Tíminn - 03.03.1967, Side 7

Tíminn - 03.03.1967, Side 7
FOSTUDAGUK 3. marz 1967. ÞINGFRÉTTIR TIMINN ÞINGFRÉTTiR Togveiðar rrainni báta verði heim- ilaðar með sérstökum skilyrðum Björn Fálisson mælti í neðri deild í gær fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um bann gegn botnvörpuveiðum. Fyrsta grein frumvarpsins er swobljóðandi: Önnur málsgrein 1. gr. laganna orðist svo: Heiimilt er náðherra einnig að veita bátum, sem eru 40—100 lestir, leytfi til togveiða, innan þeirra marka, sem ákveðin eru í reglugerð nr. 21 19. marz 1952, ef eftirfarandi skilyrði eru fyrir hendi: a. Hafrannsóknastofnunin og Fiskifélag íslands mæli með því að heimila togveiði og hafi gert tillögur um takmörkun veiðisvæða þeirra fiskibáta, sem veita á und- anþágu. b. Sveitarstjó'rnir eða bæjar- stjórnir þeirra kauptúna eða kaup- staða, sem að veiðisvæðunum liggja, mæli með að veita slíkar undanþágur og lýsi yfir því, að vöntun sé á hnáefni vegna atvinnu- ástands viðkomandi staða. c. Að ákveðið sé, þegar bátum er veitt undanþága til togveiða, hvar afli skuli lagður upp til vinnslu, og við það miðað, að verk- un aflans fari fram þar, sem um atvinnuskort er að ræða.“ Niðurskurður framkvæmda Framhald af bls. 1 til að draga úr framkvæmdum og minnka stuðning við sveitarfélög- in. Bak við þetta er hin þráláta trú ríkisstjórnarinnar, að það sé leiðin til jafnvægis í þjóðarbii- skapnum að draga úr byggingum skóla, sjúkrahúsa og liafna, það sé bezta meðalið gegn þenslu. •*- Ríkisstjórnin skar niður í fyrra hvorki meira né minna en 20% af framlögum tB verklegra framkvæmda á fjárlögum 1966 og hefur þá samtals ldipið 30% af lágmarksframlögum til verklegra framkvæmda á árunum 1966 og 1967. Með þessu er stjórnin raun- verulega að gera fjárlagasetning- una að hreinum skrípaleik og þannig eru framlögin til verk- legra framkvæmda orðin að eins- konar framfærsiufé ráðlausrar rík- isstjómar. if Þá eru 20 milljónir teknar frá sveitarfélögum landsins til við- bótar hinu. Trúir stjómin því lík- lega að með þessu takist henni að minnka framkvæmdir sveitarfélag anna. Eins og kunnugt er eiga sveitarfélögin nú í miklum fjár- hagserfiðleikum vegna verðbólg- unnar þrátt fyrir há útsvör á al- menning. Þessi niðurskurður á tekj um sveitarfélaganna geta ekki þýtt annað en hækkuð útsvör á al- menning, þvi flestar framkvæmdir sveitarfélaganna eru þess eðlis að þær er ekki unnt að stöðva. Frá sjónarhóli ríkisstjórnarinnar gerir þetta víst ekkert til því að menn fá ekki útsvarsseðilinn sinn í liend ur fyrr en eftir kosinngar. Eins og fyrr ságði er frumvarp stjórnarinnar hvað snertir aðstoð við útveginn aðeins staðfesting á því, að sem áður hefur komið fram í fréttum blaðsins, en frum- varpið fer hér í heild a eftir: 1. gr. Á árinu 1967 er ríkis- stjórninni heimilt að greiða sem svarar 8% viðbót við það lágmarks verð á ferskfiski öðrum en síld og loðnu, sem Verðlagsráð sjávarút- vegsins og yfirnefnd þess ákveða. Skal viðbótin skiptast þannig, að 5% greiðist mánuðina marz og apríl, en 11% aðra mánuði ársins. 2. gr. Til þess að standa straum af greiðslu þeirrar viðbótar við fisk- verðið, sem heimiluð er í 1. gr. þessara laga, er ríkisstjórninni heimilt að lækka greiðslur til verk legra framkvæmda og framlaga til verklegra framkvæmda annarra aðila á fjárlögum ársins 1967 am 10%. Þá er ríkisstjórninni einnig heimilt að lækka greiðslur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 1966 um 20 m. Kr. frá þvi, sem ákveðið er i 16. gr. laga nr. 31 10. júní 1964, um tekjustofna sveitarfélaga með þeirri breytingu sem ákveðin var með lögum nr. 67 23. des. 1964, um breytingu a Íögum nr. 31 10. júní 1964 um tekjuotofna sveitarfélaga. 3. gr. Á árinu 1967 er ríkis- stjórninni heimilt að verja 20 millj. kr. til þess að greiða_ fisk- seljendum verðbætur á línu- og handffærafiski. Þessar greiðslur koma til skipta á milli sjiómanna og útgerðamanma samkvæmt samn- ingum um hlutaiskipti. 4. gr. Heimi'lt er að greiða við- hótarbætur á línufisk, veiddan á tímabiilinu frá 1. október til 31. desember 1966, umfram þá 25 aura á kíló, sem ákveðið var með lög- um nr. 16 16. apríl 1966, að ríkis- sjóður skyldi greiða. Heildarverð- Ixetur á línu- og handfærafisk á árinu 1966 sfculu þó efcki fara fram úr 20 millj. kr. 5. gr. Stjórn Aflatryggingasjóðs er heimilt að áfcveða, að bætur til togara úr sjóðnum yegna afla- brests 1966 skuli miðast við út- haldstíma þeirra á því ári, svo og að setja um þetta nánari reglur með samþykkt sjávarútvegsmála- ráðherra. 6. gr. Stofna skal sjóð, er hafi það hlutverk að greiða verðbætur vegna verðfalls á frystum fiskaf- urðum, sem framleiddar eru á ár- inu 1967, öðrum en síldar- og loðnuafurðum, svo sem fyrir er mælt í 7. gr. Riíkissjóður greiði til sjóðsins 130 millj. kr. af greiðsluafgángi ársins 1966. Verði innstæða í sjóðn um eftir reikningslok, skal því fé ráðstafað sem sbofnfjárframlagi til]Verðjöfnunarsjóðs, enda hafi þá verið sett lög um slíkan sjóð. Ella rennur innstæða þessi í ríkissjóð. Riíkissjóður ábyrgist, að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar þær sem á hann eru lagðar í 7. gr. 7. gr. Sjóður sá, sem um ræðir í 6. gr., greiðir verðbætur á fryst- ar fiskafurðir, framleiddar á ár- inu 1967, aðrar en síldar- og loðnuafurðir. Verðbætur þessar skulu nema 55% af verðlækkun, er verða kann miðað við verðlag, er fékkst fyrir sömu framleiðslu á árinu 1966. Verði verðfall á árinu 1967, er nemi meiru en 5% miðað við verðlag 1966, skuli verðbæturnar hækka til viðbótar um 2% af heild- arverðlækkuninni fyrir hvert 1% sem verðlag lækkar umfram 5%. Greiðsla verðbóta skal þó aldrei verða hærri en 75% af verðlækk- un. Skipta skal freðfiskframleiðsl- unni í nokkra meginflokka eftir fisktegundum, og skulu verðbætur reiknaðar af hverjum flokki fyrir sig. Um framkvæmdir á greiðsl- um úr sjóðnum fer að öðru leyti eftir reglum, er sjávarútvegsmála- ráðherra setur. 8. gr. Ríkissjóður leggur fram 50 millj. kr. á árinu 1967, er verja skal til framleiðniaukningar frysti húsa og annarra endurbóta í fram- leiðslu frystra fiskafurða. Seöia- banki íslands úthlutar þessu til tiltekinna framkvæmda í samráði við Landsbanka íslands og Út- vegsbanka íslands eftir reglum, sem sjávarútvegsmálaráðherra set- ur. 9. gr. Á árinu 1967 heimilast að greiða úr ríkissjóði 10 milj, kr. til verðbóta á útfluttar afurðir af öðrum fiski en síld og loðnu eftir reglum, sem sjávarútvegismiálaráð- herra setur._ 10. gr. f samráði við samtök framleiðenda og þær lánasbofnan- ir er sérstaklega starfa fyrir sjáv- arútveginn, lætur rífcisistjórnin fram fara athugun á rekstrarað- stæðum og fjárhagslegri uppbygg- ingu frystiiðnaðarins. Á grundvelli bennar verði gerðar tillögur, er miði að því að bæta rekstrargrund völl frystihúsanna, svo sem með bættri uppbyggingu iðnaðarins, aukinni hráefnisöflun, tæknihreyt- ingum og fjárfhagslegri endurskipu lagningu. Til þess að greiða fyrir slíkum aðgerðum og í sambandi við þær er Ríkisábyrgðasjóði heim- ilt að gefa eftir kröfur á einstök frystihús, ef slíkt er óhjákvæmilcgt til þess að koma þeim á viðun- andi grundvöll, en<]a fallist aðrir kröfuliafar einnig á eftirgjafir, eftir því sem eðlilegt þykir. Allar tillögur um eftirgjafir á krö'fum ríikissjóðs skulu lagðar fyrir fjár- veitinganefnda til samþykktar. Heimilt er fjármálaráðherra að gefa eftir greiðslur stimpil- og þinglýsingagjalda vegna eigenda- skipta, sem þurfa að eiga sér stað í sambandi við þessar aðgerðir. 11. gr. Lög þesisi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felld lög nr. 16 16. apríl 1966, um ráð- stafanir vegna sjávarútvegsins. I greinargerð segir Björn: „Árið 1958 var firkveiðilandhelg in ákveðin 12 mí'lur frá grunn- Iínupunktum. íslenzkum togveiði- skipum voru þó veittar nokkrar undanþágur til veiða innan 12 mílna línunnar á vissum árstím- um og ákveðnum svæðuon. íslenaku togararnir virðast hafa hlýtt þess- um reglum, en togbátar sunnan- lands eigi til fulls. Algengt var, að 50—100 lesta bát ar stunduðu togveiðar, áður en fiskveiðilandhelgin var stækkuð, en mjög var það misjafnt eftir landslhlutum. Fór það m.a. eftir botnlagi veiðisvæðanna og bve auð velt var að afla fisks með öðrum veiðitækjum. Veiðisvæði togbáta voru einkum sunnan við land og norðan. Minni togbátar geta eigi veitt á miklu dýpi. Aðstaða þeirra varð því mun lakari við útfærsiu landhelginnar. Þróunin hefur oið- ið sú, að norðanlands hefur veiði togbáta lagzt niður. Kostnaður við útgerð Tínubáta hefur farið vaxandi, og rekstur þeirra ber sig eigi. Nær ógerlegt hefur verið að fá nægan mannskap á línubáta. Veldur þar miklu um aukin síld- veiði og fjölgun stórra síldveiði- báta. Færabátar stunda ekki veið- ar nema tíma úr árinu, og atfli þeirra er takmarkaður. Tilfinnan- leg vöntun hefur því verið á fisfc- magni til að fullnægja þörfum fiskvinnshisföðva og til úrbóta tak markaðri atvinnu í kauptúnum og kaupstöðum norðanlands. Þessa •hefur einkum gætt vestan til á Norðurlandi. Ilúsavík, Raufarhöfn og Þórshöfn liggja nær úthafinu en kauptúnin við Iíúnaflóa og Skagaifjörð. Skemmra er á fiskimið og því auðveldara að afla fisks á minni báta. Vinna við verkun og vinnslu síldar hefur verið þeim mun meiri sem austar dregur. Sunnanlands stunda bátar togveið ar án þess að taka fullt tillit til þess, hvað lög og reglur mæla fyrirl um. Virðist vera þegjandi sam- komulag línu- og netabáta annars vegar og togbáta hins vegar, að þeir fyrr nefndu kæri eigi, en þeir síðari valdi eigi veiðafæratjóni. Sunnanlands og vestan eru aðal- hrygningarstöðvar fisksins og_ mik i'l veiði í marz og apríl. Út af Vestfjörðum eru mjög góð skil- yrði til línuveiða, en óhentugt til togveiða fyrir minni báta. Kaup- túnin á vestuilhluta Norðurlands haifa því önnur og lakari skilyrði til fisköflunar en algengast er f öðrum landsihlutum. Eina ráðið til úrbóta á þessum stöðum er at veita nokkrum bátum undanþágu til togveiða að einhverju leyti innan þeirra marka, sem ákveðin eru í reglugerð nr. 21 19. marz 1952. Sjálfsagt er að framkvæma slíka undanþágu í samráði við tiski fræðinga okkar og sveitar- eða bæjarstjórnir þeirra staða, sem út- gerð viðkiomandi báta er starfrækt frá. Rétt væri að ákveða tölu bát- anna og þau veiðisvæði, sem heim- ilt væri að stunda togveiðar á innan landihelgi. Reynslan yrði svo að skera úr um það, hvað hag- kvæmast væri í þessum efnum. Norðlendingar hafa eigi viljað brjóta fiskveiðilöggjöfina. Þess eiga þeir ekki að gjalda. Ég álít, að framtíð vissra kauptúna norð- lands sé að verulegu leyti undir því komin, að ráðstafanir í þá átt, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, verði gerðar sem fyrst. Mun- ur á aðstöðu togbáta og línubáta er einkum þessi: a. Hægt er að komast af með 5 manna áhöfn á togbát, sem 11 menn vinna við línubát, sem er 50—100 lestir. b. Veiðarfærakostnaður tog- báta er mun minni og beitukostn- aður enginn, en sá liður er nú mjög tilfinnanlegur. c. Hægt er að stunda togveið- ar 8—10 mánuði árlega norðan- Framhald á bls. 14 Bætur almannatrygginga verði útsvarsfrjálsar ☆ í gær fór fram í neðri deild þriðja umræða um frv. ríkisstjórjt arinnar um breytingu á lögum úm tekjustofna sveitarfélaga, en efni þess er, að fylgt skuli skattvísitölu við álagningu útsvara. ☆ Við 2. umræðu um frv. hafði Þórarinn Þórarinsson flutt þá breyt ingatillögu við 33. grein laganna, að „bætur almannatrygginga skulu undanþegnar útsvarsálagningu" en samkvæmt þessari grein nú, er sveitarstjórnum „heimilt að undan- þiggja bætur almannatrygginga út- svarslagningu ag einhverju eða öllu leyti.“ Mörg bæjarfólög hafa notað þessa heimild til að undan- þiggja útsvarsálagningu örorku- og sjúkrabætur og ellilaun. A. m. k. eitt bæjarfélag, Kópavogur, hefur einnig undanþegið fjölskyldubætur útsvarsálagningu. ☆ Guðlaugur Gíslason tók fyrstur til máls og las bréf frá félagsmála ráðuneytinu og Sambandi ísl. sveit arfélaga, sem hafði fengið tillögu Þórarins til umsagnar. Fólagsmála- ráðuneytið taldi tillöguna þurfa j nánari athugun, en Samband (sl. I sveitarfélaga mælti gegn henni. ■fr Þórarinn Þórarinsson sagði, ag flest bæjarfélögin og mörg < sveitarfélögin hefðu notað sér und anþáguiheimildina til að undan- 'Þiágja sjúkra- og örorkubætur og ellilaun útsvarsálagningu. Væri því orðið rétt og tímabært, að þessi regla yrði gerð almenn, enda mæltu öll heilbrigð rök með því, að þessar bætur væru útsvarsfrjáls ar. ☆ Þórarinn kvað það rangt, sem haldið hefði verið fram, að aðeins hinir efnuðustu högnuðust á því, ef fjöþkyldubætur væru undan- þegnar útsvari. Flestir verkamenn’ sem ynnu að ráði eftir- og auka- vinnu, þyrftu að greiða í útsvar 30% af nokkrum hluta tekna sinna. Yfirleitt greiddu því verkamenn 30% af fjölskyldubótum í útsvar eða með öðrum orðum, ef fjöl- skylda fær bætur greiddar með þremur börnum, þá fara bæturnar með þriðja barninu nær alveg í út- svar. ■fr Þá minnti Þórarinn á, að verð stöðvun stjórnarinnar hefði það takmark, að laun yrðu lítið háerri á þessu ári en seinasta ári. Hins veg ar er fyrirsjáanlegt, að útsvör, sem einstaklingar greiða, verða mun hærri i ár en í fyrra, þrátt 'yrír skattavísitöluna þar sem launatekj ur í krónutölu hafa orðið mun hærri 1966 en 1965. Sanngjarnt væri því, að hér yrði komið nokkuð til móts við þá, sem erfiðasta hafa aðstöðuna, eins og gamla fólkið og stærstu fjölskyldurnar. ☆ Þórarinn kvaðst viðurkenna, að teikjustofnar sveitarfélaganna væru ekki ríflegir miðað við þær skyldur, sem á þeim hvíla. Því hefðu Framsóknarmenn lagt til hvað eftir annað, að athugað yrði að tryggja þeim nýja tekjustofna. Útsvörin gætu ekki verið fullnægi andi tekjustofn fyrir au, ef þau ættu að vera í hófi: Annars virtist ríkisstjórnin ekki vera á þessu máli, þar em verið væri að leggja á borð þingmanna stjórnarfrum- varp, sem fæli m. a. í sór að skerða tekjur jöfnunarsjóðs sveitarfélag- anna um 20 millj. kr. ☆ Magnús Jónsson fjármálaráð- herra hvatti til þess, að engar breyt ingar yrðu gerðar á frumvarpinu •fr Benedikt Gröndal bar fram breytingatillögu við tillögu Þórar ins um að undanþiggja ellilaun út- svarsálagningu að vissu marki Samkvæmt ósk hans og Þórarin? var umræðunni frestað, svo að tóm gæfist til að abhuga tillögu Bene- dikts.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.