Tíminn - 09.02.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.02.1967, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hrrngið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 33. tbl. — Fimmtudagur 9. febrúar 1967 — 51. árg. Fulltrúar frystihúsanna á fundi hjá forsætisráðherra í gærmorgun Fóru af fundi hans jafn svartsýnir og þeir komu EJ-Reykjavík, miðvikudag. ir Bjami Benediktsson, forsætis- ráðherra, hafði engar nýjar tillög ur fram að færa um iausn á rckstr arörðugleikum frystihúsanna, þeg ar fulltrúar frystihúsanna gengu á fund hans í morgun. Fóru fulltrú ar frystihúsanna af fundi hans jafn svartsýnir á reksturinn á þessu ári eins og þeir komu á fund inn, — að sögn Bjarna V. Magnús sonar, framkvæmdastjóra sjávaraf urðadeildar SÍS. * ★ Jafnframt skýrði hann frá því, að þeim tilboðum, sem þegar hafa komið fram af hálfu ríkissljórnar innar, hafi frystihúsin algjörlvga hafnað sem alsendis ónógum til þess að gera frystihúsunum kleift að halda áfram. ir Þá segir í ályktun, sem fundur framkvæmdastjóra fryslihúsa á vegum SÍS samþykkti í gær, að reikna megi með um 150 milljón króna tapi í rekstri frystihúsanna árin 1966 og 1967. f þessari tölu sé reiknað með sem næst óbreyttu hráefnisverði árið 1967 frá því sem var 1966, og ennfrem- ur óbreyttum afurðavcrðum á er- lendum mörkuðum. ir f*á sagði Bjarni V. Magnús- son, að ef e\\ki fyndist einhver lausn á rekstrarvandamálum frysti húsanna, væri reiknað með að reksturinn stöðvaðist að sjálfu sér; rekstrarfjárskorturinn væri það mikill, að þau gætu ekki haldið áfram nema um skamman líma. Fulltrúar 'frystihúsanna, þeir Gunnar Guðjónsson, Eyjólfur í. Eyjólfsson og Ólafur Jónsson frá SH og Bjarni V. Magnússon og Árni Benediktsson frá frystihúsum á vegum SÍS gengu í morgun á fund forsætisráðherra og ræddu við hann um vandamál frystihús- anna. Bjarni V. Magnússon sagði blað inu, að fram hefði komið hjá for- sætisráðherra, að ef til vill myndi verða starfandi nefnd áfram til þess að atihuga möguleika á ein- 'hverri lausn, en hann hafi ekki komið fram með nýjar till. í mál- inu. Hafi hann látið að því liggja, að hann myndi leggja málið fyrir fund ríkisstjórnarinnar á morgun og skýra málið þar nánar. Ekkert nýtt hefði því komið fram á fund inum — „Við fórum af fundinum jafn svartsýnir á þennan rekstur á þessu ári eins og við komum á þennan fund“, sagði Bjarni V. Magnússon. Blaðinu hefur borizt ályktanir, sem í gær voru samþykktar á fundi SH og á fundi framkvæmda stjóra frystihúsa á vegum SÍS. í ályktun SÍS-fundarins um vandamál frystihúsanna kemur m- a. fram eftirfarandi: ☆ Fundurinn telur, að óviðun- andi ástand sé nú í málefnum frystiiðnaðarins, þar eð ekki hafi enn tekizt að ná neinum samning um um rekstrargrundvöll hans, enda þótt tæpar sex vikur séu liðn ar af vertíð. ☆ Ýtarlegar athuganir á rekstrar afkomu frystihúsanna undanfarin ár sýna að án þátttöku hins opin bera I hráefniskaupum þeirra, þá hefðu þau naumast getað haldið áfram starfsemi sinni, enda þótt verð á erlendum mörkuðum hafi aldrei verið hærra en síðastliðin þrjú ár. lír Rekstrarkostnaður frystihús- anna mun enn hækka um trugi mill jóna króna á yfirstandandi ári. enda þótt reiknað sé með algerri stöðvun til ársloka- Reikna má með um 150 milljón króna tapi í rekstri frystihúsanna árin 1966 og 1967. í þessari tölu er reiknað Framhald a bls. 14. Dr. Bjarni Benediktsson TIMINN RÆÐIR V|Ð ÍSLENZKAN STÚDENT í MANCHESTER VERKFALL íHÁSKÓLUM ENGLANDS 22. FEBR. ? FB-lteykjavík, miðvikudag. Mikil ólga er nú ríkjandi meðal stúdenta og skólamanna í Bret- landi vegna ákvörðunar brezku ríkisstjórnarinnar um að hækka skólagjöld fyrir erlenda stúdenta upp í 250 pund á ári. Hafa stúd entar fjölmennt í London og geng ið á fund þingmanna sinna, og miðvikudaginn 22. febrúar hefur verið ákveðig að hafa verkfall í öllum háskólum landsins til þess að mótmæla hækkuninni. Viö ræddum í dag við Birgi Jónsson, jarðfræðistúdent í Manchester um viðbrögð stúdentanna þar í borg og fer viðtalið hér á eftir. — Á miðvikudaginn í síðustu viku fjölmenntum við héðan frá Manchester til London til þess að mótmæla hækkun skólagjaldanna. Við fórum 300 talsins og var farið i með langferðabílum til London, i lagt af stað héðan um klukkan 7 1 um morgiuninn og komið þangað I up úr hádegi. Þá var strax haldið Myndin er frá komu Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, til j að þinghúsinu og staðið þar fram Lundúna á mánudag. Að baki honum gengur niður landganginn, ! til klukkan sex um kvöldið. Þarna Wilson forsætisráðherra Breta, en kona hans hans bíður ineð blómvönd | voru mættir um 3000 stúdentar og útrétta hönd til að heilsa gestinum. 1_____________________ PRAVDA UM LOFTÁRÁSIR USA Á NORÐURVIETNAM KINVERJUM AÐ KENNA Bjarni V. Magnússon NTB-Moskvu, London og Saigon, i — Kosygin, forsætisráðherra Sovét miðvikudag. ríkjanna, réðist í dag harkalega á Pravda, málgagn sovézka komm- j stefnu Bandaríkjamanna í Viet- únistaflokksins sagði í dag, að! nam-málinu og lýsti stuðningi Kína beri ábyrgðina á þeirri á- kvörðun Bandaríkjamanna að hefja loftárásir á Norður-Vietnam Sovétstjórnarinnar við þá kröfu Hanoi-stjórnar, að hætta yrði loft- árásuni á Norður-Vietnam, áður en hægt væri aö hefja friðarvið- ræður. — í morgun kom til fram- kvæmda vopnahlé í Vietnam í til- efni af nýárshátíðinni þar í landi og veik von er til þess að það verði framlengt eitthvað. Framhald * bls. 14. alls ataðar að, og var tilgangurinn með þessari för að ná tali af þing mönnunum, en eins og kunnugt er hefur hver kjósandi leyfi til þess að ganga á fund þingmanns síns. — Fól'kið náði tali af 100 þing mönnum og aðeins einn af þess um hundrað var hlynntur skóla- gjaldahækkuninni. —- Að sjálfsögðu komst ekki nema svona 1/10 af þeim sem í röðinni stóðu inn til þingmann- anna. Fólkið var mjög rólegt, og enginn var með spjöld eða þess konar, og ekki voru heldur nein læti. Eftir að hafa staðið í röðinni fóru Manchester-stúdentarnir. upp í fræðslumálaráðuneytið og kröfð ust þess að fá að ræða við fræðslu málaráðherrann, Crosland, en hann lét ekki sjá sig heldur læddist út bakdyramegin. — Sem betur fór var ekki sér- lega slæmt veður á meðan við stóð um í röðinni. Þó rigndi smávegis, en nógu kalt var samt til þess að ég kvefaðist, og líklega hefur svo farið um fleiri. Eins og fyrr segir hefur brezka stjórnin ákveðið að hækka skóla gjöld erlendra stúdenta, og var ákvörðun um t/ekkunina tekin 21. desember s. 1. og á þriðjudaginn sendi Menntamálaráðuneytið hér á landi út. tilkynningu þess efnis, að bréf hefði komið frá háskól anum í Newcastle um hækkunina, og búast mætti við fleiri slíkum innan skamms. Þyrftu því íslenzk ir stúdentar sem hyggja á nám í Bretlandi á næsta vetri, að taka tillit til þessarar hækkunar, er Framhald á bls. 14 Gunnar Guðjónsson j Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson Arni Benediktsson Ólafur Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.