Alþýðublaðið - 27.03.1984, Side 22

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Side 22
22 Þriðjudagur 27. mars 1984 Sighvatur 4 alltaf hægt að láta kröfu fylgja kröfu — hirða alla hendina ef boð- inn er fram litli fingur. Dómur Hœstaréttar. Með dómi Hæstaréttar um eignarráð á Landmannaafrétti þar sem rétturinn hratt kröfu „landeig- enda“ sem ólögmætri komst Hæstiréttur m.a. að þeirri niður- stöðu, að bráðnauðsynlegt sé, að Alþingi setji lög, sem taki af öli tví- mæli um, að land og landgæði, sem einkaaðilar og sveitarfélög geta ekki sannað eignarheimildir sínar á, skuli talin sameign allrar þjóðar- innar. Þessari ósk Hæstaréttar hef- ur Alþingi ekki sinnt. Tvívegis hefur málið þó verið flutt sem Iagafrum- varpá Alþingi en i bæði skiptin hef- ur landeigendavaldið barið málið niður. Lénsherrar íslands neita landsmönnum meira að segja um þann frumburðarrétt að fá að eiga það land, sem enginn annar á! Hver á sólina og tunglið? Og svo kemur krafan um, að þjóðin borgi lénsvaldinu snjóinn, sem féll á Hofsjökul í fyrra. Rign- ingin á Kili á að verða tekjustofn Blöndubænda. í reikninga Lands- virkjunar á að færa nýjan kostn- aðarlið: „Til kaupa á snjó og regni“. En hver á þá sólina, tunglið og stjörnurnar? Geislar vor- og sumar- sólarinnar bræða snjóinn, sem féll á Hofsjökul í fyrra og breytti hon- um í virkjanlegt vatn i Blöndu. Á ekki líka að borga fyrir sólina? Og árstíðirnar? Fuglasönginn? Ilminn af slegnu grasi? Dýrt verður ísland allt áður en upp er staðið. r Utvegsbankinn 2 og stofnunar Útvegsbankans í framhaldi af honum 1930, Kreditkort Að lokum vil ég svo geta hinnar miklu nýungar á greiðsluformi, þ.e.a.s. að Eurocard — kreditkorts- ins okkar, en meðeigendur okkar eru Verslunarbankinn, Kort h.f. og samvinnuaðili, Sparisjóður Vél- stjóra. Eurocard International er i samvinnu við stærstu kortasam- steypu heims, sem er Mastercard í Bandaríkjunum og Assecc í Bret- landi. Fyrir nokkrum árum stofnuðu nokkrir einstaklingar Kreditkort h.f. Þetta var miðað við innan- landsmarkað og gekk ágætlega. Viðskiptavinir svona á bilinu 800 til 1000. Þeir ráku sig þó fljótt á þá stað- reynd að yrði um einhverja verulega útvíkkun á þessari starfsemi að ræða, og þó sérstaklega ef kortin ættu að gilda alþjóðlega, þá þyrftu þeir banka með sér í málið. Hófst nú mikil umræða meðal nokkurra banka hér á landi, sem endaði með því, að fyrrnefndir þrír aðilar stofnuðu Kreditkort s.f. Augljóst var að banki eða bankar hefðu geta sett fyrri eigendur útí horn. Höfuðstöðvar Eurocard eru i Brússel í Belgíu og nánast hefði hvaða banki sem var getað boðið þeim betri þjónustu fyrir íslenska umboðið en einstaklingar. Þvi mið- ur kom þessi skoðun fram hjá ein- staka hlutafjárbanka í viðræðum bankanna. Eg lagðist alfarið gegn þessu. Síst af öllu ætti líka þessi skoðun að heyrast frá einkabönk- um sem byggja á hugsjónum ein- staklingsframtaksins og frelsis. Um leið og einstaklingurinn hefur rutt brautina þá á að setja hann útaf sakramentinu og það af hugsjóna- legum skoðanabræðrum hans. Undir þennan söng gátu Útvegs- bankinn og Verslunarbankinn ekki tekið. Því urðu aðilarnir að Kredit- kort s.f. þrír. Hreinskilningslega sagt hefur Kreditkort s.f. verið hreint reyfara- fyrirtæki. Velta fyrirtækisins hefur nær þúsundfaldast á tveimur árum. Við erum með tíu þúsund við- skiptamenn auk aukakorta, enda með tveggja ára forskot á innlenda markaðinum. 80 til 90°/o fyrirtækja á landinu í þjónustu og verslun hafa gert samstarfssamning við okkur og taka þannig við kreditkortinu sem greiðslumiðli. Almenningur hefur svo sannarlega kunnað að meta þessa góðu þjónustu okkar. Við störfum algjörlega eftir regl- um Eurocard International og erum með altölvuvædda starfsemi með beinum tengslum við aðalstöðvarn- ar í Brússel í alþjóðakortunum. Skuldfærslurnar fara þannig á báða bóga í gegnum einn stað, Brússel og eru kvótaðar í einum gjaldmiðli, þ.e. dollurum. Það er sama hvar þú ert í veröldinni. Út- vegsbankinn sér um þig og veitir þér góða þjónustu", sagði Reynir Jón- asson að lokum. G.T.K. Nýjung 1 þess að vera vinur litla mannsins. Hún er auðvitað rökrétt. Því minna sem litli maðurinn hefur á milli handa, þeim mun minni verður hann. Og þeim mun minna sem rennur til launafólks, þeim mun meira fjölgar Iitlu mönnun- um. Svo eiga menn bara að gefa sjálfir yfirlýsingu um það að þeir séu vinir litla mannsins og þá eiga allir auðvitað og einfaldlega að taka það gott og gilt. Annað hlyti að vera hrein heimska, sérstaklega þegar allir hafa það fyrir augum að það hefur ekki verið neitt að marka neinar yfirlýsingar sem gefnar hafa verið áður. Þá hlýtur að vera komið að þessari einu sem er að marka. Leitar 1 af því gagnvart almenningi, að hafa fundið gatið og sagt fólki frá því. Það eru aldeilis fræðgarverk, sem Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra hefur innt af hendi. Hann hefur fundið tveggja millj- arða gat í fjárlögunum og sagt fólki frá því. Ekki hefur hann hins vegar hugmynd um það hvernig unnt er að fylla hið umrædda gat. Hann spyr stjórnarandstöðuna um ráðleggingar í þeim efnunt. Það er ekki mikil reisn yfir fjár- málaráðherra og ríkisstjórninni þessa dagana. Kosta Boda er sérverslun með vandaðan listiðnað; skrautmuni og nytjahluti. Efnið er úrvals sænskur kristall, eldfast gler, stál og þýskt gæðapostulín. Hönnuðir eru þekktir listamenn, sem hver og einn nýtur heimsviðurkenningar. Þetta eru antik munir framtíðarinnar. KOSTA BODA Bankastræti 10. Sími 13122

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.