Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 11. júlí 1985 alþýdu- blaðiö Alþýöublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf, Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 107. lögzjafarþingið 1984—1985: Frumvörp og tillögur Alþýðuflokksins 107. löggjafarþing íslendinga varð hið lengsta í sögunni og voru alls konar þingmet slegin. 194 frumvörp voru lögð fram, þar af 107 stjórnarfrumvörp og 87 þing- mannafrumvörp. Ný lög urðu alls 102, 11 frumvörpum var vísað til ríkisstjórnarinnar, 5 frumvörp voru felld, en 76 frumvörp urðu ekki út- rædd — þar af 18 stjórnarfrum- vörp. Alls 139 þingsályktunartillögur voru lagðar fram, en aðeins 25 þeirra voru samþykktar. Þá voru fluttar 204 fyrirspurnir og voru þær ræddar eða svarað skriflega, allar nema ein. Mál til meðferðar á þing- inu urðu alls 537 en tala prentaðra þingskjala 1424. 107 þingmál Alþýðu- flokksins Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu alls 107 þingmál, en hér er átt við þingmál þar sem fyrsti flutn- ingsmaður er alþýðuflokksmaður, en þingmenn flokksins voru auk þess meðflutningsmenn að fjölda annarra þingmála. Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu 28 frumvörp til laga, 21 til- lögu til þingsályktunar og 56 fyrir- spurnir. Þá voru lagðar fram 2 beiönir um skýrslur. 5. frumvörp flokksins og 3 þingsályktunartil- lögur voru samþykktar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu frumvörpunum og þings- ályktunartillögunum, en skiljan- lega verður að stikla á stóru, og ekki verður að þessu sinni fjallað um fyrirspurnir né ýmis önnur mikil- væg þingmál, svo sem breytingartil- lögur við fjárlög, útvarpslög, láns- fjárlög og fleiri mál. Lækkun gjalda fyrir lyfja- og læknisþjónustu Fyrsta þingmál Alþýðuflokksins á 107. löggjafarþinginu var þings- ályktunartillaga Jóhönnu Sigurð- ardóttur og annarra þingmanna flokksins um lækkun á gjaldtöku fyrir lyfja- og læknisþjónustu, með því að felldar yrðu úr gildi reglu- gerðarbreytingar heilbrigðisráð- herra frá 25. maí 1984, enda hafði þessi kostnaður sjúklinga hækkað um 300—400% á einu ári, á sama tíma og grunnlífeyrir almanna- trygginga hafði einungis hækkað um 13%. Endurmenntun vegna tæknivæðingar í atvinnu- lífinu Þetta frumvarp fluttu Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn Alþýðuflokksins, þar sem lagt er til að skipað verði endurmenntunar- ráð, sem styrki launafólk á ýmsa vegu til að auka við og endurnýja menntun sína og þekkingu. Rót- tækar breytingar hafa fylgt tilkomu rafeindatækni og tölvuvæðingu á vinnumarkaðinum og þörfin á samræmdri og skipulagðri endur- menntun fyrir fólk vegna þessarar þróunar æ ljósari. Endurmat á störfum láglaunahópa Frumvarp þetta var flutt í þeim tilgangi að lögfest yrði tímabundið skipan láglaunanefndar sem hafi það verkefni að framkvæma hlut- lausa rannsókn og endurmat á störfum og kjörum láglaunahóp- anna í þjóðfélaginu. Hlutlaus úttekt og endurmat er nauðsynlegt fyrir aðila vinnumark- aðarins til að geta lagt sanngjarnt mat á vinnuframlag láglaunahópa og eðlilega hlutdeild þeirra í tekju- skiptingunni. Auk þess er sú rann- sókn, sem hér er gerð tillaga um, forsenda þess að á raunhæfan hátt sé hægt að auka tekjur láglauna- hópanna í þjóðfélaginu. Einnig mundi slík rannsókn leiða í ljós hvernig launamisrétti kynjanna er háttað í einstökum starfsgreinum. Þetta frumvarp flutti Jóhanna Sigurðardóttir, en meðflutnings- menn voru úr öllum hinum stjórn- málaflokkunum. Úttekt á málefnum aldraðra Þingmenn Alþýðuflokksins, með Jóhönnu Sigurðardóttur í farar- broddi, fluttu þingsályktunartil- Iögu um úrbætur í málefnum aldr- aðra, þar sem ríkisstjórninni var falið að gera ítarlega úttekt á fjár- hagslegri og félagslegri stöðu þeirra. í framhaldi skyldi gera heildaráætlun um skipulagt átak í hagsmunamálum aldraðra sem tryggi betur en nú félagslegt öryggi og fjárhagsafkomu aldraðra, sem og húsnæðisafkomu og einnig hvað atvinnumálin snertir. Meðlagsskylda í barna- lögum Akveðin gloppa er í barnalögum hvað varðar meðlagsskyldu til barna á aldrinum 16—20 ára, sæki þau framhaldsmenntun. Sé með- lagsskyldur aðili látinn eða af öðr- um ástæðum reynist ókleift að inn- heimta framlög verða þessir ungl- ingar án meðlaga, sem þeir eiga þó rétt á samkvæmt lögum. Talið er að 14—15% einstæðra foreldra sé þannig án stuðnings vegna mennt- unar barna sinna. Jóhanna Sigurðardóttir flutti því frumvarp til breytinga á barnalög- um, þar sem þetta er leiðrétt. Þá var samþykkt frumvarp Jóhönnu er laut að því að meðlag til forræðis- foreldris, ef foreldrar hafa skiliðer- lendis. Tvöfaldur persónuaf- sláttur í tvö ár Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson fluttu frum- varp þess efnis að þeim, sem eru að kaupa sér eigið húsnæði í fyrsta skiptið skuli veittur tvöfaldur per- sónuafsláttur í tvö ár, í fyrra skiptið næsta gjaldár eftir að kaupin fara fram. Eins og að líkum lætur yrði þetta ungu fólki mikil stoð nú á dögum, þegar fólk þarf að vinna myrkranna á milli til að standa í skilum. Veiðileyfastjórn á fiskveiðum Kjartan Jóhannsson og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins fluttu um það þingsályktunartillögu, að sjö manna nefnd yrði kosin til þess að gera í samráði við sjómenn, út- vegsmenn og fiskvinnsluaðila út- tekt á leiðum við veiðileyfastjórn í fiskveiðum til að full og hagkvæm nýting fáist á íslenskum fiskimiðum og hagstæðustu útgerðarstaðirnir fái að njóta sín. Stighækkandi eignar- skattsauki til tveggja ára Jón Baldvin Hannibalsson og nokkrir aðrir þingmenn Alþýðu- flokksins fluttu þessa ítarlegu til- lögu. Samkvæmt henni var ríkis- stjórninni falið að skipa nefnd til að semja frumvarp til laga um stig- hækkandi eignarskatt. 1. Eignarskattsútreikningur skv. 83. gr. laga um tekju- og eignar- skatt, nr. 75/1981 skal óbreytt- ur, þannig að af fyrstu 780.000 kr. af eignarskattsstofni greið- ist enginn skattur. Af þeim hluta eignarskattsstofns, sem umfram er, skal greiða frá 0,95%, þó þannig að skattur- inn fari stighækkandi eftir því sem eignarskattsstofn vex. 2. Við það skal miða að skatt- byrði eignarskatts fjölskyldu með meðaltekjur, eigin íbúð og bifreið, hækki ekki frá því sem nú er. 3. Við það skal miða að tekjur ríkissjóðs af eignarskatti ein- staklinga og lögaðila skv. frum- varpi til fjárlaga 1985 þrefaldist a. m. k. 4. Þessi nýi skattstofn geti kom- ið í stað niðurfellingar tekju- skatts á launþega, sbr. þings- ályktun um það sem samþykkt var á síðasta þingi. Tekjuauki ríkissjóðs af hækkuðum eign- arskatti má að nokkru leyti miða við ákvarðanir Alþingis um tekjuskattslækkun við af- greiðslu fjárlaga. 5. Það er ætlun flutningsmanna að nýjum tekjum ríkissjóðs af þessum skattstofni verði, a. m. k. að hluta til, varið til að stór- auka framlög ríkissjóðs til byggingarsjóða ríkisins og verkamanna til þess að styrkja fjárhag sjóðanna og létta greiðslubyrði húsbyggjenda og íbúðarkaupenda. Frelsi í útflutnings- verslun Kjartan Jóhannsson flutti ásamt öðrum þingmönnum Alþýðu- flokksins tillögu til þingsályktunar, þar sem viðskiptaráðherra var falið að gefa útflutning á vörum frá land- inu frjálsan. „Ráðið til að stuðla að grósku í útflutningsverslun er því ekki að binda útflutninginn í duttlunga skömmtunar, leyfisbindingar og skrifræðis heldur hitt, að útflutn- ingurinn sé frjáls þannig að hug- kvæmni og áræði njóti sín“. Jöfnun á skattbyrði hjóna Magnús H. Magnússon ásamt öðrum þingmönnum Alþýðu- flokksins fluttu þingsályktunartil- lögu þess efnis að fela fjármálaráð- herra að undirbúa breytingu á lög- um um tekju- og eignarskatt, sem feli í sér að skattbyrði hjóna verði jöfnuð hvort sem annað þeirra eða þau bæði vinna fyrir tekjum, enda er óverjandi að hjón, þar sem annar makinn treystir sér ekki til að vinna utan heimilis, skuli greiða mun hærri skatta af sömu tekjum og hjón sem bæði vinna utan heimil- is“. Frelsi í olíuinnflutningi Kjartan Jóhannsson og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins fluttu þingsályktunartillögu um að frelsi ríkti í innflutningi á olíuvörum; viðskiptaráðherra næmi úr gildi ákvæði í reglugerð frá 1980 er bind- ur leyfum innflutning á óhreinsuð- um jarðolíum, bensíni, gasolíu og brennsluolíu. Framleiðslustjórn í landbúnaði Þetta er tillaga Kjartans Jó- hannssonar og annarra þingmanna Alþýðuflokksins, þar sem gert er ráð fyrir því, að nefnd undirbúi og semji frumvarp um skipan fram- leiðslustjórnar, verðlagningar- og sölumála í landbúnaði. Markmiðið væri að auka frjálsræði í viðskipt- um, tryggja viðskiptalegt aðhald að vinnsluaðilum og að sem stærstur hluti af hinu endanlega söluverði afurðanna skilaði sér til bænda. Endurskoðun kaupa- laganna Sighvatur Björgvinsson flutti ásamt nokkrum öðrum þingmönn- um frumvarp til laga um breytingu á kaupalögunum svokölluðu frá 1922, þess efnis að ákvæði kæmi í lögin er tryggðu að ef gallar kæmu í ljós innan eðlilegs endingartíma söluhlutar, þá eigi ákvæði um tak- mörkun á ábyrgð seljanda ekki við. Þak á tækifærisgjafir Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn fluttu þingsályktunartil- lögu þar sem ríkisstjórninni var fal- ið að setja reglur er kveði á um að takmörkuð verði notkun almanna- fjár til tækifærisgjafa hjá stofnun- um í eigu ríkisins. Tillaga þessi var samþykkt í apríl síðastliðnum. Hækkun elli- og örorku- lífeyris Kjartan Jóhannsson og fleiri fluttu frumvarp um sérstaka hækk- un elli- og örorkulífeyris. 10% skattaafsláttur til fiskverkunarfólks Sighvatur Björgvinsson flutti ásamt Guðmundi J. Guðmunds- syni frumvarp til laga þess efnis að fiskvinnslufólk fengi þegar í stað skattaafslátt, sem næmi 10% af beinum tekjum af störfum við fisk- vinnslu, það er ófaglært verkafólk, faglært og fólk í verkstjórastörfum. Sérfræðingar rannsaki sóllampanotkun Eiður Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir fluttu um það til- lögu að fram færi rannsókn á hugs- anlegum tengslum sóllampanotk- unar og húðkrabbameins. Hækkun makabóta Jóhanna Sigurðardóttir flutti frumvarp til laga um að makabætur yrðu hækkaðar til þeirra, sem bundnir eru heimavið vegna örorku eða langvinns sjúkdóms maka og geta ekki af þeim sökum aflað sér tekna, þannig að ekki væri miðað við 80% einstaklingslífeyris, heldur 80% af samanlögðum grunnlífeyri og tekjutryggingu. Hækkunin yrði þá 3.394 kr. í 8.154 kr. Þetta frum- varp var samþykkt. Neikvæður tekjuskattur Magnús H. Magnússon og Eiður Guðnason fluttu frumvarp um breytingu á tekju- og eignarskatts- löggjöfinni, þess efnis að persónu- afsláttur yrði 29.500 krónur og ef hann næmi hærri upphæð en reikn- aður skattur af tekjustofni ráðstafi ríkissjóður mismuninum til greiðslu annarra skatta eða útsvars. Sé um hjón að ræða er hér gert ráð fyrir því að mismunurinn hjá öðr- um makanum komi hinum til góða. Sá hluti persónuafsláttar sem enn kann að vera óráðstafaður skuli greiddur skattaðila, nema hann sé undir 20 ára aldri eða að hann hafi meiri samanlagðar tekjur af at- vinnurekstri og reiknuð laun, en sem nemur 10% af tekjuskatts- stofni. Frumvarp til útvarpslaga Þegar sýnt þótti að ný útvarpslög yrðu knúin í gegn með stuðningi minnihluta alþingismanna greip Eiður Guðnason til þess ráðs að flytja eigið frumvarp til útvarps- laga; til að sýna fram á að með því að breyta núgildandi útvarpslögum væri unnt að skapa aukið frelsi og ná markmiðum sem stefnt hefði verið að. Lagði Eiður til að inn í lög- in kæmi ákvæði til bráðabirgða um staðbundinn útvarpsrekstur á þriggja ára tímabili, þar sem heim- ildin yrði bundin skilyrðum út- varpsréttarnefndar og leyfishafar gætu ýmist leigt dreifikerfi ríkisút- varpsins, leigt rásir á boðveitum sveitarfélaga eða notast við eigin senditæki með takmarkaðri sendi- orku. Tekna skyldi aflað með af- notagjöldum eða auglýsingum er miðuðust við verslun og þjónustu á starfssvæði leyfishafa. Lífeyrisréttindi heima- vinnandi fólks Sighvatur Björgvinsson flutti ásamt nokkrum öðrum þingmönn- um frumvarp til laga, þar sem tekið var á lífeyrisréttindum heima- vinnandi húsmæðra; þ. e. réttinda- leysi, því þær eru eina atvinnustétt- in í landinu sem engra lífeyrisrétt- inda nýtur. Þetta frumvarp var sam- þykkt. Réttarstaða heima- vinnandi fólks Maríanna Friðjónsdóttir og Jó- Framh. á bls. 8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.