Alþýðublaðið - 15.05.1986, Page 1

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Page 1
alþýðu BORGARBLAÐ Fimmtudaqur 15. maí 1986 91. tbi. 67. Jóhanna Sigurðardóttir: NÝ LAUSN SEM MARKAR TÍMA- MÓT í HÚSNÆDISMALUM Jóhanna Sigurðardóttir. 6000 kaupleiguíbúðir á næstu 10 árum Á Alþingi hafa þingmenn Al- þýðuflokksins lagt fram tillögu um nýja lausn í húsnæðismálum. Ef þessi tillaga nær fram að ganga markar hún algjör tímamót í hús- næðismálum. Fólki verður gert kleift að koma sér þaki yfir höfuð- ið, án þess að binda sér þunga skuldabagga, sem oft verða að drápsklyfjum eins og dæmin sanna. Engin útborgun Sú nýja lausn sem Alþýðuflokk- urinn nú boðar í húsnæðismálum eru kaupleiguíbúðir, sem þekktar eru víða í okkar nágrannalöndum, ekki síst þar sem jafnaðarmenn fara með völd. Kaupleiguíbúðir sameina kosti íbúða í verkamannabústöðum, eignaíbúða, búsetuíbúða og leigu- íbúða. íbúðir í verkamannabústöð- um er sá kostur sem hagstæðastur er í húsnæðismálum hér á landi. Tiltölulega fáir hafa þó aðgang að slíkum íbúðum. Bæði er það vegna þess að fáar íbúðir eru byggðar í verkamannabústöðum og einnig vegna ýmissa skilyrða sem sett eru s.s. að viðkomandi þarf að vera inn- an vissra tekjumarka ef hann á að hafa möguleika á íbúð í verka- mannabústöðum. Svo er þó komið að þó íbúðir í verkamannabústöð- um sé hagstæðasti kosturinn sem býðst, þá ráða margir ekki við þá útborgun sem krafist er, sem getur verið 350—500 þúsund krónur eftir stærð íbúðar. Kaupleiguíbúðir eru því hag- stæðari kostur en íbúðir í verka- mannabústöðum; í fyrsta lagi vegna þess að fólk getur valið um leigu eða kaup á slíkum íbúðum og í öðru lagi þarf fólk ekki að leggja fram neina útborgun heldur ein- göngu fastar mánaðarlegar greiðsl- ur. Verkamannaíbúðir ollu byltingu í húsnæðismálum íslendinga á sín- um tíma. Tillagan um kaupleigu- íbúðir felur í sér róttækustu um- bætur í húsnæðismálum allt frá því að lög um verkamannabústaði voru sett fyrir hálfri öld síðan. 6000 kaupleiguíbúðir Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt til á Alþingi að á næstu 10 árum verði árlega byggðar eða keyptar 600 kaupleiguíbúðir. Við leggjum til að félagsmálaráðherra hafi frumkvæði að því að leita til sveit- arfélaga, launþegasamtaka eða annarra félagasamtaka um að hefja byggingu og/eða kaup á 6000 kaup- leiguíbúðum á næstu 10 árum. Heimilt yrði að ráðstafa 4 fyrstu ár- in tilteknum fjölda íbúða á hverju ári til þeirra sem byggðu eða keyptu húsnæði eftir 1980 og að mati ráð- gjafaþjónustu Húsnæðisstofnunar geta ekki haldið húsnæði sínu vegna mikilla greiðsluerfiðleika. Fjármögnun verði með þeim hætti að byggingarsjóðirnir leggi fram 80% byggingarkostnaðar, en framkvæmdaaðilar (sveitarfélög, launþegafélög eða önnur félaga- samtök) 20% af byggingarkostn- aði. Lagt er til að kaupleiguíbúðir verði annarsvegar félagslegar íbúðabyggingar fjármagnaðar úr Byggingarsjóði verkamanna með 1% vöxtum fyrir láglaunafólk. Hinsvegar kaupleiguibúðir á al- mennum markaði fjármagnaðar úr Byggingarsjóði ríkisins með 3.5% vöxtum. íbúð fyrir 6.754 kr. á mánuði Kaupleiguíbúðir gefa fólki val um hvort heldur sem er að Ieigja slíkar íbúðir eða kaupa þær. — Ef fólk kýs leigu þá yrði leigugjald 4.670 krónur á mánuði fyrir lág- launafólk eða aðra sem af félagsleg- um ástæðum þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun, en leiga á almenn- um markaði yrði 7.180. Þessi leiga fer til að greiða niður afborganir og vexti af lánum úr byggingarsjóðun- um. — Kjósi fólk að eignast kaup- leiguíbúðir þá greiðir það viðbótar- gjald við leiguna. Viðbótargjaldið yrði frá 2.084 krónum á mánuði upp í 4.909, allt eftir því hvað við- komandi kýs að eignast íbúðina á Iöngum tíma, en greiðslutími getur staðið í allt að 30 ár. Viðbótargjaldið fer til að greiða niður hluta sveitarfélagsins eða framkvæmdaaðilans sem er 20% af byggingarkostnaði. — Þegar að fullu er uppgert við framkvæmda- aðilann fær viðkomandi afsal fyrir íbúðinni og yfirtekur eftirstöðvar af áhvílandi lánum við byggingar- sjóðina. Sem dæmi má nefna að greiðsla leigu og viðbótargjalds fyrir lág- launafólk yrði samtals 6.754 krónur á mánuði, ef viðkomandi kýs að eignast hluta sveitarfélagsins á 30 árum og 9.578 krónur á mánuði ef hlutur framkvæmdaaðilans yrði greiddur niður á 10 árum. Heildargreiðslur (leiga og við- bótargjald) vegna kaupleiguíbúða á almennum markaði yrði samtals 9.264 krónur ef hlutur fram- kvæmdaaðilans er greiddur niður á 30 árum og 12.089 ef viðkomandi kýs að eignast íbúðina á 10 árum. Fjármögnun Framlög sveitarfélaganna miðað við þá framkvæmdaáætlun að byggðar yrðu 600 kaupleiguíbúðir á hverju ári næstu 10 árin yrði 276 milljónir króna á ári. Ætla verður að hlutur sveitarfélaga á hverju ári yrði ekki svo mikill, því hér er um svo hagstæðan kost að ræða fyrir launafólk, að nokkuð víst má telja að launþegasamtök, lífeyrissjóðir eða önnur félagasamtök hefðu áhuga á að gerast framkvæmdaað- ilar, sem þá minnkaði hlut sveitarfé- lagsins. Að auki má benda á að út- gjöld sveitarfélaga minnka árlega í hlutfalli við endurgreiðslu viðbót- argjalds frá kaupendum en endur- greiðslan gæti þá runnið til áfram- haldandi framkvæmda við bygg- ingu eða kaup á kaupleiguíbúðum á næstu árum, eins og framkvæmda- áætlunin gerir ráð fyrir. Erfiðleikar sveitarfélaganna við fjármögnun yrðu því mestir í byrj- un meðan verið væri að hrinda áætluninni af stað. Til að auðvelda sveitarfélögum framkvæmdir gerir tillaga Alþýðuflokksins því ráð fyr- ir að eignaskattsauki verði lagður á félög og fyrirtæki, svo og á stærri eignir eða nettó skuldlausar eignir yfir 7 milljónir króna næstu tvö ár- Framhald á bls. 22 BENIDORM Beint flug í sólina Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæða verð 16. mai 9. okt. 5.júní 26.júni 18. sept. 17. júli 7. ágúst 28. ágúst 2 í smáibúð, 3 vikur 20.460,- 24.640,- 26.780,- Hótel með morgunverði og kvöldverðarhlað- borði 29.590,- 33.840,- 36.240,- COSTAdel SOL Gerið sjálf verðsamanburð Íbúðir og hótel á eftirsóttustu stöðunum. Brottfarardagar og okkar Atrúlega hagstæða verð Ibúðahótel xxx 2 i ibúð, 3 vikur Hótel xxx með morgunverði 16. mai 9. okt. 5.júni 26. júni 18. sept. 17. júli 7. ágúst 28. ágúst 24.800 27.900 30.900 27.200 30.700 31.900 Íslenskir fararstjórar og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Ennfremur leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra sólskinsstaða. MALLORCA - COSTA BRAVA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.