Tíminn - 21.02.1967, Page 5

Tíminn - 21.02.1967, Page 5
ÞRIÐJUDAGTJR 21. febrúar 1967. Otgefandi: FRAMSOKN ARFLOKKURINN Framkvœmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Þðrarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuUtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastraeti 7. Af- greiðslusimi 12323, Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands. — ! lausasölu kT. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n. t. Ríkisstjórnin og láns- fjárskorturinn Hér í blaðinu hefur margsinnis verið sýnt fram á, að síðan ,,viðreisnin“ svonefnda kom til sögu 1960, hefur dregið hlutfallslega mjög verulega úr þjónustu Seðlabankans og viðskiptabankanna við atvinnuvegina í landinu. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin fyrirskipað Seðlabankanum að veita lægri afurðalán en áður. í öðru lagi hefur ríkisstjórnin fyrirskipað Seðlabankanum að skylda viðskiptabankana til að leggja sívaxandi hluta af innlögðu sparifé á bundinn reikning í Seðlabankan- um og dregur þessi frysting vitanlega stórkostlega úr getu viðskiptabankanna til að veita atvinnuvegunum full- nægjandi þjónustu. Afleiðingarnar af þessari stefnu ríkisstjómarinnar eru þær, að atvinnuvegirnir hafa á undanförnum árum búið við sívaxandi skort á rekstrarlánum og f járfestingar- lánum. í ræðu, sem Jón Héðinsson hélt nýlega á stúdenta- fundi um sjávarútvegsmál, lýsti hann því rækilega, hvern- ig þetta fer með útgerðina. Hann sagði, að rekstrar- lánsskorturinn. yrði til þess, að innkaupin yrðu óhag- stæðari en ella, verra vinnuafl fengist á bátana en ella og öll þjónusta væri lakari af hendi leyst en. ella. Þessu til viðbótar yrðu of miklar tafir á úthaldi vegna bil- anna því að ekki hafi verið hægt að framkvæma at- hugun á tækjum í upphafi vertíðar sökum peningaleysis. Þannig veldur rekstrarlánsskorturinn útgerðinni stórfelldu tjóni. En að er ekki útgerðin ein, sem hefur þessa sögu að segja. Þetta gildir ekki síður um iðnað- inn jafnvel enn frekar. Og landbúnaðinn einnig. Slík er afleiðingin af sparifjárfrystingu ríkisstjórn- arinnar og lánsfjárhöftum, sem fylgja í kjölfar hennar. Af hálfu Framsóknarmanna hefur verið vakin at- hygli á því á Alþingi, að hér sé beinlínis um brot á lög- um Seðlabankans að ræða, því að þau ætla honum það sem meginverkefni að sjá atvinnuvegunum fyrir hæfi- legnu starfsfé. Framsóknarmenn hafa í framhaldi af þessu flutt þá tillögu, að ríkisstjórnin sæi um, að Seðla- bankinn gætti þessa aðalhlutverks síns. Þeirri tillögu hefur stjórnarliðið nú vísað frá, því að hún sé óþörf! Ríkisstjórnin telur það með öðrum orðum óþarft að nokkuð sé bætt úr þeim rekstrarlánavandræðum, sem lýst er í ræðu Jóns Héðinssonar. Hún telur ástandið ágætt, eins og það er. Og því heldur hún dauðahaldi í lánsfjárhöftin. Rökin fyrir lánsfjárhöftunum hafa fyrir löngu reynst þvaður eitt. Rökin hafa verið þau að nauðsynlegt væri að láta atvinnuvegina búa við lánsfjárskort til að hamla gegn verðbólgu. Reynslan hefur sýnt hið gagnstæða. Verðbólgan hefur aldrei aukizt meira en síðan lánsfjár- höftin komu til sögunnar, eins og svo glöggt kom fram í ræðu Jóns Héðinssonar, er hann greindi frá því, að „öll þjónusta við bátanna hefði vaxið að krónutölu um nær helming frá því í ársbyrjun 1963“. Lánsfjárskortur atvinnuveganna er líka augljós verðbólguvaldur, eins og allt það, sem'gerir reksturinn dýrari og óhagkvæmari. Það er sameiginlega hagsmunamál atvinnurekenda og launþega, að rekstraraðstaða atvinnuveganna sé bætt. Eitt úrræði í þeim efnum er að draga úr þeim mikla lánsfjárskorti, sem þjakar atvinnulífið í dag. Þessu marki verður því aðeins náð, að ríkisstjórninni sé steypt úr stóli. TIMINN Páll Þorsteinsson alþm. j Samtök eru máttur „Island er lýðveldi með þing bundinni stjórn.“ Þannig hljóðar fyrsta grein stjórnar- skrárinnar. Lýðræði í nútima þjóðfélagi verður að framkvæma þannig, að almenningur kjósi leyni- legri kosningu fulltrúa, er taka sæti á þjóðþingi, bera þar sam- an ráð sán og greiða atkvæði um málefni ríkisins. Til þess að annast framkvæmd settra laga velur þjóðþingið eftir þingræð- isreglum ríkisstjórn. í lýðræðisríkjum tíðkast það að kjósendar með svipaðar skoðanir á þeim þjóðfélagsmál um, sem mestu skipta, skipi sér saman í flokk til að auka áhrif sín. Sumir stjórnmálaflokkar verða skammlífir, aðrir starfa lengi, jafnvel kynslóð eftir kynslóð. Þræðir þjóðfélagsmála eru margvíslega saman slungnir. í öllum löndum, þar sem menn- ing er með blóma, verður að leggja fram mikla vinnu. Með vinnunni eru sköpuð verðmæt- in, bæði til lífsframfæris 'og framkvæmda- Jafnframt eflir vinnan þroska manna, og hún á eninig að vera gleðigjafi- Fjármagnið er afrakstur vinn- unnar. Frá þeirri uppsprettu er það runnið, þótt það fjár- magn, sem er í veltu næri sig sjálft með vöxtum og vaxta- vöxtum, sem atvinnurekstur- inn og vinnan bera uppi. Vinnan og andlegur þroski manna hefur leitt af sér öra þróíw og síaukna tækni. Tækn- in létar vinnuna, stóreykur af- köstin og gerir kleift að iyfta Grettistökum, svo að viðfangs- efnin, sem menn taka sér fyrir hendur, verða stærri og stærri í sniðum. Atvinnureksturinn þarf hvort tveggja vinnuafl og fjármagn, en blómlegur at- vinnurekstur er undirstaðan að hagsæld hvers héraðs og að velmegun íbúa þess. Aukin tækni sparar vinnuafl, en full- kominni tækni verður ekki beitt nema hún styðjist við mikið fjármagn bæði vegna stofnkostnaðar og rekstrar. Al- menningur leggur fram vinn- una, en ríkisvaldið hefur sam- ráð yfir meginhlut þess fjár, sem til lánveitinga er eða veitt sem opinber framlög. Páll Þorsteinsson Ef einhver landshluti, hérað . eða atvinnugrein fær ekki eðli lega hlutdeild af fjármagninu, sem til ráðstöfunar er, þá dreg ur úr tækniþróuninni á því svæði, atvinnulíf og fram- kvæmdir dragast aftur úr því sem annars staðar gerist og þessu fylgir síðan bein eða hlut fallsleg fólksfækkun. Er þá auðskilið, hve mikið er i húfi fyrir almenning og fyrir lands byggðina, að atvinnutækjum og fjármagni þjóðarbúsins sé dreift til stuðnings atvinnu- rekstri og framkvæmdum um allt land. Á því tímabili, þegar Fram- sóknarflokkurinn hafði úrslita- áhrif á stjórn landsins, var þeirri stjórnarstefnu fyígt, að ríkisvaldið skyldi veita einka- framtaki og almannasamtökum öflugan fjárliagslegan stuðn- ing og stuðla þannig að sjálf- stæðum atvinnurekstri margra manna bæði til sjávar og sveita og um leið að jafnvægí í byggð landsins. Með hinni svonefndu „við- reisn“ urðu stefnuhvörf. Fjár- magnið skyldi látið renna þang að fyrst og fremst sem mest ar eru líkur fyrir skjótfengn- um gróða, þangað sem stór- gróðamenn koma ár sinni vel fyrir borð. Stefnumunurinn að þessu leyti er augljós. Framsóknar- flokkurinn vill, að fjármagn- inu, sem ríkisvaldið hefur umráð yfir, sé dreift til stuðn ings atvinnurekstri og fram- kvæmdum, hagsmunir almenn ings látnir sitja í fyrirrúmi og lilutur vinnunnar gerður sem beztur. Nú er stjórnarstefnan við það miðuð, að gróðasjónar- mið gildi, en þá verður jafn- an stærstur hlutur þeirra, sem bezta hafa aðstöðu til að skara eldi að sínni köku. Sagan segir ,að Ingimundi gamla þótti fagurt um að lit- ast, er hann sótti upp í Vatns- dal, sá þar góða landkosti og nam þar land. „Lyfti þá mjög brúnum manna.“ Miklu víðar en þar hlógu Míðar við son- um. Og sagan hefur endurtek- ið sig að þessu leyti. Nú er svo komið, að landkost ir eru í minni metum en oft- ast áður, en þeim mun meira treyst á erlent fjármagn. Lög- mál peninganna eru voldug og viðsjál, og ef sú kalrlræna hyggja, sem treystir á peninga vald og vaxandi ítök erlendra auðhringa í atvinnurekstri á íslenzkri grund, nær undirtök- um í landsmálum og heldur þeim til langframa, þá mun smám saman víða verða sú lilíð við dal eða fjörð eða strönd, sem við engum manni hlær. Hvemig er þá hægt að fá breytingar á þeim málum, sein ríkisvaldið ræður? Það getur einstaklingurinn yfirleitt ekki. En íslan.l er Jýð veldi með þingbundinni stjórn og lýðræðið veitir tækifæri til þess, að fólkið, sem stendur saman nógu margt og nógu örugglega, getur knúið fram breytingar á ríkisvaldinu. Það getur treyst á samtök sín, stjórnmálaflokkinn, ef því hef- ur tekizt að gera hann nógu sterkan til þess, að bann geti gert það, sem einn eða fáir megna ekki. Eftir nokkrar vikur fara fram almennar kosningar til Alþingis. Á kjördaginn hafa kjósend- urnir valdið í sínum höndum. ÞRIÐJUDAGSGREININ Ráðstefna um Vietnammáliö Ráðstefna um Vietnammálið og stofnun íslenzkrar Vietnamnefnd- ar. íslendingar hafa fram til þessa verið freanur sinnulitlir um Víet- nam-málið. Það er álit undirritaðra að þetta stafi fremur af samtaka- leysi, en að íslendinga skorti á- huga eða skilning á móiinu. Öllum hugsandi körlum og konum hlýt- ur að vera ljós sú ábyrgð, sem þetta mál leggur okkur á herðar. Styrjaldir, jafnvel staðbundnar, varða hvert einasta mannsbarn á hnettinum. j Undanfarnar vikur hafa fariðj fram viðræður milli nokkurra is-J lenzkra félagasamtaka um nauðsyn þess, að við ísl. höfumst eitt- hvað að í þessu máli. Hefur núj náðst samkomulag um hinar fyrstu I samræmdu aðgerðir, í fyrsta lagi að halda ráðstefnu um Víetnam- málið, í öðru lagi að stofna íslenzka Víetnamnefnd. Að samkomulaginu standa eftirtalin átta félög: Félag frjálslyndra stúdenta, Félag ót- tækra stúdenta, Menningav- jg friðarsamtök íslenzkra kvenna, ftit höfundafélag íslands, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna, Stúdentafé- lag jafnaðarmanna og Æskulýðs- fylkingin — Samband ungra sósía- lista. Ráðstefnan um Víetnammál- ið verður haldin dagana 25. og 23. febr. n.k. í samkomuhúsinu Tjarn- arbúð í Reykjavík. Dagskrá hennar verður í meginatriðum á þá leið, að viðfangsefninu verður skipt í tvo meginþætti: saga Víetnammáls- ins verður rædd fyrri daginn, en seinni daginn verður rætt um bar- áttuna gegn Víetnamstríðinu. Ráð- stefnan verður sett af Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi. en meðal I framsögumánna um fyrri dagskrár íliðinn verða Magnús Torfi Ólafs- son fyrrv. blaðamaður og Árni Gunnarsson fréttamaður. Fram- sögumenn seinni dag ráðstefnunn- ar verða m.a. Andri ísaksson sál- fræðingur, Ólafur Einarsson stud. mag., Stefán Jónsson fréttamaður Tómas Karlsson, blaðamaður, og Sigurður A. Magnússon blaða- maður. Eins og fyrr segir er svo fyrsr- hugað að stofnsetja íslenzka Viet- namnefnd. Verður hún opin bæði einstaklingum og félögum. Verk- efni hennar verður fyrst og fremst að-skipuleggja og hafa frumkvæði í baráttunni gegn Víetnamstríðinu hér á landi. f ávarpi til væntan- legra stofnenda segja stofnfélðgin m.a.: „Aðalréttlætiskrafa víetnömsku Framhald á bls. 16.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.