Tíminn - 17.05.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.05.1967, Blaðsíða 7
TIMINN 7 MTOVIKUDAGUR 17. maf 1967 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórat: Þórarinn Þórarinsson (áib), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuDtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- Iýslngastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Ifidda- húsinu, sfmar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 10523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Ásikriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Mesti haftaflokkurinn Það er bersýnilega ætlun Sjálí'stæðisflokksins að draga athyglina frá því, hvernig ástatt er í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar, með því að hrópa nógu hátt og nógu oft, að hann sé á móti höftum. Þótt Gylfi Þ. Gíslason sé ekki alltof góð heimild, mun enginn geta mót- mælt eftirfarandi lýsingu hans á Sjálfstæðisflokknum, er birtist í Alþýðublaðinu 1958' «Öllu haftakerfinu, sem hér var byggt upp, aðallega á síðasta áratug, hefur því verið komið á af ríkisstjórn- um, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkasti aðilinn í skjóli þess, að hann væri stærsti þingflokkur- inn. Stjóm haftakerfisins hefur verið falin ýmsum ráð- um og nefndum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft þar sterkasta aðstöðu svo sem við var að búast. Hann ber því hofuðábyrgðina á hvernig bessu tæki hefur verið beitt. Hann ber höfuðábyrgð á sukkinu, rangsleitninni og braskinu, sem því hefur verið samfara. — Þarf í rauninni að segja meira til þess, að það verði Ijóst, hversu dæmalaust lýðræðisskrum felst í skrifum um ást Sjálfstæðisflokksins á frjálsum viðskiptum? Sjálfstæðisflokkurinn fylgir höftum, þegar hann telur þá, sem hann ber fyrir brjósti, eiga hægast með að græða á því, og þá stjórnar hann höftunum, svo að þeir græði reglulega á þeim.Hann losar dálítið um höftin, þegar hann telur þá geta grætt enn meira á því, t. d. með því að fá frjálsan innflutning, þegar gjaldeyrir er nægur vegna erlendra fjárgjafa og algert frelsi til að byggja á þenn- an innflutning. En hann heldur i öll þau höft, sem hann telur skjólstæðinga sína geta grætt á". Þessi orð Gýlfa Þ. Gíslasonar eiga vissulega við enn í dag, þótt þau væru sögð fyrir 13 árum. Góðærið hefur gert það mögulegt að auka frelsi í innflutningsmálum og því hefur verið dregið úr gjaldeyrishöftum. En Sjálf- st.flokkurinn hefur samt ekki vikið frá haftastefnunni í stað gialdeyrishaftanna hafa verið tekin upp lánsfjár- höft — meiri og strangari en nokkru sinni fyrr. Og þeim beitir S'álfstæðisflokkurinn purKunarlaust til að hlynna að gæðingum sínum og veita þeim allskonar forréttindi. Það er því ekki ofmælt, að reynslan fyn og síðar staðfesti, að Sjálfstæðisflokkurinn sé mesti haftaflokkur- inn, þótt hann með hrópum og látum afneiti höftunum. Tvíburalistarnir Hannibal Valdimarsson hefar nú fengið úrskurð lands- kjörstjórnar um það, að öll atkvæði, sem sprengilisti hans fær, skuli reiknast kommúnistum við úthlutun uppbótar- sæta. Þau atkvæði, sem listi hans fær, geta því orðið til að tryggja kosningu uppbótarþingmanns fyrir kommún- ista í kjördæmi utan ReykjavLkur. Þess vegna fer því fjarri, að menn séu að vinna eitt- hvað að því að hnekkja kommurastum með því að kjósa lista Hannibals. Þvert á möti eru þeir að kjósa flokk þar sem kommúnistar hafa tögi og hagldir. Það er stefna Hanmbals að skiljast ekki frá kommún- istum, heldur vera áfram í flokki með þeim. Það er því rangt, að hann sé að leika eitthvert svipað hlut- verk hér og Aksel Larsen í Danmörku, sem hefur sagt skilið við kommúnista. Hér er um persónulega deilu að ræða, en ekki málefnalega. PsTÚr þá, sem ekki eru í Aiþýðubandalaginu. skipta átökin milli tvíburalistanna ekki máli. Hér ar um persónu legt heimilisstríð að ræða, sem öðrum bei « láta afskipta- laust, ef þeir vilja ekki styrkja kommúnista með atkvæði sínu. Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: NÚ KJÓSA MENN FRAMSÓKNARFLOKKINN Einkenni þessarar kosningabar- áttu er m. a. það, að enginn geng ur í vörn fyrir ríkisstjórnina með því að segja, að stefna liennar og stjórnarhættir séu til fyrirmyirJar. Það er raunar hafið yfir allan á- greining, að stjórnin hafi misst öll tök á viðfangsefnunum, lirakizt langt frá því marki, sem hún setti sér og efnahagslíf þjóðarinnar sé sjúkt, grundvöllur atvinnulífsins og afkoma sé brostin. Talsmenn stjórnarinnar bera naumast á móti þessu lengur. Þeir segja bara, að þetta allt sé stjórn- arandstöðunni að kenna, enginn geti við þetta ráðið, — þessi stjórn sé ekki verri en hver önnur. í þessu er fullkomin vantrú á þingræðið og uppgjöf þess ef rétt væri. Hins vegar hefur Viðreisnar- stjórnin brugðizt þeirri þingræð- islegu skyldu að biðjast Iausnar þegar hún veldur ekki verkefnun- um, en satt er það, að flokkar hennar hafa lagt henni til meiri- hluta atkvæða á Alþingi. En það þarf ekki skipstjóra til að láta reka stjómlaust undan vindi og sjó og ekki ríkisstjórn til að hafa stjórnleysi í þýðingarmestu mál- um. Spurning kjósandans er ekki hvort þurfi að breyta til — heldur hvort hægt sé að breyta um stefnu og stjórnarform og hvernig það megi verða. Stjórnarblöðin hafa iðulega sagt, að ef Framsóknarmenn væru í stjóm gerðu þeir allt hið sama og Viðreisnarstjórnin hefii* gert. Væri þetta rétt og tryðu stjórn arflokkarnir þessu sjálfir mun flestum finnast að það sé ærinn skortur á þjóðhollustu að hafa ekki gert Framsóknarflokkinn á- byrgan og tekið hann til sam- starfs. Stjórnarflokkarnir hafa ekki leitað eftir því. Þvert á móti hafa þeir hafnað tillögum Framsóknarmanna um samstarfs- nefnd allra flokka til að gera tillögur um úrræði: Stjórnarflokkarnir vita það vel að þátttaka Framsóknarflokksins í stjóm hlýtur að kosta breytta stcfnu. Hún hlýtur að kosta breytingar, sem þeim þykja miklu verri, en það ólag og öfugþróun, sem þeir hafa leitt yfir þjóðina. Alþýðuflokkurinn átti sér eitt stefnumál öllu öðru framar í kosningunum 1959. Það var verð- stöðvun, óbreytt ástana. Ilann sagðist vera flokkurinn, sem þyrði að stjórna og skyldi stjóma. Svo tók hann þátt í myndun Viðreisn arinnar á grundvelli kosningasig- urs síns. Framundan er tímabil stöðugs verðlags og jafnvægis, sögðu ráðherramir. Nú hafði þjóð in fengið stjórn, sem væri mynd uð til þess að leysa vanda efna- hagslífsins. Það kynni ekki góðri lukku að stýra að útgerðin væri rekin með styrkjum sögðu þeir, enda væra þeir tímar nú liðnir. Framsóknarflokkurinn hafði þá ábyrgðartilfinningu gagnvart þjóð sinni að hann vildi ekki hafa for- ustu um stjórn, sem ekki réði við efnahagsmálin. Þess vegna baðst Hermann Jónasson lausnar fyrlr vinstri stjórnina þegar samstarfs- flokkarnir vUdu ekki lengur sam komulag í þeim málum. Síðar komu til valda menn, sem virtust leita sér frægðar < því að hanga sem lengst í ráðherrastólum án tiUits til þess hverju fer fram Halldór Kristjánsson urn þjóðmálin. í þessu sést bezt mismunandi viðhorf þessara flokka tU verðbólgunnar. Framsóknarflokkurinn baðst .lausnar svo að annarra ráða yrði leitað þegar honum tókst ekki leng ur að ná samkomulagi við hina stjórnarflokkana. Sjálfstæðisflokkurinn og AI- þýðuflokkurinn eru sáttir við verð bólguna og vilja stjóraa landinu einir hvemig sem hún vex og magnast. Áhrifum verðbólgunnar þarf ekki að lýsa. Þau þekkja aUir. Útgerð liggur við gjaldþroti, jarð ir byggjast ekki, lánsfjárkreppa sverfur fastar að með hverjum degi. Það er engin tUvUjun að orðið er svo ástatt að grundvöUur at- vinnulífs er brostinn, — undir- stöðuatvinnuvegirnir Uggja við gjaldþrot. Það ieikur héruð eins og Vestfirði einkar hart, því að byggðin á Vestfjörðum á tUveru sína alla undir bátaútvegi og fisk iðnaði — eins og þjóðin í heild — en hins vegar eru vestfirzku þorpin sízt of sterk, þó að baki þeim þrífist landbúnaður eftir því sem landkostir leyfa. Forsjálir launamenn vUja koma fé sínu í fasteign á höfuðborgarsvæðinu, þó að ekki sé á það minnzt hvort gróðahyggjan Ieitar. Verðmæti aUra vestfirzkra eigna er bundið atvinnulífinu, gengi at- vinnuveganna og trú á þá. Sú óheiUastjórn, sem verið hefur á málum þjóðarinnar um skeið, hef ur skert verðgUdi allra vestfirzkra eigna svo mjög að sneitt er hjá þeim ef hugsað er um gróðaleiðir. Þessari þróun, — þó UI sé — fylgir sú blessun, að nú ættu Vestfirðingar að geta verið ein- huga um það, sem er héraði þeirra nauðsyn og jafnframt þjóðarnauð syn, að koma undirstöðuatvinnu- vegunum á reksturshæfan grund- vöU. Það eru áhrifamestu aðgerð- iraar til jafnvægis í byggð lands- ins. Þar mun þó Utið vinnast nema skert verði völd og áhrif þeirra, sem þykjast af að hafa stofnað til þess, sem orðið er. Verðbólgan gerir efnahagsmálin óviðráðanleg. Menn sjá að glatað ur er geymdur eyrir, verðmæti hans gufar upp yfir eldi verð- bólgunnar. Þess vegna vUja þeir eyða en ekki spara, kaupa strax og kaupa í skuld, framkvæma strax, enda þótt það sé óhentugt. Árangurinn verður: Meiri verð- bólga. Meiri lánsfjárkreppa. En það eru tU menn sem kom- ast yfir fjármagn og fá það að láni óbundið af vísitölu. Ríkis- stjórnin hefur vísitölubundið hús næðislán almennings. en iánsfé þeirra, sem byggja til að græða, er ekki vísitölubundið. Ríkisstjórnin vill ekki neina stjórn á fjárfestingarmálum. Þeir, sem hafa fjármagnið < höndunum eiga að fá að nota það, enda þótt það kosti það, að þær framkvæmd ir, sem mest varða almannaheill og þjóðarhag verði að sitja á hak anum. Þetta vita stjórnarflokkarnir að Framsóknarflokkurinn mun aldrei sætta sig við. Þess vegna vilja þeir fyrir hvern mun halda honum utan stjórnar. Hér er það, sem skarpast skilur. Á að miða stjórnarfarið við eig- endur Sjálfstæðisflokksins eða al- menning? Gróðahyggjan vill gjarnan standa í skjóli erlends auðvalds. Hennár fólki finnst það jafnvel engin frágangssök að ganga inn í ríkjasamsteypu Vestur-Evrópu og veita öllum þegnum tugmUIj.- þjóða jafnan rétt og innlendum tiU atvinnu og atvinnureksturs hér á landi. Stjómarflokkarnir vita, að Framsóknarflokkurinn er því mót- fallinn, að íslendingar játist und ir nokkurn Rómarsáttmála, sem leggur æðsta vald íslenzkra efna hagsmála í erlendar hendur. Nú er nóg talið. GrundvöUur íslenzks sjálfstæðis er að öðrum þræði sjálfstætt at- vinnulíf, — blómlegir atvinnuveg ir. Um það þýðir ekki að ræða nema sigrast sé á verðbólgunni. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt í verki að honum er það alvara að standa þar vel á verði. Mun- urinn á honum og stjórnarflokkun um er m. a. sá, að hann hefur ábyrgðartilfinningu gagnvart þjóð sinni. Hann stjórnast af þjóðholl ustu þar sem valdagræðgi ræður þeim. Hann sleppir stjórnartaum unum fremur en sleppa verðbólg- unni Iausri. Hinir sleppa verðbólg unni en halda í stjórnartaumana. Hvort finnst nú kjósendunum drengilegra? Spurningar kosninganna geta verið margar en nokkrar eru stærstar. 3. Treysta menn því, að núver andi stjórnarflokkar einir haldi verðbólguþróun f skefjum? Hafa þeir staðið svo við Iof orð sin í þeim efnum hingað til að þeir eigi slíkt traust skilið? 2. Vilja menn láta haldast á- fram það stjórnleysi i fjárfesting armálum sem er og verið hefur? Mun það ekki enn sem áður bitna á þjóðhoUum framkvæmdum og Iandinu öllu utan höfuðborgar- svæðisins? 3. Treysta menn stjómarflokk- unum til að semja einir við er- Iendar þjóðir um rétt þeirra og vald í skiptum við íslendinga? Ber kafbátakvíin i Hvalfirði og ásókn þeirra f Efnahagsbandalag Evrópu þeim gott vitni I þeim efnum? Vinni Framsðknarflokkurinn á i kosningunum svo að núverandi rik isstjórn missi meirihluta sinn mn» hún að sjálfsögðu biðjast lausnar. Forseti myndi þá fela Framsókn arflokknum að reyna að mynda stjórn. Hann myndi þá reyna að fá sem víðtækast samstarf á þingi um það, sem nú kallar brýn ast að: Framhald á ð. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.