Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 32. júlí 1967. TÍMINN \ mmm Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkv«findastjóri: Kristján Bci.edjktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndrtSi G. Þorsteinsson Fulltrúj ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstl.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl 7 Af. greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur, síml 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands - t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Norrænt æskulýðsár Einn mikilvægur þáttur arangurs af norrænu sam- starfi kemur betur og betur í ljós með hverju sumrinu sem líður. Hann er tíðari og meiri samfundir norræns fólks, og árangurinn frá sjónarhóli íslendinga er ekki aðeins sá, að þeir geri tíðreistara til annarra Norður- landa, heldur fer þeim Norðurlandabúum sífjölgandi, sem hingað koma. Þetta er auðvitað einnig tímanna tákn um stórbættar samgöngur. Dagana 1.—8. ágúst í sumar verður haldið hér eitt- hvert fjölmennasta norrænt mót, sem hér hefur verið háð. Það er norræna æskulýðsmótið, sem haldið er á vegum norrænna æskulýðssamtaka. Þetta mót er sérstaklega ánægjulegt fyrir það, að það sýnir aukna áherzlu á þátttöku unga fólksin.-- í norrænu samstarfi, en bæði starf norrænu félaganna og Norðurlandaráðs hefur um of verið í höndum eldra fóiks og við það miðað, og forysta æskumanna verið þar allt of lítil. Þetta þarf að breytast, því að finni æskan ekki sjálfa sig að einhverju leyti í þessu samstarfi, nær pað aldrei viðhlítandi ár- angri, verðUr aðeins barátta íyrir góðri en týndri hugsjón. Nú er reynt að kalla á æskuna • norrænt samstarf með því að efna til norræns æskulýðsárs. Á þetta æskulýðsmót i sumar munu koma hingað allt að 300 manns, flest fólk á aldrinum 20—30 ára. Þetta fólk mun leggja sig fram um að kynnast íslenzkum jafn- öldrum, íslenzkum menningarháttum, sögu þjóðarinnar og nútímabúskap, og síðast en ekki sízt landinu sjálfu. Mót þetta er undirbúið af dugnaði og forsjá hér, séð fyrir fræðslu og ferðum, tundum og kynningu, en þó nær það alls ekki tilgangi sínum nema með mikilli og virkri þátttöku íslenzks æskuíoiks a sama reki. Þess vegna er ástæða til þess að hvetja íslenzkt æskufólk tii þátttöku í dagskrá mótsins, hiátpsemi við gestina og leiðbeiningum. Slík kynni eru ' senn góð þjónusta við þjóðina, gestina og norræna samvinnu, og kynning við gott fólk verður okkur sjálíum óblandin ánægja. Eitt hið bezta, sem ungt fólk með góðar heimiilsástæður, getur gert í þessu sambandi er að bjóða norrænum jafn- aldra til heimilisdvalar meðan mótið stendur. Forstöðu- menn mótsins hér hafa óskað eftir slíku liðsinni, og ástæða til þess að hvetja fólk, ?em þetta getur, til þess að verða við beiðninni. Kvikmyndir Ósvalds Það er margra dombærra manna mál. ekki aðeins íslenzkra, heldur og erlendra sérkunnáttumanna, að Surtseyjarmynd Ösvalöar K.nuclsen með hinni sérkenni- legu nýtízkutónlisi Magnúsar BJöndals Jóhannssonar sé mjög gott verk og raunar aivek. þegar litið er á að- stæður. Sú tnyna hefur og fengið verðuga viðurkenn- ingu erlendis Nú hefur Ósvaldur gert aðra neimildarkvikmynd um íslpr»?>a hveri, og hefur sú myna fengið góða vjður kenningu á 'rvikmyndavikn Evrnpuráðs oe dreifist nú um Evrópu skólum og fræðsjustofnunum Ósvaldur Knudsen er einsTakur áhugamaður um kvikmyndagerð, þótt ekki sé sermenntaðui á þvi sviði Reynslan og áhuginn hafa nins vegar orðið honum góðir kennarar.- Ósérplægni hans oe -lugnaður hafa borið ár- angur, sem við erum pll í mikillj þakkarskuld fyrir. Joseph Alsop: Upplausnin í Kína magnast með hverjum deginum sem líður Framvindan þar kann að hafa veruleg áhrif á rsiðurstöðu styrjaldar- innar í Vietnam i Freistandi er að vara menn við að líta upp og draga á- lyktanir af því, sem við aug- um blasir í Kína. Á ýmsu velt ur og hæpið að auðið verði að álykta rétt. Með hverjum degLnum sem líður auikast þó horfurnar á því, að alger upp- lausn í Kína kommúnistanna ráði að verulegu leyti úrslit- um uim niðurstöðu styrjaldar- innar í Vietnam. Naumast þarf að fara mörg um orðum um útskýrmgu þeirra áhrifa, sem alger upp- lausn í ,yhmu viðáttumikla Kín.a" handan landamæranna hlýtur að hafa á allan gang mál í Norður-Vietnam. Hitt er miklu meira í óvissu, hverja stefnu rás viðburðanna í Kana sjálfu kunni að taka í framtíðinni. Enginn er þess umkominn, að segja fyrir, hvort auðið verði eða ekki að halda þar uppi eimhvers konar mála- myndastjórn wm ófyririsjáan- lega framtíð. Æ fleiri fróðir menn leiða þó getur að því, eða allt taumhald stjóriiarvalda verði að heita má horfið áður en þetta ár er liðið í aldanna skaut. Og margt bendir til að svo fari. í fyrsta lagi virðist orðið langlægt í Kína undangengn- ar vikur að járnbrautarkerfið bregðist gersamlega hlutverki sínu hér og hvar. Verfcföll og borgaraleg átök virðast ráða hér mestu um. Enn hefir eng- in flutningastöðvun staðið lengur en örfáa daga í senn en undangenginn mánuð hefir aldrei verið um minna en tvær stöðvanir að ræða í senn á mikilvægustu jiármbrautar- leiðunum. Sú ógnun vofir hér bersýnilega yfir, að þessi ó- lestw magnist af sjálfu sér. í öðru lagi hefir komið til opinberra átaka borgaranna inntoyrðis i öðru hverju fylki i Kína síðustu þrjár vikurnar. Ólgan hefir smátt og smátt magnazt og orðið að blóðug- um átökum, en hjaðnað svo aftur. „Byltingarsinnar" hafa barizt inbyrðis, eða við and- stæðinsa Maos, og herinn hefir tekizt á við fylkingarnar sitt á hvað. eftir því um hvaða fylki er að ræða í það og það sinnið. Óeirðirnar virðast einnig orðnar landlægar eins og járnbrautarstöðvanirnar, og þessi framvinda gæti ekki síð- ur magnast af sjálfu sér. í þriðja lagi virðist öll borg- araleg stjórn farin út um þúf ur í tólf fylkjum í Kína. Þjóð- frelsisherinn gegnjr þar þeirri stjórnsýslu. sem borgaraleg vfirvöld annast að dllum jafn- aði. En þarna blasir einmitt við rorskilin sáta. Svo undar lega bregðuj- við. að herinn virðist búa við samfellda innr- skipan og sæmilega einingn Þó fylsÍT iierinn i einu fylk- ingu Mao að málum, í öðru er hann á móti Mao og ef ti) "ill hlutlaus í þriðja fvlkinu HETJUMÁLVERK AF MAO FORMANNI. og keppir að því marki einu, að halda uppi eimhvers konar regfc. í fjórða lagi hefdr komið til óeirða og alvarlegra átaka í allmörgum hinna stærri.borga í landinu og sérstaka athygli vekur, að sú hefir orðið raun- in í Shanigihai, en talið var, að Mao-istar hefðu tekið þar við völdum og framkvæmt ¦ ¦ nauð- synlegar „Hreinsanir". Óeirðir í Wuhan gengu það langt fyrir skömmu, að hinni frægu brú yfir Yangtse — einu brúnni yfir þetta stórfljót neð anvert, — var lokað um tima, að því er virðist til að að- skilja stríðandi fylkingar í borgunum tveimtr. Með hverri vikunni, sem líður, virðist æ minna ,almennt vitað um, hvað er að gerast, einkum vegna þeirra ofbeldis- aðgeiraa, sem gfipið hefir verið tíl í Peking gegn iap- önskum stjórnarrindrekum og fréttamönnnm, en þeir lásu áður hinar endalausu, upp- límdu tilkynningar og greindu urnheiminuim frá efni þeirra. Og þetta er í sjálfu sér ugg- vænlegur fyrirboði. Það bend- ir til þess að frá því megi skýra erlendis. Hafa verður hliðsjón af þessu almenna ástandi þegar fregnir berast um nýja tilraun Maos og fylgifiska hans, til þess að lægja öldurnar, hefta útbreiðslu upplausnarinnar og koma á einhverri reglu að nýju. Slíkar tilraunir hafa áður verið gerðar. Chou En-lai var til dæmis hvattur til þess i vetUTí að reyna að koma á einhvers konar málamiðlun, svo Að leiðtogar menningarbylting*ar innar gætu tengið ráðrúm til að átta sig. En ekki voru nema nokkrar vikur liðnar þegar að hafnar voru grimmilegustu á- rásir a leiðtogana í þjóðstjórn Ohous. Varaforsætisráðherrarn ir voru helztu aðstoðarmenn hans, en nú er sagt, að þeir hafi allir mefl tölu orðið al- varlega fyrir barðinu' á „Rauð- um varðliðum" og fleki kúg- unaröflum. Svo var gripið til þess sem örþrifaráðs, að senda þjóð- frelsisherinn fram til átaka. Nú starfar herinn eftir að minnsta kosti fjórum loka- fyrirskipunum, sem allar hljóða um að ,Jsom& á reglu að nýju, hvað sem það kosti". Þar við bætast svo enn fleiri Íafn eindregnar skipanir, sem allar ganga út á það, að ekki megi „með neinu móti stemma stigu við menningaipbylting- unni", en hún er frumorsiök allra óeirðanna. Kfna hefir í hartnær tvö ár gengið likt og eins konar dragspil, ýmist verið dregið út til upplausnar eða þrýst saman að röð og reglu á ,ný. En sérhver sundurdráttur hef- ir nálgast algena upplausn, ör- lítið meira en hinn næsti á undan, og hver nýr samþrýst- ingur að röð og reglu hefir reynst erfiðari og áhrifaminni en hinn síðasti. Fregnirnar frá Peking gefa manni helzt til kynna, að Mao og nánustu samstarfs- menn hans hamist við að gefa þjóðinni fyrirskipanir, sem hún hlusti alls ekki á. Klíka Maos jg aðrar leyfar fyrri forystu virðast berjast heiftar- lega, bæði með slægð og harð fylgi um völdin, sem verða æ síður eftirsóknarverð með hverjum deginum, sem líður. .Svo virðist helzt sem verið sé að leika óraunverulegan sjón- leik, eða þann hinn sama og leikinn var við hirð Mings, þegar Manshuríumenn biðu fyrir utan hliðin, eða við hirð Sings, þegar Mongólár voru handan múrsins mikla. En sú er raunin á, að í þetta sinn eru óvinirnir ekki erlendir innrásarmenn. Óvin- irnir eru kinverska þjóðin sjálí og þau öfl i flokknum. ríkisstjórninni og hernum, sem hneigjast að skynsemi, hag- sýni 'og efnalegum framförum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.