Alþýðublaðið - 09.11.1985, Qupperneq 19
Laugardagur 9. nóvember 1985
19
Áætlun Alþýðuflokksins um
neyðaraðstoð við húsbyggjendur
Mikill fjöldi þess fólks, sem feng-
ið hefur lán til kaupa eða til bygg-
ingar á íbúðahúsnæði á sl. 5—8 ár-
um á nú í miklum greiðsluerfiðleik-
um. Ástæðurnareru fyrst og fremst
þær, að hin verðtryggðu lán hafa
hækkað miklu meira en kaupið og
greiðslubyröi því aukist að sama
skapi. Markaðsverð á íbúðahús-
næði hefur ekki heldur fylgt verð-
hækkunum á skuldunum þannig,
að stöðugt hefur gengið á eignar-
hluta íbúðareigandans. Mörgum
hefur ekki einu sinni dugað að
vinna myrkranna á milli til þess að
varðveita eignarhluta sinn hvað þá
heldur náð að greiða skuldirnar
niður. Uggvænlegast er ástandið
hjá íbúðareigendum víða úti á landi
þar sem markaðsverð húseigna er
miklu lægra en bæði matsverð
þeirra og endurnýjunarverð — svo
ekki sé talað um ástandið þar sem
svo háttar til, að íbúðarhúsnæði
bókstaflega selst ekki. Þar horfa
fjölmargir upp á það í vanmátta ör-
væntingu, að eignarhluti þeirra í
íbúðarhúsnæðinu rýrnar stöðugt
með hækkandi inatsverði skuld-
anna án þess að nokkuð sé hægt að ,
gera. Vinna myrkranna á milli dug-
ar ekki til þess að halda í horfinu og
sala eða eignaskipti eru bókstaflega
ekki á dagskrá því enginn er til þess
að kaupa og enginn til þess að
skipta við.
Rífandi
uppboðstekjur
Mælikvarðinn á hve mikið neyð-
arástand er orðið er sívaxandi flóð
nauðungaruppboðsauglýsinga, en
þær eru orðnar drjúg tekjulind
margra dagblaða. Slíkur er þrýst-
ingurinn orðinn, að Lögbirtinga-
blaðið, sem margir nefna „málgagn
ríkisstjórnarinnar“ er farið að
koma út í aukaútgáfum. Haldi
fram sem horfir er ljóst, að fjöl-
margir landsmenn muni missa eigur
sínar og í næsta nágrenni bíða nú
hákarlar fjármálaheimsins þess al-
sendis reiðubúnir að seðja eigna-
hungur sitt. Slíku ástandi mun svo
fylgja upplausn fjölskyldulífs og
sundrun heimila.
Ekkert viðfangsefni er nú meira
aðkallandi en að takast á við þetta
vandamál. Ráðamenn hafa gefið
ádrátt um lausn og loforð í hálf-
kveðnum vísum en við fátt eitt hef-
ur verið staðið. Við svo búið má
ekki lengur sitja.
Svo mikil er neyðin orðin og svo
fljótt þarf nú að bregða við að tími
er vart til fyrir tafsöm vinnubrögð
Alþingis með nýjum lagasetning-
um, sem venjulega tekur marga
mánuði að semja og afgreiða. Ef
kostur er verður að byggja aðgerð-
irnar á heimildum gildandi laga og
spurningin er hvort slíkar heimildir
megi finna, sem dugi til þess að gefa
stjórnvöldum lagalega stoð fyrir
tafarlausri neyðarhjálp til hús-
byggjenda.
Athuganir hafa leitt í ljós, að
slíkar lagaheimildir eru til. Þær eru
grundvöllur tillögugerðar urn neyð-
araðstoð við húsbyggjendur, sem ég
hef samið og flutt á Alþingi ásamt
öðrum þingmönnum Alþýðu-
flokksins. Þessi áætlun um neyðar-
aðstoð við húsbyggjendur er ein-
föld og skýr. Hún er þessi:
Áætlun Alþýðuflokksins:
1. Tafarlaust verði sett á stofn
ráðgjafadeild við Húsnæðis-
stofnun ríkisins, sem hefði því
hlutverki að gegna að:
— áætla fyrir húsbyggjendur
greiðslubyrði af lánum og
greiðslugetu þeirra.
— yfirfara kröfur á hendur þeim
m.a. útreikning dráttarvaxta
og innheimtukostnaðar en á
þeim sviðum eru íbúðakaup-
endur og byggjendur iðulega
hlunnfarnir,
— veita ráðgjöf og aðstoð við
skuldbreytingar,
Nauöungaruppboð
arui
„KM <■ _
_..i auglýst hefuT_yeriöXLee]
LS'sen‘11 NaUðU'
m.oo.
tbol'
Nauðungaruppboð
la
AsgeW
sonar hdl.,
Kristjáns Stl
fimmtudaginl
Tándsbanka islands os
sjálfti þriOjudagmn 22. c
annað og siðasta á Flú
eftir kröfu Gjaldheimtu
23. okt6ber1985l^jJ
annaö og slðara; sem auglýst v"
birtingablaðsins 19h
^ermanns
T,Xka#-di Owegsf.
október 1
sem auglví
geröi, þinl
icöfu Garíl
r veriö i J
|n Sigurö
■aröarssoi
N
sem aúd
eigninnjj
ur og f*
Land*
x 42. og 44. tölub
fraut 11 - hluta - .1
Indssonar, fer framj
Ts og skattheimtu tj
[24. októbet1985kl
l ö3BiSgáb'4°sins 1-
t. eign Hrannar Páturs
löfu Bæjarsjóös Kópa'
íiðs i Kópavogi á eif
[Baajarfógetinn í Kðpi
annaö og slö
þingl. eign Mí
Tryggingastof
Landsb. Isl. of I
kl. 10.45.
JUo
%
4i
sem auglýl
tbl. þess 11,
Rúnars Daö
í 109. tölublL^.
Jeigninni Marai I
Inar, fer fram eft
i ftnrftakaupstí |
2.
gæta hagsmuna íbúðareig-
andans ef sala er óhjákvæmi-
leg.
Vegna ríkjandi neyðarástands
verði slíkri ráðgjafardeild taf-
arlaust falið að hafa að eigin
frumkvæði samband við þá
íbúðareigendur, sem annað og
siðara nauðungaruppboð hef-
ur verið auglýst hjá og bjóða
þeim aðstoð sína.
Aðstoðin verði í því fólgin:
A. Að sjá íbúðareigandanum fyr-
ir sérfræðilegri ráðgjöf lög-
fræðings eða löggilts endur-
skoðanda til þess að endur-
skipuleggja fjármál hans
þannig að koma megi við
ákvæðum 2. kafla laga nr. 6
frá 5. maí 1978 um grciðslu-
stöðvun til 3ja mánaða.
Slík aðgerð felur í sér:
Eftir
Sighvat
Björgvinsson
...Hunaaruppboi'
— 3ja mánaða frest á uppboð-
inu,
— bann við því að taka bú við-
komandi til gjaldþrotaskipta
á meðan,
— bann við því að selja eigur
hans á nauðungaruppboði,
— bann við því að gera lögtak í
eigum hans,
— bann við því að gjaldfella á
hann skuld vegna vanskila.
íbúðareigandanum er sem sé gef-
ið stormahlé og veittur friður
til þess að geta skoðað mál sín
í ró og næði með aðstoð sér-
fræðings.
B. Þessi 3ja mánaða friðarstund
verði síðan nýtt til þess að end-
urskipuleggja fjármál íbúðar-
eigandans. Komi í ljós, að
hann geti staðið undir íbúða-
lánunum með lánalengingum
og samningum við lánastofn-
anir aðstoði ráðgjafardeildin
hann við það m.a. með því að
leggja mál hans og rökstuðn-
ing fyrir lánastofnanir. Bygg-
ingasjóður rikisins veiti at-
beina sinn og fyrirgreðslu
samkvæmt heimild í 6. tölulið
11. greinar laga nr. 51/1980
um Húsnæðismálastofnun
ríkisins með síðari tíma breyt-
ingum. Þar er gefin heimild til
veitingar viðbótarlána til ein-
staklinga með sérþarfir. Þessi
lán eru:
— til viðbótar við önnur lán
sjóðsins,
— til 16 ára,
— með 1% ársvöxtum.
C. Komi í ljós, að skuldamálin
séu íbúðareigandanum óvið-
ráðanleg jafnvel þó hann fái
aðstoð til lengingar lána og
samning um vanskil þá verður
ekki hjá því komist að ibúðar-
eigandinn fái ráðrúm til þess
að selja og leita að kaupanda
áður en hann glatar algerlega
eign sinni vegna vanskilanna
og stöðugt vaxandi skulda.
Einnig í þessu tilviki verður
hann að fá aðstoð og líta þarf
eftir því, að hagsmuna hans sé
gætt við söluna og uppgjör
skulda. Lagt er til, að ráðgjaf-
ardeildin við Húsnæðisstofn-
un ríkisins veiti einnig slíka að-
stoð.
Þetta er áætlun Alþýðuflokks-
ins um neyðaraðstoð við íbúðar-
eigendur, sem hótað hefur verið
nauðungaruppboði. Þessa áætl-
un er tafarlaust hægt að fram-
kvæma og lagaheimildirnar hefur
Alþýðuflokkurinn fundið.
Þetta er kjarni þeirrar tillögu,
sem ég flyt nú á Alþingi ásamt
öðrum þingmönnum Alþýðu-
flokksins.
Atak tll söfriunar riýrra félaga:
Vertu virkur! - Vertu með!
Taktu þátt í breytingunni!
Á síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins
var samþykkt, aö gera átak til söfnunar
nýrra félaga. Ákveðið var, að veita ein-
staklingum og félögum, sem best stæðu
sig í söfnunarstarfinu, viðurkenningu og
verðlaun. Þetta átak er nú hafið. Flokks-
menn, áhugamenn og flokksfélög geta
fengið eyðublöð fyrir inntökubeiðnir í
flokksskrifstofu, en nöfn nýrra félaga má
einnig skrá á annan þann hátt, sem lög-
mætur getur talist. Þá er hægt að til-
kynna nöfn nýrra félaga til flokks-
skrifstofunnar.
’ i
1. Sá einstaklingur, sem safnar flestum
nýjum félögum, fær sérstök verðlaun.
2. Það félag, sem safnar flestum nýjum
félögum í hlutfalli v:ið íbúafjöldaá fé-
lagssvæði, fær sérstaka viðurkenn-
ingu. /
3. Miðað er við tímabilið frá 1. nóvember
til 15. mars á næsta ári.
\
4. Flokksfélögin eiga að senda mánaðar-
lega skýrslu til skrifstofunnar um
gang mála, og verða upplýsingar um
, árangurinn birtar í Alþýðublaðinu.
5. í lok þessa átaks verða vegleg vérð-
laun veitt, svo og viðurkenningar.
Það er skorað á alla stuðningsmenn
Alþýðuflokksins að taka þátt í þessu
átaki. Það er mikilvægt að fjölga'virkum
félögum. Á því bygglst allt framtíðarst^rf
flokksins.
i
Verið með - flokkurinn þarfnast þess.