Alþýðublaðið - 26.03.1987, Page 1
alþýðu-
Fimmtudagur 26. mars 1987 59. tbl. 68. árg.
Helena heim
„Það er ekkert nýtt að frétta af sérframboðsmálum ennþá“, sagði
Helena Albertsdóttir við blaðamann Alþýðublaðsins síðdegis í gær.
„Þaö er hugur í okkur öllum. Þetta er hrottaleg aðför að Aibert,
sérstaklega í Ijósi ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins, sem
hann viðhafði á Stöð 2. En það er allt klárt, ef á þarf að halda“,
sagði Helena Albertsdóttir.
Hulduherinn stendur nú grár fyrir járnum og tilbúinn í baráttu.
Hvernig hann hyggst beita sér er ekki vitað enn, en stóra spurningin
hlýtur að vera sú hvort Albert fer í sérframboð eða ekki.
Ásgeir Hannes Eiríksson:
Þrýstingurinn vex“
en héðan í frá verður ekkert gert án samráðs
ii *
99
99
við fjölskyldu Alberts
„Hlutir gerast hratt núna. Ég hef
verið á fundum með mörgum og
það er Ijóst að Albert Guðmunds-
son er að fá miklu meiri vigt sem
pólitíkus út um allt land en kannski
áður hefur verið. Það hefur verið
litið á Albert sem kjördæmisþing-
mann fyrir Reykjavík hingað til, en
nú eru menn farnir að horfa til hans
á landsvísu“, sagði Ásgeir Hannes
Eiríksson, einn helsti stuðnings-
maður Alberts Guðmundssonar í
samtali við Alþýðublaðið í gær.
„Helena er komin til landsins og
við erum mjög hressir með það, hún
er bæði góður skipuleggjandi og
harðdugleg. Hún er að setja sig inn
í málin núna, en Helena hefur þó
vissulega fylgst vel með gangi mála
að utan. Hingað kemur hún þó ekki
síst til þess að hitta fjölskyldu sína.
Héðan í frá verður ekkert gert
nema í samráði við Albert og fjöl-
skyldu hans. Ég veit ekki hvað hægt
er að kalla málið fram til þessa:
Harmleik kannski fyrst og fremst.
Þetta virðist ekki eiga neitt skylt við
pólitík lengur, enda eru allar al-
mennar reglur nú þegar brotnar á
Albert Guðmundssyni. Því er lýst
yfir strax, að hann komi ekki til
mála sem ráðherra fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn eftirleiðis, Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra lýs-
ir því yfir í útvarpsviðtali í gær, að
Albert muni segja af sér áður en Al-
bert hefur tekið ákvörðun sjálfur,
o.n.
Þrýstingurinn vex og það er
greinilega mikill áhugi úti á lands-
byggðinni fyrir því að Albert bjóði
fram sér, en við bíðum og sjáum
hvað setur“, sagði Ásgeir Hannes
Eiríksson.
Bjarni P. Magnússon,
kosninsastjóri A Ibvðuflokksins:
Fundir um
allt land
Svo er fyrsti útvarpsfundurinn í
kjördæmum á sunnudag kl. 20.00 á
Hvolsvelli og það eru Sunnlending-
ar sem ríða þar á vaðið. Útvarpað
verður á rás 1 í tvo klukkutíma,
þannig að Sunnlendingar sem ekki
komast á fundinn geta hlustað á
frambjóðendur Alþýðuflokksins á
Suðurlandi í útvarpi en þeir eru
Magnús H. Magnússon, Elín Alma
Artúrsdóttir og Þorlákur Helga-
son.
„í þessari viku förum við Al-
þýðuflokksmenn um allt land og
ætlum að verða fyrstir islenskra
stjórnmálaflokka til þess að koma
fjórum konum á þing. Út á þaö
gengur öll okkar vinna þessa vik-
una. Það var fundur á Höfn í
Hornafirði í fyrradag sem tókst
mjög vel. Stórfundur verður á laug-
ardaginn kemur í Hollywood kl.
14.00, en þar munum við bjóða upp
á barnapössun og skemmtiatriði og
við hvetjum alla til að koma á þenn-
an fund“, sagði Bjarni P. Magnús-
son, kosningastjóri Alþýðuflokks-
ins í samtali viö blaðið í gær.
„Eins er að koma úr prentun
bæklingur sem við munurn dreifa á
vinnustaði. Þá er fundur í Garðabæ
í dag í Kirkjuhvoli. Þar munu tala
Jón Sigurðsson, Kjartan Jóhanns-
son, Rannveig Guðmundsdóttir og
Bjarni Sæmundsson, en hann er
fulltrúi Garðbæinga á listanum.
Þá er einnig fundur á ísafirði á
laugardaginn kl. 15.30 í Uppsölum,
Súðavík á sunnudaginn kl. 13.30 í
Félagsheimilinu, en sérstakur gest-
ur á fundunum fyrir vestan verður
Jón Sigurðsson.
Á blaðamannafundi i gær sagð-
ist Thorvald Stoltenberg, utanrikis-
ráðherra Noregs, vonast til að ís-
lendingar yrðu með í embættis-
mannanefnd um kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd. Stoltenberg sem
hér er í opinberri heimsókn hefur
lagt ríka áherslu á að samkomulag
náist meðal Norðurlandanna um
þetta mál. Fundur utanríkisráð-
herra Norðurlanda hófst í Reykja-
vík klukkan 16.00 í gær og var hon-
um framhaldið i morgun og ráðgert
að honum Ijúki fyrir hádegi í dag.
Þannig er dagskráin fyrir yfir-
standandi viku, sagði Bjarni P.
Magnússon, kosningastjóri Al-
þýðuflokksins.
Stoltenberg átti einkaviðræður
við Matthías Á. Mathiesen á
þriðjudag er hann kom til landsins.
Á blaðamannfundinum í gær sagð-
ist Stoltenberg vera bjartsýnn eftir
þær viðræður. Aðspurður um hvort
hugsanleg afstaða íslendinga gegn
hugmyndinni um embættismanna-
nefnd, gæti haft áhrif á samskipti
þjóðanna og samvinnu Norður-
landaþjóða, sagðist Stoltenberg
ekki vilja svara. Hann sagðist ekki
ganga út frá öðru en íslendingar
yrðu með.
Embœttisnefnd um kjarnorkuvopnalaus Norð-
urlönd:______________________
Stoltenberg bjartsýnn
Peningaþensla vegna
húsnæðislánakerfisins?
Útlán jukust meira en
innlán fyrstu mánuði
ársins. Heildaraukning
útlána til einstaklinga
var um 800 milljónir á
sama tíma og heildar-
aukning til sjávarútvegs
var 1100 milljónir.
Fyrstu mánuði ársins hafa út-
lán vaxið meira en innlán. í janúar
og febrúar jukust innlán um 5°/o
meðan útlán jukust um 7°Io. Á
síðasta ári varð hins vegar mjög
jákvæð þróun á peningamark-
aðnum þegar innlán að meðtöld-
um vöxtum jukust um 33.4% á
sama tíma og útlán jukúst um
20.9%.
Lítið hefur verið fjallað um
þessa þróun fyrstu mánuði ársins
og þeir hagfræðingar sem Al-
þýðublaðið talaði við sögðu, að
erfitt væri að draga of miklar
ályktanir. Þeim bar hins vegar
saman um að þessar tölur gæfu
tilefni til að farið verði með gát í
stjórnun peningamála, þannig að
komið verði í veg fyrir ástand pen-
ingaþenslu sem leiði til enn meiri
verðbólgu.
Hagfræðingur hjá Seðlabank-
anum sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið, að ásókn einstaklinga í út-
lán hefðu aukist mikið, fyrstu
mánuði ársins, vegna nýja hús-
næðislánakerfisins og lánsloforð-
anna sem gefin hafa verið út en
koma ekki til framkvæmda fyrr
en síðar á árinu eða á næsta ári.
Fólk hefur verið hvatt til að leita
til viðskiptabanka með fyrir-
greiðslu þegar lánsloforð liggur
fyrir.
Heildaraukning útlána fyrstu
tvo mánuðina var um 4,5 milljarð-
ar þar af voru um 800 milljónir til
einstaklinga. Útlán til fyrirtækja
voru um 2,2 milljarðar, þar af eru
útlán til sjávarútvegs stærsti liður-
inn, eða um 1100 milljónir. Til
verslunar var aukningin 700 mill-
jónir og 600 milljónir til iðnaðar.
Útlán til sjávarútvegs drógust
verulega saman í fyrra þar sem
mikið var gengið á birgðir i land-
inu. Birgðir hafa hins vegar aukist
aftur eins og oftast er á þessum
árstíma þegar vertíð er í gangi. Út-
lán til sjávarútvegs aukast því
verulega á þessum árstíma.
Aukningin til einstaklinga er
hins vegar um 7% á fyrstu tveim-
ur mánuðunum, sem þýðir um
48% aukningu á ársgrundvelli.
Útlán til einstaklinga voru um 11
milljarðar í byrjun árs. Bent er á
að vafasamt geti verið að byggja á
slíkum hreyfingum á stuttu tíma-
bili vegna þeirrar óreglu sem
myndast i útlánum vegna hús-
næðislánakerfisins.
Útlán til einstaklinga hafa aukist um 7% fyrstu mánuði ársins. Aukningin þýðir um 48% á ársgrundvelli.
Hagfrœðingur hjá Seðlabankanum sagði að aukningin stafaði fyrst og fremst af meiri ásókn einstaklinga
eftir útlánum, vegna útgefinna lánsloforða Húsnœðisstofnunar.
alþýðu-
inRT.ir.
SKAGINN —
VESTURLAND
Alþýðublaðið á Vesturlandi fer inn á hvert
heimili í kjördæminu. Auglýsing þin kemur
því fyrir sjónir allra íbúa Vesturlands ef hún
birtist í Alþýðublaðinu