Alþýðublaðið - 29.11.1986, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Qupperneq 15
Laugardagur 29. nóvember 1986 15 Jón Bragi Framh. af bls. 5 dómara. Og sama gildir auðvitað um öll ráð, nefndir og stofnanir framkvæmdavaldsins. Það er orðið svo brýnt að breyta vinnubrögðum að þessu leyti að það þolir enga bið. Mörg fleiri atriði af sama toga mætti nefna, en ég læt þau bíða til síðari tíma. Ég vil þó vara við að umræða um siðferði í stjórnsýslu er vandasöm. Hún má ekki verða óvægin, því að þá er hætt við að hún verði sjálf siðlaus. Hvernig líður lýðræðinu á ís- landi, einum af hornsteinum jafn- aðarstefnunnar? Ekkert alltof vel. Raunar má segja, að við búum ekki við lýðræði á Islandi heldur forræði. Hvenær fékkst þú síðast að greiða atkvæði um mál sem þig varðar? Líklega hefur þú aldrei fengið að gera það — og þó ef þú ert einn af þeim heppnu þá hefur þú e.t.v. feng- ið að greiða atkvæði um hundahald í þéttbýli eða útsölustaði Á.T.V.R. og þar með er það upp talið, að ég hygg. Þetta er kallað forræði. Þú afsal- ar þér öllum völdum á fjögurra ára fresti. Finnst þér þetta rétt? Er þetta nauðsynlegt? — Nei þetta er hvorki rétt né nauðsynlegt. Þetta var nauðsynlegt áður fyrr, en nú eru samgöngur góðar — fjar- skipta- og úrvinnslutækni á það háu stigi að það er vandalítið fyrir okkur öll að greiða atkvæði um öll mikilvægustu mál þjóðarinnar og sum þau.lítilvægari. Til dæmis: Á að leggja niður launamannaskatt- inn? A að taka upp staðgreiðslu- kerfi skatta? Á að taka upp virðis- aukaskatt? Á að leyfa söíu bjórs á Islandi? o.s.frv. Þessi og mörg önn- ur mál snerta okkur með svo bein- um hætti að við eigum að tjá okkur um þau í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það er barnfæddur réttur okkar. Hvað er að frétta af jafnrétti á ís- landi, öðrum hornsteini jafnaðar- stefnunnar? Ég á von á því að Lára segi okkur eitthvað af jafnréttis- málum kvenna hér á eftir, en mig langar til að víkja að þeirri hlið sem að okkur Reykvíkingum lýtur. Hve lengi ætlum við að þola það að hafa Vi til 1/5 af atkvæðavægi annarra Iandsmanna í alþingiskosningum. Slíkt óréttlæti, sem hér tíðkast í kosningum til löggjafarþingsins er þjóðinni til skammar. Stjórnarskrárnefndin marg- fræga var með tilburði til þess að laga þetta og ýmsa aðra þætti í stjórnarskrá okkar íslendinga, en það var eingöngu kák og klúður. Sannleikurinn er sá að við þurf- um að efna til þjóðfundar um stjórnarskrána núna, sem sjálfstæð og fullvalda þjóð en ekki vera sífellt að reyna að tjasla upp á þá óveru sem danskur konungur gaf okkur. Nú er ég búinn að eyða mestu af mínu púðri í ýmis grundvallaratriði jafnaðarstefnunnar og ekkert far- inn að ræða ýmis aðkallandi áhuga- mál okkar Alþýðuflokksfólks eins og skattamál, launamál, húsnæðis- mál og atvinnumál. Ég vil segja nokkur orð um þessa málaflokka en árétta samt að ég hygg að við komumst skammt á veg, ef við tök- um ekki til og gerum hreint fyrir dyrum á stjórnsýsluheimili okkar og í opinberu lífi. Skattakerfi okkar er sprungið. Sá launamannaskattur, sem nefndur er tekjuskattur er svo ósanngjarn, vegna sviksemi hluta þegnanna að vart kemur annað til greina en að leggja hann niður. Ef aðrar lausnir eru til betri þá verða þær að koma og koma fljótt. Húsnæðismálin eru ennþá óleyst og raunar eitt mest aðkallandi vandamál sem við eigum við að glíma. Með stóru kerfisbreyting- unni yfir í raunvexti fyrir um áratug síðan riðlaðist öll viðmiðun og við höfum ekki náð áttum síðan. Að þessu leyti búa tvær þjóðir í land- inu. Sú sem byggði fyrir raunvexti og sú sem byggði eftir raunvexti. Þær lúta sömu lögmálum hvað tekjur og skatta varðar, en sú síðarnefnda borgar raunvexti — hin ekki. Ég þekki þetta af eigin raun því ég er sjálfur að byggja. Á íslandi er rekin láglaunastefna svo sem margir þjóðfélagshópar þekkja af eigin raun af biturri reynslu. Svo þarf ekki að vera. Tekjumismunur er orðinn ískyggi- legur á íslandi og hefur raunar auk- ist hin síðari ár. Þessari þróun mun- um við snúa við. En við þurfum einnig að sækja á fengsælli mið í atvinnumálum. Við getum ekki umflúið það að okkar helstu útflutningsafurðir, fiskaf- urðir, keppa við ódýrustu vörur á Bandaríkjamarkaði eins og kjúkl- inga og aðrar landbúnaðarvörur. Við verðum því einnig að stefna á önnur mið í ríkari mæli, efla nýjar greinar á fjölmörgum sviðum, allt frá ferðamannaiðnaði, sem á geysi- lega vaxtarmöguleika á íslandi, í hátækni-iðnað, sem þegar er farinn að skjóta rótum í íslensku atvinhu- lífi, þrátt fyrir grýttan jarðveg. í þessu skyni þurfum við að auka frelsi til athafna í íslensku atvinnu- lífi. Við þurfum að leysa úr læðingi athafnaþrá og athafnaorku hug- vitsfólks með því að ryðja þrösk- uldum hafta úr vegi, og með því að byggja brýr yfir fyrstu erfiðleika- tímabil. Ágætu fundarmenn. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í fjórða sæti á lista Alþýðuflokksins hér í Reykjavík ásamt tveimur öðr- um ágætum valkostum. Ykkar er valið! Þannig á það líka að vera. En hvernig sem fer í prófkjörinu þá skulum við sameinast að því loknu til þess að gera sigur Alþýðuflokks- ins og þar með íslensku þjóðarinn- ar, sem allra stærstan. Jón Sig. Framh. af bls. 6 þýðuflokkurinn hefur átt drjúgan þátt í að móta þessa stefnu. íslend- ingar eiga einnig jafnan að skipa sér þar í sveit á alþjóðavettvangi, sem stuðningur við frelsi og mannrétt- indi og málstað fátækra þjóða þriðja heimsins er einarðastur. Horft til framtíðar Stjórnmál snúast um fleira en skipulag efnahagslífsins og skipt- ingu lífsgæða. Fyrst og síðast snú- ast þau um fólkið sjálft. Það hefur jafnan verið styrkur íslenskrar al- þýðu, að hún hefur séð lengra — séð meira — en brauðstritið eitt. Hún hefur aldrei gleymt tungu sinni eða sögu; aldrei misst sjónar á framtíðinni. Það hefur hins vegar viljað brenna við í íslenskum stjórnmálum mörg undanfarin ár, að menn hafi verið ofurseldir vanda líðandi stundar á hverjum tíma — ekki séð fram á veginn. Á þessu þarf að verða breyting, þannig að meiri framsýni ráði ferð. Við þurf- um að hugleiða vandlega, hvað gera þarf til þess að ísland haldi sínu fólki í samkeppni þjóðanna á næstu áratugum. í þessu felst í reynd spurningin um það, hvað gef- ur lífinu gildi. Við þurfum ekki að- eins að bæta skilyrði til hagvaxtar og treysta innviði velferðarsamfé- lagsins, meðal annars með umbót- um í menntakerfi, og heilsugæslu, heldur ekki síður að efla sjálf- stæða, íslenska menningu í þeim mikla straumi erlendra áhrifa, sem leikur um þjóðlífið. Við þurfum einnig að vera vel á verði og gæta þess, að náttúrulegt umhverfi spill- ist ekki hér á landi. Á báðum þess- um sviðum hefur hið opinbera skyldum að gegna, sem helgast af samkennd þjóðarinnar, sameigin- legum menningararfi og ást á land- inu og síðast en ekki síst af skyldum við komandi kynslóðir. Þetta eru mikilvæg verkefni á sviði þjóðmála á næstu árum og áratugum. Alþýðuflokkurinn er í sókn Á síðustu misserum hefur fylgi AI- þýðuflokksins farið ört vaxandi. Öllum er í fersku minni sá mikli sig- ur, sem flokkurinn vann i sveitar- stjórnarkosningum síðastliðið vor. Síðustu skoðanakannanir benda til þess, að flokkurinn njóti nú stuðn- ings nær fjórðungs kjósenda. En við finnum líka á annan hátt, að flokkurinn er i sókn meðal almenn- ings. Almenningsálitið er með okk- ur. Þótt sá stuðningur og velvilji verði ekki veginn á vog eða talinn í tölum, er hann ekki síður mikilvæg- ur fyrir það. En um leið og við fögnum þessu góða fylgi, þurfum við að hafa hug- fast að enn er langt til kosninga. Nú ríður á að halda verkinu áfram. Hér er ekki til setu boðið, heldur miklu fremur til meiri starfa. Olof Palme lauk einni af ræðum sínum með orðunum: Pólitík er að vilja. Og það er vissulega rétt, en vilji er ekki allt sem þarf, því pólitík er líka að velja: Velja leiðir að því marki, sem menn vilja ná, og velja menn til að berjast fyrir málstaðn- um. Ég er sannfærður um það, að jafngóð samstaða næst um skipan allra sæta á framboðslistanum í Reykjavík og tókst um fyrstu þrjú sætin. Þrír góðir frambjóðendur keppa nú um fjórða sætið, og ég vona, að flokksmenn fjölmenni á prófkjörstað um næstu helgi. Hver sem niðurstaðan verður í prófkjör- inu, veit ég, að listi Alþýðuflokks- ins í Reykjavík í næstu þingkosn- ingum verður sigurstranglegur. Björgvin Framh. af bls. 7 Góðir fundarmenn! Ég hef nú nefnt helstu stefnumál Alþýðuflokksins í næstu alþingis- kosningunum. En að sjálfsögðu berst Alþýðuflokkurinn fyrir mörg- um fleiri málum, svo sem nýskipan sveitarstjórnarmála, er tryggi aukið lýðræði, raunhæfu launajafnr'étti karla og kvenna og fleiri málum. Stefna Alþýðuflokksins er rót- tæk. Stefna Alþýðuflokksins er skýr. Alþýðuflokkurinn er í dag rót- tækastur allra flokka. Alþýðu- flokkurinn vill gera meiri breyting- ar á íslensku þjóðfélagi en aðrir flokkar. Hann vill skapa réttlátt þjóðfélag. Hann vill afnema allt misrétti. Undanfarin ár hefur setið við völd í landinu samstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins. Þessi stjórn hefur verið sann- kölluð afturhaldsstjórn. Eins og alltaf þegar þessir tveir flokkar vinna saman ná íhalds- og aftur- haldsöflin undirtökum í flokkun- um. Oft áður hafa þessir flokkar ráð- ist gegn launafólki og gegn þeim umbótamálum, sem Alþýðuflokk- urinn hefur knúið fram og eru hornsteinar velferðarþjóðfélagsins. En að þessu sinni hefur keyrt um þverbak. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa ýmsir postular nýfrjálshyggju látið mjög á sér kræla og engu er líkara en að þeir hafi oft ráðið ferðinni. Postular nýfrjálshyggjunnar hafa ráðist beint gegn ýmsum stofn- unum velferðarríkisins. Þeir vilja, að hinir sjúku greiði fyrir sjúkra- húsvist úr eigin vasa. Sjúkrahúsvist og læknishjálp á að veita þeim fyrst og fremst sem hafa næga peninga. Hinir eiga að mæta afgangi. Þannig er nýfrjálshyggjan. Svo virðist sem verkalýðshreyf- ingunni og Alþýðuflokknum hafi tekist að stöðva framsókn nýfrjáls- hyggjunnar, a.m.k. í bili. En við skulum vera vel á verði. Þessir menn geta hvenær sem er ráðist á al- mannatryggingarnar. Það voru þessir menn sem lögðu niður Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Og á sama hátt geta þeir afnumið almanna- tryggingarnar, ef við erum ekki vel á verði, ef við höldum ekki vöku okkar. Góðir fundarmenn — Kæru samherjar! Alþýðuflokkurinn leggur stefnu sína fyrir kjósendur í alþingiskosn- ingunum næsta vor. Alþýðuflokk- urinn treystir dómgreind íslenskra kjósenda. Ef allt fer sem horfir munum við kolfela afturhaldsstjórn ihalds og framsóknar í kosningunum í vor. Og Alþýðuflokkurinn mun þá storma inn í stjórnarráðið. Að því ber að vinna. Gerum sigur. Alþýðu- flokurinn sem glæsilegastan í næstu kosningum. Fram til sigurs. Ertu hættulegur í umferðinni án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuö áhrif og áfengi. Kynntu þér vel lyfiö sem þú notar. 3Aon Ljóma smjörlíki........%m%m p m Strásykur, 1 kg . 16,30 Golden síróp, 500 g 55,90 37 50 Finax hveiti, 2 kg......\m m 2i m Hagvers kókosmjöl, 250 g . .émM mm Jarðarberjasulta, 454 g 38,90 Dansukker flórsykur, 500 g . 15,90 1000 Dansukker púðursykur, 500 g afti W | W %m Odense | 1 jjl 00 Odense QC) QO konfektmarsipan, 200 g .... m ÆF p Æ%m Konsum ÖHF suðusúkkulaði, 200 g...M f p / %jr' 41 60 Mónu súkkulaðispænir .... Jk ák ^%m%m Klijnoot döðlur án steina, 250 g.%m m j%m%m Dökkar rúsínur, 400 g 52.80 HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK ÓSA/SlA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.