Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. apríl 1987
.9
mundsson:
JKKURINN
R LAUNAFÓLKS
víkur var efldur. Reykjavíkurborg
keypti 2 nýja glæsilega togara, Jón
Baldvinsson og Otto N. Þorláksson
til þess að treysta atvinnugrundvöll
höfuðborgarinnar. íhaldið í
Reykjavík hefur nú afhent einka-
fyrirtæki þessi glæsilegu skip. — Á
tímabilinu 1978-1982 var einnig
hafinn undirbúningur að byggingu
skipaverkstöðvar í Reykjavík til
þess að ná skipaviðgerðum sem
• mest inn í Iandið, auka atvinnu og
spara gjaldeyri. íhaldið í Reykjavík
hefur nú drepið þetta mál.
Ég vil, að mál þetta sé tekið upp
á alþingi. Alþýðuflokkurinn á að
taka þetta mál upp á alþingi.
Og það eru mikið fleiri mál Reyk-
víkinga, sem Alþingi þarf að láta til
sín taka.
í kosningabaráttunni að undan-
förnu hefur Alþýðuflokkurinn lagt
höfuðáherslu á 4 mál. Þetta eru allt
mikilvæg umbótamál, sem skipta
miklu máli fyrir Iaunafólkið í land-
inu. Málin eru þessi:
1. Einn sameiginlegur
lífeyrissjóður fyrir
alla landsmenn.
í dag eru starfandi i landinu
90—100 lífeyrissjóðir, sem veita
mjög mismunandi réttindi. Sumir
fá mjög góðan lífeyri að starfi
loknu, aðrir fá mjög lágan lífeyri.
Þetta er óþolandi misrétti. Þessu
vill Alþýðuflokkurinn breyta.
Hann vill jafna lífeyrisréttindin
þannig, að þau verði sem jöfnust.
2. Afnám tekjuskatts af
almennum launatekjum
í dag er tekjuskatturinn fyrst og
fremst launamannaskattur. Hinn
almenni Iaunamaður rís ekki undir
skattbyrðinni. Alþýðuflokkurinn
vill breyta þessu. Hann vill einfalt
og réttlátt skattakerfi. Alþýðu-
flokkurinn vill afnema í áföngum
tekjuskatt af almennum launatekj-
um.
3. Umbœtur í
húsnœðismálum
Ástandið í húsnæðismálum er
þannig í dag, að unga fólkið getur
ekki byggt. Það verður að taka hús-
næði á leigu með okurkjörum. Lág-
launafólk getur heldur ekki byggt.
Alþýðuflokkurinn vill gera eftir-
farandi endurbætur á húsnæðis-
málunum til þess að skapa aukið
réttlæti: Byggðar verði kaupleigu-
íbúðir og fleiri verkamannabústað-
ir. Kaupleiguíbúðir eru góður val-
kostur fyrir unga fólkið. Verka-
mannabústaðir eiga að leysa hús-
næðisvanda láglaunafólks, sem
ekki getur keypt á frjálsum mark-
aði.
Alþýðuflokkurinn vill, að fólk
geti valið á milli þess hvort það
kaupir eignaríbúð á frjálsum mark-
aði eða velur kaupleiguíbúð. Þess
vegna þarf einnig að efla hið al-
menna veðlánakerfi.
4. Bœtt kjör láglaunafólks
Alþýðuflökkurinn vill, að kjör
láglaunafólks verði bætt. Það er til
skammar, að stór hópur launafólks
skuli aðeins hafa 26 þúsund krónur
í laun á mánuði. Enginn Iifir mann-
sæmandi lífi af þeim launum. Það
verður að lagfæra Iaun þessa fólks.
Það á að vera forgangsverkefni.
Ég tel koma til greina, að Alþingi
setji lög, sem lögfesti lágmarkslaun
á þann veg, að lægstu launum væri
lyft verulega.
Björgvin Guömundsson er6. maöur
á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Jón Sigurðsson
EFTIR KOSNINGAR verður það fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að stöðva
skuldasöfnun ríkisins. Það kallar á heildarendurskoðun skattakerfisins og upp-
rætingu skattsvika. Það kallar líka á endurskipulagningu á ríkisbúskapnum; að
stöðva sóun í þágu sérhagsmuna, fá BRUÐLIÐ BURT. Þá væri traustvekjandi að
hafa JÓN SIGURÐSSON við stóra borðið í stjórnarráðinu með tilbúna verklýs-
ingu að heildarendurskoðun skattakerfisins. Þess vegna er það mikilvægt að JÓN
SIGURÐSSON og ALÞÝÐUFLOKKURINN hafi sterka aðstöðu á Alþingi. Það
er rétta leiðin til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn — ÁBYRGA STJÓRN í ANDA
JAFNRÉTTIS - EFTIR KOSNINGAR.