Alþýðublaðið - 11.07.1985, Side 6
6
Fimmtudagur 11. júll 1985
1 hinni árlegu sparaksturskeppni bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur
SIGRAÐI
Peugeot 205,með meðal eyðslu 4,723 lítra á 100 kílómetrum
Kjartan Jóhannsson:
Þessir bílar eru með 13603 vélum sem eru 60 DIN
hestöfl, framhjóladrifnir, með frábæra aksturshæfni
og franska smekkvísi að utan sem innan.
Umboð á Akureyri
Víkingur s.f.
Furuvöllum 11
S.21670
Samningar við Efnahags-
bandalagið
Á þessum árum var vaxandi
áhugi meðal Breta, íra, Dana og
Norðmanna á því að gerast aðilar
að Efnahagsbandalaginu. Þrjú hin
fyrrnefndu gengu síðan í bandaiag-
ið. Samhliða þessu voru teknar upp
viðræður milli EFTA-landanna og
Efnahagsbandalagsins um fríversl-
unarsamning til þess að tryggja
frjáls viðskipti milli EFTA-land-
anna og ríkja Efnahagsbandalags-
ins. Þessum viðræðum lauk með
undirskrift samninga í júlí 1972.
Samningurinn tók gildi að því er ís-
land varðaði hinn 1. apríi 1973.
Samkvæmt þessum samningi
höfðu tollmúrar á iðnaðarvörum
milli aðildarlanda bæði EFTA og
Efnahagsbandalagsins verið af-
numdir hinn 1. júlí 1977.
Útvíkkun samstarfsins
Seinni árin hefur starfsemin ann-
ars vegar verið fólgin í því að fylgj-
ast með framkvæmd þeirra samn-
inga sem gerðir hafa verið og hins
vegar á því að útvíkka samstarfið.
Þannig hefur verið stefnt að nánara
samráði í efnahagsmálum og á sein-
ustu árum hefur athyglin beinst
mjög að afnámi viðskiptahindrana
á öðrum sviðum svo sem skrif-
finnsku á landamærum, breytileg-
um stöðlum í hinum mismunandi
löndum og reglum sem varða upp-
runa varnings og meðferð hans af
þeim sökum. Að þessu hafa EFTA
og Efnahagsbandalagið unnið sam-
eiginlega. Af öðrum atriðum sem
nú eru til umfjöllunar má nefna
samgöngumál, mengun, ríkisstyrki
til atvinnuvega og útvíkkun við-
skiptafrelsis. Áhugaverðast af sjón-
arhóli íslendinga er vitaskuld aukið
frjálsræði í viðskiptum með fiskaf-
urðir og ríkisstyrkir í sjávarútvegi.
Við verðum að beita okkur fyrir
sérstakri umræðu og athugunum á
þeim sviðum svo mikið sem þar er í
húfi fyrir okkur.
EFTA nú samstæðara
Samskiptin við Efnahagsbanda-
lagið og samningar við það eru sí-
vaxandi verkefni fyrir EFTA.
Markaður Efnahagsbandalagsins
er öllum EFTA-löndunum mjög
mikilvægur. Sem sakir standa er
hins vegar ekkert sem bendir til
frekari sameiningar við Efnahags-
bandalagið. Þau lönd EFTA sem
ríkastra viðskiptahagsmuna höfðu
að gæta í Efnahagsbandalaginu og
þá m. a. á sviði landbúnaðarvara
hafa sameinast því eða eru í þann
mund að gera það. Þótt EFTA hafi
smækkað við það er þó margra álit
að það hafi að ýmsu leyti styrkst
þar eð EFTA sé nú samstæðara. Á
hinn bóginn gefur auga leið að
jafnframt verða samskiptin við
Efnahagsbandalagið þeim mun
þyngir á metunum.
íslendingar hafa gagn
af aðildinni
Gagnsemin af því fyrir okkur að
vera aðilar að EFTA er ótvíræð.
Þátttaka okkar í EFTA hefur tryggt
okkur aðgang að mörkuðum í
EFTA-löndunum. EFTA-löndin
hafa síðan gert fríverslunarsamning
við Efnahagsbandalagið og þannig
eigum við aðgang að þeim markaði
fyrir útflutningsvörur okkar. Þótt
við séum ekki að öllu leyti ánægð
með þessa samninga hafa þeir þó
verið okkur mjög mikils viðri og án
þeirra og aðildarinnar að EFTA
hefði aðstaða okkar til útflutnings
verið mun erfiðari.
í öðru lagi er gagnið sem við höf-
um af aðildinni fólgið í því að
EFTA er góður vettvangur fyrir
Kjartan Jóhannsson var nýlega kosinn formaður þing-
mannanefndar EFTA — Fríverslunarsambands Evrópu.
Af þessu tilefni sneri blaðið sér til hans og bað hann um
að segja frá þessum samtökum og hvaða gagn við hefð-
um af þeim.
EFTA er fríverslunarbandalag
sjö ríkja í Vestur-Evrópu. Auk ís-
lendinga eru Norðmenn, Svíar,
Finnar, Austurríkismenn, Sviss-
lendingar og Portúgalir aðilar að
EFTA. Aðrar þjóðir í Vestur-
Evrópu eru aðilar að Efnahags-
bandalaginu eða á leiðinni að verða
það eins og á við um Spán. Portúgal
mun jafnframt ganga í Efnahags-
bandalagið um næstu áramót og þá
fara úr EFTA.
Stofndagur EFTA telst 3. maí
1960 og varð sambandið því 25 ára
í maí sl. Stofnsamningurinn er
reyndar eilítið eldri, en frá honum
var gengið í Stokkhólmi árið áður.
Stofnþjóðirnar voru sjö, þ. e. a. s.
núverandi aðilar að frátöldum
Finnum og íslendingum en að með-
töldum Bretum og Dönum sem síð-
ar gengu í Efnahagsbandalagið. ís-
lendingar gerðust aðilar að EFTA 1.
mars 1970, en Finnar höfðu gert
sérstakan samning um stöðu sína
og viðskipti þegar á árinu 1961.
Aðdragandi og upphaf
Upphaf EFTA og Efnahags-
bandalagsins má rekja til Efna-
hagssamvinnustofnunar Evrópu
(OPEC), sem sett var á stofn 1947
til þess að hafa umsjón með Mars-
hall-áætluninni svonefndu. Þegar á
sjötta áratugnum óx upp úr því
samstarfi áhugi á nánari samvinnu
Evrópuríkja eða jafnvel samein-
ingu þeirra í ríkjabandalag. Þegar
1951 var stofnað Kola- og stálsam-
band Evrópu, sem skapaði sameig-
inlegan markað fyrir þessar afurðir
í aðildarlöndunum. Stærsta skrefið
var þó stigið með stofnsamningi
Efnahagsbandalagsins í Róm 1957
og stofnsetningu þess 1. janúar
1958. Á árinu 1956 hófust viðræður
um sameiginlegt fríverslunarsvæði
fyrir alla Vestur-Evrópu, en þær
strönduðu. Sigldu nú tveir ríkja-
hópar sinn hvora leiðina, annars
vegar í Efnahagsbandalaginu og
hins vegar með stofnsetningu EFTA
skömmu síðar. Af ýmsum ástæðum
töldu EFTA-löndin sig ekki geta átt
samleið með Efnahagsbandalags-
ríkjunum. Skýrist það m. a. af þeim
mun sem er á Efnahagsbandalag-
inu og EFTA. í Efnahagsbandalag-
inu afsala aðildarlöndin miklu
efnahagslegu valdi í hendur stjórn-
ar bandalagsins, en í EFTA er vald-
ið eftir sem áður í höndum aðildar-
landa þótt þau setji sér sameiginleg
markmið og vinni að þeim.
Meginmarkmiðið með stofnsetn-
ingu EFTA var að stuðla að frjáls-
um og óhindruðum viðskiptum
milli aðildarlandanna með því að
brjóta niður tollmúra og aðrar við-
skiptahindranir. í samræmi við
þetta var því markmiði náð þegar á
árunum 1966—67 að afnema tolla á
iðnaðarvörum milli landanna í
meginatriðum en að vísu með fáein-
um undantekningum.
Sérákvæði fyrir Island
Um ísland giltu sérákvæði, enda
gerðumst við ekki aðilar fyrr en
1970. Samkvæmt þessum ákvæð-
um nutu iðnaðarvörur okkar toll-
frelsis í hinum aðildarlöndunum
frá upphafi. Á hinn bóginn var
okkur veittur 10 ára aðlögunartími
til þess að afnema tolla okkar á iðn-
aðarvörum frá EFTA-löndunum.
Jafnframt stóðu hin Norðurlöndin
að stofnsamningi Iðnþróunar-
sjóðsins með okkur til þess a hvetja
til iðnþróunar hér á landi.
4- **
HAFRAFELL
Vagnhöfða 7
Reykjavík
símar 685211 og 685537
Við höfum notið
góðs af EFTA
okkur til þess að koma á framfæri
sjónarmiðum okkar 1 viðskiptamál-
um bæði innan EFTA og gagnvart
Efnahagsbandalaginu.
SaltfisktoIIur Efnahags-
bandalagsins
Sem dæmi um hvernig EFTA nýt-
ist sem vettvangur fyrir málflutning
má nefna saltfisktoll Efnahags-
bandalagsins og málarekstur okkar
í því sambandi. Eins og kunnugt er
ákvað Efnahagsbandalagið á fyrra
ári að frá og með 1. júlí nk. yrði
lagður tollur á innflutning til þeirra
á saltfiski og skreið. Nú verður
Portúgal aðili að Efnahagsbanda-
laginu frá næstu áramótum, en í
Portúgal er mikilvægasti saltfisk-
markaður okkar. Auk þess erum
Kjartan Jóhannsson, alþm. ogfor-
maður þingmannanefndar EFTA.
við með saltfisk- og skreiðarút-
flutning til nokkurra annarra landa
í Efnahagsbandalaginu. í mars sl.
sat ég fund þingmannanefndar
EFTA með fulltrúum þingmanna
Efnahagsbandalagsins. Þann fund
ávarpaði framkvæmdastjóri utan-
ríkisviðskipta hjá Efnahagsbanda-
laginu. Ég notaði tækifærið strax til
þess að mótmæla fyrirætlunum
þeirra Efnahagsbandalagsmanna
um að leggja á þennan saltfisk- og
skreiðartoll.
Bæði á fundi EFTA í Vín í maí sl.
og á fundi EFTA hér í Reykjavík á
dögunum var áfram hamrað á
þessu máli af hálfu okkar íslend-
inganna, bæði af hálfu viðskipta-
ráðherra og þingmanna. Nú hefur
sá árangur náðst að öll EFTA-lönd-
in hafa komið til liðs við okkur í
þessu máli með því að EFTA hefur
sent formleg mótmæli til Efnahags-
bandalagsins og óskað er eftir við-
ræðum um viðunandi lausn. Þarna
náðist okkar málstaður í gegn hjá
EFTA og það er nú orðinn formleg-
ur bandamaður okkar í málinu.
Ríkisstyrkir í sjávarútvegi
og aukið frjálsræði í
viðskiptum með fisk-
afurðir
Annað atriði, sem varðar okkur
miklu er aukið frjálsræði í viðskipt-
um með fiskafurðir og ríkisstyrkir
annarra þjóða til sjávarútvegsins.
Þetta hef ég oft gert að umræðu-
efni, bæði hér heima og á erlendum
vettvangi innan EFTA og Evrópu-
ráðsins. Á fundinum, sem haldinn
var hér á landi nú á dögunum náðist
sá áfangi að samþykkt var að fela
aðalskrifstofu EFTA að vinna
skýrslu um þessi mál sem lögð verð-
ur fyrir þingmannanefndina.
Það er okkur íslendingum mjög
mikils virði að fá umræðu um þessi
mál, vekja skilning annarra og
vinna stuðning við málstað okkar.
Á þessu sviði er mikið í húfi fyrir
okkur. Á Reykjavíkurfundinum
náðist þannig ákveðinn áfangi í
þessu mikilsverða máli.