Alþýðublaðið - 09.11.1985, Page 3

Alþýðublaðið - 09.11.1985, Page 3
Laugardagur 9. nóvember 1985 3 „Við mótum stefnuna í sameiningu..“ í tilefni af þeim miklu breyt- ingum sem eru að verða á vinnubrögðum og starfsháttum í Alþýðuflokknum, ákváðum við að leita á fund formanns flokksins og biðja hann um að setja þessar breytingar í sam- hengi — lýsa markmiðum þessa mikla starfs, sem nú er hafið. Formanninn er að finna í litlu vinnuherbergi í gömlu hóteli, Skjaldbreið, sem nú er nýtt und- ir skrifstofur og ritvinnslu Al- þingis. Það vœri synd að segja að formaðurinn ynni í miklum íburði. Herbergið er smá- skonsa; veggir eru þaktir bóka- og skjalaskápum, sem eru troð- fullir af bókum, skýrslum og öskjum, sem eru merktarhinum ýmsu málaflokkum. Á gólfi og skrifborði eru staflar af bókum og skýrslum. Það er með naum- indum að tveir menn geti smeygt sér í stóla gegnt skrif- borði. Og við byrjum samtalið. — Það er farið að kvarta undan vinnuhörku í Alþýðuflokknum! , Skv. almanaki flokksstarfsins verða haldnir ekki færri en 42 fundir á vegum flokksins, bara í nóvember. A flokksskrifstofunni hafa menn ekki við að moka út pósti sem berst frá formanni til flokksmanna og starfshópa og frá starfshópunum tili flokksmanna. Hvað er að gerast? — Það gleður mig að heyra ef farið er að kvarta undan vinnu- álagi. Það var kominn tími til. Þannig eiga jafnaðarmenn að vera í verki: Vinnusamir, ærlegir, stútfull- ir af hugmyndum og sístarfandi. Þeir eiga að gera meiri kröfur til sjálfra sín en annarra. Þeir eiga að gera litlar kröfur til efnislegra gæða fyrir sjálfa sig en þeir eiga að gera miklar kröfur fyrir hönd umbjóð- enda sinna, vinnandi fólks, um tómstundir og þátttöku í skapandi menningarlífi. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman. — Það hafa orðið mikil um- skipti á högum Alþýðuflokksins á því tæpa ári sem liðið er, frá því að þú tókst við formennsku. Flokkur- inn hefur þríeflst að fylgi, hann er sífellt í umræðunni meðal fólks og starfsemi á vegum flokksins hefur stóraukist. Er þetta allt þér einum að þakka — eins og andstæðing- arnir segja? Getur þú þetta aleinn? — Ætli ég svari þessu ekki eins og Geiri á Guggunni: Hann segir að hann hefði aldrei fengið bein úr sjó nema af því að hann hefur á að skipa úrvalsáhöfn. Aðrir segja að hann eigi sér draumkonu. Allavega eiga góðir skipstjórar skilið að fá úrvalsáhöfn. Rifjum upp hvernig ástandið var innan Alþýðuflokksins fyrir ári síð- an. Skoðanakannanir gáfu flokkn- um 6.2% fylgi og 3 þingmenn. Al- þýðuflokkurinn var talinn fylgis- minnstur sex flokka á þingi. Það var við öndverðar kringum- stæður sem hópur manna, bæði í Reykjavík og úti um land, tók sig saman og ákvað að gera úrslitatil- raun til að hefja flokkinn til vegs og virðingar á ný. Ég minni á að um þetta leyti tóku menn saman fræga „svarta skýrslu" um ástand mála. Það plagg verður síðar meir frægt í sögu Alþýðuflokksins. Þar var sett fram í knöppu og hnitmiðuðu formi skörp og óvægin greining á ástand- inu. Jafnframt lögðu menn mikla vinnu í ítarlega stefnuyfirlýsingu, sem lögð var fyrir flokksþing, og er nú orðin þjóðfræg — því hún bar heitið: „Hverjir eiga ísland?“ Áður en ég ákvað að gefa kost á mér til formannskjörs gaf ég út stefnuyfirlýsingu á tveimur blöð- um. Það er kannske tímabært nú að minna á nokkur aðalatriði hennar: Þar sagði ég að Alþýðuflokkurinn ætti að hasla sér völl afdráttarlaust vinstra megin við miðju í flokka- kerfinu. Við ættum að taka af tví- mæli um að við værum róttækur umbótaflokkur í efnahags- og fé- lagsmálum og í stjórnsýslu. Hins vegar ættum við að vera íhaldssam- ir á farsæla og ábyrga stefnu í öryggis- og varnarmálum. Eg vísaði afdráttarlaust á bug öll- um kenningum um að AÍþýðu- bandalagið gæti orðið sameining- ar- eða forystuafl vinstrimanna. Fjöldahreyfing umbótasinna og launafólks til andófs gegn fjár- magnsöflunum gæti aðeins vaxið að fylgi og áhrifum á traustum hug- myndagrundvelli lýðræðisjafnað- armanna. En á þeim grundvelli gætum við hins vegar gert okkur góðar vonir um að ná frumkvæði um breytingar á flokkakerfinu með sameiningu jafnaðarmanna, bæði frá hægri og vinstri. Félagshyggju- fólk hefði orðið fyrir svo hrikaleg- um vonbrigðum með Framsókn og Alþýðubandalag. Og árangursleysi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn þýddi að fyrrum kjósendur Sjálf- stæðisflokksins yrðu senn reiðu- búnir að yfirgefa hann þúsundum saman — ef þeir fyndu réttan val- kost. Þetta gekk allt saman upp. Flokksþingið samþykkti hina rót- tæku stefnuyfirlýsingu einum rómi og ákvað að skipta um í forustu- sveitinni til þess að fylgja eftir rót- tækari stefnu og stefnuáherslum. Árangurinn er nú öllum kunnur. Fundaherferðin mikla frá nóvem- berlokum 1984 fram í júní sl., allt í allt 100 fundir um landið þvert og endilangt, er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, á miðju kjörtíma- bili. Þessi fundaherferð verður mér ógleymanleg, svo lengi sem ég lifi. — Árangurinn var líka eins- dæmi. Alþýðuflokkurinn er nú næststærsti flokkur þjóðarinnar. Og flestir viðurkenna, hvað svo sem líður nokkrum sveiflum í skoðana- könnunum, að vaxtarmöguleikar flokksins eru gífurlegir. Aðalatrið- ið er, að flokkurinn hefur fastmót- aða stefnu og skýra mynd. Hann er umdeildur og sífellt í umræðunni. Menn verða að taka afstöðu til stefnumála Alþýðuflokksins — með eða á móti. — Það er engin hálfvelgja, Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðu- flokksins, um ný vinnubrögð til samrœmis við þarfir fjölda- hreyfingar ekkert gauf. — Þannig heldur flokkurinn frumkvæði. Og hann getur sótt sér fylgi úr öllum áttum: Meðal verka- lýðssinna frá AB, meðal óánægðra samvinnumanna frá Framsókn; meðal þeirra sem hafa orðið fyrir varanlegum vonbrigðum með for- réttindastéttareðli Sjálfstæðis- flokksins; meðal landsbyggðar- fólks, þar sem flokkurinn var veik- astur fyrir; og meðal ungs fólks, en reynsla þess af tvískiptingu þjóðfé- lagsins í tvær þjóðir, forréttinda og fátæktar, kennir þeim í reynd að meta hugsjón og gildi jafnaðar- stefnunnar. — Andstæðingarnir hafa hamrað á því, að þetta sé allt saman „One man show“. Ef eitthvað komi fyrir Jón Baldvin, verði þetta allt saman búið að vera! Þjóðviljinn er t.d. alltaf að burðast við að kenna Alþýðuflokkinn við „hillingar- samtök“ formannsins. Hvað viltu segja um þetta? — Voruð þið ekki sjálfir að segja, að það væri farið að kvarta undan vinnuhörku og vinnuálagi í flokknum? Er það ekki nægilegt svar? Flokkur sem þannig starfar getur ekki átt gengi sitt undir örlög- um eins manns. Auðvitað hömruðu andstæðing- ar okkar á þessum áróðri meðan á fundaherferðinni stóð. Og það var kannske svolítið til í honum þá. Við höfðum hreinlega ekki tíma til að skipuleggja flokksstarfið í þeim mæli sem þarf, ef virkja á starfs- krafta fjölda einstaklinga í skipu- lögðu og markvissu starfi. En mig langar til að minna á, að í stefnuyfirlýsingu minni fyrir for- mannskjör sagði m.a.: „Ég hef full- an hug á að hrinda í framkvæmd nýjum hugmyndum um róttækar breytingar á vinnubrögðum í innra starfi flokksins: Upplýsingastreymi innan flokks, útgáfu- og út- breiðslumálum, fræðslu- og upp- eldisstarfi og fjáröflun.“ Með fundaherferðinni sýndum við fram á hvílíkan hljómgrunn væri að finna fyrir umbótaáætlun flokksins og hvað vaxtarmöguleik- ar hans væru miklir. En það var ekki fyrr en f undaher- ferðinni lauk, að við fengum tírna til að snúa okkur í alvöru að innri málum flokksins: Skipulags- starfinu. Ég sá það bæði í „Staksteinum“ Mogga gamla og DV-leiöurum, að ég hefði verið í sumarfríi í sumar. Það var nú öðru nær. Forgangs- verkefnin í sumar voru þessi: Að gera átak í fjáröflun á vegum flokksins; að koma á fót milli 20 og 30 starfshópum, sem eru hugsaðir sem fastanefndir á vegum flokks- ins, sem vinna árið um kring og fyr- ir opnum tjöldum að gagnasöfnun, rannsókn mála, upplýsingamiðlun, stefnumótun og tillögusmíð. Það er margt athyglisvert við þessa starfshópaskipan. í fyrsta lagi eru þeir sá vettvangur sem fólk með áhuga og þekkingu á viðkom- andi málefnum getur nýtt sér til að koma á framfæri reynslu sinni, Framh. á bls. 6 Hvað er að gerast í Alþýðuflokknum? Það eru yfir 40 fundir í starfshópum sem vinna að stefnumótun á vegum Al- þýðuflokksins — bara í nóvember. Samkvæmt „ALMANAKI FLOKKSSTARFSINS", starfsáætlun Alþýðuflokksins 1985—86, skipta fundir starfshópa, framkvæmdastjórnarfundir, flokksstjórnar- fundir, félagsfundir, ráðstefnur og mannfagnaðir mörgum tugum á þessum vetri. Það er nýmæli í flokksstarfinu að fundir framkvæmdastjórnar, flokksstjórnar og þingflokks eru reglulega haldnir I hinum ýmsu byggðarlögum úti á landi. Alþýðublaðið var rekið með hagnaði á seinasta ári — happdrætti á vegum flokksins er tvisvar sinnum á þessu ári — og unnið er kerfisbundið að fjáröflun til að standa undir aukinni starfsemi og — kosningabaráttu. Áætlun liggur fyrir um reglubundna útgáfu aukablaða af Alþýðublaðinu. Þessi aukablöð verða helguð stærstu baráttumálum flokksins eins og t.d. nýskipan húsnæðismála, nýju skattakerfi, bættum starfsskilyrðum i sjávarútvegi og nýrri byggðastefnu. Blöðin verða gefin út í stóru upplagi og auknar auglýsingatekjur bæta hag flokksins. í undirbúningi er skipulagning námskeiða um sögu Alþýðuflokksins og verka- lýðshreyfingarinnar, um hugmyndagrundvöll jafnaðarstefnunnar og baráttumál Alþýðuflokksins í samtímanum — ætluð ungu fólki, sem er að móta sér lífs- skoðun. Á næstu mánuðum verður gert sérstakt ÁTAK til að fá til liðs við flokkinn nýtt fólk — til virkrar þátttöku í málefnalegu starfi. Á tæpu ári hafa orðið algjör stakkaskipti á högum Alþýðuflokksins: Hann er nú næststærsti flokkur þjóðarinnar, næststærsti flokkur á landsbyggðinni og á vaxandi fylgi að fagna meðal ungs fólks. Að flestra mati á Alþýðuflokkurinn enn mikla vaxtarmöguleika.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.