Tíminn - 09.02.1967, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967
TÍMINN
MINNING
Guðbjartur Úlafsson
Hinn 2. þ. m. andaðist hér í
Ibarg Guðbjartur Ólafsson eftir
nokkurra vikna enfiða sjúkdóms-
legu.
Hann var aðeins 19 ára, þegar
hann kvaddi þennan heim. Hann
lifði stutt, en vel, svo vel, að
fögur mynd hans mun jafnan
geymast í hugum allra þeirra, er
hann þekktu.
Guðbjartur var sonur Ólafs
Jólhannessonar, prófessors og ' al-
þingismanns og konu hans, Dóru
Guðbjartsdóttur. Hann bar nafn
afa síns, Guðbjartar Ólafssonar,
hafnsögumanns^ og forseta Slysa-
varnafélags íslands — þjóð-
):unns ágætiismanns, sem látinn
lar fyrir nokkrum árum, og hann
bar nafn hans með sóma.
Guðbjartur ólst upp í foreldra
húsum og stundaði gagnfræða
skóla- og síðar menntaskólanám.
Hann var mörgum kostum búinn,
m. a. listrænn og fróðleiksfús.
Fékkst hann nokkuð við leiklist
í skóla, og frammistaða hans þar
lofaði góðu. Þá fékkst hann
einnig við smásagnagerð, en fór
dult með. Hann var ljúfur og
yfirlætislaus piltur, tillitssamur
við aðra, ræðinn og skemmtdeg-
ur í vinahópi. Þeir, sem þekktu
til heimilislifsins að Aragötu 13
vissu, að hann var góður sonur
og bróðir. Því er nú á skilnaðar
sfcundu sár söknuður forelrlra,
systra og annarra vandamanna.
En huggun er það harmi gegn —-
hversu þjartar minningar þau
eiga um einkasoninn, sem tók
öllu meðlæti með hógværð og
i lítillæti, en sjúkdómserfiðleikun
| um með þolinmæði, æðruleysi og
styrk hins fullþroska og lífs-
| reynda manns.
í Hinir fjölmörgu vinir fjöl-
I skyldunnar senda í dag foreldrun
um og systrunum innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón Kjartansson.
f. 6. 11. ‘47 d. 2. 2. 67.
Hér við skiljumk
ok hittask munum
á feginsdegi fira.
Dróttinn minn
gefi dauðum ró,
'hinum líkn, er lifa.
I Við vorum ekki gamlir, þegar
Ivið hittumst fyrst, við Guðbjart
! ur. Það, sem leiddi okkur saman
! var knattspyrna og aðrir ieikir,
sem við glöddum okkur við strák-
i arnir í hverfinu. í okkar liði
lón
jvoru þeir Guðbjartur og
Ármann sterkustu stoðirnar. Þeir
voru einnig beztu vinirnir. Skap-
ferli þeirra og þróttur leiddi þá
saman, og það var oft gaman að
þeim félögum, sem stældu raddir
merkra manna og gerðu góðlát-
legt grín að náunganum. Þeir
voru gæddir góðum leiklhæfileik-
um, og sýndu þeir margt gott á
sviðinu í Hagaskólanum. — Þeir
höfðu verið í sama bekk í barna-
skóla, það var samheldinn og fjör
ugur bekkur, og héldu þeir hópinn
þótt í gagnfræðaskóla væri kom-
ið. Það var vorið 1962, sem þau
bekkjarsystkinin fóru í ferðalag
og slysið varð, Jón Armann drukkn
aði. Hvílíkt reiðarslag er það fyr-
ir ungan og óharðnaðan ungling
að missa sinn bezta vin svo skyndi
lega. Að horfa á vin sinn hverfa á
braut í blóma lífsins og standa
eftir einskis megnugur gegn afli
dauðans.
Þið samrýmdu félagar og góðu
drengir hittizt nú heilir og von-
andi er eins glatt á hjalla hjá
ykkur og alltaf var hér áður.
Söknuðurinn er sár, en minn-
ingin lifir.
Leó E. Löve.
Það er dálítið erfitt að þurfa
að horfast í augu við þá stað-|
reynd, að hann Guðbjartur sé dá-l
inn. En örlögin hafa ákveðið, að
það þurfum við nú að gera. Þeg-
ar fréttin um andlát hans barst
okkur, gerðum við okkur kannski
ekki fulla grein fyrir því hvað
hafði skeð. Var þessi vinur okk-
ar, sem okkur fannst að ætti eft'
ir að gera svo mikið, virkilega
horfinn okkur að fullu?
Þessi síglaði félagi, sem öllum
þótti gaman að heyra, hafði gott
auga fyrir „ihúmornum“ í mann-
lífinu. Guðbjartur var listfengur
og stundaði nám í leiklist, sem
var aðalhugðarefni hans. Okkur í
Menntaskólanum datt ekki í hug,
þótt Guðbjartur kæmi ekki í skól
ann í haust, að svo skjótt mundu
skipast veður í lofti.
Þessi fáu orð eru einungis rituð
af veikum mætti og lýsa Guð-
bjarti engan veginn. Honum verð
ur ekki lýst með fáum orðum.
Fjölskyldu hans vottum við i
okkar innilegustu samúð við frá-
fall þessa góða drengs og ágæta
vinar okkar.
Nokkur skólasystkini.
Hljóð falla tregatárin.
Titrar hver strengur af ekka.
Drengur til dáða fæddur
dáinn í æskunnar blóma.
Hvað olli að einmitt slíkur
er á burtu kvaddur?
Guð, sem að gefur og tekur,
getur einn veitt okkur svörin.
Guðbjartur, góður og traustur,
gleðin pabba og mömmu,
inc’ • ' og ástríkur bróðir
er ekki hérna lengur.
Horfinn úr veröld vorri.
Vinina harmur nístir.
Farinn í flokkinn þeirra,
sem flutt hafa á ókunnu sviðin.
Skarð er nú fyrir skildi.
En sköpum verður að hlíta
ungur jafnt sem aldinn,
þá örlaganornirnar kalla.
Minningin ljúfsár lifir
lengi um prúða drenginn,
sem hvarf ýifir móðuna miklu
að morgni á lífsins degi.
Eiríkur Pálsson.
Biedermann og brennuvargarnir
Leikför nemenda Menntaskólans á Akureyri suður
Reykvíkingar fengu góða gesti
um síðustu helgi, Menntaskóla-
nemar af Akureyri brugðu sér
suður yfir fjöll og sýndu sjónleik-
inn Biedermann og brennuvargarn-
ir eftir Max Frisch í Tjarnarbæ
tvisvar eða þrisvar við ágæta að-
sókn ungs fólks. Sýningar þess_ar
voru athygli verðar fyrir margra
hluta sakir. Hér var tekið til túlk-
unar nýsfcárlegt og innviðamikið
listaverk, örðugt í túlkun og því
gerð skil af trúleik og vandvirkni.
Ungt og óreynt fólk vann þarna
augsýnilega af mikilli alúð og
áhuga undir handleiðslu þrosk-
aðri leiðbeinenda og náði að mínu,
viti merkilegum árangri. Að sjá1
ungt fólk taka svona verkefni —
og svona á verkefninu — er í
sjálfu sér stórfenglegt fyrirheit.
Hinir ungu menntaskólaleikend-
ur láta fylgja verki sínu góða I
leikskrá með ágætum greinum
um höfundinn og viðhorf hans,
strauma í leiklist á síðari árum
og boðun þessa verks. Er að þessu
mikill fengur fyrir leikhúsgestinn.
í ávarpi fyrir leikskránni minn-
ir unga fólkið á, að Leikfélag
M.A. hafi oftast sýnt gamanleiki
létta til geðbótar, en nú sé vikið
á annan stig og sýni heimsádeilu
verk í nútímastíl, og um þessa
bíræfni segir það svo: .
„Takist okkur að koma „prédik
un“ Max Frisch óbrenglaðri á
framfæri, og takist okkur ið
vekja yður til íhugunar á efni
leikritsins fremur en frammistöðu
einstakra leikara, hefur áralang-
ur draumur L.M.A. rætzt.
Draumurinn um að láta eitthvað
meira af sér leiða en aðeins að
vekja stundarhlátur leikhúsgesta“.
Og það verður að segjast, að
þetta takist. Að sjálfsögðu eru
margir hnökrar á leiknum, en
ýmsir þeirra áttu sér augsýnilega
rætur hér syðra vegna þess að
leikið var á öðru sviði, en þegar
svo er verður ætíð örðugt að
dæma frammistöðu.
í leikskrána rita þeir Kurt Zier,
Þorgeir Þorgeirsson og Erlingur
E. Halldórsson mjög skemmtileg-
ar greinar, sem leiða leikhúsgest-
inn að verkinu. Erlingur er og
leikstjóri, og það verður að telj-
ast réttur dómur um hann, sem
leikfólkið greinir frá í þökkum til
hans í skránni, að hann hafi
„reynzt leikfélaginu sérstaklega
vel, og við, sem vorum í fyrstu
hálfrög við erfitt verkefni, erum
nú í sjöunda himni, svo vel hefur
honum tekizt að gefa okkur skiln
ing á leikritinu og glæða skynjun
okkar á hlutverkunum". í þessu
birtist einmitt það bezta, sem
þessi sýning flytur. Leikendur
skilja verkið mjög vel og gera
yfirleitt djarfflegar tilraunir til
túlkunar á þeim skilningi, og þess
vegna verður leikurinn yfirleitt
persónulegur. Sigurgeir Hilmar
leikur herra Biedermann, sem er
hið örðugasta hlufcverk, og hon-
um tekst að skila borgaranum af
myndugleik, þó að stundum skorti
á hin fíngerðari blæbrigði. Stein-
unn Jðhannesdóttir leikur konu
hans einnig af trúleik og góðu
leikskyni. Beztur er þó líklega
Sverrir Páll Konráðsson í hlut-
verki SChmifchs glímumanns, en
það hlutverk gefur líka hressileg-
um leikara einna bezt tækifæri,
án þess að krefjast of mikils af
ihonum, og Einar Karl Erlendsson
leikur Eisenring yfirþjón með ná-
kvæmni og öryggi. Aðrir leikend-
ur eru Margrét Sigtryggsdóttir,
jMagni Jónsson, Þorbjörn Árna-
son, Kristín Sveinsdóttir, Jón Við-
ar Jónmundsson, Björn Þórleifs-
son, Ólafur Ólafsson, Jón Daníels
son, fjórir hinir síðasttöldu í
brunaliðskórnum, sem er prýði-
lega æfður, og gefur leiknum
þriðju víddina, ef svo má segja.
Þorgeir Þorgeirsson hefur býtt
leikinn með miklum ágætum að
því er heyrt verður. Leiknum var
mjög vel tekið, og skemmtilegt
að sjá, hve hinir ungu leikhúsgest
ir veittu honum mikla afchygli.
Þessa komu hinna norðlenzku
menntaskólanemenda er ástæða
til að þakka mjög vel, og ég trúi
ekki öðru en þeir telji sig hafa
haft erindi sem erfiði í förinni.
A.K.
»753
í kröppum öam
Hér í Tímanum í gær var
birt allítarleg frásögn af
fundi Emils Jónssonar, utan-
ríkisráðherra, og stúdenta í Há
skólanum, og leynir sér ekki,
að ráðherrann hefur komizt í
nokkuð krappan dans, og hin-
ír ungu menntamenn hafa borið
fram hvassar og markvissar
spurningar. sem ráðherrann
hefur átt örðugt tm‘~ að svara,
og utanríkisstefna 'jórnarinn
ar hefur sætt allharðri gagn-
rýni.
Illar horfur í
landhelgismáli
Eins og kunnugt er hefur
ríkisstjórnin ætíð neitað því
harðlega, að fslendingar hafi
afsalað sér nokkrum rétti eða
gert sér erfitt fyrir um frek-
ari útfærslu landhelgi með
samningum við Breta. Stjórnin
lýsti þá yfir, að hún mundl
halda áfram að undirbúa meiri
útfærslu og vinna að viður-
kenningu annarra þjóða á rétti
íslands til landgrunnsins í sam
ræmi við landgrunnslögin. En
eins og kunnugt er hefur ríkis
stjórnin gersamlega brugðizt
þessu fyrirheiti. Ekki er vitað
til þess að hún hafi gert nokk-
urn skapaðan hlut í þessu
augnamiði, hvað þá undirbúið
nokkra útfærslu, þrátt fyrir aug
Ijósa nauðsyn og sffelldar
áskoranir hvaðanæva að af
landinu. Nú varð utanrikisráð-
herra að viðurkenna það á
fundi með stúdentum, að ekki
horfði álitlega um nýja út-
færslu og harla ólfklegt, að
hún fengist viðurkennd fyrir
Haagdómstóli. En eins og
kunnugt er var það meginá-
kvæði samningsins við Breta,
að við skuldbundum okkur tii
þess að láta málið ganga fyrir
þann dóm, ef Bretar vildu það,
er að reglum dómsins þurfa
báðir aðilar að vera sammála
um málskotið. Við scldum því
Bretum sjálfdæmi um slíkt
málskot, eða fengum þeim um
boð okkar til þess hvernig sem
horfði. f þessu voru afsals-
ákvæðin fólgin. Stjórnin hefur
ætíð neitað því, að þetta væri
eða verði nokkurt haft á íslend
ingum, en nú játar utanríkis-
ráðherra, að þetta sé einmitt
aðalþrándur í götunni. Kemur
þessi játning nú ofan á alger-
ar brigðir í sjö ár um að vinna
að málinu
Farið undan í
flæmingi
Þá kemur flæmingur ráðherr
ans undan spurningum stúd-
enta i sjónvarpsmálinu harla
kyniega fyrir sjónir. f haust
birti ríkisstjórnin bréfaskipti
milli sín og yfirmanns varnar
liðsins um það, að varnarliðið
mundi takmarka sjónvarp sitt
við vallarsvæðið, þegar ís-
lenzka sjónvarpið væri tekið til
starfa. Nú hefur sjónvarpið
starfað í nokkra mánuði, en
engin breyting verður á Kefla
víkursjónvarpinu, og þegar ráð
herra er um það spurður, telur
hann helzt að ríkisútvarpið eigi
að tilkynna varnarliðinu, hve
nær íslenzka sjónvarpið sé í
raun og veru og að fullu tekið
til starfa. Einnig játar hann,
að ríkisstjórnin hafi á sínum
tíma fengið rangaf upplýsing-
ar um langdrægni Keflavíkur-
stöðvarinnar, og líklega sé þörf
Framhald á bls. 15.