Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 23. apríl 1987
MEYDIIMM
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavlk
Sími: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir,
Kristján Þorvaldsson og
Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Siðleysi Framsóknarflokksins
Sá flokkur sem einna mest virðist verja fé til kosn-
ingaáróðurs er Framsóknarflokkurinn. Allt frá því að
daprar tölur um fylgi flokksins tóku að birtast, virðist
öflug peningavél hafa verið sett í gang til að fjár-
magna glæsiumbúðir um flokk miðstýringar og sér-
hagsmuna. Menn hafavelt því fyrirsérhverborgi brús-
ann. Varla getur það verið galtómur flokkskassinn.
Varla getur það verið málgagnið með um 100 milljón
króna skuld eftir NT—ævintýrið. Varla geta það verið
bændur sem snúa æ fleiri baki við flokknum eftir að
hann sneri baki við þeim. Skyldi það vera SÍS—veldið
og kaupfélögin?
Eitt er þó víst. Framsóknarflokkurinn lét sér ekki
nægja að ganga með betlistaf til fjársterkra aðila fyrir
kosningar. Hann hefur ennfremur nýtt sér aðstöðu
sína sem stjórnarflokkur og misnotað ráðuneyti og
stofnanir til að gefa út áróðursbæklinga fyrir Fram-
sóknarflokkinn á kostnað skattgreiðenda í landinu.
Dæmi um þetta siðleysi er að finna í frétt á forsíðu
Alþýðublaðsins í dag þar sem segir frá vönduðum
bæklingi sem landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út
nokkrum dögum fyrir kosningar. Bæklingnum er
dreift til allra bændaheimila í landinu. Áróðursbækl-
ingur Framsóknarflokksins og Jóns Helgasonar ráð-
herra heitir „Landbúnaðurinn 1983—1987, Starf og ár-
angur.“ Það er skrýtin tilviljum að landbúnaðarráðu-
neytið skuli gefa út bæklinginn sem spannar einmitt
þetta kjörtímabil sem nú er á enda. Það er enn skrýtn-
ara að ráðuneytið sendi frá sér texta í áróðursstíl á
borð við: „Trygging í stað óvissu,“ „Uppbygging í stað
samdráttar," „Lækkun framleiðslukostnaðar,11 „Hærra
hlutfall launa,“ o.s.frv. Það er ennfremur einkennileg
uppákoma að ráðuneyti skrifi í ávarpsorðum til
bænda eftirfarandi skilaboð: „Þegar núverandi ríkis-
stjórn var mynduð vorið 1983 horfði þunglega í mál-
efnum landbúnaðarins." Síðan kemur upptalning í
geislabaugastíl yfir afrek ráðuneytisins undir stjórn
Jóns Helgasonar. Og textinn að sjálfsögðu í besta
áróðursstíl. Það er enn undarlegra að „upplýsinga-
bæklingurinn" skuli „gleyma" ýmsum staðreyndum
sem eru hvorki ráðuneytinu til uppdráttar né Jóni
Helgasyni ráðherra. Dæmi: Framarlega í bæklingnum
er birt vandað línurit yfir birgðaþróun kindakjöts.
Línuritið nær þó alls ekki yfir það tímabil sem bækl-
ingurinn fjallar um, heldur árin 1979—1983. Línuritið
sýnir hvernig birgðir kindakjöts í landinu jukust úr ríf-
lega 1000 tonnum í lok verðlagsárs 1979 upp í um 3000
tonn sumarið 1983. Svo skemmtilega vill til að í lok yf-
irstandandi verðlagsárs eru birgðir kindakjöts áætl-
aðar mun meiri. En ekki orð um það i „upplýsinga-
bæklingnum".
Annað dæmi um siðleysi Framsóknarflokksins í
kosningabaráttunni: Nýverið var borinn í hús áróðurs-
bæklingur gefinn út af Húsnæðisstofnun ríkisins
sem ber heitið „Nýtt lánakerfi — breyttir tímar.“ Að
nafninu til er hann kynning á nýja húsnæðislánakerf-
inu. í stórfróðlegri grein eftirStefán Ingólfsson verk-
fræðing sem birtist í DV í gær segir: „Útgáfan er
greinilega þáttur í kosningabaráttunni. í bæklingnum
eru ósannindi. Upplýsingar eru falsaðar og öðrum
hagrætt. Bæklingurinn er dæmi um grófa og ósvífna
misnotkun á opinberum stofnunum. Það verður að
fordæma þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð. Menn
verða að gera þá lágmarkskröfu til stjórnmálaflokk-
anna að þeir greiði sjálfir fyrir prentun áróðursbækl-
inga sinna og gefi þá út í eigin nafni... Framsóknar-
flokkurinn hefði sjálfur átt að gefa út bæklinginn. Til-
gangur hans er að reka áróður fyrir nýja húsnæðis-
lánakerfinu sem nú ereitt af heitustu kosningamálun-
um. Eini tilgangurinn með útgáfu ritsins á þeim tíma
sem það er borið í hús, er að fegra kerfið og svara
gagnrýni sem beinst hefur að félagsmálaráðherra.“
Kosningabaráttarr.
Jón Baldvin
og Þorsteinn í návígi
íkvöldverðaJónBaldvinHanni- Návígisþættirnir eru kærkomin ystumenn flokkanna að svara beint
balsson, formaður Alþýðuflokks- tilbreyting í eintóna kosningabar- út gagnrýni andstæðinganna og
ins og Þorsteinn Pálsson formaður áttu sem hingað til hefur fyrst og leggja þannig máflutning sinn á
Sjálfstæðisflokksins í þættinum „í fremst miðast við beinar framboðs- vogarskálar fyrir kjósendur.
návigi“ á Stöð tvö. Þátturinn hefst kynningar eða glansauglýsingar á Stjórnandi þáttarins í kvöld verð-
klukkan 20.00 og verður í beinni út- skjánum. í þáttunum þurfa for- ur Helgi Pétursson.
sendingu til klukkan 20.30. -
Það verðurekkert „Elsku mammá' I kvöld þegar Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson mæt-
ast ( þættinum „í návfgi" á Stöð tvö.
FAGMENNIRNIR
VERSLA
HJÁ OKKUR
Því ad reynslan sannar aö
hjá okkur er yfirleitt til
mesta úrval af vörum til
hita- og vatnslagna.
BURSTAFELL
^yggingavöruverslun
Bíldshöföa 14
sími 38840