Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 22. júli »67. TÍMINN Enginn, sem nú er miðaldra eða meira hér á landi, mun gleyma þeirri múgsefjun, sem nazisminn í Þýzkalandi gat valdið, meira að segja hér i þessu fjarlæga friðsæla ey- landi norður við heimskauts- baug. jíelztu höfðingjasynir og menningarvitar bæði hér í höf- uðborginni og í kaupstöðum út um land röðuðu myndum af Hitler og pótintátum hans upp um alla veggi í einka'herbergj- um sínum af álika fjálgleika og smekkvísi og táningar nú á dögum skreyta umhverfi sitt með alls konar táknum af „bitlum“ og „rollingstónum“. Gyðingar og aðrir flóttamenn frá Mið-Evrópu, sem rak hér á fjörur voru ekki i hávegum hafðir af þessum unglingum, Þýzkir nazistaböðlar reita skeggiS af Gyðingi í Varsjá. Horft til Hitlerstíma og a'lls konar fordómar komu fram í svívirðingarópum og slagorðum gagnvart þessu út- lenda fólki. Ekki þótti annað en sjálfsagt að óvirða það í orði og umtali, svipað og gert er við Araiba og annað Austur- landa eða Suðurlandafólk, sem nú rekst hingað og dvelur hér um lengri eða skemmri tíma. Bkki áttu þó allir óskilið mál að þessu leyti, og líklega hefur Gyðingum þeim, sem hingað komu verið sæmilega tekið af 2. grein um ísrael þeim sem þá fóru með völd í landinu. Þetta var líka yfirleitt fyrir- myndarfólk þegar við nánari kynni, tónlistarfólk og mennta- rnenn, og hefur sumt af því fest hér rætur og fengið íslenzk an borgararétt. Það rifjast ýmislegt upp frá bessum árum, þegar fréttist um ný-nazisma og antisemitisma eða andúð gegn Gyðingum í Þýzkalandi nútímans. Hins sama verður einnig vart, þegar hið nýja Ísraelsríki tekur slíkt sæti í heimsfrétt- unum, sem nú hefur orðið vegna leifturstyrjaldarinnar í Austurlöndum nær. Þá streyma að svo margar minntngar um atburði og hörm ungar, sem voru að vissu leyti orsakir þess, sem nú er að gerast. pótt segja megi raunar, að hið nýja ísraelsríki við botn Miðjarðartiafs, sé stærsta og stórfengiegasta átakið, sem gjort hefur verið til að bæta úr því himinhrópandi rang- læti og grimmd, sem þá átti sér stað í Mið-Evrópu. Hin djúpu og blæðandi sár fortiðarinnar eggja bæði til oeizkju og fordæmingar á þeim aðferðum, sem beitt var á Nazistatímanum og þau sár svíða enn, þótt hulin séu bak við þunn og viðkvæm ör. Og öllum er þörf að finna til sektar sinnar gagnvart þeim glaepum, sem þá voru framdir. Og ótrúlega margir eiga þar beint eða óbeint hlut að máli, þótt venjan sé að skella skuldinni á Þjóðverja. Og að sjálfsögðu eiga þeir þyugsta sök, vegna þess bve blint þeir fylgdu glæplunduð- um og brjálœðum foringjum sínum.Þýzka þjóðin hefur vissu lega orðið að finna þunga sök hvíla á sér. En ekki hafa þar allir Þjóð- verjar átt jafnan hlut. Og það er bæði rétt og skiljanlegt, þeg ar ágætir menn þýzkir, sem viðurkenna sekt Þýzkalands í þessum málum, hafa eining tal ið aðra samseka að meira eða minna leyti. „Það kann margur hin þöglu svik að þegja við öllu röngu". Það er þarna sem jafnvel við íslendingar hér úti á hjara ver- aldar verðum að gæta okkar í hinum svonefndu alþjóðamál- um. Við hvorki getum né meg- um taka þátt í ósómanum, sem stóhþjóðirnar gera sig sekar um hverju sinni, hvort sem þær heita Þjóðverjar, Rússar eða Bandaríkjamenn. Við megum ekki gera það með bumbuslætti, blaðaskrifum né manndýrkun. þar sem komið er upp mynda dýrkun foringjum til handa os ortir lofsöngvar jafnvel morð- ingjum og forustumönnum frægustu glæpasamlaga mann- kynnssögunnar aðeins af því að það er tízka augnabliksviðhorfa o? einstaklingshagnaðar. En þecta hefur verið gert hér bæði gagnvart Hitler og Stalin og öðrum, sem stóðu fremst í stór glæpum aldarinnar. Og því mið ur hefur íslenzka þjóðin þannig nálgast afstöðu skrílsins, sem fylgir húgsunarlaust útlendum ,ismum“ og skurðgoðum mann- /■ dýrkunarinnar. Grunnurinn undir veldi naz- ismanns og hrylling Gyðinga- ofsóknanna var lagður með kynþáttakenningu Hitlers í bók hans, „Mein Kampf“. Sú kenning var flutt af mikl um ákafa og tengd vissri teg- und af sagnfræðilegri heim- speki, en hún var áreiðanlega ekki reist á vísindalegum rök- um eða með heimspekilegri viðurkenningu. Kynlþáttakenning Hitlers var raunverulega ekki annað en hugsunarfræðilegur grunnur fyrir valdbeitingu. , Hún bom því fyrst fram sem krafa um hreinræktun hins svo kailaða „ariska“ kynstofns, sem væri í mikilli hættu vegna við leitni Gyðinga til blöndunar og um leið til að eyðileggja hann um en vönduðum viði. Þannig var t.d. Gyðingum Kennt um vandræðin, sem hóf- ust í Rínarlöhdúm, vegha kyh-: biendinganna, sem frönsku setu tiðssveitirnar höfðu eftir skilið frá fyrri heimsstyrjöld-En eftir bá styrjöld höfðu Gyðingar flutzt til nokkurra héraða í Þýzkalandi og komið austan að. Þetta jók mjög andúð á Gyð- ingum um þessar mundir. Kyn- þáttakenningar nazismans rák- ust fljótlega á þeirra eigin hagsmuni í utanríkismálum. Það gat ekki gengið til lengd ar, að þeir litu á svo að segja allar aðrar þjóðir sem annars flokks fólk. tað varð því að finna eitt- nvað, sem unnt yrði að beita gegn þeim. Og þar lágu Gyðing- ar einmitt beint við höggi. Þeir hófðu lengi verið bitbein og syndahafur þýzku þjóðarinnar >g þurfti þvi naumast að finna nýjar leiðir til að amast við Það var þvi slakað á öllur.i reglum og andúð gegn „ekki Aríum“ eins og þeir nefndust. sem ekki töldust „hreinir Arí- ar“ samkvæmt kynþáttakenn ingum Hitlers, en kynþáttalög unum eingöngu beitt gegn Cyð íngum, sem einir töldust nú stórhættillegir til kynblöndur ar, þrátt fyrir það, að erfit' reyndist að sjálfsögð'’ að ákveða hverjir vorv af Gyðingaættum og hverjir ekki þar eð þeir höfðu búið i landinu í þúsund ár og meira Því var jafnvel hvíslað og taiið sannað, að sumir sem harðast gengu fram í þessari „hreinsun“ væru áreiðanlega siálfir af gyðinglegum uppruna Og 1. apríl 1933 hófst raun- veiulega hin opinbera ofsókn gegn þýzkum Gyðingum með viðskiptabanni eða einangrun ailra verzlana, sem Gyðingar átúi eða réðu yfir í Þý^kalandi Stórum bifreiðum var ekið um stræti Berlínarborgar og á þeim héngu spjöld með áletr- ununum: „Þjóðverjar, gætið ykkar. Verzlið ekki við Gyð- inga“. Þannig færði Nazista-forystan sig lengra og lengra, unz hún hafði smám saman sannfært meginhluta mannkyns um sekt þá og hættu, sem hún taldi stafa af Gyðingum. Áróðurinn Mindaði fjöldann smátt og smátt, bæði í Þýzka- landi og annars staðar. Margir ræddu hina svonefndu „endan- legu lausn Gyðingavandamáls- ins“ án þess að hafa raunveru- lega hugmynd um, hvað það þýddi. En það vita allir nú,- að er eða var. stærsta og ægileg- asta glæpastarfsemi mannkyhS- sögunnar. Þannig er hægt að blinda milljónir manna, ræna þá hugs- un og frumkvæði, og næst sigl- ir svo óttinn í kjölfarið og segir: „Þegið og hlýðið, annars leidið þið sjálfir í vandræð- um, ef þið ætlið að segja sann- lqikann eða efla réttlætið.“ Á þennan hátt urðu margir sekir, bæði utan Þýzkalands og innan. Það er því full ástæða til að minna á, að sagan endur tekur sig. Dauðadansinn getur hafizt óðar en varir. Ofsóknir og gúgun vofir hvarvetna yfir. Erum við tilbúinn að standa sannleikans megin? Viljum við bæta upp, hve trúgjörr. við vorum og blind, þegar ægilegasta ógæfan henti Evrópu? Ennlþá er ísrael í hættu.Hvort Gyðingar á !eið í fangabúðir í Tékkóslóvakíu á styrjaldartímanum. Á skiltinu stendur. „Vinnan gerir ykk ur frjáls". —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.