 1. Námskeiðið er ætlað starfandi dómurum, leikmönnum og þeim, sem vilja taka dómara- próf. Námskeiðinu lýkur á mánu- dagskvöld. Frjálsíþrótta- deild Armanns _ Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Ármanns fer fram í dag í Kaffi Höll (uppi) og hefst -Jkkan 16.30. Ármenningar f jölmennið! Stjórnin. UppgjörDana og Tékka í dag - í riðlakeppninni unnu Tékkar Dani með 10 mörkum! Verða Tékkar heimsm'eistar- ar í hiandknattleik í dag, eða fellur heimsmeistaratitilinn Dönum í skaut? Það spá marg- ir jöfnum og hörðum leik t dag, svo framarlega, sem Danir verði í sama ham og í leikj- unum gegn Júgóslövum og Rússum. Danir og Tékkar léku sam- an ,, í d-riðli HM fyrir nokkr- um dögum og urðu Tékkar yfirburðasigurvegarar, _,mu 24.14. Getur það skeð, að Dan ir sigri Tékka nú? Persónu- hef ég ekki trú á því, að Danir geti sýnt þriðja „sup- er-leikinn“ í röð, leikið fyrir ofan venjulegian styrkleika, ef má orða það svo. En só mögu- leiki er vissulega fyrir hendi, jafnvel mörg dæmi um það, að meðalsterk lið eflist við hverjá raun og komist í æðra veldi. En hvernig sem fer í dag, hafa Danir unnið mikinn sigur j þessari heimsmeistarakeppni. Sigur þeirra og framgangur er sigur áhugamennskunnar. Þeir hafa sigrað leikmenn frá aust- antjaldslöndunum, sem bii- við lík kjör og atvinnumenn, og þar af leiðandi búið við miklu betri æfingaskilyrði en dönsku leikmennirnir, sem eru alger- ir áhugamenn. Leikur Dana og Tékka um heimsmeistaratitilinn fer fram í Vesterás og sömuleiðis leik- ur Rúmena og Rússa um 3. og 4. sæti. Vegna þess hve sunnu- dagsblaðið fer snemma í prent un, er ólíklegt, að við getum skýrt frá úrslitunum í blaðinu á moj-gun. — alf. J Þrír leikir í kvennaflokkí íslandsmótinu í handknattleik verður haldið áfram í Laugardals höllinni á morgun, sunnudag. Þá fara fram þrír leikir > meistara- flokki kvenna. Fram leikur gegn Víking. Valm- gegn KR og FH gegn Ármanni. f 2. flokki karla leika ÍR og Akranes og Fram og KR. Einnig leika í 2. flokki karla Valur og Þróttur og Haukar og Víkingur. Fyrsti leikur hefst kl. 2. e.h. Á mánudagskvöld verður mót- inu haldið áfram að Hálogal....di. Þessir tveir leikir fara fram 2. flokki kvenna;_ FH-Breiðablik |HR-Ármann. f meistaraflokki kvenna, 2. deild, leika Kef!av; o--’ Grindavfk. f 3. flokki karla leika Keflavík og Ármann og Joks i 1. flokki karla Ármann og ÍR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.