Tíminn - 21.02.1967, Page 16

Tíminn - 21.02.1967, Page 16
I 43. tbl. — ÞriðjtxJagur 21. febrúar 1967. — 51. árg. LÁGU FÖST UNDIR DRÁTTAR VÉL í HEILA KLUKKUSTUND ENGAR BREYTINGAR Á KJÖRUM TALSÍMA- KVENNA ENN ÞÁ FB—Reykjavík, mámidag. Talsímakónur hafa enga úrlausn fengið varðandi launakröfur þær, scm þær settu fram fyrir alllöngu. >ær gengu á fund ráðherra fyrir Umræðufundur rUF Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 efnir Félag ungra Framsókn armanna í Reykjavík til umræðu fundur um kosningarnar. Fijndur inn verður haldinn í Tjarnargötu 26 og frummælendur verða þeir Eysteinn Jónsson formaður Fram sóknarflokksins og Baldur Óskars son formaðu^ SUF. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta á þennan þýðingarmikla fund. Kaffiklúbbur Fram- sóknarfélags Reykjavíkur og FUF Jóhannes Elíasson. nokkrum vikum, og fengu þá þau svör, að þær væru of margar til íþess að hægt væri að hækka við þær launin, en alls munu þær vera um 300 talsins á öllu landinu. í dag fóru þær enn á ný í ráðu- neytið, en hittu ekki ráðherrann sjálfan, þar sem hann var ekki viðlátinn, heldur einn af fulltrúum Ihans, Höskuld Jónsson, sem ein- mitt er ritari samninganefndar rikisins, sem semur við opinbera starfsmenn. Höskuldur var vondaufur um að nokkur úrlausn fengist á mál- um talsímakvennanna. En eins og fram hefur komið áður í fréttum í Tímanum, eru þær nú almennt í 7. launaflokki, en fara fram á að; verða hækkaðar um tvo launa- flokka, eins og gert hefur veriðj við marga aðra starfshópa ríkisins að undanförnu. Sem dœmi má nefna að stúlkur þær, sem starfa á Talsambandi við útlönd, og voru til skamms tíma í 9. launa- flokki, hafa nú fengið hækkun upp í 11. launaflokk. Hefur verið tveggja flokka munur á þeim, sem j vinna á talsímanum innanlands og hinum sem starfa hjá Talsambandi við útlönd, og byggist það aðallega á því ,að þær þurfa á meiri mála- kunnáttu að halda, og einnig munu þær þurfa að taka; meiri nætur- vaktir en hinar. yilja nú hinar almennu talsímakonur halda fast við þann tveggja flokka mismun, sem hefur verið undanfarin ár, og má það teljast eðlileg krafa þeirra. Mjög mikil óánægja er ríkjandi meðal talsímakvennanna, sérstak- lega nú, þegar þær í annað sinn eru búnar að ganga árangurslaust í ráðuneytið, og því aðallega bor-j ið við, að þær séu of margar. ED-Akureyri, mánudag. Það slys vildi til í gær að Ytra-Hóli í Fnjóskadal, að dráttar vél, sem á voru maður og kona, valt og varð fólkið undir vélinni. Leið klukkutími áður en eftir slys- inu var tekið, en þá var þegar náð í lækni, og sjúkrabíll kom á stað- inn og flulti hin slösuðu til Akur- eyrar. Það voru feðginin Karl Jóhannes son og Þórgunnur dótir h'ans, sem voru að koma heim til sín að Ytra-Hóli frá Böðvarsnesi, er drátt arvélin valt á heimreiðinni að Hóli, en he-eiðin er nokkuð brött. Festust þau undir vélinni, og gátu sig ekki hreyft fyrr en fólk kom þeim til hjálpar klukkutíma síðar. Strax og fólk tók eftir að slysið hafði orðið var hringt frá Þverá í Dalsmynni, sem er næsti bær, til Grenivíkur og kom læknir þaðian. Skömmu síðar kom einnig læknir frá Akureyri og sjúkrabíll, og voru þau flutt til Akureyrar á sjúkra- húsið, og eru þau þar nú. Þórgunn ur mun vera handleggsbrotin en Karl er lærbrotinn. ELDVATNS- BRÚiN Mynd þessa tók Vilhjálm ur Valdimarsson fréttaritari Tímans á Kirkjubæjar klaustri nú fyrir skömmu af brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum en fyrir nokkru grófst undan miðstöpli brú arinnar og féll hún nið- ur eins og myndin sýnir bezt. Þetta var nýleg brú gerð úr steinsteypu, en þrátt fyrir að brúin er ónýt, eru namgöngur austur að Kirkjubæjarklaustri og sveitirnar þar fyrir austan í cðlilegu horfi. VINLANDSKORTID EKKI ÚR SARA 60SS-SAFNINU Chester Kerr segir fyrri dvalarstað Vínlandskortsins leyndarmál EJ-Reykjavík, mánudag. Mikið hefur .verið uin það ritað, hvar Vínlandskortið var niður kom ið áður en það barzt í hendur bóksalans, er vakti athygli fræði manna Yale háskólans á því. Hefur jafnvel verið látið að því liggja, að því hafi vcrið náð með ólögleg um hætti úr Saragossa bókasafn- inu. Blaðið spurði Chester Kerr, forstjóra Yale University Press, að þcssu á blaðamannafundi í dag, og kvaðst hann geta vísað þeirri ásökun aildráttarlaust á bug. Aftur á móti gæti Yale háskólinn ekki sagt hvaðan korlið væri komið. Þær upplýsingar væru trúnaðar- mál. Mikið dregur úr vorkópaveiði við innanverðan Breiðafjörð ÁGANGUR HÁHYRNINGA TALIN VERA ORSÖK/N KBG-StykkiShólmL mánudag. Undanfarin ár hefur vorkópa-! veiði minnkað mikið á innanverð í um Breiðafirði, og úr sumum látr unum, sem góð veiði hefur verið svo langt sem menn muna, hefur selur alveg horfið. Menn hafa ekki Fundur n.k. laugardag í Tjarnari vitað hvað þessu muni valifla, en götu 26 kl. 3 s.d. Jóhannes hefur helzt grunað að um eitt- Elíasson talar um seinasta þing; hvert illfiski væri að ræða í látrun Sameinuðu þjóðanna og svarar j um, enda stundum fundizt rcknir fyrirspurnum. I hlutar úr sel. Yestur-Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags | inn 26. þessa mán. kl. 2 e. h. Þing Vestur-Skiaftafellssýslu verður menn flokksins í kjördæminu haldínn í Vík í Mýrdal, sunnudug-J mæta á fundinum. I Fyrir nokkru rak tvo háhyrninga við bæinn Ytri-Fagradial á Skarðs strönd, eins og frá hefur verið sagt í TÍMANUM áður. Við athug un á magainnihaldi þeirra kom í ljós, að aðalfæða þeirra hafði verið selur. Mátti sjá að annar hiafði étið hluta úr fimm fullorðn um útselum, en hinn a.m.k. úr tveimur. Voru selirnir stýfðir í sundur, og sums staðar t. d. bara höfuðið tekið af. Þess má geta, að menn sem hafa verið þarna að selveiði, hafa stundum sé.ð háhyrning í torfum. Ljóst er, að hann er mjög stór- tækur og fyrst háhyrningurinn tekur útselinn í svonia stórum slumpum, þá er hægt að ímynda sér, hversu mikið hann þarf af , kópum. • Svo er einnig ljóst, að mikið af • sel hlýtur að fælast í burtu við veiðar háhyrningsins. Sums staðar annars staðar í firðinum, t. d. að vestan verðu, hefur selurinn auk izt, og virðist það benda til þess að selurinn hafi flúið þangað. A blaðamannafundinum með Kerr í dag var m- a. rætt við hann um fund kortsins og um út- gáfudaginn, sem vakti svo mikla æsingu bandarískra borgara af ítölskum ættum á sínum tíma. Kerr var að því spurður, hvað hann vildi segja um, hvaðan kortið væri komið, og minnti á, að veru- leg blaðaskrif hefðu orðið erlendis um það mál. Kei’r sagði: — Eg get aðeins sagt þetta. Það kom í hendur Yale frá bandarísk um fornbókiasala, — Laurence Whitten — sem hefur átt lengi viðskipti við bandarísk bókasöfn, og þó sérstaklega Yale, og sem Framhald a bls. 2. Félag Framsóknar- vönna heldur skemmtifund í Átthaga- hagasalnum að Hótel Sögu, í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 8 30 Félagskonur, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Almennur stjómmálafimdur á Snæfells- nesi - Nv viðhorf í ísi stiómmálum Ungir Fnamsóknarmenn efna til , 15. Frummbælendur verða Stefán almenns stjórnmálafundar um ný viðhorf í íslenzkum stjórnmálum á Vegamótum á Snæfellsnesi næst komandi sunnudag 26. febrúar, kl. Jóhanp Sigurðsson, Ólafsvík og Jónas Gestsson, Grundarfirði. Stjórn SUF mun mæta á fundin um. Allir velkomnir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.