Tíminn - 17.05.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.05.1967, Blaðsíða 8
TÍMINN TVTTOVTKTTDAGtTR 1*7. maf 1967 MINNING Ragnar Gunnarsson Fossvöllum F. 20. júlí 1902. D. 31. marz 1967. Tilveru alla og töfra hennar glæðir guðsandi LÖgnxál hans, kveikja lífsneista vitund verðandi. Ldkt og laukur, lyftist úr moldu fóstrar fræ og sáir. Þannig er líf og þroski manna eilíf upprisa. D.S. Hinn 31. marz s.l. hrannaðist skýjakúfur á fjöllin í Út-Hlíð. — Undanfamar vikur hafði gengið á með íannkomu og veðurofsa, en þennan dag virtist veðurglöggum mönnum að myndi draga til hlýrn áttar og vetrarhríðarnar mundu nú láta undan síga í bili. En mitt í þessum hugleiðingum barst út um sveitina andlátsfregn Ragnars Gunnarssonar bónda og simstöðvarstjóra, Fossvöllum, sem hafði andazt að kvöldi hins 31. marz. Þessi fregn kom öllum mjög á óvart, sökum þesis, að Ragnar hafði innt af höndum símaþjón- ustu þennan dag jafnt og aðra daga Það er oft á þessum augnablikum þegar svona skeður, að oft er eins og vitund vor vakni af þungum dvala. Djúpt M eigin barmi berst bergmál himinsala. Þá er eins og allir heyri eilífðina tala. D.S. Það var vorið 1918 sem foreldrar Ragnars, Ragnheiður Stefánsdóttir og Gunnar Jónsson, fluttu búferl um frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra, að Fossvöllum í Jökulsár- hlíð. Áður höfðu þau verið búsett á Seyðisfirði og ráku þar gistihús, en það brann eftir fá ár, og urðu þá fyrir miklu eignatjóni. Fluttu þaðan til Húsavíkur austur, og ráku þar búskap nokkur ár, en fóru síðan að Bakkagerði í Borgar firði eins og fyrr segir. Þegar þau hjónin Ragnheiður og Gunnar komu í Fossvelli, er bamahópurinn 6 piltar og 6 stúlk- ur. Ragnar 16 ára og naestelztur sinna systkina. Elztu bræðurnir studdu foreldra sína, af mikilli atorku við bú- störfin, en sauðfjárbúskapur var þá aðalbúgrein bænda svo sem kunnugt er. Segja má að það væri mikið afrek horfinna kynslóða að geta komið stórum barnahóp vel til manns, við þær aðstæður sem þá voru um afkomu alla. En þetta tókst þó, þar sem framsýni, dugn- aður og ráðdeild ráða ríkjum. Gestkvæmt var á Fossvöllum í þá daga. eins og nú. Þar var símstöð og sottu þangað Jökuldælir og Hlíð?.rmenn. Þar var einnig mikill straumur ferðamanna, haust og vor. Seyðisfjörður var þá aðal- verzlunarstaður þessara sveita. En hjómn Ragnheiður og Gunnar, kunnn vel að taka á móti gestum. Gestrisni var þeim í blóð borin, og aldrei skorti neitt er hafa þurfti til þeirra hluta. Þau Ragnheiður Stefánsdóttir og Gunnar Jónsson bjuggu á Foss völlum fram til ársir.f 1932. Brugðu þau þá búi. Börnin voru komir, upp og flest flogin úr breiðrínu. Sum á skólum, önnur i atvinnu. Þetta ár tekur Ragnar sonur þeirra við jörðinni og fer að búa með Aðalsteini bróður sínum, en móðir þeirra fyrir búi innanstokks. Strax og Ragnar var tekinn við Kossvöllum kom í ljós að hann var búmaður. Hann forðaðist að setja á guð og gaddinn, sem kallað var, en aflaði sér nægra heyja handa búpeningi sínum. Hann bar þann metnað í brjósti, strax á fyrstu búskaparárunum, að þ'jrfa ekki að leita til annarra, heldur standast hverja raun, hvermg sem viðraði og fylgdi það honuim alla ævina.' Hann var fjár- ræktaimaður og átti afburðagott og vei ræktað sauðfé, enda var umhyggja hans fyrir sauðfénu alveg frábær. Var það á orði í sveitinni, að helzt mætti ekki vanta kind að kveldi, eiftir að fé var tekið á hús. Á tímabili seldi Ragnar kynbótahrúta víða um Hérað. Árið 1938, 6. maí, kvæntist Ragn ar Önnu Björgu Einarsdóttur frá Hrjót í Hjaltastaðahreppi, mynd- arlegri og greindri konu, eins og hún átti kyn til. Börn þeirra hjóna eru þessi: Hermann, giftur Svöfu Bergmann, búsett í Reykjavík; Kristbjörg,, gift Valgeir Magnús- syni; Eiður, Gunnar, Ragnheiður, Guðnv, heima. Öll-eru börn þeirra greindar og dugnaðarfólk. Árið 1942 kaupir Ragnar Foss- velli af Jökuldalslhreppi. Jörðin er landstór. sauðfjárhagar ágætir. og mikið af góðu landi til auk- innar túnræktar. Fossvellir eru metnir 24 hundr. að fornu mati. Það þurfti framsýni og kjark fyrir efnaMtinn bónda til að ráð- ast í kaup á stórri jörð í þá daga, en Ragnar hafði tekið tryggð við iörðina og sveitina og ákvað að hopa hvergi, hvað sem að höndum bæri. En allt fór þetta vel. Á þessu ári hækkuðu sauð- fjárafurðir mikið, vegna stríðsins, og sæmiilega áraði þá um nokkurt skeið. Um þessar mundir gerist Ragnar vegaverkstjóri. Fyrstu ár- in s- þó verksvið hans bundið við Hlíðarhrepp, en brátt falin verkstjórn víðar um Hérað. Síð- ustu 10 árin hefur hann verið vegáverkstjóri allt sumarið. Af þessum sökum gat hann ekki sinnt búskapnum að sumrinu, en áhugi á beyöflun og aukinni ræfct- un var hinn sami og áður. Synir Ragnars tóku þá við þessum störf- um og fórst það vel úr hendi. Þá var einnig húsakostur stórbœttur á þessum árum. Byggð voru gripa hús úr steinsteypu fyrir sauðfé og .íautgripi, ásamt hlöðu. Þá reis einnig frá grunni stórt og vandað íbúðarhús við hæfi jarð- arinnar. Við framkvæmdir hinna síðari ára, hafa börn Ragnars aðstoðað eftir beztu getu. Það I dylst engum sem að garði ber, að sérstakur myndarbragur er þar á öliu. bæði úti og inni. Gestrisni frábær, og hlýtt viðmót hús- bænda og barna þeirra, þótti því öllum þar gott að koma. Enda þótt hér að framan hafi verið drepið lauslega á nokkur störf Ragnars Gunnarssonar bónda á Fossvöllum, þá er þó enn ótalinn all veigamikill þáttur í opinberu starfi hans, en það er sdmaþjón- usta, sem hann innti af höndum í nálega 30 ár. Landssimastöð var sett í Foss- velli um leið og sími var lagður frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavíkur, á árunum 1906 og 1907. Vestan Jökulsár, þ.e. í Hlíðar- og Jökulsárhreppum, urðu menn að sækja um landvegu í síma. Eftir því sem tímar liðu, koma fram kröfur til landssíma- stjórnar um bætta símaþjónustu. Var þá í fyrstu fjölgað símstöðv- um um Hérað og bætti það nokk uð úr. Þar kom að lokum, að sírni var lagður inn á hvert heim ili. Við þessa breytingu hlóðust á Ragnar aukin þjónustustörf. Siímatími hvern virkan dag 6 tím ar, í stað 2 áður. Sökum fjarveru að sumrinu, sem áður segir, varð hann að fela Ragnheiði dóttur sinni símaþjónustuna, og þuríti •englnn yfir að kvarta. Að vetrin- um n&fði Ragnar sjálfur þennan staría á hendi. Það leiðir aí staríi símstöðvar- stjóra að margskonar kvabb dyn- ur á þeim af símanotendum, en er misjafnlega tekið. Þessu tók i Ragn&r ætíð vel en lofaði þó aldrei meiru en hann vissi sig geta efnt. Þá voru reikningar allir gagnvart sdmanotendum ávallt rétt ir, og hið sama mátti segja um öll önnur viðskipti hvers eðlis sem voru. Allt varð að vera rétt. Þegar nú að leiðarlokum, er litið yfir ^evifleril Ragmrs á Foss- völlum, má segja að ævi hans hafi einkennzt af framsýni og atorku. Hann kemur ungMngur til Foss- í valla, á þeim tíma eru nokkrir I stórbændur í næsta nágrenni á | Jökuidal með margt hjúa og isitjá eins og konungar í riki sínu. • Vel má ætla að það hafi orðið I honu.n metnaður til meiri afreka. : Metnaður og atorka hefur að vísu I verið ríkjandi meðal ættmenna ;hans, bæði fyrr og síðar. Hann ; byrjað: með tvær hendur tómar, i en gætti þess að ráðast ekki í f jár ! frekrn framkvæmdir fyrr en fé ivar fyrir hendi. Hann var vinur vina sinna, og hjálpaihella ef til hans var leitað, og skorti þá ekki úrræði. Hann hafði ánægju af að gleðjast með glöðum, og hélt stundum myndarlegar veizlur vin- um og kunningjum við ýms tæki- færi. Á sextugsafmœlinu sótti hann heim sveitungar hans og fjölmargir aðrir á Héraði. Nú þegar dagsverkinu er lokið finn- um við aUir hvílíkt skarð er höggv ið í bændastétt þessarar sveitar. Hann var einn af máttarstólpum sveitaríélagsins um árabil. Sannur bóndi hins gamla og nýja tíma. Hinn 8. apríl s.l. var gerð frá Sleðbrjótskirkju útför Ragnars Gunnarssonar að viðstöddu miklu fjölmenni, hvaðanævia af Héraði. Áður þann sama diag, var haldin húskveðja á heimili hins látna. Tveir prestar voru við jarðarför- ina. Sóknarpresturinn, séra Einar Þorsteinss'on, hélt húskveðjuna, en Ágúst Sigurðsson prestur Valla nesi, talaði í kirkjunni. Karlakór úr Egilsstaðakauptúni söng undir stjóri Svavars Björnssonar, og Björn Pálsson, Egilsstöðum, söng einsöng við undirleik söngstjóra. Ég votta frú Önnu Einarsdóttir, börnum og öðrum vandamönnum innilegustu samúð mína. Björn Guðmundsson. HUSMÆÐUR! ROBIN HOOD hveitið er kanacKsk gæða- vara, sem að þér megið ekki láta vanta, ei að þér viljið ná góðum árangri við hákstur á hvers konar hrauði og kökum ROBI.N HOOD hveitiðermjögríktafeggja- hvítuefnum og einkar drjúgt til baksturs. ROBIN HOOD hveitið fæst í öHum kaup- félagshúðum á sérlega hagstæðu verði. Innflutningsdelld RADldNETTE henta þar sem erfið skilyrði eru. — Byggð fyrir fjaHlendi Noregs. Sérheefðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast þjónustuna af þekkingu. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. ABYPÍGÐ DP.AÖE Uti og innihurðir Framleiðandi: jusxl-diefos BRtra B.ti. WEISTAD & Co. Skúlagötu 65 IH.hœð ■ Sími 19155 • Pósthólf 579 Þau eru komin Hin vinsælu FM fyrsxadags-albúm með hringjalæs- ingu eru nú komin aftur. Rúma 60 umslög. — Verð kr. 295,00. — Viðbótarblöð kr 12,00, og eru til fyrir 2, 4 eða ö umslög. Athugið, að þessi fvrstadags-umslöe taka yfir 25 blöð. Einmg höfum við albúm fyrir 48 umslög, en það eru klemmubindi. Verð kr. 185,00. FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN S.F. Týsgötu 1. — Sími 21170.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.