Alþýðublaðið - 16.12.1986, Side 8

Alþýðublaðið - 16.12.1986, Side 8
8 Þriðjudagur 16. desember 1986 Verulegt átak að byggja upp lánstraust Sauðárkróksbæjar Markviss og samstillt barátta skilaði þeim árangri að sæti jafnaðarmanna í bæjarstjórn Sauðárkróks endurheimtist í síðustu kosning- um. Flokkurinn bætti verulegu fylgi við sig mið- að við úrslit kosninganna 1982. Strax eftir kosn- ingarnar var myndaður nýr meirihluti sem sam- an stendur af 3 Sjálfstæðisflokksfulltrúum, 1 fulltrúa óháðra kjósenda og 1 fulltrúa Alþýðu- flokksins. — Björn Sigurbjörns- son, skólastjóri og fulltrúi Alþýðuflokks- ins í bœjarstjórn á Sauðárkróki, skrifar. Eitt fyrsta verk nýja meirihlutans var að gera úttekt á fjárhagsstöðu Bæjarsjóðs, Hitaveitu og Vatns- veitu. Um leið var gerð greiðslu- áætlun til áramóta 1986/87. Mikil vanskil í ljós kom að heildar vanskil Bæjarsjóðs og stofnana voru tæpar 36 milljónir og stefndi í rúmar 45 milljónir um áramót. Kostnaður vegna þessara vanskila var um 1 milljón á mánuði. Þegar haft er í huga að brúttó- álagning útsvara árið 1986 er tæpar 50 milljónir er greinilegt hve hér er við mikinn vanda að etja. í sjálfu sér þarf þessi staða ekki að koma á óvart. Um síðustu ára- mót námu heildarskuldir Sauðár- króksbæjar og stofnana hans 153 milljónum króna, þar af voru skammtímaskuldir tæpar 80 mill- jónir króna, þá var einnig ljóst að fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 sem raunar var ekki samþykkt fyrr en 22 april var ekki allskostar raunhæf sérstaklega hvað rekstrargjöld og fjárfestingar varðaði. Þegar um kosningar var búið að ráðast í stór- an hluta þeirra framkvæmda sem voru á fjárhagsáætlun og sumar þá þegar komnar langt fram úr áætl- un. Það verður að segjast að fyrri meirihluta hafði ekki tekist að út- vega lánsfé til að mæta útgjöldum eða afborgunum lána fram til kosn- inga, hvað þá eftir þær. Þegar búið var að gera úttekt á fjárhagsstöð- unni hófst núverandi meirihluti þegar handa við að leita nýs láns- fjár til að koma vanskilunum í skil og semja um skuldbreytingar þar sem hægt var. Má segja að það hafi gengið vonum framar. M.a. hefur fengist heimild til lántöku að upp- hæð alls kr. 40 milljónir og mun Búnaðarbanki íslands hafa milli- göngu um þá lántöku. Það er Ijóst að veruiegs átaks er þörf við að byggja upp lánstraust Sauðár- króksbæjar að nýju. Þær fjárhags- legu byrðar sem Bæjarsjóði hafa verið bundnar á síðustu árum verða ekki bornar af öðrum en bæjarbú- um. Þrátt fyrir að gætt verði svo sem kostur er, aðhalds í rekstri og framkvæmdir verði í algeru lág- marki er ljóst að fullnýta verður alla tekjustofna. Öðru vísi verður ekki snúið af þeirri óheillabraut að fjármagnskostnaður gleypi stærst- an hluta tekna Bæjarsjóðs. Fjárhagurinn er mjög bágborinn eins og að framan greinir og gefur ekki fyrirheit um miklar eða stór- brotnar framkvæmdir á næstunni. Beina verður spjótum að því að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Astæðulaust er að blása í glæður illinda milli flokka eða manna og kenna einum um frekar en öðrum, heldur viðurkenna þann vanda sem blasir við og vinna sameiginlega að lausn mála. Mörg mál eru aðkallandi og bíða úrlausnar. Fyrir bæjarfélag sem er í örum vexti er í mörg horn að líta. Undanfarin ár hefur verið unnið mikið og gott starf í mennta-, félags- og atvinnumálum. Varaflugvöllur við Sauðárkrók Nefnd á vegum samgöngumála- ráðuneytisins hefur skilað áliti varðandi uppbyggingu flugmála á Islandi. I álitinu kemur m.a. fram að aðstæður við Sauðárkrók eru lang vænlegastar til að byggja vara- flugvöll fyrir millilandaflug. Er hér um að ræða framkvæmdir fyrir um 2—300 milljónir kr. Samstaða ríkti milli allra flokka í síðustu bæjarstjórn Sauðárkróks um mikilvægi þess að varaflugvöll- ur yrði byggður við Sauðárkrók. Þar sem Alþýðuflokkurinn átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn s.l. kjör- tímabil birti núverandi bæjarfull- trúi hans yfirlýsingu þess efnis að Alþ.fl. tæki að fullu þátt í að vinna að framgangi málsins. Miklir hagsmunir eru í húfi bæði fyrir Skagfirðinga og alla aðra landsmenn. Öryggi flugvéla og flugfarþega og stórkostlegur sparn- aður flugfélaga vega þar mest. Hér í héraði mundi verða mikii tíma- bundin atvinna við byggingu vallar- ins, fjölgun starfsmanna í slökkvi- liðinu og ný atvinnutækifæri myndast t.d. í flugumsjón. Með tilkomu varanlegs flugvallar skapast möguleikar á flutningum beint erlendis t.d. með fisk og aðrar afurðir. í dag er mest rætt um á hvern hátt eigi að fjármagna byggingu fyrir- hugaðs flugvallar, reyndin er sú að bæjarstjórn Sauðárkróks ræður þar engu um heldur Alþingi íslend- inga og þeir sem þar sitja hverju sinni. Sjálfsagt er að halda vöku sinni og fylgjast grannt með framgangi mála og reyna að hafa áhrif á þann veg sem heppilegastur mætti ætla að verði fyrir byggðarlagið okkar. Við í Alþýðuflokknum teljum að varaflugvöllur eigi að sjálfsögðu að vera undir íslenskri stjórn annað kemur ekki til greina. Útgeröarfélag Skagfirðinga Megin markmið með stofnun Ú.S. var að tryggja atvinnu fisk- vinnslufólks í landi. Sá háttur hefur verið hafður á að skip félagsins hafa landað nær öllum afla sinum heima. Á þessu ári fóru fram miklar end- urbætur á Drangeynni og einnig var mikið unnið við Skapta m.a. skipt um vél. Þetta voru mjög kostnaðar- samar framkvæmdir og óskaði bæjarstjórn Sauðárkróks upplýs- inga frá stjórn Ú.S. um hvernig staðið var að verki og einnig um fyr- irkomulag rekstrar í nánustu fram- tíð. Skuldbindingar Sauðárkróks- kaupstaðar eru miklar hvað Ú.S. viðkemur og mikið fjármagn hefur runnið úr bæjarsjóði síðustu ár til félagsins. Það er erfitt að þurfa að taka ákvörðun sem gæti haft í för með sér að vinna í landi dragist saman, en það verður að leita allra leiða til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Ú.S. Þó svo að breyting verði á rekstri. Ú.S. t.d. á þann veg að Drangey verði gert að alfrystiskipi og t.d. 20% afla hinna tveggja togaranna verði settur í gáma er ekki þar með sagt að frystihúsin i Skagafirði þurfi að vera verkefnalaus. Steinullarverksmiðjan Alþýðuflokkurinn átti sinn þátt í að Steinullarverksmiðjan var reist á Sauðárkróki. Jón Karlsson bæjar- fulltrúi flokksins vann vel að frá- gangi þess máls ásamt öðrum bæj- arfulltrúum á árunum 1978—82. Einhugur rikti og ríkir enn um að Séð yfir gamla bœ- inn á Sauðárkróki. •Æmdí4 Alþýðublaðið á Norðurlandi-Vestra er borið í hvert hús. Auglýsing þín í Alþýðublaðinu nær því tilætluðum árangri.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.