Tíminn - 21.02.1967, Qupperneq 9

Tíminn - 21.02.1967, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. febráar 1967. TÍMINN_ MMWmHMB Snöggur biettur á lengstu Eanda- mæralínu heims Landamæralínan milli Kina og Sovétríkjanna er sú lengsta í heimi. Hún er um það bil 12.00 km. á lengd, og nær frá Vladivostok við Kyrrahafið allt til Pamírfjalla í Mið-Asíu. Hún liggur umhverfis Mansjúríu í norð-austri, og að sunnanverðu um atþýðulýðveldið Mongólíu (Ytri-Mongólíu) og í vestri liggur hún um landssvæðið Sinkiang. Þetta hafa verið hin eigin- legu landamæri Kína um nokk urra alda skeið og hafa að meira eða minna leyti verið afmörkuð af fljótum fjöllum og eyðimörkum. Yfirráðagjörn stórveldi hrifsuðu oft og tíð- um stór landssvæði frá hinum friðsömu Kínverjum, eða virtu ekki hin landfræðilegu rétt- indi og var hvort tveggja mjög svo auðmýkjandi. Kínverjar hafa alla tíð hatað og fyrir- litið „hina erlendu djöfla“ og það ekki að ástæðulausu. Á keisaratímabili sínu gengu Rússar mjög hart að Kínverj- um, sem þá höfðu veikar varn- ir og voru aðþrengdir frá öll- um hliðum. Þeir sölsuðu undir sig víðlend héruð í Síberiu, og fjöldi Rússa fluttist búferlum austur þangað, og víða annars staðar náðu þeir völdum. Það var ekki fyrr en árið 1955, að Rússar höfðu látið Kínverjum í té, öll landssvæðin, sem þeir höfðu af þeim tekið. Þetta gerðist, þegar Mao Tse- tung hafði náð völdum í landi sínu gegn vilja valdhafanna í Moskva. Þeir höfðu haft gott lag á Chian Kai-shek, skæðasta óvini Mao, og hann hafði veitt þeim víðtæk réttindi í Mansjú- ríu með samningum, er gerð- ir voru 1945, og einnig hafði hann viðurkennt YtriMongó- líu sem rússneskt áhrifasvæði. Fjórum árum síðar rak Mao hann frá völdum, og settist sjálfur í valdastól. Hann lét það vera sitt fyrsta vers að krefjast Mansjúríu á aý. og einnig fór hann fram á að hin sögulegu landamæri miili ríkj- anna tveggja yrðu virt. Þessi landamæri er hafa verið og eru enn nokkuð óljós á köflum. En Stalín varð að láta í minni pok ann, og 1952 missti ham for- réttindi, er hann hafði með samningi fengið frá Chiang Kai-shek, og gilda átti ti' árs- ins 1975, það var yfirumsjón með járnbrautarkerfinu i Man sjúríu og yfirráð hafnarbæj- anna Port Arthur og Dairen. Eitt umdeildasta svæðið á landamærunum er við mörkin við árnar Ussuri og Amur, en þar hefur ástandið oft verið tvísýnt undanfarinn áratug. Nefnd skipuð mönnum frá báðum ríkjum hefur um langt skeið rejmt að skera úr um, hvort nokkrar víðáttumiklar landspildur milli þessara fljóta tilheyri Kinverjum eða Rúss- um með réttu lagi. Samkomu- lag hefur ekki .ráðst og samn- ingsaðilar hafa aðeins ógreini- lega uppdrætti af þessu land- svæði til að styðjast við. Rúss- neskir og kínverskir fiski- menn, sem þarna búa hafa löngum eldað grátt silfur sam- an. Borgin Chabarovs er aðeins 50 km frá landamærunum, og ber hún nafn Rússa þess, sem lagði þetta landsvæði undir Rússland. Fyrir rúmum mán- uði úrskurðaði Kosygin forsæt- isráðherra, að þessi hluti landa mæranna yrði háður ströngu eftirliti, og ráðgaðist um við leiðtoga í her- og stjórnmál- um. Kosygin fór einnig til Vladivostok, og hafnarborgar- ir í Mosvka Kínverjum þvi, að þeir skyldu aftur fá öll þau landsvæði er Rússar hefðu frá þeim tekið á keisaratímabilinu, og einnig yrðu þeir leystir frá öllum skuldbindinum frá hálfu Rússa. En enn þann dag p dag stendur veldi Sovétríkjanna allt til Kyrrahafsstrandar. Ytri-Mongólía eða Alþýðu- lýðveldið Mongólía var kín- verskt skattland frá öndverðri 17. öld þar til árið 1911, er Rússar tóku þar yfirhöndina en veitu liandinu talsverða sjálfstjórn. Árið 1919 var land- ið gert að Kínversku skattlandi að lengd. Árið 1950 viður- kenndi Mao við valdhafana í Moskvu að Alþýðulýðveldið Mongólía væri sjálfstætt land, og nokkrir samningar_ um þetta mál voru gerðir. í ein- um þeirra er kveðið á um landamærin milli ríkjanna tveggja, en áður höfðu þau verið ógreinileg og óákveðin. Víða er álitið, að þrátt fyrir allt líti Kínverjar ennþá á Ytri Mongólíu sem kínverskt land, og það er ekki ólíklegt, þegar öllu er á botninn hvolft. Lengra í vestur er Sikiang- Uighur, sem er kínverskt yfir- ★ Landamæralínan milli Kína og Sovétríkjanna er 12.000 km. á longd, en 4500 km, löng eru landamæri Kína og Ytri-Mongól- íu. Þau svæði á kortinu hér a8 ofan, sem dílótt eru, eru hin umdeildu héruð, sem Kin- verjar fullyrða að Rússar hafi sölsað undir sig með svikum og yfirgangi, en með réttu lagi til- heyra Kína. ....... .......... ★ Víða við landamærin eru sovézkir varðmenn, sem hafa gát á, að Kínverjar ryðjist ekki inn á sovézkt land, einkum hln auðu og óbyggðu svæði. Hin geysilega fólksfjölgun í Kína, getur hvenær sem er knúð þús- undir Kínverja til að leita til hinna óhyggðu landamælahéraða, en hin óblíða náttúra er sem hemill milli stórveldanna tveggja. innar Nadhodka. Á árunum 1858—60 fengu Rússar Kín- verja til að láta af hendi við sig svæðið austan við Stavono- fjöll út af Kyrrahafsströnd ailt til Vladivostok. Enda þótt um þetta hafi verið gerður samn- ingur, líta valdhafarnir í Pek- ing á þetta landsvæði sem kín- verskt land. Þetta kom skýrt fram árið 1939 og einnig síðar. Þegar Kínverjar Krefjast skuldaskila fyrir yfirgang ná- granna þjóðanna á fyrri árum, vísa þeir til níu óréttmætra samninga, og eiga Rússar hlut að þremur þeirra. í tveimur til vikum er um að ræða land- svæðin um Vladivostok, en þriðji samningurinn er frá 1891 og er þar um að ræða héruðin við fljótið Ila í Mið- Asíu. Á sínum tíma fór Krús- jeff oft fram á, að Kínverjar fengju aftur Hongkong og Macao. en í stað þess að þakka honum þessa íhlutan, minntu Kínverjar hann gjarn- an á gamla málsháttinn Sá skal ekki grjóti kasta, sem í glerhúsi býr. Rúsum væri sæmra að láta af hendi við Kínverja landsvæðin. sem þeir hefðu unnið af þeim með svik- um og yfirgangi. Árið 1919 hétu valdhafarn- á ný, en tveimur árum síðar lýsti Mongólía yfir sjálfstæði sínu. Rússar hafa átt geysimikil ítök þarna, og yfirleitt er land- ið álitið þeirra fyrsta leppríki. Stjórnarfarið er að miklu eða öllu Ieyti sniðið eftir þvi i Moskvu, og samkomulagið milli þessara tveggja ríkja er sér- lega gott. 1945 varð Chiang (Kai-shek að afsala sér öllu kröfum til Ytri-Mongólíu og eftir þjóðaratkvæðagreiðslu i landinu urðu þeir að viður- kenna sjálfstæði þess. Mongó- lía spannar 1.565.000 ferkíló- metra og íbúar landsins eru rösklega ein milljón. Rúmiega 75% þeirra eru Mongólar. í Kína býr um það bil helm- ingur allra Mon0óla, u.þ.b. þrjár milljónir og einkum eru þeir í Innri-Mongólíu, sem er sérstakt landsvæði á stærð við Alþýðulýðveldið Mongólíu, en lýtur að Kína að mestu leyti. Rússar halda því fram, að þeir kunni illa stjórn Kínverja og vilji sjálfstæði sér til handa. Þetta má vel vera, og ef til uppreisnar kemur verða Rúss- ar örugglega ekki_ seinir til taks að aðstoða, verði til þeirra leitað. Landamæralínan milli Ytrl- Mongólíu og Kína er 4500 km. ráðasvæði, nær yfir 1.6 millj. ferkílómetra og telur 5 millj. íbúa. Á þessu svæði, svo sem í Austur-Túrkestan höfðu Man sjúríumenn tögl og hagldir um aldaraðir, en árið 1878 var það innlimað j Kína með aðstoð Breta, sem vildu stemma stigu við frekari landvinningum Rússa á þessu svæði. í sovézku ríkjunum Kazakstan og Uzbe- kistan búa nú um það þil 100. 000 Uighurar, en forfeður þeinra flúðu á sinum tíma frá Sinkiang til rússneska hluta Túrkestan. í Sinkiang búa 3.6 milljónir Uigura, en einnig hálf milljón manna frá Kazak- stan. Það lætur því að likum, að á þessu svæði getur ástand- ið orðið uggvænlegt, ef Kín verjar halda áfram ofsóknum sínum á hendur útlendingum. Landamærin þarna eru mjög óglögg, og ef til óeirða kem- ur, bregða Rússar eflaust skjótt við til aðstoðar frænd- um_ sínum. Á fjórða tug þessarar .-tldar höfðu Rússar mjög náið sam starf við fylkisstjórann í Sinki- ang, sem var ærið sjálfstæður í gerðum sínum, og við betta fengu þeir sterk ftök í fylk- inu. Á árunum 1942—13 gerðu Kazakstan-menn f Sinki- ang uppreisn gegn stjórn Kín- verja og lýstu yfir að þetr hefðu stofnað sjálfstætt riki, Austur-Túrkestan, á svæðnni milli Kazakstan og Ytri-Mongó líu, en þar eru náttúruauðlind- ir miklar. Það var vitaskuld ætlun Rússa að veita þeim full an stuðning og freista þess að fá þá viðurkennda sem sjálfstæða þjóð, en þeir hikuðu við, og áður en af þessu yrðiú voru liðsveitir Mao komnar á vettvang og bældu þeir niður 1 uppreisnina með vopnavaldi. 1 Rússar urðu að láta við svo bú- a ið standa en með klókindum { tókst Stalin að koma því til leiðar að sameignarfyrirtæki Kinverja og Rússa skyldu j sameiningu nýta auðlindir Sinkiang um 30 ára skeið. Ár- ið 1955 var þessum samningi riftað af Kjnverja hálfu, og eru þeir nú einir um hituna á þess- um slóðum. Síðan betta var. hafa verið gerðar fjölmargar uppreisnir gegn Kínverjum i Sinkiang. en þær hafa allar verið bæld- ar niður miskunnarlaust. 1963 flúðu um það bil 20.000 andstæðingar Mao yfir til Kaza akstan og öflugum herafla var komið upp Rússlandsmegin við landamærin Aðalbækistöð þessara hermanna er i Alma Ata, sem er í 170 km fjar Lægð frá landamærunum. Að vestanverðu liggja landamæri Kína og Sinkiang um Pamir- fjallgarðinn, en þau eru óákvörðuð og ágreiningur er um þau. Undanfarnar vikur hafa Rúss ar látið að því liggja að tals- verður straumur flóttamanna hafi verið um landamærin vfir til Sovétríkjanna. Er þar að allega um að ræða hin ýmsu .þjóðarbrot við landamærin, sem áður hefur verið getið, og orsakirnar eru hryðjuverk og ofsóknir rauðra varðliða. Þeir höfðu borið þeim á brýn, að þeir væru endurskoðunarsmn- ar og hlynntir Sovétríkjunum. Þessir þjóðflokkar hafa aður 'sýnt andúð sína á kínverskum stjórnarvöldum Ef þeir nú leita aðstoðar sovétríkjanna, getur gamanið farið að grána. Kínverskir leiðtogar fullyrða að nokkui sovézk herfylki hafi verið send að landamærunum en segja hins vegar. að sjálfir séu þeir við öllu búnir, og láti ekki undan síga. Þó er ekki liklegt, að til vopnaviðskiota komi á þessum slóðum, að minnsta lcosti ekki eins og sak- ir standa. Þar sem landamæri Sovét- ríkjanna og Kína liggja sam- an i Mið-Asíu eru víða óbvggð iandssvæði, á víðáttumiklum héruðum eru einungis mrðing) ar, og stór svæði eru eintóm ar eyðimerkur • Það er ekki ósennilegt. að einn góðari veð urdag streymi Kínveriar inn f landamærahénrðin og setjis að á þessum obyggðu svæðum Þetta hefur allavega gerzt í PYamhafd 6 bla 15 |

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.