Alþýðublaðið - 11.07.1985, Page 2
Fimmtudagur 11. júlí 1985
SUMAR-
TŒBŒ)
SKEUUNGS
Autostar áklæðin eru
einlit, teygjanleg, úr 100%
polyakrýlefni. Fást í 5
litum og passa á flest sæti.
Verð kr. 1.695.-
Áður kr. 2.415,-
Britax bílbelti fyrir
börnin. Sérhannað, stillan-
legt, öruggt og þægilegt
fyrir krakka á aldrinum
4-11 ára.
Verð kr. 1.329.-
Áður kr. 1.709,-
5 lítra eldsneytisbrúsi
úr plasti með sérlega
þægilegum stút til að
hella á (tóman) tankinn.
Verð kr. 187.-
Áður kr. 267,-
Ultraflame spritt-
töflurnar eru tilvaldar í
útigrillið og í arininn.
64 töflur í pakka.
Verð kr. 25.-
Áður kr. 90,-
Blue Poly gljáhjúpur-
inn er þón- og hreinsiefni
sem gengur í samband
við bílinn og ver hann
gegn óhreinindum.
Verð kr. 150.-
Áður kr. 198,-
TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
BENSÍNSIÖÐVAR
SKEUUNGS
■RITSTJÓRNARGREIN .
Að lifa um efni fram
n inn árlegi fundur Seðlabankans var
haldinn snemma í vor. Þar söfnuðust sam-
an prúðbúnir, alvarlega hugsandi, ábúðar-
miklirmenn fuilirábyrgðartilfinningár. Þeir
komu til þess að hlýða á „einn af bestu
sonum þessa lands“ flytja boðskapinn.
Boðskapurinn kemur ekki á óvart. Menn
eru farnir að kunna hann utanað, en aldrei
er góð vísa of oft kveðin. Efnahagur þjóð-
arinnar er sem sagt ( rúst að vanda. Nú
verður að sýna aðhald og ráðdeild. Þjóðin
iifir um efni f<am. Verið harðir og kaldir,
hafnið öllum kaupkröfum lýðsins og þá
mun ykkurvel farnast. Hinirábyrgðarmiklu
meðtaka boðskapinn. Það vaknar engin
spurning, enginn efi, engin gagnrýni. Þeir
vitasem er, að góðirdrengirfá leyfi til þess
að skipa hverjir aðra f nefndir og ráð og
geta jafnvel ráðið sig til ráðgjafar hjá sjálf-
um sér fyrir svona hálfa til eina milljón
króna áári. Það má bara helst ekki fréttast.
Það er því ekki úr vegi að spyrja: Hvernig
getur þjóð lifað um efni fram? Og svarið
virðist augljóst. Með því að eyða meiru en
aflað er og mismunurinn er sleginn að iáni
í útiöndum. En hver stundar sláttinn? Er
það sjómaöurinn, sem sækir björg í bú all-
an ársins hring til þess að halda þessu
samfélagi gangandi? Er það fiskverkunar-
konan, sem stendur allan daginn ( bónus-
þrælkun? Er það barnakennarinn, sem
leggur grunninn að menntun þjóðarinnar
fyrir smánarlaun? Erum það við, hinir al-
mennu launamenn f þessu landi eða eru
það þeir, sem sitjahinn árlegaSeðlabanka-
fund? Erum það við eða þeir, sem eru þess
valdandi, að íslendingar búa við eitt hæsta
raforkuverð í heiminum, að íslendingar eru
með skuldugustu þjóðum heimsins?
Svona mætti lengi spyrja.
tn verum sanngjörn og daémum ekki of
hart. Lítum ( eigin barm og könnum, hvort
við eigum ekki einhverja sök á þvi hvernig
komið er. Við höfum nefniiega veitt höfð-
ingjunum á Seðlabankafundinum völdin
og þarmeð leyfiðtil þess að lítillækkaokk-
ur, meta vinnu okkar Iftils og saka okkur
um óráðsíu og bruðl. Og við höfum valdið
til þess að svipta þá umboðinu. Við höfum
afl og þrek til þess að hreinsa út úr must-
erinu ef samstaöan er næg. Lausnin er
ekki fólgin I stöðugum stéttaríg og metingi
heldur samvinnu og jöfnuði. Lausnin er
ekki fólgin f fjölgun stjórnmálaflokka held-
ur frekar fækkun þeirra. Við höfum reynt
Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn
og Alþýðubandalagið sfðasta hálfan ann-
an áratug og þeir hafa allir brugðist. Fram-
sóknarflokkurinn hefur meira að segja átt
aöild að öllum rfkisstjórnum frá 1971. Erum
við ekki búin að fá okkur fullsödd af
skammtfmalausnum og mistakayfirlýsing-
um? Launafólk í landinu hefur fyllst biturð
og samkvæmt nýlegri skoðanakönnun
hefur um þriðjungur ungs fólks á aldrinum
18 til 22 ára hug á að flytjast af landinu til
frambúðar. íslenskt launafóik hefur þvf allt
að vinna og engu að tapa þó það gefi fram-
sóknarmönnum allra flokka langt frf og
setji við stjórnvölinn á þjóðarskútunni
karla og konur, sem starfa ( anda frelsis,
jafnréttis og bræðralags.
— B.P.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1971- 1. fl. 1972- 2. fl. 1973- 1. fl.A 1974- 1. fl. 1977- 2. fl. 1978- 2. fl. 1979- 2. fl. 15.09.85 15.09.85-15.09.86 15.09.85-15.09.86 15.09.85-15.09.86 10.09.85-10.09.86 10.09.85-10.09.86 15.09.85-15.09.86 kr. 23.782,80 kr. 17.185,51 kr. 12.514,96 kr. 7.584,97 kr. 2.605,31 kr. 1.664,34 kr. 1.085,03
INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA
1973-1. fl.B 15.09.85-15.09.86 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini kr. 719.00 kr. 3.595,00
Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiöa fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka (slands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1971,
sem er 15. september n.k.
Reykjavík, júlí 1985
SEÐLABANKI ÍSLANDS
— 1 1 ■ 1 .... i . .