Alþýðublaðið - 29.11.1986, Síða 6

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Síða 6
6 Laugardagur 29. nóvember 1986 Ræöur frambjódenda í prófkjöri Alþýöuflokksins í Reykjavík: Mannleg samábyrgð og markaðsbúskapur Jón Sigurðsson Fyrst af öliu langar mig til að þakka það mikla traust, sem þið hafið sýnt mér með því að velja mig í fyrsta sæti á framboðslista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík við næstu þingkosn- ingar. Eg met þetta traust mikils og finn sterkt til þeirrar ábyrgðar, sem því fylgir að takast þetta verk á hendur. Það er ekki laust við, að mér vaxi í augum sá vandi, sem fylgir því að taka við sæti formanns flokksins, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, á listanum — sæti, sem áður hafa lengst skipað þeir Gylfi Þ. Gíslason og Haraldur Guðmunds- son. En þótt forystan sé mikilvæg, þarf fleiri til. Mér finnst gott til þess að vita, að ég er þátttakandi i sam- eiginlegu starfi margra og mun njóta ykkar liðsinnis til þess að gera veg Alþýðuflokksins sem mestan í komandi kosningum. Það, að svo eindregin samstaða hefur náðst um þrjú efstu sæti list- ans, sem raun ber vitni, er til marks um tvennt. I fyrsta lagi, að nú ríkir meiri eining um stefnu og starf flokksins en oft áður. Það er til dæmis mikið ánægjuefni, að þeir, sem áður störfuðu í Bandalagi jafn- aðarmanna, hafa nú flestir gengið til samstarfs við Alþýðuflokkinn. í öðru lagi vil ég nefna, að forystu flokksins — ekki síst formannin- um, Jóni Baldvin — hefur með sannfæringarkrafti tekist að stór- auka fylgi flokksins og fá nýja menn til liðs við sig. Ég, sem hér stend, er einn þeirra. Ég er viss um, að ástæðan fyrir fylgisaukningu Alþýðuflokksins á síðustu misserum er fyrst og fremst sú, að í stefnu flokksins er tekið á þeim málum, sem varða allan al- menning, á þann hátt, að málflutn- ingurinn nær eyrum fólks. Menn skilja nú betur en áður, hversu mik- ilvægt það er, að auka áhrif jafnað- arstefnunnar í stjórn landsins. Kjarni jafnaðarstefnunnar Inntakinu í nútímastefnu jafnaðar- manna má ef til vill best lýsa með orðunum: Mannleg samábyrgð og markaðsbúskapur. Athafnafrelsi, valddreifing og samstilling í efna- hagslífinu með frjálsum verð- ákvörðunum en ekki valdboði eru ekki eingöngu forsendur góðs ár- angurs í efnahagsmálum heldur er þetta samofið sjálfu lýðræðinu og fjölbreytni í menningu og þjóðlífi. Því fer fjarri, að það að vilja treysta meira á markað en miðstýr- ingu í efnahagslífinu en nú er gert sé ósamrýmanlegt þeirri hugsjón jafnaðarmanna, að ríkið eigi að láta sig tekjuskiptinguna varða og sjá til þess að sameiginlegum þörf- um sé vel sinnt. Þvert á móti þurf- um við þróttmikið atvinnulíf, sem í meginatriðum byggist á markaðs- búskap til þess að geta styrkt vel- ferðarkerfið og treyst innviði þess. Það er aðalsmerki stefnu lýðræð- isjafnaðarmanna í efnahagsmál- um, að hún er óbundin af kreddum og sérhagsmunum og leitar á hverj- um tíma bestu lausna frá sjónar- miði almannahagsmuna. Ríkið ger- ir mest gagn með því að leggja áherslu á almennar aðgerðir og jafnvægisstefnu — ekki möndl og millifærslur eða niðurgreiðslur og framleiðslustyrki. Ríkið á að tryggja réttlátari skiptingu lífsgæða en leiða myndi af taumlausum markaðsbúskap, gæta þess að ekki sé gengið of nærri sameiginlegum náttúruauðlindum, stuðla að heil- brigðum viðskiptaháttum og sam- keppni í atvinnulífinu. Jafnframt á það að vera vörður jafnréttis, mannúðar og menningar. Hvert barn sem fæðist og okkur er falið til forsjár á að fá að þrosk- ast í samræmi við hæfileika sína. Markmið okkar jafnaðarmanna er réttlátt og gott þjóðfélag, þar sem allir geta borið höfuðið hátt. Til- gangur velferðarsamfélagsins, sem við viljum verja og treysta, er að draga úr öryggisleysi og kvíða fyrir komandi degi. Þannig er það upp- spretta frelsis og sjálfsvirðingar ein- staklingsins. Verkefnin framundan En hvernig eiga þessi almennu sjón- armið við veruleika þjóðmálanna eins og hann blasir nú við? Á sviði efnahagsmála er afar mikilvægt að tryggja framhald þeirrar hagstæðu þróunar, sem ver- ið hefur á þessu ári. Aukinn fiskafli og batnandi viðskiptakjör ásamt skynsamlegum kjarasamningum í ársbyrjun hafa leitt til þess, að dreg- ið hefur úr verðbólgu og viðskipta- halla og hagvöxtur orðið verulegur. En þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun frameftir ári má nú sjá ýmis hættu- merki í þjóðarbúskapnum. Verð- hækkanir hafa að undanförnu orð- ið meiri en vænst hafði verið og fólkseklu og launaskriðs gætir í ýmsum greinum atvinnulífsins. Þessi þróun skekkir enn launakerf- ið, sem var þó skakkt fyrir, og gæti valdið viðskiptahalla á næsta ári. Við þessar aðstæður er mikilvægt, að ríkið beiti áhrifum sínum til þess að draga úr þenslu. Gætni þarf að ráða í ríkisfjármálum, þannig að vel sé farið með almannafé og því beint í brýnustu verkefni. Jafn- framt þarf að vera tryggt, að nægar tekjur séu fyrir gjöldum án þess að gjaldendunum sé ofþyngt með sköttum. Slík fjármálastefna ásamt aðhaldssamri stefnu í peningamál- um, sem við ríkjandi aðstæður hlýtur að byggjast á jákvæðum og breytilegum raunvöxtum, er nú nauðsynleg til að hamla gegn þenslu. Þannig er unnt að skapa þær aðstæður í efnahagslífinu, sem einar geta leitt til farsællar niður- stöðu í kjarasamningum á næsta ári. Markmiðið er að tryggja kaup- mátt, jafnvægi í viðskiptum við út- lönd, framhald hjöðnunar verð- bólgu og koma fram leiðréttingu á launakerfinu. Ekki síst er þörf á að bæta hlut kvenna og annarra, sem lágar tekjur hafa. En ábyrgðin á kjaramálum á fyrst og fremst að hvíla á frjálsum og ábyrgum verka- lýðsfélögum og viðsemjendum þeirra — ekki ríkinu. Ríkið þarf hins vegar fyrir sitt leyti að koma fram almennum umbótum í skatta- og tryggingamálum, sem miða í sanngirnisátt. Tilllögur til úrbóta Jafnaðarmenn hafa sett fram til- lögur, sem miða að því að bæta stjórnarfarið, treysta og endurbæta velferðarkerfið og stuðla að heil- brigðu og þróttmiklu atvinnulífi, þegar horft er til framtíðar. Mig langar að nefna sérstaklega fjögur atriði: Nýtt skattakerfi Fyrst eru það tillögur um nýtt og réttlátt skattakerfi: Tekjuskatt- ur og útsvar ættu að leggjast á sama stofn með einföldum hætti; skatthlutföll af venjuleg- um tekjum þurfa að lækka; at- vinnu- og eignatekjur verði skattlagðar eins; komið verði á staðgreiðslu beinna skatta; tek- inn verði upp virðisaukaskattur með sem fæstum undanþágum í stað söluskatts og skattmeðferð atvinnuveganna samræmd. Núverandi skattakerfi er ekki bara ranglátt heldur er það einn- ig beinlínis óskynsamlegt að því leyti, að rótgrónum atvinnu- greinum er hlíft við sköttum, en nýjar greinar — greinar framtíð- arinnar — eru skattlagðar og þar með haldið aftur af þeim. Núverandi skattakerfi byggir því miður meðal annars á því að skattleggja heiðarleika manna og framtíðina. Samhliða ein- földun skattanna þarf einnig að vinna ötullega gegn skattsvik um. Sannleikurinn er sá, að í mörg ár nefur engin heildar- stefna verið mótuð í skattamál- um. Hver bráðabirgðalausnin hefur rekið aðra. Þessu þarf að breyta, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Sanngjarn lífeyrisréttur Ég nefni næst samræmdan líf- eyrisrétt fyrir alla landsmenn, sem er mikið mannréttindamál. Það þarf að finna gott skipulag og öruggan fjárhagsgrundvöll fyrir lífeyriskerfið til frambúð- ar. Það er ekki nóg, að menn rumski á hátíðastundum og fyr- ir kosningar með fögrum lof- orðum um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Orðin ein eru fáný; — það eru verkin, sem beðió er eftir. Verk feðra okkar og mæðra skópu okkur betri lífsk;ör en þau nutu sjálf. Nú er það okkar að tryggja þeim sóm.isamlegan lífeyrisrétt og komandi kynslóðum öruggari framtíð. Mér finnst, að jafnaðarmenn hafi sérstöku hlutverki að gegna í þessu máli. Fyrir hálfri öld beittu þeir sér fyrir setningu al- þýðutryggingalaga, sem að mörgu leyti marka upphaf vel- ferðarríkis hér á landi i nútíma- skilningi. En eins og Haraldur Guðmundsson, sem flutti al- þýðutryggingarmálið sem ráð- herra fyrir Alþýðuflokkinn árið 1936, sagði: „Löggjöf um al- þýðutryggingar verður aldrei fullsamin. Eigi hún að ná til- gangi sínum verður hún að breytast með breyttum tímum“. Því miður hefur hún ekki gert það á síðari árum. Jafnaðar- menn geta vissulega litið með nokkru stolti til fortíðarinnar í þessum efnum, en nú er áríð- andi að tryggja framtíð lífeyris- málsins. Til þess þurfa jafnað- armenn að komast til áhrifa í stjórn landsins. Húsnæðismálin Á æviskeiðinu fylgjast fjárhags- byrðar og tekjuöflun ekki alltaf að. Þetta kemur hér á Iandi einna gleggst fram við öflun húsnæðis fyrir fjölskylduna. Þennan mun á tekjum- og út- gjaldaþörf heimilanna yfir starfsævina þarf hið opinbera að hjálpa þeim að jafna með sanngjörnum kjörum. Að und- anförnu hefur húsnæðislána- kerfið verið eflt. Framundan er það verkefni að skipuleggja það betur með þarfir heimilanna fyrir augum, bjóða upp á sveigj- anlegri kjör við öflun húsnæðis, bæði með kaupleigumálum og leiguréttarformi auk hins hefð- bundna séreignarforms. Sam- tímis þarf að huga að fjáröflun til húsnæðiskerfisins á ábyrgan hátt. Völd heim í hérað í stjórnkerfinu þarf að flytja völd og ábyrgð heim í hérað til sveitarstjórna og samtaka þeirra. Sveitarfélögin sækja vald sitt beint til þegna sveitarfé- lagsins. Við eigum að auka sjálf- stæði sveitarfélaga og gefa þeim aukið svigrúm til tekjuöflunar og útgjaldaákvörðunar. En til þess, að þau geti veitt fólki góða þjónustu, þurfa þau yfirleitt að stækka, og þeim að fækka, á næstu árum. Ákvörðunarvald og fjárhagslega ábyrgð á að færa sem næst þeim, sem eiga að búa við afleiðingar ákvarð- ananna, jafnt í þessum málum sem öðrum. Þar með er ég ein- mitt kominn aftur að fjárstjórn og efnahagsmálum. Ný atvinnustefna Til þess að íslendingar geti notið góðra lífskjara, staðið straum af velferðarkerfinu og haldið uppi menningarsamfélagi, þarf að haga stjórn efnahagsmála á þann veg, að framleiðslu- og markaðsmöguleik- ar þjóðarbúsins séu nýttir sem best. Reynsla okkar sjálfra og annarra lýðræðisþjóða sýnir, að frjálsræði í viðskiptum og atvinnulífi er traust- asta undirstaða efnahagslegra framfara. Við þurfum að bæta skipulag hagkerfisins og leysa úr læðingi athafnavilja og framtak- semi með því að auka frelsi og markaðsbúskap í atvinnulífi og við- skiptum. Til þess að örva nýsköpun í atvinnulífinu gerir ríkið mest gagn með því að styrkja rannsóknir og þróunarstarf og taka frumkvæði eingöngu þar sem aðrir hafa ekki bolmagn til framkvæmda; og alltaf með það í huga, að það dragi sig út úr atvinnurekstri, þegar aðrir geta tekið við á eigin ábyrgð. Frjáls og ábyrg verkalýðsfélög gegna afar mikilvægu hlutverki í at- vinnulífinu. Finna þarf nýjar leiðir til að semja um kaup og kjör, þann- ig að ákveðin sé sanngjörn skipting framleiðsluverðmætisins á hverjum vinnustað án verðbólgu. Því stöð- ugleiki í efnahagslífinu er mikilvæg forsenda framfara. En hvað er það, sem helst kemur til álita að þessu leyti í helstu grein- um atvinnulifsins? Á sviði sjávarútvegs vil ég nefna, að ákvörðun fiskverðs verði frjáls- ari en verið hefur, meðal annars með stofnun uppboðsmarkaða. Rýmkað verði um heimildir til að versla með veiðileyfi, sem úthlutað verði til lengri tíma en tíðkast hefur. í landbúnaði verði horfið frá fram- leiðslustyrkjum og niðurgreiðslum búvöru. Bændum verði hins vegar veittur stuðningur til að fást við annað en hefðbundna búvörufram- leiðslu. JLosað verði um búvöru- verðsákvarðanir og ríkið dragi sig út úr ábyrgð á verði og sölu á bú- vöru. Markmiðið ætti að vera, að ná jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs á búvörum innanlands fyrir tilstilli verðs en ekki valds. Auðvitað myndi þetta þýða breyt- ingar i landbúnaði, en það er mikill misskilningur, að slík stefna sé fjandsamleg bændum. Þvert á móti myndi hún leiða í Ijós þann mátt, sem íslenskur landbúnaður býr yfir, en fær ekki að njóta sín nú. Á sviði iðnaðar, þjónustu og við- skipta þarf aukið frjálsræði og samkeppni. Þess vegna er til dæmis mikilvægt að sú kreppa, sem Út- vegsbankinn hefur lent í, verði til- efni til raunverulegra umbóta á skipulagi bankanna. Við þessar skipulagsbreytingar þarf meðal annars að taka tillit til sjónarmiða starfsfólks bankanna. Úr ríkis- bankarekstri þarf að draga og koma á fót öflugum hlutafjár- banka, sem geti veitt alhliða þjón- ustu á eigin ábyrgð, en ekki ríkisins. Hér dugir ekki hálfkák. Við endur- skipulagningu bankakerfisins þarf einnig að kanna vandlega með hverjum hætti mætti leyfa erlend- um bönkum að stunda hér banka- starfsemi, sem veiti innlendum bönkum samkeppni og aðhald. Sama gildir um það, að erlendum aðilum verði veitt aukið svigrúm til að leggja áhættufé í íslenskt at- vinnulíf, auðvitað að því tilskildu, að yfirráð Islendinga yfir auðlind- um til sjós og lands séu jafnan tryggð. Á sama hátt ættu íslending- ar líka að fá að ávaxta sparifé sitt í erlendum eignum í ríkara mæli en verið hefur. Mér finnst tími til kom- inn að fylgja eftir á fleiri sviðum þeirri fríverslunarstefnu, sem Al- þýðuflokkurinn, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, átti svo ríkan þátt í að móta á sjöunda áratugn- um. Þá mun skapast nýtt andrúms- loft í þjóðfélaginu, þjóðartekjur fara vaxandi og skilyrði skapast til framfara í félags- og menningar- málum. Framþróun, framfarir, er einmitt það sem gerir óskir og vonir að veruleika: Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota hann Island og umheimurinn Framtíð okkar og öryggi er mjög undir því komið, að friður ríki í heiminum; að sambúð og viðskipti þjóða séu með þeim hætti, að hver þjóð, þótt hún sé fámenn og vopn- laus, fái að starfa í friði að sínum málum og sjálf að ráða í landi sínu. Fundur leiðtoga stórveldanna sem hér var haldinn í síðasta mánuði, minnti okkur á, hversu mikilvægt það er að úr spennu dragi í sam- skiptum þeirra í milli og vígbúnað- arkapphlaupinu linni. Við erum stöðugt á það minnt, að ráði ofbeldi og hnefaréttur í heiminum, er hlut- ur smárra þjóða ótryggur og sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra í hættu. Því miður er engin þjóð lengur fjarri heimsins vígaslóð, ef til átaka kemur. Fjarlægð frá öðrum lönd- um er engin vörn, og hefur ekki ver- ið um langt árabil. íslendingar eiga að vera fastheldnir á þá farsælu stefnu í utanríkismálum, sem fylgt hefur verið um langan tíma og byggist á þátttöku í varnarsamstarfi vestrænna ríkja og náinni sam- vinnu við Norðurlandaþjóðir. Al- Framh. á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.