Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. mars 1987 11 Kosningar í Bretlandi í haust Stiklað á því stærsta á valdaferli Margrétar Thatcher. Efnahagsstefna járnfrúarinnar ekki líkleg til að afla henni fylgis. Þegar Margrét Thatcher varð forsætisráðherra 1979 átti það sér nokkurn aðdraganda í pólitískum sviptingum áranna á undan. Barátt- an við atvinnuleysið, olíukreppan og efnahagserfiðleikar af þeim sök- um reyndust íhaldsstjórn Heaths erfiður Ijár í þúfu og flokkurinn beið ósigur í kosningunum 1974. Heath var kennt um ófarirnar og áhrifamenn innan flokksins vildu fá nýjan leiðtoga. Það lá beinast við að það yrði sir Keith Josepli, einn af þeim stjórnmálamönnum sem stóð hvað lengst til hægri í breskum stjórnmálum. En hann vakti á sér athygli, miður heppilega, um þetta leyti og þá bárust böndin að aðstoð- armanni hans og hægri hönd, Mar- gréti Thatcher. Nokkrir af þing- mönnum íhaldsflokksins töluðu um kjör hennar sem „slys“. Stjórn Verkamannaflokksins 1974—1979 heppnaðist ekki að ná tökum á hinni háu verðbólgu, at- vinnuleysi jókst og umfangsmikil verkföll veiktu stöðu bæði verka- lýðshreyfingarinnar og flokksins. Það var því vandséð hvort kosning- arnar 1979 báru fremur vott um fylgi við íhaldsflokkinn eða voru vantraustsyfirlýsing á Verka- mannaflokkinn. Slagorð eins og „Verkamenn vinna ekki“, ásamt- myndum af löngum röðum at- vinnuleysingja höfðu sín áhrif og ennfremur loforð um lækkun skatta. Með sigri Margrétar og íhaldsflokksins 1979 fóru í hönd nýir tímar í Bretlandi og aðaláhersl- an lögð á að draga úr verðbólgunni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lagt í herferð gegn dauðarefsingum í Bandaríkj- unum. Herferðin er hluti átaks gegn dauðarefsingum hvar sem er í heim- inum — nú er m.a. barist gegn af- námi dauðarefsinga í Kína, Kúbu, íran, írak, Nígeríu, Suður-Afríku og Sovétríkjunum. Framkvæmd dauðarefsinga í Bandaríkjunum virðist vera handa- hófskennd, segir í skýrslu frá Amnesty International, mótuð af kynþáttafordómum og brjóta frek- lega í bága við alþjóðlega samn- inga, sem Bandaríkin eru aðili að. Gögn í málinu sína að dauðarefs- ingin er happdrætti hryllingsins þar sem stjórnmál, peningar, kynþáttur og vettvangur afbrotsins vega oft þyngra en tildrög brotsins, þegar tekin er ákvörðun um hvort senda eigi sökunaut í dauðann. Á síðustu þremur árum hafa 57. menn verið teknir af lífi í Banda- ríkjunum í rafmagnsstól, gasklefa, eða gálga, með eitursprautu eða frammi fyrir aftökusveitum. Allt eftir því hvaða aðildarríki Banda- ríkjanna á í hlut. Á þessari öld hafa 23 saklausir menn verið teknir af lífi í Bandaríkjunum þar á meðal hinn sænskættaði Joe Hill og ítölsku innflytjendurnir Sacco og Vanzetti. Fangar febrúarmánaðar Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja einnig vekja at- hygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í febrúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þess- um föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannrétt- indabrot eru framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins, Dregið úr ríkisumsvifum Eitt af fyrstu verkum Margrétar Thatcher sem forsætisráðherra var uppgjör við þá þjóðnýtingarstefnu sem stjórn Verkamannaflokksins hafði rekið. Ríkið var eigandi og meðeigandi í allmörgum fyrirtækj- um sem stóðu illa fjárhagslega, m.a. vegna kreppuástandsins á þeim tíma og ekki þótti fært að leggja þau niður og auka með því á atvinnuleysið, sem var ærið fyrir. Thatcher er þeirrar skoðunar að framleiðni aukist með minnkandi ríkisafskiptum og að aukin þjón- usta komi öllum til góða. Hún vill að markaðslögmálin ráði sem mestu í efnahagslífinu og í sam- ræmi við það hefur hún selt ríkis- fyrirtæki jafnt og þétt þann tíma sem hún hefur verið við völd. Það hefur fært henni álitlegar fjárhæðir í ríkiskassann, sem var galtómur fyrir, en það kann að vera skamm- góður vermir því að mörg þessara fyrirtækja hafa skilað hagnaði, sem nú taoast. Olía í Norðursjó Á árunum 1970—71, þegar stjórn Heaths var við völd fannst allmikið af olíu í breska hluta Norðursjávar- ins. Nýting olíusvæðanna var kostnaðarsöm, en þegar olíukrepp- an varð 1973 varð hagnaður af rekstrinum. Sú fjárfesting sem lagt var í þá og næstu ár á eftir, hefur fyrst og fremst skilað sér aftur í tíð Thatcher og létti henni róðurinn. Hagnaður af olíusölunni hefur veg- ið þungt fyrir efnahagsafkomu landsins síðustu 7—8 árin og ekki og fást áskriftir á skrifstofu sam- takanna. Júgóslavía: Destan AIiu er 28 ára gamall veitingasali af albönskum ættum, sem flutti frá Júgóslavíu til Bandaríkjanna árið 1974. Hann hafði fengið fullt búsetuleyfi og var að sækja um borgararéttindi árið 1982 þegar hann fór frá Bandaríkj- unum til Júgóslavíu til að giftast unnustu sinni og heimsækja föður sinn sem var veikur. Þrem dögum eftir giftinguna var hann handtek- inn á heimili föður síns í Zajas í V- Makedóníu og ákærður fyrir aðild að albönskum innflytjendasamtök- um í Bandaríkjunum og fyrir þátt- töku í mótmælaaðgerðum i Chicago, New York og Washington til stuðnings albanska þjóðarbrots- ins í Júgóslavíu; svo og fyrir að hafa mætt á þjóðhátíðarfagnaði í Chic- ago 1974—81 þar sem Júgóslavía og þarlend stjórnvöld voru gagn- rýnd. Ákæran byggðist á 131. grein almennra hegningarlaga, sem kveð- ur á um allt að 15 ára dóm fyrir „þátttöku í fjandsamlegum aðgerð- um“. Destan Aliu hlaut 7 ára fang- elsisdóm, og er vistaður í Idrizovo fangelsi í Makedóníu. Dóminíkanska lýðveldið: Pablo Liberato Rodriques, 24 ára stúdent, var handtekinn 9. ágúst 1974 í San Francisco de Macoris og fluttur til lögreglustöðvar bæjarins, þar sem hann sást síðast með blæðandi auga og sár á hálsi sem benti til bar- smíða. Ættingjum var sagt frá handtökunni, en daginn eftir var þeim sagt að hann hefði sloppið, en ,yrði skotinn ef hann fyndist“. Skömmu síðar spurðist að hann hefði verið fluttur í fangelsi bæjar- ins, og þar fengust þær upplýsingar að hann væri í haldi samkvæmt varðhaldsúrskurði. í kjölfar þess- ara upplýsinga var yfirmaður fang- elsisins rekinn, og lögreglustjórinn lét svo ummælt að Pablo hefði örgrannt um að sú áhersla sem hef- ur verið lögð á olíuiðnaðinn hafi verið á kostnað annarra þátta efna- hagslífsins. Sumir hafa kallað þetta „ensku veikina" Enska veikin lýsir sér í þróun, þar sem fjármagn dregst út úr starfs- greinum sem ekki teljast yfirmáta gróðavænlegar og til einnar eða fárra atvinnugreina sem miklar gróðavonir eru bundnar við. And- virði olíunnar hefur að miklu leyti farið til að kaupa neysluvarning og jafnframt hefur iðnaðurinn dregist mjög aftur úr, því að ekki hefur ver- ið sinnt um endurnýjun og nauð- synlegar endurbætur á gömlum og úr sér gengnum vélakosti. Orkumálaráðherra Bretlands tel- ur að olíuframleiðslan muni fara minnkandi héðan í frá og að eftir 10—15 ár muni olíuvinnslan rétt nægja Bretum til eigin þarfa. Margréti Thatcher er vel kunnugt um minnkandi olíubirgðir í Norð- ursjó og þær afleiðingar sem það kann að hafa fyrir efnahag lands- ins. En hún segir að með minnkandi olíuframleiðslu muni gengi punds- ins fara lækkandi og við það styrk- ist hagur útflutningsiðnaðarins, auk þess sem það dragi úr innflutn- ingi, þar eð innfluttur varningur verði þá dýrari en áður. Gagnrýn- endur hafa Iýst miklum efasemdum á því að sambandi minnkandi olíu- útflutnings og gengis breska punds- ins sé þannig varið, þó að frú Thatcher vilji svo vera láta. En Thatcher hefur óneitanlega tekist að ná niður verðbólgunni, „náðst aftur“, en neitaði því síðar. Hann hefur ekki sinnt fyrirmælum yfirmanns ríkislögreglunnar um að birta upplýsingar um málið, og habeas corpus beiðni frá lögfræð- ingum hefur heldur ekki borið ár- angur. Nokkur viðurkenning fékkst árið 1981 á að Pablo Rodig- ues hafi horfið á meðan hann var í vörzlu lögreglunnar, en ríkisstjórn Joaquín Balaguer sem var við völd 1974 og var endurkjörin í fyrra hef- ur ekki svarað fyrirspurnum AI um málið. Kamerún: André Beyegue Yak- 'ana, öryggisvörður og meðlimur í Vottum Jehóva, var handtekinn í . des. 1984, að því er virðist eftir fund Votta Jehóva að heimili hans í þorpinu Limbe. Háttsettur stjórn- arstarfsmaður er borinn fyrir því að a.m.k. 80 Vottar Jehóva hafi verið handteknir á sama tíma, vegna þess að þeir neiti að hylla þjóðfánann og kjósa. Vottar Jehóva voru bannaðir með ríkistilskipun 1970, og virtist ástæðan sú að margir þeirra hafa neitað að kjósa í forsetakosningum af trúarástæðum. Framámaður í eina stjórnmálaflokknum sem leyfður er ásakaði sértrúarsamtök- in árið 1975 um að „dreifa röngum upplýsingum" og kvað þau hafa orðið að „skjóli fyrir alla sem eru á móti stofnunum ríkisins“. Samtök- in hafa þó ekki verið talin andvíg ríkisstjórninni, og meðlimir þeirra virðast einungis lifa í friði í sam- ræmi við trúarskoðanir sínar. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amn- esty, Hafnarstræti 15, Reykjvík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16:00—18:00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. sem var eitt af meginmarkmiðun- um í upphafi stjórnarferils hennar. Árið 1986 var árleg verðbólga að- eins 3°/o, en hafði verið um og yfir 20% á 7. áratugnum. Hún hefur notið góðs af hagstæðri alþjóða- efnahagsþróun á þessu tímabili, lækkandi verði á hráefnum og lækkandi gengi dollarans. Rökin fyrir nauðsyn þess að ná niður verðbólgunni voru einkum tvenns konar; að bæta samkeppnis- aðstöðuna og að draga úr atvinnu- leysinu. Atvinnuleysið hefur meira en tvöfaldast í tíð Thatcher. Árið 1979 var 5% atvinnuleysi, en nú er það 11.5%, sem sýnir að tilraunir til að bæta atvinnuástandið hafa ger- samlega mistekist. Hins vegar stendur efnahagur landsins traust- ari fótum en áður, þó að tæplega sé hægt að tala um bætta samkeppnis- aðstöðu. í því felst að öðru jöfnu að út- flutningur eykst, en innflutningur minnkar. Sú er ekki reyndin. Síð- ustu viðskiptatölur sýna að í heild hefur útflutningur dregist saman, en innflutningur aukist. Hagnaður af vöruskiptum reyndist mun minni en áætlað hafði verið. Eitt af helstu kosningaloforðum Thatcher var það að lækka skatta af tekjum. Það loforð hefur hún ekki staðið við þrátt fyrir batnandi efnahag landsins. Aukið atvinnu- leysi hefur leitt af sér stöðnun í framleiðslunni, sem dregur mjög úr skattatekjum ríkisins. Það er ein meginástæðan fyrir því að ekki hef- ur verið dregið úr launasköttum. Á þessu ári verða haldnar kosn- ingar í Bretlandi. Það má búast við að margir hugsi sig um tvisvar áður en þeir fella sinn dóm yfir frammi- stöðu stjórnar Margrétar Thatcher. Samt er ekki gott að segja hvernig fer. Hún hefur áður sýnt að hún hefur mikla hæfileika til að snúa vörn í sókn. Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutning á kartöfluútsæði. Frestur til að skila umsóknum um leyfi til inn- flutnings á kartöfluútsæði rennur út 13. april 1987. Landbúnaðarráðuneytið, 2. mars 1987. Kosning fulltrúa í Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík frá Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur fer fram laugard. 7. mars kl. 13.30—18.00. Kosið verður í Kosningamiðstöö Alþýðuflokksins að Síðumúla 12. Listi með nöfnum liggur frammi á skrifstofu Al- þýðuflokksins við Hverfisgötu. Þeir sem vilja bætavið nöfnum á listann þurfaað skilaþeim inn fyrir kl. 15.00 á fimmtud. 5. mars. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur. Vinnustaðafundur Fyrirtæki sem óska eftir frambjóðendum Alþýðu- flokksins á vinnustaðafundi hafi samband við kosningamiðstöð Alþýðuflokksins, Síðumúla 12 sími 689370. Amnesty International: Herferð gegn dauða- refsingum í Bandaríkjunum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.