Alþýðublaðið - 29.11.1986, Síða 4
4
Laugardagur 29. nóvember 1986
Ræöur frambjóöenda í prófkjörí Alþýöuflokksins í Reykjavík:
Um síðustu helgi var haldinn kynningarfundur í veitinga-
húsinu Broadway þar sem fram komu frambjóðendur í
prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík vegna væntanlegra
alþingiskosninga. í þessu blaði birtum við ræður fjögurra
þeirra: Björgvins Guðmundssonar, Jóns Braga Bjarnason-
ar, Jóns Sigurðssonar og Láru V. Júlíusdóttur.
„Mál kvenna eru
líka mál karla“
Lára V.
Júlíusdóttir:
Fundarstjóri, góðir fundargestir
Ég býð mig fram í fjórða sæti í
prófkjöri Alþýðuflokksins í
Reykjavík fyrir komandi alþingis-
kosningar. Alþýðuflokkurinn er í
sókn og er eina stjórnmálaaflið í
dag, sem launafólk getur sameinast
um. Þau mál sem ég tel brýnust í
dag tel ég kleift að vinna að innan
flokksins, bættum hag fólksins í
landinu, auknu jafnrétti, réttlátari
tekjuskiptingu, betra þjóðfélagi.
I starfi mínu hjá Alþýðusam-
bandinu starfa ég mikið með kon-
um í verkalýðshreyfingunni. Ég veit
hversu erfitt er að ná fram einföld-
ustu réttlætismálum í samningum.
Mörg réttindamál launafólks þarf
að tryggja með löggjöf, réttinda-
mál, sem enn hafa ekki náðst fram
í samningum, nema að takmörk-
uðu leyti. Réttindamál, sem aðrar
þjóðir hafa tryggt launafólki með
Iöggjöf. Ég nefni sem dæmi ákvæði
um fæðingarorlof. í dag er fæðing-
arorlof þrír mánuðir. Að þremur
mánuðum liðnum er ætlast til að
móðirin yfirgefi nýfætt barn sitt til
að hefja störf að nýju. Á sama tíma
eru mæður hvattar til að vera sem
mest með nýfæddum börnum sín-
um og talið er nauðsylegt að mæð-
ur hafi börn sín á brjósti sem lengst.
Þegar hefja á vinnuna aftur, þarf
að koma nýfæddu barni fyrir hjá
ættingjum eða dagmæðrum. Dag-
vistarstofnanir fyrir ung börn eru
aðeins fyrir einstæð foreldri, ekki
fyrir allt venjulegt fjölskyldufólk.
Ekki minnkar vandinn þegar börn-
in komast á skólaaldur. Sex ára
börn eru í skóla 2 til 3 tíma á dag,
samfelldur skóladagur er enn ekki
kominn, og máltíðir ekki að fá. Hér
þarf úr að bæta, koma til móts við
fjölskylduna, þar sem bæði móðir-
in og faðirinn eru í starfi á vinnu-
markaði. Víða eru göt í því trygg-
ingarkerfi sem við búum við um
greiðslur launa í veikindum verka-
fólks, og sem dæmi má nefna að
hyggist maður skipta um starf á al-
mennum vinnumarkaði, þá glatar
hann við það öllum áunnum veik-
indarétti og þarf að byrja að ávinna
sér hann að nýju á nýjum vinnu-
stað.
Það eru réttlætismál sem þessi
sem ég hef að ofan talið auk þeirrar
misskiptingar efnislegra gæða sem
við blasir í þjóðfélaginu sem knýr
mig til að bjóða fram krafta mína.
Ég er alin upp í alþýðustétt, fædd
í Reykjavík 1951 og ólst hér upp hjá
móður minni Kristínu Símonar-
dóttur verkakonu í hópi fjögurra
systkina. Ég varð stúdent frá Verzl-
unarskólanum 1972 og lauk lög-
fræðiprófi 1977. Héraðsdómslög-
maður varð ég 1980. Um hríð starf-
aði ég sem fulltrúi á lögmanns-
stofu, og kenndi verslunarrétt í
verslunarskólum í 5 vetur. Árið
1982 hóf ég störf hjá ASÍ og hef
starfað þar síðan.
í skóla tók ég virkan þátt í félags-
málum og átti sæti í stúdentaráði á
háskólaárunum. Þá var ég fulltrúi
stúdenta í stjórn Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna.
Jafnréttismál hafa lengi verið
mér hugleikin. Á kvennafrídaginn
1975 römbuðum við vinkonurnar
niður í bæ með skilti sem á stóð
skrifað „konur, skríðið upp úr pott-
unum“. Þá voru miklar hræringar í
málefnum kvenna, sem síðan kom-
ust aftur á fullt skrið þegar konur
vildu minna á tilvist sína í stjórn-
málum með því að bjóða fram sér-
stakan lista í borgarstjórnarkosn-
ingum 1982. Ég hreifst með og vildi
ekki láta mitt eftir liggja, því ég tel
að raddir kvenna verði að heyrast,
hvar sem ráðum er ráðið í þjóðfé-
laginu. Ég tel þó ekki að rétt sé að
konur starfi saman í sérstökum
kvennaflokki. Mái kvenna eru líka
mál karla. Þau eru ekki síður jafn-
réttismál og réttlætismál þeirra en
kvennanna. Karlar hljóta að eiga
kröfu á því að vera meira samvist-
um við fjölskylduna en nú er, þegar
launakjör krefjast óhóflegrar
vinnu af fólki. Bætt launakjör
kvenna hljóta líka að vera hags-
munir karlanna. Þeir eru jú giftir
sumum okkar. Það er kominn tími
til að konurnar sæki fram í flokk-
unum og taki þar fúllan þátt. Þær
eru helmingur þjóðarinnar. I dag
situr einungis ein kona á Alþingi
fyrir önnur kjördæmi en Reykjavík
og Reykjanes . . .
Ég er nú formaður í Kvennrétt-
indafélagi íslands, sem í 80 ár hefur
barist fyrir jöfnum rétti karla og
kvenna. Ég starfa einnig innan
Framkvæmdanefndar um launa-
mál kvenna, en sú nefnd var stofn-
uð i framhaldi af ráðstefnu sem
samband alþýðuflokkskvenna stóð
fyrir haustið 1983. Þar hefur verið
unnið öflugt starf kvenna frá sam-
tökum á vinnumarkaði ásamt full-
trúum hinna pólitísku flokka við að
reyna að hafa áhrif á og stuðla að
leiðréttingu á launamisrétti kvenna.
Nú nýverið hélt nefndin ráðstefnu
með konum úr stjórnum og samn-
inganefndum verkalýðsfélaganna
til að ræða það hvaða mál konur
ættu að leggja áherslu á í komandi
samningum. í kjölfar ráðstefnunn-
ar héldum við svo tveggja kvölda
námskeið í samningatækni fyrir
konurnar. Með þessu er verið að
reyna að tengja konur í launa-
baráttu, konur úr mismunandi
samböndum og félögum. Það er
staðreynd að engar bætur fást nema
samstaða sé fyrir hendi.
Ég á sæti í Jafnréttisráði, en því
er falið að framkvæma og fylgja
eftir lögum um jafnan rétt og jafna
stöðu kvenna og karla.
Mig svíður sárt það misrétti sem
konur búa við enn í dag í launamál-
um. Hér verða að koma til aðgerðir
stjórnvalda ásamt öflugri baráttu
verkalýðshreyfingarinnar svo að
hið mikla framlag kvenna í þjóðfé-
laginu verði metið að verðleikum.
Alþýðuflokkurinn hefur sýnt það á
undanförnum árum að hann ber
hag kvenna mjög fyrir brjósti, og
komu hugmyndir um timabundnar
aðgerðir til hagsbóta fyrir konur
fyrst fram á þingi frá þingmanni
flokksins, og þótti sumum furðu
sæta. í dag eru þessar hugmyndir
orðnar að lögum. Nú segir í jafn-
réttislögum að tímabundnar að-
gerðir til hagsbóta fyrir konur séu
ekki brot á jafnréttislögum. Þetta
ákvæði opnar nýjar víddir í ís-
lenskri jafnréttisbaráttu, tækifæri
sem verður að nýta. Enn hafa hug-
myndir um það hvernig hægt sé að
notfæra þetta ákvæði lítið verið
mótaðar, hvorki í Jafnréttisráði eða
annars staðar.
Þótt verkalýðsmálin og jafnrétt-
ismálin séu mér hugleikin tel ég að
víðar þurfi að taka til hendinni.
Við erum fá og búum í harðbýlu
landi. Við höldum uppi velferðar-
þjóðfélagi með opinberri þjónustu,
heilbrigðiskerfi, tryggingarkerfi og
menntakerfi, sem kostar okkur ær-
ið fé. Fé sem tekið er af sameiginleg-
um sjóðum okkar. Þess vegna er
okkur nauðsynlegt að gæta ítrasta
sparnaðar og ráðdeildarsemi alls
staðar, hvar sem á er Iitið. Við verð-
um að nýta það fé sem við höfum til
ráðstöfunar á þann skynsamlegasta
hátt sem við getum. Nauðsynlegt er
að uppræta alla spillingu og sóun á
almannafé og tryggja að það fé sem
við leggjum í sameiginlegan sjóð
nýtist sem best.
Þjóðartekjur á mann eru með því
hæsta sem þekkist í heiminum. Við
verðum að tryggja réttlátari skipt-
ingu þjóðarteknanna en nú er.
í skattamálum er nauðsyn ein-
földunar. Afnema verður tekju-
skatt á almennar launatekjur, og
koma á staðgreiðslukerfi skatta.
Flókið og illskiljanlegt skattakerfi
hefur gert það að verkum að fólk
áttar sig ekki á því hvernig skattur
því er reiknaður út, allir aðrir virð-
ast sleppa betur en það sjálft, og
tortryggni er sáð í garð náungans.
Ofurtrú skapast á sérfræðingum,
og oft er látið í veðri vaka að þeir
búi yfir töfraformúlum til skatt-
svika. Skattkerfið á að vera þannig
að enginn á að komast hjá því að
telja tekjur sínar allar fram. Innra
eftirlit skattsins á að vera það öflugt
að allar tekjur skili sér á skattfram-
tölin. Á það legg ég áherslu, því hér
er um mikilvægan þátt að ræða til
að jafna eigna og tekjuskiptingu í
landinu.
Um húsnæðismálin hefur svo
mikið verið rætt á þessu ári að það
er að bera í bakkafullan lækinn að
ætla að bæta þar einhverju við. Til-
lögur þingmanna Alþýðuflokksins
um kaupleiguíbúðir eru athyglis-
verðar, og til þess fallnar að bæta
kjör fólksins. Sá klafi sem húsa-
kaup og húsbyggingar valda al-
menningi í dag hefur gert nóg af því
að sundra fjölskyldum og valda
óhamingju. Stórt skref var stigið
með nýjum húsnæðislögum á sl.
vori, en vonandi er það bara fyrsta
skrefið sem stigið er í átt til betra
kerfis, kerfis þar sem hagsmunir
allra eru tryggðir. Við skipulag
íbúðarhverfa verður að taka frekar
tillit til þarfa fjölskyldunnar en nú
er gert, þar sem séð verði fyrir fé-
lagslegri og menningarlegri að-
stöðu, og að útivistarsvæði og
náttúrulegt umhverfi verði eðlilegur
þáttur hverrar íbúðabyggðar.
í því velferðarþjóðfélagi sem
byggt hefur verið upp á undanförn-
um áratugum hefur borið á því að
þeir sem síst skyldi hafa orðið út-
undan. Þeir sem teknir eru að reskj-
ast, gamla fólkið. Ekki hefur verið
nægilega unnið að skipulagningu
vistunarrýmis fyrir aldraða, eða
leitað leiða til að gera fólki kleift að
búa við öryggi síðustu æviárin. í
dag eru 1100 manns á biðlistum eft-
ir vistunarrými. Vafalaust má leysa
vanda stórs hluta þessa hóps með
öflugri heimaþjónustu en nú er, og
þannig komast hjá því að raska því
lífi sem fólkið hefur hingað til lifað.
Sögur af öldruðu fólki sem sent
er heim af sjúkrahúsum inn á heim-
ilin aftur, því ekki fæst vistun á
hjúkrunardeild eru svo óhugnan-
Iegar að ekki verður við unað. Við
verðum einnig að huga að því
hvernig hægt er að auðvelda öldr-
uðum að skipta um húsnæði, selja
stóra húsið sitt, eða breyta því
þannig að nýtist betur þörfum þess
aldraða. Við verðum líka að tryggja
hinum öldruðu mannsæmandi líf-
eyri með tryggingabótum og bótum
úr lífeyrissjóðum. í dag eru 40% af
þeim sem eru 67 ára og eldri með
fulla tekjutryggingu, og hafa því
engar eða sáralitlar eigin tekjur.
Þetta er um 9000 manns.
Velferðarþjóðfélagið má heldur
ekki gleyma þeim sem minnst mega
sín, þeim sem fatlaðir eru. Um 2000
öryrkjar í landinu hafa nú lítið ann-
að sér til framfærslu en lífeyri al-
mannatrygginga. Halda verður
áfram uppbyggingu á þjónustu fyr-
ir fatlaða sem grunnur var lagður
að með lögum um málefni fatlaðra
og gæta þess að þarfir einstaklings-
ins séu ætíð í fyrrúmi.
Málefni einstæðra foreldra hafa
mjög verið í brennidepli á undan-
förnum árum. Oftast eru þetta
mæður sem ala önn fyrir börnum
sínum með illa launaðri vinnu og
litlum stuðningi frá föður. Með-
lagsgreiðslur nægja nú fyrir
greiðslu á dagvistunarrými, þannig
að allan annan kostnað verður
móðirin að greiða. Með skattíviln-
unum hefur nokkuð verið létt und-
ir, barnabótum og forgangi þessa
hóps að dagvistunarrými og skóla-
dagheimilum. Nauðsynlegt er að
styðja við bakið á einstæðum for-
eldrum með öllum hugsanlegu
móti, og tryggja það að börn sem
alin eru upp hjá einu foreldri þurfi
ekki að líða fyrir það á nokkurn
hátt.
Framtíð þjóðfélagsins veltur á
því hve mikla rækt það leggur við
uppeldi yngstu kynslóðarinnar og
hvaða möguleika það veitir henni til
vaxtar og þroska. Menntun og
skólaganga eru ein meginnauðsyn
atvinnulífs og samfélags. Fjárhagur
búseta og félagsumhverfi mega ekki
valda því að fólk fari á mis við
skólagöngu. Við verðum að leggja
aukna áherslu á verkmenntun og
starfsþjálfun fólks og greiða fyrir
fullorðinsfræðslu og endurmennt-
un, svo að fólk geti bætt sér upp þá
skólagöngu sem það fór á mis við
fyrr á ævinni og lagað sig að breyt-
ingum á vinnumarkaði. Efla þarf
starfsfræðslu í skólum og nánari
tengsl verða að skapast milli skóla
og atvinnulífs. Offramleiðsla há-
skólafólks má ekki verða á kostnað
samdráttar verkmenntunar og
menntunar í þeim greinum sem at-
vinnulíf þjóðarinnar byggir á. Við
verðum að tryggja það að skóla-
kerfið standi öllum til boða, að
kostnaður við menntun sé greiddur
af almannafé, og að fólki verði með
réttlátum lántökum gert mögulegt
að stunda framhaldsnám. Benda
má á þá miklu lyftistöng sem Lána-
sjóður íslenskra námsmanna hefur
verið íslensku námsfólki, fólki sem
ella hefði ekki getað stundað fram-
haldsnám af fjárhagsástæðum.
Hann hefur gert fólki úr alþýðustétt
mögulegt það sem áður var ómögu-
legt, ekki hvað síst konum. í dag eru
konur í öllum deildum í meirihluta
á fyrsta ári i Háskóla íslands, nema
verkfræði og raunvísindadeild.
Þetta er ef til vill tímanna tákn.
Við þurfum að tryggja valddreif-
ingu til að auka hlutdeild almenn-
ings í stefnumótun, aðhald hans að
stjórnendum og beint samband
hans við stórnvöld og almanna-
stofnanir. Efla verður sjálfsstjórn
heimamanna í byggðarlögum og
landshlutum og einfalda hið flókna
ríkisbákn og auka ábyrgð lýðkjör-
inna fulltrúa á öllum stigum stjórn-
sýslu. Við verðum að tryggja að
stjórnsýsla sé hafin yfir sérhags-
muni og uppræta klíkuskap við
ákvarðanatöku. Við verðum að
tryggja að allir séu jafnir fyrir lög-
unum og að dómstólar og löggæsla
sé óvilhöll. í utanríkis og varnar-
málum tel ég að sú stefna sem AI-
þýðuflokkurinn hefur fylgt þjóni
best hagsmunum og öryggi þjóðar-
innar.
Alþýðuflokkurinn er í sókn.
Hann hefur nú tækifæri til að verða
hinn raunverulegi flokkur alþýðu
þessa lands, undir merki jafnaðar-
stefnu. Jafnaðarstefnan felur i sér
hugsjónir lýðræðis og félagshyggju.
Markmiðið er að koma á þjóðfélagi
þar sem ríkir jafnrétti allra til fram-
leiðslugæðanna. Látum draumana
rætast undir öflugri forystu fólks
sem berst undir merkjum lýðræðis
og félagshyggju.
Ég býð mig fram í fjórða sæti á
framboðslista flokksins í komandi
kosningum, og tel að ég geti vegna
reynslu minnar, starfa og þekkingar
komið að liði. Ég óska eftir stuðn-
ingi ykkar til að svo megi verða. Ég
við ykkur um að hugsa um heill
flokksins í framtíðinni þegar þið
metið það hvernig framboðslisti
komandi kosninga verði sem
sterkastur. Nú veltur á að vel takist
til. Ég vil að lokum þakka það
traust sem mér hefur verið sýnt og
þann stuðning sem fólk hefur veitt
mér á undanförnum dögum og vik-
um.