Tíminn - 01.04.1967, Page 1

Tíminn - 01.04.1967, Page 1
1 Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemut daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 73. tbl. — Laugardagur 1. apríl 1967. — 51. árg. Myndin hér að ofan er tekin á blaðaniannafundi í New York á þriðjudaginn, er U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gerði grein fyrir þriggja liða til- lögum sínum um frið í Yiet- nam. Bandaríkjamenn hafa Iýst stuðningi við þær, sem og stjórn S-Vietnam, en Hanoi-stjórnin og stjórn Kína liafa hafnað þeim. SKÝRSLA BANKASTJÖRNAR SEÐLABANKA ÍSLANDS: flallinn á viðskiptum vil útiönd nam 350 millj. kr. Ráðstafanir í efnahagsmáium aðeins gerðar tii bráðabirgða IGÞ-Reykjavík, föstudag. í dag var birt ársskýrsla Seðlabanka fslands 1966. Jafnframt rakti dr. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans nokkur meginatriði í þróun efnahagsmála í ræðu sem hann flutti í hádegis- verðarboði að viðstöddum ráðherrunum dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, Magnúsi Jónssyni og Eggert G. Þorsteinssyni, bankastjórum, bankaráðsmönn- um og fulltrúum banka og ráðuneyta. Kom m. a. fram í ræðu banka- stjórans, að búast megi við að verðstöðvunin í núverandi myni og aðrar aðgerðir að undanförnu geti aðeins tryggt sæmilegt jafnvægi í efnahagsmálum og viðunandi afkomu atvinnuveganna um takmarkaðan tíma. irkic í skýrslu bankastjórnar seg- ir m.a. að halli á viðskiptum við útlönd hafi numið 350 millj. j kr. Hins vegar hafi gjaldeyris- forðinn ekki minnkað vegna þess að á móti hallanum á við- skiptajöfnuði hafi komið hag- stæður jöfnuður á fjármagns- hreyfingunum. Er þarna átt við lántökur, en þær nema sam- tals 353 millj. kr. ★★★ Meðalverð þeirra sjávar- afurða, sem út voru fluttar á Læsti yf irborgarf ógetann inni á uppboðsstað í gær !ViaSínovskí failinn frá NTB-Moskvu, föstudag. Rodíon Malínovski, marskálkur, varnarniálaráðiherra Sovétríkjanna, lézt siðdegis í dag eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, 68 ára að aldri. Jarðarförin fer fram á mánudag. Malinovskí hafði legið marga mánuði á sjúkrahúsi, sem sérstaklega er ætlað fyrir krabba- meinssjúklinga. Andrei Gretsjko, marskálkur og fyrsti varavarnar- málaráðherra, hefur farið með embætti hans þennan tíma og verð ur sennilega skipaður eftirmaður Framhald á bls. 15. Malínovskí, marskálkur I KJ-Reykjavik, föstudag. |. Sá einstæði atburður skeði í ! dag, að Kári B. Helgason lokaði yfirborgarfógeta, einn borgar- fógeta, tvo starfsmenn fógetaemb- ættisins, nokkra lögfræðinga og nokkra aðila aðra inni í húsi, sem bjóða átti upp á nauðungarupp- boði. Kölluðu báðir aðilar á lög- regluna, Kári B. Helgason, vegna þess að hann áleit yfirborgarfó- geta undir álirifum áfengis og þess vegna ófæran um að gegna emb- ættisstörfum, en þeir, sem lokað- ir voru inni, til að sleppa út. Aðdragandi þessa máls er sá, að í dag átti að bjóða upp á nauð- ungaruppboði hluta af húsinu Njálsgata 49, sem er eign þrota- bús Kára B. Helgasonar. Kom yfirborgarfógeti, Kristján Krist- jánsson, á staðinn í þessu skyni ásamt Unnsteini Beck, borgarfó- geta, starfsmönnum borgarfógeta- embættisins auk þess sem lögfræð ingar og fleira fólk kom á stað- inn. Kári B. Helgason sagði í viðtali við Tímann í dag, að yfirborgar- fógeti hefði verið undir áhrifum áfengis, sjáanlega mjög mikið, við upphaf uppboðsins, og hefði hann því óskað að yfirborgarfógeti viki af staðnum. Væri hann ekki fær um að halda uppboðið vegna ölv- unarálhrifa. En á bak við þetta allt væri miklu meiri saga og lengri, sagði Kári B. Helgason. Þeg ar yfirborgarfógeti vildi ekki :íta sig, sagði Kári ennfremur, lokaði ég hann inni ásamt embættismönn um fógeta, þeirn lögfræðingum, sem mættir voru, og öðrum, sem þarna voru staddir. Læsti ég, og bringdi þessu næst á lögreglustöð- ina og ósikaði eftir að gerð væri blóðrannsókn á yfirborgarfógeta. Lögreglan kom á staðinn og óskaði ég þá aftur að hún tæki yfirborgar fógetann og færði hann til blóð- rannsóknar, en hún vildi það ekki. Unnsteinn Beck, borgarfógeti, tjáði blaðinu í dag, að uppboðinu hefði verið frestað vegna þess, að á seinustu stundu áður en þeir fóru á uppboðsstað hefði hann upp götvað, að ekki var alveg ljóst, hvernig varið væri veðsetningu á húsinu. Kiom fram á seinustu stundu, að við höfðum haft rang- ar hugmyndir um þetta, sagði Unn steinn, og því e’kki um annað að gera en fresta uppboðinu. Að forminu til varð að fara á stað- inn til að fresta uppboðinu, vegna þess að búið var að auglýsa það. Menn sem voru á staðnum stað- Eramhaid a 14. siðu árinu, var hærra en meðalverð ársins 1965, en verulegur hluti framleiðslunnar hafði verið seldur fyrir verðfall. Verðlag á ls.ndbúnaðarvörum mun hafa lækkað verulega, en verðlag á útfluttum afurðum í heild mun hafa hækkað um 1 til 2%. ★★*- Innstreymi fjár í Seðlabank ann vegna viðskipta við ríkis- sjóð og ríkisstofnanir nam sam tals 331 millj. kr. Má eftir hreyfingum á reikningum ríkis sjóðs í Seðlabankanum og breytingu sjóðs hjá níkisfé- hirði áætla að greiðsluafgang- nr hjá ríkissjóði hafi numið tæplega 400 millj. kr. -*•★★ Aukning peningamagns allt árið var miklu minni en undan farin ár, eða 5,1% á móti 24,8% 1965. Heildaraukning sparifjár á árinu varð einnig mir.ni en undanfarin ár. í niðurlagi ræðu sinnar sagði dr. Jóhanr.es Nordal m.a.: „Mikilvægt er að tillit sé tekið til áhrifa, sem efnahagslegar að- gerðir geta haft á traust þjóðar- innar erlendis. Nauðsynlegt er að byggja efnahagsstefnu næstu ára á sern stöðugustu verðlagi og keppa verður að aukinni fram- leiðni og hagkvæmni, bæði í dreif ingu og framleiðslu. Æskilegt er að fjármálastefna Framhald á 14. síðu. Á myndinni sést verzlunin aS Njálsgötu 49, þar sem yfirboraarfógeti ásamt tiokkrum lögfræðingum, og öðrum, voru lokaðir inni í hálftima i gær. nokkrum starfsmönnum embættisins, (Tímamynd G. E.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.