Alþýðublaðið - 11.07.1985, Side 1

Alþýðublaðið - 11.07.1985, Side 1
Fimmtudagur 11. júlí 1985 129. tbl. 66. árg. Furðuleg álvktun fiskifélazsins:_ Sjómenn sagðir hafa kostað þjóðina stórfé Fiskifélag íslands hefur sent frá sér þá furðulegu yfirlýsingu að sjó- manna- og fiskimannaverkföllin á þessu ári hafi orðið til þess að 140 þúsund tonn hafi tapast í afla, að verðmæti úr sjó um 600 milljónir króna og að útflutningsverðmæti 1.2 milljónir króna i erlendum gjaldeyri. Þetta lepja stjórnarblöðin, Morgunblaðið og NT, upp úr Fiski- félaginu og er bent á að „tapið“ nemi um 200 þúsundum á hvern fiskimann. Er því slegið upp að hér sé um glatað fé að ræða og það sé sjómönnum að kenna — með því að þeir fóru í verkföll. Hér er um furðulega blekkingu að ræða. „Þetta er hrein og klár della og það sjá allir sem hafa sæmilega skynsemi til að bera“ sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambands íslands, aðspurð- ur um „stuldinn". „Auðvitað kem- ur þetta allt í kvótann, það verður veitt upp í hann. Það er spurning frekar hvort það hafi ekki einmitt verið hið skynsama í málinu að fara út í þessi verkföll þegar á allt er litið. Þau verða síst til skaða og á það má benda, að ef ekki hefði komið til kjarabót til sjómanna í kjölfar verkfallanna, þá hefðu hreinlega engir sjómenn fengist til að ná í þann afla sem er fyrir hendi, þann fisk sem þarna er verið að tala um. Þessi yfirlýsing Fiskifélagsins er án samráðs við okkur og í raun látum við sem ekkert sé varðandi það sem frá félaginu kemur“ sagði Óskar. Kristján Ragnarsson hjá Lands- sambandi íslenskra Útvegsmanna vísaði aðspurður um þetta málinu til Fiskifélagsins, efasemdir um yf- irlýsinguna væru réttmætar, en hún hefði verið send án samráðs við LÍÚ. Þingmál Albýðuflokksins á 107. lözziafarbinginu: 5 frumvörp og 3 tillögur samþykktar Þingmál alþýðu- flokksmanna voru alls 107: 28 frumvörp, 21 þingsályktunartillaga, 56 fyrirspurnir og 2 beiðnir um skýrslur. Á nýafstöðnu lengsta löggjafar- þingi Islandssögunnar fluttu þing- menn Alþýðuflokksins alls 107 þingmál. Þetta voru 28 frumvörp til laga og voru S þeirra samþykkt sem lög. 21 þingsályktunartillögur voru fluttar og voru 3 þeirra samþykktar sem ályktanir Alþingis. Þá fluttu þingmenn flokksins 56 fyrirspurnir og lögðu fram 2 beiðnir um skýrslur — um heildarendurskoðun lífeyris- kerfisins og um Sjóefnavinnsluna. í Alþýðublaðinu í dag eru öll helstu frumvörp og þingsályktun- artillögur þingmanna Alþýðu- flokksins kynntar. Ekki er farið sér- staklega út í hinar fjölmörgu fyrir- spurnir, en margar þeirra leiddu til stórmerkra svara og má þar nefna fyrirspurnir um málefni banka og sparisjóða, um fjárhagsstöðu hús- næðislánakerfisins, um skattsvik, um ríkisstyrki Norðmanna í sjávar- útvegi, um vatnstöku íslandslax, um íhlutun stjórnvalda í kjara- samninga, um gjaldskrárhækkanir tannlækna og fleira. Þá er ógetið fjölmargra og ítarlegra breytingatil- lagna þingmanna flokksins við stjórnarfrumvörp, svo sem fjárlög, lánsfjárlög, útvarpslög og fleira. Öll þessi mál eru í samræmi við skeleggan málflutning Alþýðu- flokksmanna um land allt undan- farna mánuði — málflutning sem náð hefur eyrum landsmanna og hlotið hljómgrunn. Góð málefna- staða Alþýðuflokksins hefur orðið til þess að á skömmum tíma hefur flokkurinn margfaldað fylgi sitt. Þetta verður þeim ofur skiljanlegt sem líta yfir þann lista þingmála Al- þýðuflokksins sem Alþýðublaðið birtir í dag. 25 þúsund eintök í dag Alþýðublaðið í dag er gefið út í 25 þúsund eintökum og s rstak- lega helgað atvinnulífinu. Blaðinu er dreift ókeypis í nœr h\ rt hús í Reykjavík. Nœsta stóra biað er rúðgert í ágúst, en umsjó~ * höndum Guðlaugs Tryggva Karlssonar (ábm.). fgSJÐ&KögJR VIÐ BJÓÐUM NÝJAN OG GÓMSÆTAN BAKSTUR í GLÆSILEGRI BRAUÐBÚÐ í HAGKAUP, Skeifunni 15, hefur verið opnuð glæsileg brauðbúð með fjölbreyttu og freistandi úrvali af brauði og sætum kökum. Þar má nefna Kleinur og Klasabrauð, Skonsur og Skeifubrauð, Tebollur og Toska- stykki, Kaffibollur og Kósakkabrauð, Kossa og Kúmenbrauð, Snúða og Snittu- brauð, er þá aðeins fátt eitt talið. Nú er lokkandi ilmur í Hagkaup. gflpK; f> ' .,..,lí0AyM§ý§ P m - * » hrs. -• •' mm ■ HAGKAUP íí Llglll'ahll Lh

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.