Alþýðublaðið - 29.11.1986, Side 13

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Side 13
Laugardagur 29. nóvember 1986 13 Enn um Toscu Ég var áður búin að fjalla um óperuna Toscu hér í blaðinu. Hins vegar hafa henni bætzt nýir kraftar, sem ég ætla að fara um nokkrum orðum. Það var á föstudagskvöldið í fyrri viku, sem þau Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Robert W. Becker tóku við tveimur stærstu hlutverkunum í óperunni, að undanskildu hlutverki Maries, sem er enn í öruggum höndum Kristjáns Jóhannssonar. Það var annars makalaust að hlýða á Kristján þetta kvöld, því að hann fór á kostum og heillaði áhorfenda- skarann upp úr sætunum. Það sama má reyndar segja um nýliðann Elínu Ósk í hlutverki Toscu — la femme fatala. Elín Ósk er kornung og stundar enn nám á Ítalíu. Hún hefur silfurtæra rödd, sem unun er að hlýða á, og þegar hún söng hina frægu aríu „Visse d’arte“ voru áhrifin slík, að manni rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Auk þess hefur Elín Ósk með- fædda hlýju og einlægni, sem veitir túlkun hennar aukna dvDt. Hins vegar fannst mér hreyfing- um Elínar ábótavant. Einhver stífni yfir axlirnar spilltu fyrir áhrifa- mætti leiks hennar. Með góðri þjálfun og dansnámi væri Elínu ekki skotaskuld úr því að ráða bót á þessu. Aukaatriði, en skiptir samt miklu máli í sviðsleik. Tosca er þroskuð kona, flókinn persónuleiki. Hún er óskahlutverk hverrar söngkonu, hlutverk sem þær dreymir um, en kannski ekki fyrr en undir lok söngferils síns. Elín Ósk byrjar hins vegar á Toscu. Það er djarfleg ákvörðun, bæði af þeim, sem stjórna óperunni og ekki síður söngkonunni sjálfri. En hver láir henni? Tækifærin eru ekki mörg. Elín Ósk er of ung í hlutverk Toscu, en nú vitum við samt, hvers við megum vænta af henni í fram- tíðinni. Ef Robert Becker hefði verið heill heilsu þetta kvöld, þá er ég viss um, að hann hefði notið sín í hlutverki hins hamslausa og afbrýðisama Scarpia. Leikurinn var glæsilegur, en röddin litlaus og náði ekki að hrífa. Það er dapurlegt að fá loksins tækifæri og láta þá flensuna leggja sig að velli. En hver veit, eflaust er flensan liðin hjá og Becker kominn í réttan ham. Ekki má gleyma að þakka Guð- mundi Emilssyni, sem nú hefur tek- ið við stjórninni á öllu heila gallerí- inu, þ.e.a.s. hljómsveitog söngfólki. Ekki verður annað sagt en að Guð- mundur hafi staðið sig vel, þó að hljómsveitin væri svolítið þung- lamaleg á köflum þetta kvöld. Hins vegar hafði Guðmundur hemil á hljómsveitinni, þannig að hún yfirgnæfði ekki söngvarana, eins og oft vill brenna við. Hann stjórnaði sem sé, og það af miklum krafti og smekkvísi. Ekki verður annað sagt en að sýningin hafi gengið snurðulaust og hafi enn fágað yfirbragð þrátt fyrir nokkurn fjölda sýninga. Htísið var þéttsetið áhorfendum, sem risu allir úr sætum undir lokin og hylltu listamennina. Bryndís. Róbert W. Becker í hlutverki Scarpia og Elín Ósk Óskarsdóttir í hlutverki Toscu. Að breyta um lífsstíl Myndirnar eru úr ballettinum Amalgam, eftir Hlíf Svavarsdóttur. Islenzki listdansflokkurinn: Listdanssýning dansahöfundar: Hlíf Svavarsdóttir og Nanna Ólafsdóttir Tónlist: Lárus Halldór Grímsson, George Crumb og Olivier Messiaen Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson, Joop Stokvis og Huub van Gestel Lýsing: Páll Ragnarsson Sýningarstjóri: Kristín Hauksdóttir Þrátt fyrir basl og vonleysi í fjár- málum er íslenzki dansflokkurinn greinilega ekkert á því að gefast upp. Sjaldan eða aldrei hefur hann verið í betri þjálfun. Yfirbragð flokksins er stílhreint og fágað. Hann hefur sem heild náð meiri léttleika en nokkru sinni fyrr. í síðustu viku tróð íslenzki dans- flokkurinn upp í Þjóðleikhúsinu. Sýningar urðu þrjár. Að þessu sinni voru eingöngu sýnd íslenzk verk. Hið fyrsta á efnisskránni var „Ögurstund" eftir Nönnu Ólafs- dóttur, en hún starfar að jafnaði við íslenzka dansflokkinn. Nanna hef- ur eins og fleiri látið heillast af tón- list Messiaen, en engu að síður fannst mér það djarft af henni að reyna að færa tónlistina yfir í lif- andi form, gefa henni Iíf í mannleg- um ástríðum. Til þess er hún of tor- ræðin venjulegu mannseyra. Enda fór það svo, að dansatriðin voru sundurlaus, það var engin stígandi í verkinu, engin saga sögð, heldur eingöngu lögð áherzla á umbúnað- inn, formið. Nanna byggir dans sinn á hefðbundnum stíl, sem hún gerir þó tilraun til að rjúfa. Við það verður verkið svolítið samhengis- laust. Engu að síður voru formin und- urfögur, glaðningur fyrir augað. Eindans Katrínar í lokin var mjög áhrifaríkur, dansaður af töluverð- um leikrænum tilþrifum. Þá fyrst var eins og angistin, sem er undir- tónninn í tónlist Messiaen, kæmi til skila. Augljóst var, að tekizt hefur góð samvinna með dansahöfundi og þeim, sem bjuggu verkinu umgerð. Bæði lýsing og búningar undir- strikuðu formin, hin svífandi abstrakt form. Andlitin voru í skugga. í næsta verki, „Amalgam", fannst mér hins vegar hugmyndin að búningunum góð en útfærslan slæm. Óþægilegur klæðnaður truflaði áhrif verksins, þó að mér fyndist það persónulega skemmti- legasta viðfangsefni kvöldsins. Hlíf Svavarsdóttir er fyrir löngu orðin eftirsóttur dansahöfundur í því landi, sem hún hefur lengst af starfað í, Hollandi. Er mikill fengur að því að fá hana til liðs við flokk- inn. Vonandi heldur hún áfram að leiðbeina honum í framtíðinni. Mér fannst tónlist Lárusar Grímssonar skemmtilega geðveikis- leg. Taktföst, ærandi, nútímaleg, magnast stig af stigi, þar til hún rís í einu skerandi ópi. Slík tónlist býð- ur ekki upp á margbrotna túlkun, en engu að síður er hún spennandi viðfangsefni, og Hlíf nýtti sér það út í æsar. Aftur voru það bara form, en að þessu sinni militarisk, grimm, árásargjörn. Ég hefði viljað sjá þennan dans í öðru umhverfi, innan um bandóða unglinga, popp- ara og mótorhjólagæja. Broadway, Torgið, eða hvar sem var nema í Þjóðleikhúsinu. Seinna verk Hlífar er gerólíkt. Þar er kafað í innstu djúp sálar- fylgsna, mannlegar ástríður túlkað- ar á opinskáan og einlægan hátt. í þessum ballett eru fjögur aðalhlut- verk. Þau eru í höndum þeirra Katrínar Hall, Guðmundu Jóhann- esdóttur, Patricks Dadey og Arnar Guðmundssonar. Katrínu lætur vel að draga fram hið ljóðræna í túlkun sinni. Hreyfingar eru léttar og leik- andi en samt dramatískar. Katrín dansar með öllum líkamanum. Stundum hefur mér fundizt hinir löngu armar Guðmundu vera til trafala, en að þessu sinni tókst höf- undi að nýta til fulls hina sérkenni- legu hæfileika hennar, og hef ég aldrei séð Guðmundu gera betur. Patrick Dadey er óvenju karlmann- legur dansari. Hann hefur bæði mýkt, kraft og hörku og vakti verð- skuldaða hrifningu áhorfenda. Árum saman hefur Örn Guð- mundsson verið eini fastráðni karl- dansari flokksins, og hefur hann hvað eftir annað sýnt mjög góð til- þrif. Hins vegar fannst mér að þessu sinni gæta þreytu í hreyfing- um Arnar. Hann var þungur á sér, virkaði annars hugar. Og skyldi engan undra. Það er Örn sem hefur veg og vanda af af- komu flokksins, og eins og aðrir hefur hann áhyggjur af framtíð- inni. Það blæs ekki byrlega fyrir dansflokknum um þessar mundir frekar en annarri menningarstarf- semi í þessu landi. Það eru ekki bara veggir og útbyrði Ieikhússins, sem eru látnir molna, heldur býr öll innri starfsemin við ömurlegan fjárskort, sem hefur lamandi áhrif Iangt út I samfélagið. Þrátt fyrir góða þjálfun, ný við- fangsefni var samt einhver doða- blær yfir sýningu dansflokksins að þessu sinni. Hann er kominn að endimörkum tilveru sinnar í óbreyttri mynd. Því er ekki að neita, að flokkurinn hefur staðnað. Hann kemst ekki lengra án þess að ger- breyta um Iífsstíl, fá nýtt blóð. Því er ekki ólíkt farið með dansflokk- inn og pólitíska flokka (ég nefni engin nöfn). Ef fólkið kemur ekki í flokkinn, þá verður flokkurinn að fara til fólksins. Allir verða að þekkja sinn vitjunartíma, hvort sem það eru pólitískir foringjar eða sólódansarar. Það verður að opna flokkinn, hleypa hæfileikafólki að, fylgjast með takti tímans. Ef við skoðum áhorfendahóp dansflokksins, þá sjáum við, að hann hefur lítið breytzt frá því að flokkurinn hóf göngu sína (píslar- göngu, liggur mér við að segja). Af hverju bætist ekki i þennan hóp? Af því að flokkurinn hefur ekkert nýtt að segja, hann er farinn að endur- taka sig í sífellu. Gerbreyta um lífsstíl, sagði ég. Hvernig væri að brjótast út, skipta um umhverfi? Hvernig væri að reyna að ná til þeirra hópa, sem aldrei fara í leikhús, en eru þó leit- andi að einhverju tjáningarformi? Nú er rétti tíminn, því að einmitt þetta prógram skírskotar sterkt til nútímaþankagangs. Mér dettur í hug LR skemman, gamli Búrskál- inn á Melunum. Þar hefur Leikfé- lagið hreiðrað um sig, því skyldi dansflokkurinn ekki fá þar aðstöðu líka? Sakar ekki að reyna. Úti um allan bæ eru ótal skemmur og gím- öld, sem vantar einhvern tilveru- grundvöll. Á þann hátt tækist ís- lenzka dansflokknum að vekja for- vitni og áhuga. Ég bendi góðfúslega á, að AI- þýðuflokkurinn (þar sem þetta er skrifað fyrir Alþýðublaðið) var líka einu sinni lítill og staðnaður. En með því að beita nýjum aðferðum og opna flokkinn, prédika á verts- húsum og kaffistofum tókst honum að lokum að ná eyrum fólksins. Hann er ekki litill lengur. Hvernig væri, ef íslenzki dansflokkurinn gerði eins? Bryndís if! LAUSAR STÖÐUR HJÁ 'iv REYKJAVIKURBORG Tvö ný vistheimiii fyrir börn. Við óskum eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn á nýju heimilin. — fóstrur, þroskaþjálfa og annað fólk með uppeldis- fræðilega menntun. Sérstök áhersla verður lögð á vinnu með börn og foreldra. Um er að ræða vakta- vinnu (morgun og kvöldvaktir). — ráðskonu og aöstoðarmanneskju I eldhús. — næturvaktir — hér getur verið um hlutastarf að ræða. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9,5 hæð, ásérstökum eyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 8. des. nk. Upplýsingar um störfin veita forstöðukonur á Vist- heimili barna að Dalbraut 12, s 31130 og Helga Jó- hannesdóttir félagsráðgjafi s. 685911.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.