Alþýðublaðið - 09.11.1985, Síða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1985, Síða 1
alþýóu- Laugardagur 9. nóvember 1985 214. tbl. 66. árg. 25 þúsund eintök ídag kemur Alþýðublaðið út í 25 þúsund eintökum. Því verður dreift ókeypis um Reykjavíkursvœðið, Hafnarfjörð, Akureyri og víðar. Hluti blaðsins er helgaður flokksstarfi Alþýðuflokksins og hluti atvinnulífinu. Nœsta stóra blað kemur út að hálfum mánuði liðnum. Ivíikið átak gert í öllu innra starfi flokksins Við mótum stefnuna í sameiningu — Taktu þátt í breytingunni! Þetta tölublað Alþýðublaðsins er að hluta helgað nýrri áætlun um stefnu- mótun í starfi Alþýðuflokksins undir kjörorðinu: „Við mótum stefnuna í sameiningu“. Gífurlegt átak hefur verið gert í öllu innra starfi flokksins, sem beinist að því, að opna flokkinn meira en áður hefur þekkst, og virkja fleiri til starfa og stefnumótunar. í þessu blaði er gerð grein fyrir helstu þáttum þessa átaks. Birt er skrá yfir starfshópa, sem vinna að því að skapa raunsæja og fastmótaða stefnu í helstu málaflokkum. Birt er almanak flokksstarfsins, fundaáætlun flokks- stjórnar, nöfn formanna flokksfélaga, áætlun um söfnun nýrra félaga, viðtal við formann flokksins, grein eftir for- mann Framkvæmdastjórnar flokksins og fleira. Þá vill flokkurinn einnig vekja athygli á útgáfustarfsemi, en á flokksskrif- stofu er nú hægt að fá ýmsa bæklinga og rit, sem fjalla um jafnaðarstefnuna og flokksstarfið. - Mikil fjáröflun er nú í gangi ávegum Alþýðuflokksins. Efnt hefur verið til happdrættis, og eru mið- ar til sölu áflokksskrifstofu. Þá er unn- ið að aukinni blaðaútgáfu Alþýöu- blaðsins, sem m.a. mun felast í útgáfu sérblaða um ýmsa þá málaflokka, sem nú er fjallað um. Næsta blað verður húsnæðis- og skattamálum. helgað h Taktu þátt í baráttunni Enginn dregur í efa, að Alþýðuflokk- urinn er í mikilli sókn. Hann skorar á alla jafnaðarmenn að taka þátt í barátt- unni svo sú ósk megi rætast, að hér á landi verði eitt voldugt sameiningarafl jafnaðarmanna undir merkjum Alþýðu- flokksins. Nú er lag, og þjóðin þarfnast þess að það verði notað. ÁST VIÐ FYRSTU KYNNI Renault 11 hefúr fenglð margar vfðurkenningar fyrlr ftábæra hönnun og flöðrunin er engu lík. Rými og þæglndi koma öllum í gott skap. Komdu og reyndu hann, það verður ást vlð fyrstu kynni. Þú getur reltt þig á Renault KRISTINN GVDNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.