Alþýðublaðið - 29.11.1986, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 29.11.1986, Qupperneq 16
Laugardagur 29. nóvember 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Kraftur í Hafnfirðingum: Fyrsta skóflu- stungan tekin í fyrradag — og nýr fiskmarkaður opnar 1. apríl 1987! „Fyrsta skóflustungan að nyju 40002 húsi fyrir nýjan fiskmarkað var tekin í fyrradag, við Óseyrar- bryggju í Hafnarfirði. Stefnt er að því að hinn nýi fiskmarkaður verði tekinn í notkun þann 1. apríi n.k. í þessu mikla húsi er fyrirhugað að bjóða upp nýjan fisk. Þess má geta að húsið kostar fullbúið 35,2 millj- ónir og inn í þeirri tölur er kostnað- ur við nauðsynlegar uppfyllingar, sem þarf að gera á hafnarsvaeðinu“, sagði Þorsteinn Steinsson, fjár- málastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, í viðtali við Alþýðublaðið í gær. „Búið er að stofna félag um rekstur á þessu húsi og fyrirhugað er að sérstakt félag verði stofnað um byggingu hússins sem heitir Háigrandi. Gert er ráð fyrir að þetta félag, Háigrandi, sem stóð fyrir þessari skóflustungu í fyrra- dag, komi til með að leigja viðkom- andi rekstrarfélagi húsnæðið. „Aðdragandinn að þessari ákvörðun er ekki ýkja gamall, þetta hefur allt saman borið nokkuð brátt að. Ég held ég fari rétt með að þessi ákvörðun hafi tekið um það bil tvo mánuði. Við erum einnig með hús að Melabraut 18, og þar er allt til reiðu til þess að byrja með fiskmarkað á meðan á byggingu hins nýja húss stendur. Það hús er um það bil 12002. Það hefur verið mikill kraftur í þessu máli og búið að vinna mjög vel og örugglega að öllum þáttum málsins, sem sést best á því að við erum ákveðnir í að taka nýja húsið í notkun 1. apríl 1987“, sagði Þor- steinn Steinsson, fjármálastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. FRIÐUR — Hvað getur skólinn gert og hvernig? Dagskrá um friðarfræðslu í skól- um verður haldin í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar að Lauga- vegi 166 n.k. þriðjudag. Þessi dag- skrá er haldin í tilefni af friðarári Sameinuðu þjóðanna og er yfir- skrift hennar: FRIÐUR — HVAÐ GETUR SKÓLINN GERT OG HVERNIG? Dagskráin hefst klukkan 14 með því að Sigurður Pálsson, deildar- stjóri, Guðrún Agnarsdóttir, al- þingiskona, dr. Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor, og Guðríður Sigurð- ardóttir, skólaráðgjafi, flytja ávörp og leitast við að svara ofangreindri spurningu. Að því loknu verða um- ræður og fyrirspurnir. Klukkan 16 greina þau Margrét Ólafsdóttir, Erling Ólafsson, Berg- ljót Ingvadóttir og Aðalbjörg Helgadóttir frá reynslu sinni varð- andi friðarfræðslu á dagvistunar- stofnunum og í skólum. Einnig liggur frammi til kynning- ar erlent efni með ábendingum og hugmyndum um friðarfræðslu. Kennarar, foreldrar og aðrir áhuga- menn um friðarfræðslu eru hvattir til að koma. Ekkert í tékkhe og öll helgin ðublað €L v '»ofivÍ „Blessaður vertu, - kveiktu á perunni. Farðu í næsta Hraðbanka og taktu reiðufé út af tékkareikningnum þínum, þú getur tekið út allt að 10 þúsund krónum. Ekkert mál. Afgreiöslustaðir Hraöbankans eru á eftirtöldum stöðum: • Borgarspitalanum • Landsbankanum Breiöholti • Landsbankanum Akureyri • Landspltalanum , • Búnaðarbankanum, aöalbanka • Búnaöarbankanum viö Hlemm • Búnaðarbankanum Garöabæ • Sparisjóði Vélstjóra Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfiröi • Sparisjóöi Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustlg • Sparisjóði Keflavfkur • Landsbankanum, aðalbanka. 1 t framundan mmíl npNi ’ m m *$§£ 1 * ■■ m m ■ jýRA&EsANI$ NOTAÐU SKVNSEMINA - NOTADU HRAÐBANKANN! Leiðbeiningabæklingar liggja frammi hjá öllum aðildarbönkunum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.