Alþýðublaðið - 26.03.1987, Page 10
10
Fimmtudagur 26. mars 1987
Frambjódendur
Alþýðuflokksins kynntir:
3. sæti
Hrönn Ríkharðsdóttir
Færa þarf aukin
völd heima í hérað
„Ég taldist sennilega frekar
hægrisinnuð í skóla“ segir Hrönn
Ríkharðsdóttir. „En það stafaði
held ég fyrst og fremst af því að með
mér í menntaskóla voru svo róttæk-
ir menn. Þeir eru reyndar af ein-
hverjum ástæðum margir hverjir
komnir á framsóknarjötuna í dag,
eins og t.d. Bolli Héðinsson og
Þórður Yngvi Guðmundsson"
Hrönn segir að það hafi eiginlega
verið dvölin í Bandaríkjunum
1974—75 sem gerði hana endanlega
að krata. „Þetta var árið sem bæði
Nixon og Víetnam féllu og það var
ævintýri út af fyrir sig að fylgjast
með því róti sem var á fólki á þess-
um tíma.
Hrönn sneri heim til íslands árið
1978 eftir fjögurra ára dvöl í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð, og fór þá
fljótlega að hafa afskipti af stjórn-
málum. Hún var t.d. á framboðs-
lista Alþýðuflokksins í Vesturlands-
kjördæmi fyrir kosningarnar 1979.
Hún yfirgaf flokkinn svo um skeið
eins og allmargir aðrir og var i
framboði fyrir Bandalag jafnaðar-
manna í síðustu kosningum. Nú er
hún aftur í framboði fyrir Alþýðu-
flokkinn. En hvað finnst henni
mikilvægast fyrir þessar kosningar
sem nú fara í hönd. Hún svarar:
„Atvinnu- og kjaramál. Það
verður fyrst og fremst að tryggja
það að fólkið á landsbyggðinni geti
lifað sæmilegu lífi af vinnu sinni.
Þetta þýðir m.a. að það þarf að
skapa ný atvinnutækifæri á lands-
byggðinni þannig að fólk þurfi ekki
að flytjast þaðan í atvinnuleit og
eins til að fólk geti snúið aftur heim
og fengið starf við sitt hæfi að
loknu langskólanámií*
Hrönn er þó tilbúin að nefna ým-
is fleiri málefni sem hún telur skipta
verulegu máli í kosningabarátt-
unni. Hún segist t.d. vilja kveða
niður þann draug sem enn ráði ríkj-
um í lánamálum og á þá við hið
fræga misgengi launakjara og lána-
kjara sem svo mjög hefur verið í
sviðsljósinu undanfarin ár. „Þótt
þetta hafi auðvitað farið mjög illa
með marga húsbyggjendur á und-
anförnum árum“ segir hún, „þá
bitnar þetta ekki bara á þeim. Við
höfum t.d. fjöldamörg dæmi um
það hvernig farið hefur fyrir þeim
sem voru að byggja upp fyrirtæki á
þessum árum. Þau rúlla yfir um rétt
eins og húsbyggjendurnir.
í sambandi við húsnæðismálin
má líka nefna hugmyndina um
kaupleiguíbúðir, sem mér finnst af-
ar mikilvægt að nái fram að ganga.
Og ég vil ekki skilja við þessa
spurninga að ekki sé minnst á
menntamálin og mikilvægi þess að
búa svo um hnútana að allir hafi
jafna möguleika til náms án tillits
til búsetu eða aðstöðu að öðru
leyti“
Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 3. sœtið á framboðslista Alþýðu-
flokksins á Vesturlandi fyrir alþingiskosningarnar í vor, er fœdd á
Akranesi 5. janúar 1954 og uppalin þar. Hrönn hóf skólagöngu sína á
Skaganum, þar sem hún tók landspróf vorið 1970. Eftir það lá leiðin
í Menntaskólann í Hamrahlíð þar sem hún lauk stúdentsprófi fjórum
árum síðar. Að stúdentsprófinu loknufór Hrönn í nám erlendis, fyrst
til Bandaríkjanna, þar sem hún lagði stund á stjórnmálasögu við
Colby-háskólann íMaine. Árið 1975flutti hún sig til Svíþjóðar, þar sem
hún settist að í háskólabœnum Lundi, og las þar nútímasögu og
spœnsku um þriggja ára skeið. Heim til íslands kom hún svo árið 1978
oghefur síðan stundað kennslu á A kranesi, fyrst viðfjölbrautaskólann,
meðan 9. bekkur grunnskólans var starfræktur þar, en síðan við
Brekkubœjarskóla. Hrönn hefur um dagana haft nokkur afskipti affé-
lagsmálum ogm.a. setiðíÆskulýðsnefndogÞjóðhátíðarnefndáAkra-
nesi.
Frambjóðendur Alþýðu-
flokksins kynntir
5. sæti
Sveinn Elinbergsson
Fólkið á landsbyggðinni
geti lifað sæmilegu lífi
„Þótt af mörgu sé að taka, legg ég
mesta áherslu á að við fáum nýja og
raunhæfa byggðastefnu, þar sem að
fylgist ábyrgð og fjárhagsleg
ákvarðanataka,“ segir Sveinn Elín-
bergsson. „Það þarf að færa aukin
völd að þvi er varðar fjárhagslegar
ákvarðanir, heim í hérað. Hér verða
auðæfin til og héðan fara þau með-
an núverandi ástand ríkir.“
Þetta finnst Sveini vera mikil-
vægasta málefni landsbyggðarinn-
ar um þessar mundir. Hann telur
nauðsynlegt að stokka upp tekju-
stofna sveitarfélaganna og segir að
fjárhag þeirra þurfi að styrkja.
„Eins og ástandið er nú, eiga sveit-
arfélögin í erfiðleikum með að
rækja þjónustuhlutverk sitt“ segir
hann ennfremur í þessu sambandi.
En Sveinn telur fleiri málefni
mikilvæg. Hann er reiðubúinn að
nefna mörg málefni í sj'ávarútvegi
sem bíði úrlausnar. „Þáð er t.d.
ekki til nein stefnumörkun varð-
andi það hvernig eigi að endurnýja
fiskiskipaflotann,“ segir hann.
„Það eru líka mjög stórir annmark-
ar á kvótakerfinu og helst þyrfti að
afnema það. Almennt má segja að
það þurfi að styrkja undirstöður
sjávarútvegsins þannig að hann búi
við eðlilegan rekstrargrundvöll“
Síðast en ekki síst víkur Sveinn
talinu að samgöngumálum á Snæ-
fellsnesi. Hann segist raunar aldrei
hafa farið dult með þá skoðun sína
að kjördæmið skiptist alveg í tvennt
í vegamálum. „Á Snæfellsnesi höf-
um við einhverja verstu vegi á land-
inu og ég held að langlundargeð
fólks hér hljóti að fara að bresta í
þeim efnum. Ég legg afar þunga
áherslu á það að lagt verði varanlegt
slitlag á veginn um Staðarsveit að
Fróðárheiði og að ástand Útnesveg-
ar kringum jökulinn verði bætt
verulega"
Sveinn Elínbergsson, sem skipar 5. sœtið á framboðslista Alþýðu-
flokksins í Vesturlandskjördœmi fyrir alþingiskosningarnar í vor, er
fœddur í Ólafsvík 28. september 1956 og uppalinn þar. Eftir landspróf
fór Sveinnfyrst í Menntaskólann á ísafirði, en Jiutti sig fljótlega um set
og settist í gamla Kennaraskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann stúd-
entsprófi vorið 1977 og fór þá heim til Ólafsvíkur og kenndi þar vetur-
inn eftir. Um haustið 1978 lá leiðin svo aftur suður til Reykjavíkur, þar
sem Sveinn hóf nám við Kennaraháskóla íslands. Þaðan lauk hann
prófi vorið 1981 og sneri þá rakleiðis heim til Ólafsvíkur og tók upp
þráðinn þar sem frá var horfið við kennsluna. Síðan 1984 hefur hann
verið yfirkennari við Grunnskólann þar. Sveinn hefur talsvert sinnt fé-
lagsmálum um dagana og á síðasta kjörtímabili átti hann sœti í afmœl-
isnefnd og barnaverndarnefnd Ólafsvíkur en í bæjarstjórnarkosning-
unum í fyrra var hann kjörinn annar tveggja bœjarfulltrúa Alþýðu-
flokksins. Hann er nú formaður bœjarráðs.
Samtíningur
Sjálfstæðismenn heyja sem kunnugt er kosningabaráttu sína að þessu sinni undir kjörorðinu „áréttri leið”. Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokks- ins, komst svo að orði í viðtali við DV þegar hann var beðinn álits á niðurstöðum þeirrar skoðana- könnunar sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, að Sjálfstæð- isflokkurinn væri greinilega á „réttri leið”, nefnilega niðurleið! Um daginn fjölluðum við lítils- háttar um skoðanakönnun DV sem gerð var helgina sem Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins stóð sællar minningar, — sem sagt meðan allt var í friði og spekt í flokknum. Örlitlu langar okkur að bæta við þá umfjöllun. Þannig er nefnilega að þrátt fyrir allt tal um hlutleysi blaðsins, fer það ekki fram hjá þeim sem vilja vita, að aðstandendur blaðsins eru hallari undir Sjálfstæðisflokkinn en aðra og nægir í því sambandi að vitna til þess að annar af ritstjórum DV hefur setið á þingi fyrir þann flokk. í þessu ljósi ber að sjálfsögðu að skoða þá „tilviljun“ að könn- unin skyldi gerð einmitt þá helgi sem athygli allra fjölmiðla beind- ist að landsfundi Sjálfstæðis- flokksins sem haldinn var með pomp og prakt í Laugardalshöll- inni í Reykjavík. Menn vonuðust sem sé til að flokkurinn nyti at- hyglinnar og kæmi vel út úr könn- uninni, en það hefði eitt út af fyrir sig verið vel nothæft í kosninga- baráttunni. Menn geta því ímynd- að sér vonbrigðin þegar í ljós kom að Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur tapað fylgi frá síðustu könnun og jafnvel í Reykjavík, höfuðvíginu sjálfu, nær fylgið ekki fjörutíu prósentum. Þá er eftir að taka tillit til þess að stór hópur fólks neitaði að gefa upp afstöðu sína og vitað er að þessi hópur kýs aðra flokka í mun rík- ari mæli en Sjálfstæðisflokkinn. Niðurstöðurnar eru því allt annað en glæsilegar fyrir forkólfa Sjálf- stæðisflokksins.