Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 6. maí 1967 —fcdM——iiwirni ■«-. ,i ÁFANGAR Á LANGRI LEKÐ Síðastliðið fimmtudagskvöld héldum við félagskonur í Styrkt arfélagi vangefinna okkar mán- aðarlega fund með nýstárlegum hætti. Við skipuðum okkur í langferðabila og þáðum heim boð að bamaheimilinu að Skála- túni í Mosfellssveit til að skoða hin nýju húsakynni, sem þar eru risin og gleðjast yfir ein um áfanga, sem náðst hefur til að skapa vangefnu fólki bætt lífsskilyrði. Styrktarfélag vangefinna er aðeins níu ára gamalt. Margra ánægjulegra áfanga er að minn ast frá því starfstímabili, þrátt fyrir það, að mikið skortir á að þau verkefni séu leyst, sem fé- lagið vill vinna að. Og ekki eru heldur allar framfarirnar fé- laginu að þakka, en við leyf- um okkur að vona, að það hafi unnið málstað vangefinna veru legt gagn. Templarar keyptu býlið Skála tún og hófu þar rekstur vist- heimilis fyrir þrettán árum. Styrktarfélag vangefinna gerð ist aðili að rekstrinum nokkru eftir að það var stofnað. Sesselja Sigmundsdóttir starf- rækir enn Sólheimahælið, sem er elzta, starfandi vistheimilið, , Tjaldanesheimilið í Mosfells- sveit er yngst þessara stofnana, en stærst er að sjálfsögðu rík- ishælið í Kópavogi. Fyrir níu árum var vistrými á hælum fyrir um eitt hundrað vangefna. Nú er sú tala rösk- lega tvöfölduð. Samt er talið, að þörf sé á hælisvist fyrir nær 400 manns hér á landi, svo við erum ekki komin lengra en fylla helming lágmarksins. Ver ið er að undirbúa hælisstofnun á Akureyri og mun ætlunin að það hæli rúmi um 40 manns. Árlega er talið að hælisþörf in aukist um 7—8 rúm. Síðasta Alþingi samþykkti lög um fávitastofnanir og fagna ég því mjög, að þeim áfanga er náð, þó að ég telji, að í lö'gin vanti ákvæði um fræðslumiál vangefinna, svo að endaniega yrðu tekin af öil tvimæli um skyldur ríkisinis í því iefni. En með þessium lögum er fastbund- ið, að ríkið skuli reka eitt aðal- hæii, sem verði í senn hjúkrun- ar-, uppeldis-, kennslu og vinnu hæii. Heimilt er að koma upp útibúum frá aðalhælinu og öll einkahæli skuli framvegis háð eftirliti þess. Þá er ríki og sveitarfélög skylduð með lögun um til að greiða eSlilegan dval arkostnað vangefinna á viður kenndum hælum og dagvistar- stofnunum. Þarna eru mikilvæg réttindi fengin, sem mjög ættu að létta baráttuna fyrir því, að búa sem bezt að þessu fólki, sem öðrum fremur er varnar- laust í lífsbaráttunni, þar sem þroskamöguleikar þess hrökkva ékki til, svo að það geti staðið óstutt. Meðan skortur á vistrými er jafn mikill og nú, þá er ó- gerlegt að skapa á öllum hæl- unum þann blæ, sem æskileg astur er. Einkahælin geta að vissu marki neitað að taka að sér erfiðustu einstaklingana, þá sem eru mestir hjúkrunar- sjúklingar og stríða við mest hegðunarvandkvæði vegna sjúk leika síns. Við þeim verður rík- ishælið að taka og það er enn of lítið til þess, að fullkomin flokkun í deildir eftir ástandi og starfsgetu sé framkvœman- leg. Þar skortir líka enn marg- háttaða aðstöðu til vinnuskúdun ar, en hún er mannfrek og heimtar fjölþætt verkefni, svo stúlku. Piltarnir voru allir upp- komnir og unnu ýmist á vernd uðum vinnustofum eða á al- mennum vinnumarkaði, þar sem tekið var tillit til getu þeirra í verkefnavali. Þetta var fallegt heimili í orðsins beztu merkingu, í venju legu íbúðarhúsi í fjölmennu borgaiihverfi. Styrktarfélag vangefinna sér um rekstur þess fleiri lifað eðlilegu lífi í sam- félaginu og með minni utanað komandi stuðningi Sá tekjustofn, sem nýbygging ar stofnana fyrir vangefna hafa til lumráða, er sannarflega feng- inn með sársaukalausum skatti. Ö1 og gosdrykkir eru ekki nauð synjavörur og þó að verð á þeim varningi sé lítillega hækk Frá Skálatúni toægt sé að finna eitthvað, sem öilíLum Ihæfir. Dagvistarstofnanir eru enn ekki aðrar en Lyngásheimilið í Reykjavík, þar sem nú dvelja 43 einstaklingar á ýmsum aldrL Það er í senn fóstur- og kennslu stofnun, sem fyrst og fremst reynir að létta undir með heimilum og að laða með kennslu fram þann þroska sem hver einstafelingur gietur náð. En það vantar fleiri dagvist arstotfnanir. Það finnum við því betur, sem Lyngás starfar-leng ur. Það vantar vinnustofur — verndaðar vinnustofur, þar sem þeir, sem einhverja starfsgetu hafa, fá notið hennar og þrosk ast til að lifa sem eðlilegustu lífi í þjóðfélaginu. Það er min von, að siik vinnustofa rísi sem fyrst á vegum Kópavogshælis ins, því það er erfitt að finna réttu verkefnin og þau nýtast ekki ef skipta á þeim á milli of margra staða. Mér er afar hugstæð stofn- un, sem ég skoðaði í Osló á síðaista hausti. Það var heimili fyrir tíu vangefna pilta. Annað jafnstórt heimili fyrir stúllkur er einnig þar í borg. Þessu heimili stjórnuðu hjón og höfðu til aðstoðar eina eins og flestra annarra stofn ana fyrir vangefna, en bær og ríki standa undir kostnaðinum. Þessir tíu piltar komu heim frá vinnu sinni meðan ég var stödd þama. Húsfreyjan tók á móti þeim, eins og umhyggju söm móðir hefði tekið á móti börnum sínum, gætti þess að þeir snyrtu sig áður en gengið var að njatborði og að allt væri í röð og reglu. Þeir sögðu þeim hjónum frá starfsdegi sínum, gleði og átoyggjum. Þau eyddu með þeim kvöldunum, sáu þeim fyrir dægnastyttingu, sváfu á sömu hæð í húsinu og þeir, svo að alltaf vœri hægt að leita til þeirra nótt sem dag. Sumir pilt- amir fóru einir á mannamót og jafnvel í ferðalög, aðrir fy'.gd ust með þessum fósturfóreldr- um sínum jafnt í sumarleyfi sem hversdagslega, alveg eins og gerist í venjulegum fjölskyld- um. Styrktarfélagið á sínar „orlofsbúðir", þar sem skjól- stæðingar þess dveljast í leyf um vetur og sumar. Dagvistarstofnanir eru ódýr- ari en dvalarhæli. Með því að styðjast við dagvistarstofnanir, geta fjölskyldur fremur annast vangefin börn í heimahúsum. Ef vangefin börn eiga frá fyrstu tíð kost á réttri þjálfun, geta að, íþyngir það ekki fjárhag heimilanna. Við heyrðum það m.a. í Skálatúni á fimmtudaginn hve samtök áhugamanna hafa veitt þessu málefni góðan stuðning. Heimilinu Ihaifa borizt stórgjafir til húsgagnakaupa í nýja húsið frá tveimur góðtemplarastúk- um, frá kvennasjóði Styrktar- félag vangefinna og frá Vina- hjálp, samtökum, sem konur i erlendum sendiráðum í Reykja vík stofnuðu. Uppfaafsmaður þeirra samtaka var Elisabeth Cappelen, eiginkona sendiherra Norðmanna. Ræddum við fyrst tvær einar um hugmynd henn- ar, en síðan komu til þær Sus- an Bootfaby, brezka sendiherra frúin og Anne Penfield, banda ríska sendiherrafrúin. Þessar þrjár konur hrundu málinu í framkvæmd í samstarfi við margar aðrar erlendar og ís- lenzkar konur Þær hafa stutt Lyngás, Skálatún, Sólheima og Landakotsspítala með fjárfram lögum og e t. v. fleiri stofnanir. Foreldrar barnanna í Skálatúni safna fé til að byggja þar sundlaug. í gegnum Styrbtarfélag van- gefinna hafa fjöldamargir ein- staklingar styrkt málefnið með gjöfum og margháttuðu starfi. iW En þó að nú sé góðu heilli kom in á ný löggjöf um skyldur rík- is og sveitarfélaga, þá verður aldrei vel fyrir málum vangef inna séð, nema jafnframt komi til fómfúst starf margra, inn- an stofnana og utan. Góð húsa kynni eru aðeins ramminn, hug arlþel og þekking þeirra, sem þar starfa, gerir gæfumuninn hvort þetta fólk, sem er svo af- skipt að rnörgu leyti í lífinu, fær að njóta lífshamingju og þroska sína hæfileika. Okkur skortir fleira velmennt að fólk til ýmissa starfa fyrir vangefna. Styrktarfélagið hefur veitt allmarga námsstyrki til utanferða og mun framvegis telja það eitt megin verkefni sitt að efla þá starfsemi og skal þeim, sem hug hafa á að mennta sig til slíkra starfa, ® bent á þá fyrirgreiðslu. Við þekkjum það víst öll hvernig börn bregðast oft við þegar gestir koma á heimili, hve óróleg og uppvöðslusöm dagfarsprúðustu börn geta orð ið. Ég faygg að margir faefðu orð ið undrandi ef þeir hefðu tfylgzt með inn í herbergin til barn- anna í Skálatúni á fimmtudag inn, séð börnin sitja þar stillt og prúð hjá fóstrum sínum með glaða eftirvæntingu í svip. Eru jól núna? spurði litill drengur. Hann hetfur sjáttfsagt munað ysinn og annrikið á að- fangadag, þegar verið var að flytja í nýja húsið. Enginn myndi telja vanza að því að sýna handavinnu margra van- gefinna barna, bæði í Skálatúni og annarsstaðar, samfaliða því, sem alheilbrigð börn vinna. Það þarf alúð og þolinmæði í leiðbeiningarstarfinu, en það er líka launað með innilegum og falslausum fögnuði þegar loksins tekst að læra hvert verk. Þökk sé öllum þeim, sem af ósérhlífni og ástúð velja sér það starf að annast hina van- getfnu, styðja þá til þroska og veita þeim skjól. Sigríður Thorlacius.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.