Alþýðublaðið - 27.03.1984, Síða 16
16
Þriðjudagur 27. mars 1984
Góð frétt fyrir sóldýrkendur:
Vorhitinn á Beni-
dorm 23,7 gráður
Ferðamiðstöðin vill koma þeim skilaboðum á fram-
færi til allra sannra íslendinga og sóldýrkenda, að nú er
vorið mætt í allri sinni dýrð á Benidorm. Samkvæmt
upplýsingum hinna áreiðanlegu spænsku veðurfræð-
inga er meðalhitinn á vorin þar 23.7 gráður C, enda
standa þeir ekki i neinu kuldametakapphlaupi, „a la“
starfsbræður þeirra á íslandi. Þeir siðarnefndu eru líka
velkomnir í sólina þó það væri ekki nema til þess að sjá
einu sinni hvernig virkilega gott veður lítur út. Séu þeir
blankir og Albert á ekki krónu, þá er þeim bent á að
sækja um styrk í endurmenntunarsjóð opinberra starfs-
manna. Kannski að veðrið fari þá eitthvað að skána á ís-
landi.
Um aðra „statistik" segir að
sumarhitinn á Benidorm sé að með-
altali 31.0 gráða og hausthitinn að
meðaltali 19.2 gráður. Fyrir töl-
fróða menn upplýsist að meðalhit-
inn á veturna er 18.7 gráður.
Hin vinsæla páskaferð verður
farin í beinu leiguflugi 18. apríl n.k.
og síðan koma vorferðirnar í beinu
leiguflugi 2. maí n.k. og 26. maí n.k.
Þar sem þetta er allt að fyllast er
fólki bent að hafa sem fyrst sam-
band við Ferðamiðstöðina, Aðal-
stræti 9, s. 28133 og s. 11255 til þess
a4 tryggja sér far eða fá upplýsing-
ar um sumaráætlunina.
Hér á eftir fara nokkrar „prak-
tískar“ upplýsingar til væntanlegra
farþega til Benidorm. Ferðamið-
stöðin í Miðbæjarmarkaðinum
bíður ykkur velkomin og minnir
sérstaklega á hin vinsælu kynning-
arkvöld í Þórscafé á sunnudags-
kvöldum, samkvæmt nánari upp
lýsingum. Addios
Framhald á næstu síðu
þúdiekkur
sykurlaust Soda Stream
meó góóri samvisku!
Nú fást fjórar tegundir: Appelsín, Cola, Límonaöi og Ginger Ale. Þér er óhætt að
drekka sykurlaust Soda Stream eftir æfingar því þaö er minna en ein kaloría í glasi.
Sól hf.
ÞVERHOLTl 19 SÍMI 26300
REYKJAVÍK
Vörur stundum
undir fram-
leiösluveröi
Á Vöruloftinu í Markaðshúsinu við Sigtún í Reykja-
vík hittum við annan eigandann, Guðmund Yngvason
og tókum hann tali.
„Við rekum þetta tveir“, sagði Guðmundur, „Kristján
Ólafsson og ég. Við vorum áður í verslunarrekstri, en
hættum með það. Talsverður vörulager var þó fyrirliggj-
andi, sem við urðum að koma í eitthvert verð og þannig
varð þessi hugmynd til. Við erum hér á 650 fermetrum,
en svona rekstur verður ekki hagkvæmur fyrr en af þess-
ari stærðargráðu.
Markaðshúsið byrjaði starfsemi
sína síðastliðið haust en 2. febrúar
tókum við þessa nýbreytni upp hér
á Vöruloftinu. Við erum nú með
vörur frá yfir 60 fyrirtækjum,
þannig að vöruúrvalið er gifurlegt.
Reyndar fer það stöðugt vaxandi,
því fyrirtækjunum sífjölgar, sem
taka þátt í þessu.
í sölusamningi okkar ábyrgjumst
við vörurnar og önnumst trygging-
ar og þess háttar. Hver sá aðili sem
selur hér, fær sitt viðskiptanúmer
og fylgja þar einnig upplýsingar um
lagerstöðu hans. Margir selja hér á
beinu heildsöluverði eða á fram-
leiðsluverði og bæta þá aðeins sölu-
skattinum við. Aðrir greiða meira
að segja söluskattinn sjálfir og má
þá segja að varan sé undir fram-
Íeiðsluverði.
Ég vil sérstaklega koma því á
framfæri við væntanlega viöskipta-
vini að fylgjast vel með því sem
kemur hér inn daglega, því auðvitað
brennur það við að mest spennandi
vörurnar seljast svo til jafnóðum
upp og þær koma. Margir kaupa
líka mikið hér í einu, ef þeir sjá eitt-
hvað sem þeim líkar, svona eins og
þeir væru á markaði.
Við ábyrgjumst allar vörur sem
hingað koma inn og sjáum sjálf um
söluna, þó mest sé stuðst við sjálfs-
afgreiðslufyrirkomulag. Fyrirtæk-
in sem eiga vöruna hafa ekki sér-
staka sölumenn á staðnum. Við
miðum við 0.78% rýrnun á vör-
unni, sem eru venjulegur staðall á
Norðurlöndunum.
Við leigjum þetta húsnæði til
eins árs í senn og getum framlengt
ef vel gengur. Það ræðst af vöru-
framboðinu og eftirspurninni eftir
vörunum hvort við höldum áfram“,
sagði Guðmundúr Yngvason að
lokum.
G.T.K.
Guðmundur Yngvason, annar eig-
enda Vöruloftsins: Fylgist vel með
nýju vörunum, þœr geta selst upp á
augnabragði því þœr eru svo ódýr-
ar. Ljósm.: G.T.K.
Rœtt við
Guðmund
Yngvason,
annan
eiganda
Vöruloftsins