Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 13
LAUGARBAGUR 22. júH 1967. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Landsleikur Islendinga og Færeyinga í gærkvöldi: Fátæklegur „borðtennis" Helgi Númason skorar fyrra mark Islaiwls með skalla Alf. — Reykjavík. — Landsleik- ur íslendinga og Færeyinga í gær kvöldi var ekki upp á marga fiska, minnti helzt á lélegan borðtennis, ijar sem knötturinn gekk mótherja á milli. fslenzka b-landsliðið var mjög lélegt og náði aldrei saman. Sérstakega var sóknarleikurinn lé- legur. Það var heldur ekki gæfu- legt að leggja varnartaktik fyrir í byrjun ,eins og gert var í gaer gegn Færeyingunum, sem fyrir- fram voro álitnir veikari aðilinn. Samt var þetta gert, og einkenni Á annað hundrað handknattleiks- stúlkur til Eyja Nú um helgina hefst í Vest- mannaeyjum 2. flokks mót kvenna í útihandknattleik. Ails eru þátttökuliðin 11. Verður mikið um að vera í Eyjum um helgina, en aUs koma á annað hundrað stúlkur víðs vegar að af landinu til Eyja til að taka þátt í mótinu. Frá úrslitum mótsins verður sagt í bla'ðinu eftir helg- ina. Alf — Reykjavík. — Engum leik verður frestað í 1. deild, á sunnudaginn. Fara því þrír leikir fram. f Reykjavík mæt ast Fram og Akureyri á Laug- ardalsvellinum kl. 4. Á sama tíma mætast á Akranesi heima menn og Valur, en á sunnu dagskvöld leika í Keflavík heimamenn og KR, og hefst sá leikur H. 8,30. legt var að sjá tvo miðverði ls- lands gæta miðherja Færeyinga allan fyrri hálfleikinn, eins og þeir félagar Anton Bjarnason og Einar Magnússon gerðu. Island vann leikinn í gærkvöldi með 2:1, og verður ekki annað sagt en það hafi verið réttlát úr- slit, þrátt fyrir lélegan leik liðs- ins. Færeyingar eiga margt ólært í listum knattspyrnunnar, en eitt höfðu þeir þó grednilega fram yfir íslenzka liðið í gærkvöldi — baráttuviljann. En hann einn nægði þeim þó ekki í gærkvöldi. Þó var ekki hægt annað en dást að þessum frændum okkar fyrir baráttuna. Færeyingar urðu fyrri til að skora, en á 19. mínútu lék hægri innherjinn, Olvhéðin Jaekobsen, framhjá íslenzku vörninni og skoraði óvænt framhjá Sigurði Dagssyni. Það var ekki fyr en á 33. mín útu, að ísland jafnaði. Helgi Númason fékk sendingu frá Birni Lárussyni og skallaði laglega í markið framhjá færeyska mark- verðinum Arting. Staðan í hálfleik var 1:1, en á 8. mínútu í síðari hálfleik skoraði Baldur Scheving sigurmark ís- lands á snaggaralegan hátt. Hann Ailir eru leikirnir þýðingar miklir og ættu línurnar í mót inu að skýraist betur að þeim loknum. Tapi t.d. Akureyr- ingar fyrir Fram, eru mögu leikar þeirra um sigur í mót- inu hverfandi litlir. Skaga- men-n berjast fyrir lífi sínu í deildinni í leiknum á móti Val — og verða eflaust mjög harðir. Og í Keflavík verður óð upp völlinn 'hægra megin í átt að færeyska markinu og sikor aði með jarðarskoti. i Það er ómögulegt að hrósa b- landsliðinu fyrir leikinn í gær- eflaust hörð barátta milli Kefl víkinga og KR- Staðan er þessi: Valur 7 4 2 1 14-12 10 Ak.eyr. 7 4 0 3 18-10 8 Fram 6 3 3 0 8- 6 8 KR 6 3 0 3 12-11 6 Keflav. 7 2 2 3 5- 8 6 Akran. 7 1 0 6 7-17 2 kvöldi. Liðið gerði fátt gott, en margt slæmt. Alla hreyfingu vant aði í liðið og mönnum gekk illa að finna samherja. Kannski ekki óeðlilegt, þegar tillit er tek ið til þess úr hve mörgum áttum liðið var valið, en það var valið úr 6 1. deildar liðunum. Eini mað hrinn, sem sýndi jákvæð tilþrif var Baldur Scheving — maðurinn- feem ekki átti að vera með í leikn um upphaflega — en hann var sívinnandi allan tímann. Ég held að það hafi verið mikil mistök að láta Þórð Jónsson leilka tengi lið. Hann fann sig aldrei í þess ari stöðu. í raun og veru voru allt of margir varnarmenn í ís- lenzka liðinu. Liðinu vantaði góð an sóknarframvörð. í fœreyska liðinu vöktu helzt athygli Olav Thomsen (3), sterk ur vamarleikmaður og Olvheðin Jackobsen í sókninni. Leikinn dæmdi Magnús Péturs son vel- 1. deildar leikjum ekki f restað: Þrír Seikir á sunnudaginn (Tímamynd Gunnar) Meistaramót ís- lands í frjálsum Meistaramót fslands í frjálsum íþróttum hefst n. k. mánudagskvöld á Laugardalsvelli kl. 8. Keppt verður í 12 greinum fyrsta kvöldið. Mótinu verður hald ið áfram á þriðjudag og endar á miðvikudagskvöld. Unglingamót- ið á sunnudag Dnglingakeppninni í knatt- spyrnu lýkur á sunnudaginn, og fara þá þessir Leikir fram: AB—Þróttur (Melavelli) kl. 8. Holibæk—KR (Melavelli) kl. 9,15 Ví'k.—Fram (Háskólavelli) kl. 8 Valur—ÍBK (Hásk.v.) kl. 9,15. A VITATEIG Agabrot og áhugamennska. Agabrot eru ekki óþekkt fyrirbrigði meðal ‘íslenzkra í- þróttamanna einkum meðal þeirra, sem flokkaíþróttir stunda. Spurningin er, hvern- ig á að meðhöndla íþr) tamenn, sem fremja agabrot? Tökum dæmi um agabrot. Knattspyrnumaður á að leika þýðingarmikinn leik á sunnu- degi, en daginn fyrir leik, þ.e. á laugardagskvöldi, situr þessi sami leikmaður að svalli, þrátt fyrir skýr fyrirmæli þjálfara um, að enginn leikmaður megi bragða áfengi a.m.k. tveimur dögum fyrir leik, hvað þá ein- um degi áður. í þessu tilviki er um mjög góðan leikmann að ræða, leik- mann, sem liðið má illa vera án. Hvaðt ái þjájfatrihi? áð gera? Svarið getur ekki orðið nema á einn veg. Hann á að gefa leikmanninum frí frá leiknum. En þótt svarið sé einfalt', þá getur oft verið erfitt að refsa íþróttamönnum fyrir aga'brot því að agabrot í áhugamennsk- unni, sem við búum við, er annars eðlis en ef um atvinnu- mennsku væri að ræða. Borgar sig illa,______ Það er engin launug, að mörgum af okkar ágætu knatt spyrnumönnum finnst ekkert atþugavert við það að bragða á- fengi tveimur dögum fyrir leik í trássi við reglur, sem þjálfar- arnir setja. Þetta hefur marg- sinnis komið fram í sumar. En jafnvel, þótt þeir knattspymu- menn,-sem' þessa iðju stunda, sleppi oft við beina refsingu, þ. e. að vera settir út úr liðunum, vegna þess, að ekki fréttist alltaf um atferii þeirra, þá hefur það sýht'sIgT'áfð'fékki borgar sig að hafa Bakkus með í spilinu svo skömmu fyrir leik. Enginn vafi er á því, að getan minnkar. Og það, sean verra er, þetta bitnar á heildinni, Liðsandinn verður ekki eins góður. E.t.v fara 70-80% af liðsmönnum eft ir settum’reglum. og það fer i taugarnar á þeim að vita af nokkrum tfélögum sínum, sem hegða sér öðru vísi. Dæmin eru ekki einrröneu ur icnattspyrnu. Á s.l. vetri var skýrt frá smáatviki hér a í- þróttasiðunni í sambandi við handknattleiksstúlku, sem- mætti til leiks á sunnudagseftir miðdegi, en þegar hún mætti í búningsklefanum skömmu fyr ir leik, tilkynnti hún stöllum sínum, að hún gæti varla leik- ið, af því að hún væri svo timbr- uð. Ætli þessi yfirlýsing hafi haft góð áhrif á liðið? Að mínu áliti ættu þeir, sem stunda flokkaíþróttir, en geta ekki farið eftir settum reglum í sambandi við áfengisnotkun. iö hætta í íþróttum sjálfs sín vegna og annarra vegna. Öðru vísi varið mcð einstak- lingsgreinar. Fyrir kemur, að íþróttafólk i einstaklingsgreinum, frjálsí- þróttum og sundi, fellur í þá gryf ju að neyta áfengis skömmu fyrir keppni. En það er öðru vísi varið með einstaklingsgrein arnar. í þeim er hver ábyrgur fyrir sjálfum sér. Þannig bitn- ar það á einstaklingsárangri frjálsíþróttamannsins eða sund- mannsins. hafi hann bragðað á- fengi daginn fyrir keppni — eða tveimur dögum áður. í þessu sambandi vil ég geta um sögu af ungri sundkonu, sem mér var sögð nýlega. Þessi unga sundkona var bráðefni- leg og ein skærasta stjarnan okkar, setti met eftir met. En lítið hefur heyrzt um góðan ár- angur hennar nýlega. Ástæðan? Hún er farin að reykja og drekka, en það var nokkuð, sem hún gerði ekki, þegar henni gekk bezt í sundinu. Ofstæki eða skynsemi. Áfengi og íþróttir fara illa saman, það er viðurkennt mál. Þc-ss vegna er sjálfsagt að brýna fyrir íþróttafólki að bragða ekki áfengi. En ekkert ofstæki má vera í bindindisáróðrinum. í raun og veru ætti íþróttafólkið sjálft að geta sagt sér, hvort skynsamlegt sé að hafa áfengi am hönd fyrir keppni eða ekki. Þessar línur hafa verið skrif- aðar af gefnu tilefni, en aðeins stiklað á stóru um málefni, sem íþróttaforustan ætti að gefa meiri gaum. — alf. V/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.