Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 11. júlí 1985
Davíð Sch. Thorsteinpson í alsjálfvirkum pökkunarsalnum. fullkomnast
Evrópu.
Sól hf, Smjörlíki hf
„Ég hcf aldrei þurft að segja fólki
upp vegna aldurs. Þetta eldra
starfsfólk hérna hjá okkur er svo
gott starfsfólk, að það er hreint dá-
samlegt að vinna með því. Þetta
segi ég ekki af því, að þetta á að
birtast í Alþýðublaðinu, heldur
vegna þess að þetta er heilagur
sannleikur og ég get staðið við það
hvar sem er. Fyrirtækið er nefnilega
ekkert nema fólkið sem vinnur hjá
því. Ég er stoltur að segja það, að
A'orrœn samvinna í verki á efnastofunni. Tveir efnafrœðingar íslenskurog fólkið hérna er mjög áhugasamt í
danskur fylgjast stöðugt með framleiðslunni. starfi. Lán þessa fyrirtækis er
„Japani fremur harakíri..
Rœtt við Davíð Schéving Thorsteinsson forstjóra um blómlegt fvrirtœki,
sjálfvirkni, gott starfsfólk og Japanann áhugasama . . .
starfsfólkið.og fyrirtækið gengur
virkilega vel“.
Það er Davíð Scheving Thor-
steinsson, forstjóri Sól hf. og
Smjörlíkis hf., og formaður banka-
ráðs Iðnaðarbankans, sem hefur
orðið og í miðri setningu grípur
hann símann og er óðar kominn í
kafasamræður um háalvarlega
fjármálastefnu við einhvern banka-
stjóra úti í bæ.
„Jæja, ég á bankann og þú verð-
ur að athuga þetta“. Hann lauk
samtalinu, brosti eins og Robert
Taylor og bætti svo við yfir skrif-
borðið: „Maður verður að sýna
áhuga af og til“.
„Við erum nýbúnir að kaupa hús
Vinnufatagerðarinnar hér við hlið-
ina í Þverholtinu og eigum þá lóð
og svo erum við að byggja ellefu
hundruð fermetra hús á lóð okkar
við Einholtið, þar sem Harpa átti“.
Hann bandar hendinni og segir
að sumir tali um það, að hann eigi
orðið 135 lengdarmetra við Þver-
holtið. Stendur svo allt í einu upp og
segir: „Hvað er ég að tala um þetta,
ég skal bara sýna þér þetta“.
Skömmu seinna stóðum við ofan
í djúpum grunni í Holtunum og
fjórar stórar vinnuvélar hömuðust
á grjótinu í kringum okkur.
„Við veltum nær hálfum millj-
arði í ár og þá er ekki talið með það
fjármagn, sem við innheimtum fyr-
ir ríkið“.
Við erum aftur komnir upp á
skrifstofu, eftir að hafa gengið í
gegnum eina fullkomnustu verk-
smiðju sinnar tegundar í Evrópu,
þar sem sjálfvirknin og tölvurnar
ráða ríkjum.
„Hér vinna um fimmtíu manns
og við borgum um 30 milljónir í
laun á árinu. Fólkið er í sérfræði-
og eftirlitsstörfum. Það vinnur
hvert á sínu sviði og er einstaklega
hæft og gott fólk. Þú tekur ekki
bara mann af götunni og setur á
þessar vélar. Þetta eru allt eins kon-
ar sérfræðingar.
„Statussymbólið" hér á skrif-
stofunni núna er reyndar að hafa
tölvuskerm og fylgjast með öllu frá
degi til dags. Sumir renna meira að
segja hér við á kvöldin til þess að fá
nýjustu tölur. Tölvuvæðingin kost-
aði auðvitað margar milljónir, en
það margþorgar sig. Stærsti feill-
inn, sem fyrirtæki gera í tölvuvæð-
ingu er að vanmeta gildi hennar og
reyna bara að bæta henni ofan á
aðra vinnu starfsfólksins. Þá fá þeir
ekkert út úr þessu. Svona mikil sér-
fræði krefst heils starfsmanns hið
minnsta og það algerlega óskiptan.
Við höfðum mann hér eingöngu í
þessu verkefni í tvö ár, áður en við
byrjuðum að keyra þetta og honum
var stranglega bannað að skipta sér
að rútínu-verkefnum. Enda er ár-
angurinn eftir því.
Framlegðarkerfi það, sem við
hönnuðum sjálfir, gaf ég svo Iðn-
rekendafélaginu og eru þeir núna
búnir að selja þetta nokkrum tug-
um iðnrekenda. Ég vona svo sann-
arlega að það verði þjóðinni til mik-
illa hagsbóta. Við vorum fyrstir
með tvö tölvukerfi og ég sé ekki af
hverju fyrirtæki megi ekki hanna
sinn hugbúnað sjálf. Alla vega var
okkar reynsla góð af því.
Áhuginn hérna í fyrirtækinu
smitar út frá sér. Við höfum auðvit-
að talsvert alþjóðlegt starfslið
hérna, t. d. þegar uppsetning á nýj-
um vélum er í gangi. M. a. aðstoð-
uðu Japanir okkur við uppsetningu
og prufukeyrslu á plastvélunum
okkar. — Jæja, þegar plastvélin var
sett í gang boðuðum við til blaða-
mannafundar og ég sagði við frétta-
menn sjónvarpsins að fullar plast-
flöskur þyldu að detta ofan úr 6
metra hæð án þess að sæist á þeim“.
„Sýndu mér það“, sagði frétta-
maðurinn.
„Ég bað þá einn Japanann að
standa við tækniundur sitt, sem
kleif með það sama upp í rjáfur og
lét flöskuna húrra niður á steingólf-
ið. Flaskan var auðvitað stíheil eft-
ir, en kvikmyndatökumaðurinn
æpti, að hann hefði misst af þessu.
Við endurtökum þetta þá bara
aftur“, sagði ég og henti flöskunni
aftur til Japanans sem hékk þarna
uppi í rjáfrinu. Hann sá náttúrlega
að eitthvað mikið var að ske, brosti
út undir eyru og kallaði, hæ. Hann
hélt sum sé að nú ætti að fullreyna
gripinn fyrir kvikmyndaiðnaðinn
og grýtti flöskunni af öllu afli í
gólfið, með þeim afleiðingum að
tappinn losnaði af og allt sykur- og
vökvagumsið spýttist yfir sjón-
varpsmennina.
„Þetta er frábær frétt“, sögðu
þeir sjónvarpsmenn og sá undir ilj-
ar þeim út. Ég rétt náði að gauka
því að þeim, að stærri yrði fréttin
um Japanann sem fremdi harakíri í
Reykjavík, ef frammistaða hans í
málinu færi út á öldum ljósvakans.
Japanir eru jú mjög „loyal“menn.
Mikið eru þeir sjónvarpsmenn al-
þjóðlega ábyrgir, því aldrei kom
fréttin og eitt get ég fullvissað þá
um, að þeir eiga góðan vin í Japan,
fyrrverandi áhugasaman starfs-
mann þessa fyrirtækis", sagði
Davíð Scheving Thorsteinsson að
lokum.
Æ’ • •
ORYGCI I ONDVEGI
Monroe Cas Matic höggdeyfar
MONROE hefur í áratugi verið leiðandí fyrirtæki í hönnun og
framleiðslu á vönduðum höggdeyfum. Nú er komin á markaðinn ný
kynslóð höggdeyfa frá Monroe, sem...
• eru eínstaklega fljótvirkir, traustir og endingargóðir
• haida eiginleikum sínum við hin erfiðustu skilyrði
• stuðla að minna sliti á dekkjum, stýrisbúnaði, hjöruliðum,
hjólalegum, skiptingu, kúplingu o.fl.
• tryggja öruggan og þægilegan akstur og þannig leikur bíilihn í
höndum þínum.
Áratuga reynsla af Monroe höggdeyfum við íslenskar aðstæður
tryggir þér og þínum meira öryggi.
®naust kt
Síðumúla 7-9 sími: 82722
fMONROEl