Tíminn - 09.02.1967, Blaðsíða 16
...... • •:•••
&
' -• ■' -
X'Xííá^.*;
Til hægri á myndinni er Einar Guðmundsson kennari úr Ilafnarfirði, þá má sjá m. a. Þór Guðjónsson
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Rannsóknir hafa nú sýnt, að
blek það, sem notað var við gerð
Vínlandskortsins fræga, er ekki
hið sama og blekið á þeim tveimj
ritum, sem fylgdu kortinu.
Vínlandskortið, sem talið er að
gert hafi verið um 1440, er þessa
dagana til sýnis í British Muse-
um, og þar haf-a verið gerðar
ýmsar ítarlegar rannsóknir á kort
inu. Kom í ljós, að blek það, sem
notað var við gerð kortsins, inni-
heldur ekkert járn. Það er aftur
á móti í bleki því, sem notað var
við ritun þeirra tveggja rita, sem
fylgdi kortinu. Sagt er, að þetta
ÞRIÐJA BANA-
SLYSIÐ í
UMFERÐINNI
KJ-Reykjavik, miðvikudag.
í gær lézt á Landspítalanum
Jónína Ragnheiður Jónsdóttir
Hrísateig 30, en Jónína varð fyrir
bíl í Borgartúni um klukkan níu
á föstudagskvöldið 27. jan. s. I.
eins og sagt var frá í Tímanum
á sínum tíma.
Jónína heitin missti meðvitund
við slysið og komst aldrei til með-
vitundar svo heitið gæti síðan.
Jónína var sjötíu og tveggja ára
að aldri, og er hún þriðja mann-
eskjan sem lætur lífið í umferð-
inni í Reykjavík á þessu ári.
Þau þrjú sem látið hafa lífið í
umferðinni eru allt eldra fólk,
sem verið hefur á ferðinni
í myrkri á götum borgarinnar.
sem telja kortið yngra en fullyrt
er.
George Painter hjá British
Museum segir: — Þessi uppgötv
un er skrýtin, en ekki grunsam-
leg“. Hann telur, að kortið sé
ekta, og segir, að kortagerða-
Framhald á bls. 15.
Stofnfundur Félags
framsóknarkvenna
íHafnarf.ogGarða-
og Bessastaðahr.
Framsóknarkonur í Hafnar-
firði og Garða- og Bessastaða
hreppi halda fund í Góðtempl
arahúsinu í Hafnarfirði i
kvöld, fimmtudag kl. 20,30.
Fundarefni: Stofnun Félags
Framsóknarkvenní- í Hafnar-
firði, Garða- og Bessastaða-
hreppi. Skorað er á allar
Framsóknarkonur að fjöl-
menna á fundinn.
Akranes
Framsóknarfélag Akranes held
ur fund j félagsheimili sínu,
Sunnubraut 21, sunnudaginn 12.
febr. kl. 4 síðdcgis. Umræðuefni:
Fjáriiagsáætlun Akraneskaupstað-
ar 1967 og önnur bæjarmál. —
iStuðningsfólk Framsóknarflokks-
ins er hvatt til að fjölmenna á
fundinn.
vciuiiuaidstjuia ug ivuiiu iian^ ug uuuiiiuuu ovcmaðun ui lunvjaiuvih ug kuuu iuui^.
FYRRI GULLFOSSHÓPURINN KOMINN HEIM
MÁLLE YSINGJA RN-
IR VORU TÚLKAR!
FB—Reykjavík, miðvikudag.
— Ég gleymi því aldrci,
þegar málleysingjarnir fjórir,
sem með okkur voru í Gullfoss-
ferðinni, voru þeir einu sem
gátu gert sig skiljanlega við
Spánverjana, sagði Viggó
Maack, fararstjóri í ferðinni, í
viðtali í dag. — Það voru með
okkur fjórir málleysingjar,
strákar milli tvftugs og þrítugs.
Svo gerðist það á einni eyjunni
er þeir voru að tala saman
ineð sínu merkjaináli, að allt
í einu tókuin við eftir manni
liinum megin við götuna, sem
eitthvað var að pata, og svo
endaði þetta með því að þeir
voru þeir einu, sem skyldu
hverjir aðra, Spánverjinn og
málleysingjarnir, merkjamálið
er 'svo alþjóðlegt. Þyrftum við
að spyrja einhvers, sipurði ég
þá ineð varamáli, sem þeir
skyldu allir, og svo spurðu þeir
Spánverjann með merkjamáli,
og sá málleysinginn, sem dálít-
ið gat talað sagði okkur svo
livert svarið var. Þetta var
alveg kostulcgt, ]>essu gleymi
ég aldrei.
Gullfossfararnir, sem fóru í
ferðina suður um höfin 17.
janúar, komu heim í nótt flug-
leiðis frá London, en þar höfðu
þeir verið í tvo daga, eftir að
þeir komu frá Lissabon. Þang-
að kom Gullfoss og skilaði af
sér farþegum og tók farþega,
sem koma heim aftur með skip
inu.
Viggó Maaek skipaverkfvæð
ingur var fararstjóri í fyrri
ferðinni, auk Friðjóns Ástráðs
sonar. Viggó sagði í dag: —
Ferðin byrjaði með ákaflega
góðu veðri hér út frá Reykja-
vjk, en svo var strekkingur
í þrjá daga, og skipstjórinn
sigldi svolítið út úr stefnu og
fólkinu leið vel við það. Á
fiimmta degi var komið til
Azoreyja, til Ponta del Gada.
Þar vorum við í einn dag og
fórum í land og skoðuðum
ýmislegt, þar á meðal hveri og
gamlar eldstöðvar, miklu eldri
en hér gerast. Við vorum samt
svo pen, að við vorum ekkert
að segja frá því, að þetta væri
ekkert nýtt fyrir okkur, en
eyjarnar eru afskaplega
skemmtilegar og fallegar. Lífið
þarna er ákaflega frumstætt,
fannst okkur, frumstæðar
vinnuaðferðir, menn voru að
plægja akra sína með uxum og
annað var eftir því.
— Þaðan fórum við til Mad-
eira, og þar var eins dags dvöl.
Flestir fóru í það að renna sér
á sleðum niður fjallshlíðina,
sem er beint fyrir ofan borg-
ina. Farið er í 1400 metra hæð
og rennt sér á sleðum niður
eftir brúnsteinsbrautum, sem
upphaflega voru gerðar til þess
að renna eftir sleðum með
grænmeti niður á markaðinn
í borginni. Svo átti að leggja
brautirnar niður, en í staðinn
eru þær notaðar til skemmtun
ar fyrir ferðamenn. Einn mað-
ur er í hverjum sleða til þess
að stýra honum, og svo eru
tveir eða þrír farþegar. Af
þessu var mjög almenn kátína.
— Frá Madeira var farið til
Santa Cruz á Tenerife, sem er
ein af Kanarjeyjunum, og þar
var verið í tvo daga. Þarna
var farið j ferðir eins og ann
Framhald á bls. 14-
33. tbl. — Fimmtudagur 9. febrúar T967 — 51. árg.
EKKI SAMA BLEK A
VÍNLANDSKORTINU
OG FYLGIRITUM ÞESS
Jóhann Jónasson forstjóri I Grænmetisverzluninni er lengst til vinstri
á þessari mynd, sem tckin er í Ponta delgata, og fyrir miðju er Ólafur
Skúlason aðstoðarbryti á Gullfossi.
Gullfossfarar sóla sig um borð. Til vinstri situr Stefán Ólafsson verkfræðingur, næst honum er Arnheið-
ur Jónsdóttir námsstjóri, þann næsta þekkjum við ekki, þá koma Daníel .Tónsson og Sjöfn kona hans frá
Vestmannaeyjum og Ingimundur Jónsson bróðir Daníels frá Hafnarfirð:. Frem i «il vinstri er Kristín kona
Stefáns og við lilið hennar liggur Svanliildur kona Sigurðar A. Magnússonar blaðainanns.