Alþýðublaðið - 15.05.1986, Page 6

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Page 6
6 Fimmtudagur 15. maf 1986 VANDAMÁLIN HAFA HRANNAST UPP — — segir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir „Þú fyrirgefur,“ sagði Ragnheiður Björk, þegar hún var af fyrirspyrjanda fyrirvaralaust beðin um viðtal. „Ég er að fara á hljómleika íslensku hljómsveitarinnar og kórs Langholtskirkju. Ég vona að þú skiljir að ég tek Messías fram yfir þig!“ Fyrirspyrjandi dró sig vitaskuld auðmjúklega í hlé. Eftir hljómleikana var Ragnheiður enda hin hressasta og það stóð ekki á svörunum. Beinast lá við að spyrja hana fyrst hvað ung stúlka af landsbyggðinni teldi sig hafa fram að fœra í stjórnmálum stórborgar- innar. Og hvers vegna Al- þýðuflokkurinn ? Úr þorpi í borg „Jú, ég er alin upp í litlu sjávar- þorpi vestur á fjörðum. í litlu sam- félagi finnur þú fljótt hve vægi hvers einstaklings er mikið til að hafa áhrif á umhverfið. Maður fær óhjákvæmilega áhuga á því að hafa áhrif. Strax kemur í ljós að stuðn- ingurinn liggur á bak við einstakl- inginn fremur en einhvern ákveðinn stjórnmálaflokk. En hvers vegna skyldi þá Alþýðuflokkurinn hafa orðið fyrir valinu hjá mér? Það vildi svo til að þeir sem ég hafði stutt í hreppsnefnd voru jafnaðar- menn. Svo það lá beint við að kynna sér stefnu Alþýðuflokksins. Jafnaðarstefnan er falleg hug- sjón; hún er baráttan fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Alþýðu- flokkurinn vill tryggja öllum — án tillits til fjárhags eða búsetu — rétt til atvinnu, menntunar og heilsu- gæslu. Að enginn þurfi að líða skort frammi fyrir elli, sjúkdómum og erfiðum aðstæðum. Alþýðu- flokkurinn berst fyrir jafnrétti kynjanna, jöfnum rétti allra til að mynda sér skoðanir og til að berjast fyrir þeim. Alþýðuflokkurinn hef- ur barist fyrir þessum hugsjónum frá upphafi og hefur verið stefnu sinni trúr. Það virði ég hann fyrir. Ég vil berjast fyrir þessum hug- sjónum. Og ég tel það einmitt vera einn af mínum stærstu kostum að hafa búið í dreifbýlinu. Á Suðureyri var ég bókari hreppsins og fékk góða yfirsýn yfir hvað gera þarf í einu bæjarfélagi og hvaða fjár- mögnunarmöguleikar eru fyrir hendi. Það er svo margt í kringum okkur sem við gerum okkur ekki grein fyrir að þarf að sinna. Og það er ekki síst í stóru samfélagi sem hlutirnir gleymast gjarnan. Reykja- vík er í rauninni stækkuð mynd af þorpi úti á landi. Því er ég viss um að ég fór réttu leiðina; með því að kynna mér fyrst sveitarstjórnarmál á Suðureyri áður en ég lagði út í borgarstjórnarbaráttuna. Þetta er svipað og að læra að aka. Maður lærir fyrst á lítinn bíl og nær leikni við að aka honum. Síðan hugar maður að því að taka meiraprófið“ Hver ertf þá þín helstu áhuga- og stefnumál? „Jafnréttismál skipa stóran sess í huga mér og er ég í stjórn Kvenrétt- indafélags Islands. Ég er alfarið á móti þeirri tísku að konur skipi sér í sérstaka stjórnmálahópa, því þannig nær jafnréttið seint fram að ganga. Ef við viljum ná fram rétti okkar þá verðum við að berjast við hliðina á körlunum, en ekki á móti þeim. Borgarstjórnarlisti Alþýðu- flokksins er gott dæmi um jafnrétti í framkvæmd og sýnir okkur kon- um að við þurfum ekki að vera með eitthvert pukur úti í horni. Heldur verðum við að rísa upp og láta skoðanir okkar í Ijós. Þá er heldur enginn vafi á því að á okkur verður hlustað. Allir vegir fcerir Ég hef starfað þó nokkuð með öldruðum og þá helst á vegum Rauða kross íslands. Ég hef haft mikla ánægju af því starfi; það er bæði þroskandi og fræðandi að starfa með hinum öldruðu, kynnast lífsviðhorfi þessa fólks og reynslu. Óhjákvæmilega lærir maður betur að meta það, sem maður hefur kannski áður litið á sem sjálfsagð- an hlut. Þetta er það sem mér kemur fyrst Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, skrifstofumaður, Skúlagötu 52. „ÞAÐ ER EKKI NÓG AD FJASA ÚTI í HORNI“ — maður á að taka virkan þátt I baráttunni, segir Kristín Arnalds sem skipar fjórða sætið á lista Alþýðuflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor í viðtali við Borgarblaðið Kristín Arnalds, sem skipar fjórða sœtið á lista Alþýðuflokksins fyr- ir borgarstjórnarkosning- arnar í vor, er borinn og barnfœddur Reykvíking- ur. Kristín er fœdd 1939 og ólst upp í Norðurmýr- inni og Hlíðunum. Síð- ustu þrettán árin hefur hún hins vegar búið í Breiðholtinu, þar sem hún hefur reyndar at- vinnu sína líka, því hún er aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þegar Kristín kom í kynningar- viðtal fyrir Borgarblaðið spurðum við hana fyrst um menntun hennar og feril fram að þessu. — Ég varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1959 og var fyrst ekki ákveðin í hvað gera skyldi eftir það, þannig að ég fór til Englands og var þar í eitt ár. Svo kom ég heim aftur og hóf nám í ís- Iensku við Háskóla Islands. Kristín kynntist manninum sín- um í Háskólanum. Hann heitir Jónas Finnbogason og þau voru saman í íslenskum fræðum í Há- skólanum. Þau fóru að búa og eign- uðust tvö börn, sem auðvitað töfðu fyrir því að Kristín lyki námi. Ég vann líka með náminu í nokk- ur ár, segir Kristín, — mest íhlaupa- vinnu við kennslu, auk þess sem ég vann í banka. Ég Iauk svo kand. magrprófi frá Háskólanum 1971 og síðar bættist þriðja barnið við, þannig að þau urðu alls þrjú og eru nú öll á skólaaldri. — Hvað tók svo við aó ioknu námi? — Ég fór í kennslu, kenndi fyrst við Kennaraskóla íslands, eins og hann hét þá, og svo við Hagaskóla. Árið 1976 flutti ég mig svo að Fjöl- *bráutaskólanum í Breiðholti og hef verið þar síðan, frá 1982 sem að- stoðarskólameistari. Þar með látum við útrætt um persónuleg málefni og snúum okk- ur að þátttöku Kristínar í stjórn- málabaráttunni. — Hvað varð svo til þess að þú afréðst að taka virkan þátt í stjórn- málum? — Ég hef reyndar alltaf kosið Alþýðuflokkinn, en annars hef ég lengi tilheyrt þeim hópi sem er af- skaplega óánægður með margt í ís- lensku þjóðlífi. En ég fjasaði úti í horni, ef svo mætti segja. Hins veg- ar hikaði ég ekki þegar mér var boð- ið að taka virkari þátt í baráttunni. Mér finnst sjálfsagt að taka virkan þátt í stjórnmálum. Það er alls ekki nóg að nöldra, en láta hlutina af- skiptalausa að öðru leyti. — Þú segist lengi hafa verið óánægð meö margt í samfélaginu. Hverju finnst þér mest áríðandi að breyta? — Ég held að við þurfum að huga betur að fjölskyldunni en gert hefur verið. Við þurfum að sjá til þess að kerfið sem við búum við sé til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfið eins og maður hefur iðulega á tilfinningunni. Þú veist hvernig ástandið er. Bæði hjónin þurfa að vinna úti og helst myrkranna á milli og það verður enginn eða mjög lítill tími til að sinna börnunum og fjöl- skyldulífinu. í þessu sambandi er margt sem þarf að breyta. Við þurfum náttúr- lega að koma á samfelldum skóla- degi og síðast en ekki síst þarf að bæta launakjör venjulegs fólks.. Þjóðartekjur íslendinga eru háar og allir ættu að geta lifað mann- sæmandi lífi hér á landi en svo er ekki. Hvarvetna blasir óréttlætið og ójöfnuðurinn við. — ER unnt að hafa einhver veruleg áhrif á launakjör og lífskjör fólks gegnum borgarstjórn Reykja- víkur? — Við skulum ekki gleyma því, að þótt launakjör fólks í landinu ráðist að stórum hluta annars stað- ar, þá snúa launakjörin líka að borginni. Reykjavíkurborg er stór Iaunagreiðandi og afstaða borgar- stjórnar hlýtur að hafa veruleg áhrif við gerð kjarasamninga. Kristín Arnalds, aðstoðarskólameistari, Vesturbergi 69. Stefna núverandi borgarstjórnar hefur verið að hækka álögur og þjónustugjöld en greiða launþegum æ lægri laun. Að vísu hefur á allra síðustu dögum örlað fyrir lækkun gjalda en það er áreiðanlega aðeins kosningaskjálfti. Efnahagslegt ástand þjóðarinnar í dag og misskipting auðs og tekna hafa stuðlað að sívaxandi flótta fólks frá landinu. Greinilegt er að stéttaskipting hefur myndast í þjóð- félaginu þar sem peningar skipta öllu máli. Að fátækt skuli vera til í jafnríkum mæli og sannast hefur hér á landi er hneyksli og þjóðar- skömm. Sérstaklega þegar haft er í huga að þjóðartekjur á mann hér á íslandi eru með þeim hæstu í heimi. Hér er maðkur í mysunni. Jafnrétti ríkir ekki lengur til náms og mennta. Stefnt virðist að því að börn þeirra sem geta borgað hljóti bestu menntunina, samanber nýstofnaðan Tjarnarskóla hér í borg þar sem foreldrar greiða hærri skólagjöld en nokkur verkamanna- fjölskylda gæti látið sig dreyma um. Sífellt heyrast háværari raddir um að sjúklingar greiði sjálfir sjúkra- og lyfjakostnað. Lítilmagn-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.