Tíminn - 24.08.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1967, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 1967, TÍMINN ■ : ’ ÆFT Á IDRETSPARKEN Og þarna eru framlinumenn isl. Iiðsins, frá vinstri Helgi Númason, Fram, Björn Lárusson, Akranesi, Eyleifur Hafsteinsson, KR, Hermann Gunn. arsson, Val og Elmar Geirsson, Fram. Og þarna hlaupa þclr um völtlnn — frá vlnstrl Björn, Sigurður, Jón Stefánsson, Anton, ÞórSur, Helgl, Hermann og Baldur. Frásögn er af landsleikn um á bls. 13. Myndirnar hér á síSunni fengum vlS frá Polfofo I gær og eru þær frá æfingu íslenzka landsliðsins í knattspyrnu á Idretsparken í Kaupmanna- höfn. Hér fyrir ofan er landsliðsþjálfarinn, Reynir Karlsson, að ræða viS piltana. m Á VÍÐAVANGI Kjarni málsins Alþýðublaðið birti fomstu grein í gær í tilefni af hinni furðulegu greinargerð, sem Vinnuveitendasambandið hefur látið fara frá sér varðandi Straumsvíkurdeiluna. Grein Alþýðublaðsins nefnist: Kjami málsins. Þár ségir svo í upp- háfi: „Verkfallið við hafnargerð- ina í Straumsvík hefur nú stað ið { mánuð, báðum aðilum til tjóns. Verkamenn krefjast að- eins óbreyttra þeirra kjara, sem þeir hafa haft í Straums- vík, en Vinnuveitendasamband- ið heimtar, að kjör þeirra verði skert, þegar þeir flytja sig af verksmiðjulóðinni út að höfn- inni. Augljóst er af yfirlýsingn Vinnuveitendasambandsins, að hér er barizt um annað og meira en kjör hinna hafnfirzku verkamanna. íslenzkir vinnu- veitendur em að berjast fyrir því, að allir erlendir verktakar sem til landsins koma, verði að láta Vinnuveitendasambandið semja fyrir sig og greiða til þess stórfé. Þetta er kjarni málsins". Álfélagið og Vinnu- veitendasambandið Alþýðublaðið segir enn frem- ur: „Þegar samningar voru gerð- ir víð svissneska álhringinn um byggingu braeðslunnar í Straumsvfk, krafðist Alþýðu- flokkurinn þess, að íslenzka ái- félagið, sem er dóttorfélag Svisslendinga, gengi ekki i Vinnuveitendasambandið. Var þessu heitið. Þetta er þýðingar- mikið mál. Hér á landi hafa átt sér stað mikil átök á vinnn- markaði milli verkalýðshreyf- ingar og atvinnurekenda. Það er barizt um lífskjör íslenzks verkalýðs. Þegar voldugum, erlendum félögum er hleypt inn í landið, vilja vinnuveitendur fá þau í samtök sín, semja fyrir þau og þiggja af þeim stórfé í greiðsi- ur. Við þetta mundu vinnuveit- endasamtökin hljóta erlent fjár magn til baráttu sinnar gegn íslenzkum verkalýð. Verkalvðs- félögin mundu ekki hljóta sam bærilega aukinn styrk. Verka- fólk við álbræðsluna og önnur slík fyrirtæki verður að mestu íslenzkt. Það mundi lifa og starfa í landinu og verá í verka lýðsfélögum, þótt hinir erlendu aðilar kæmu ekki til landsins. Af þessu er augljóst, að staða verkalýðshreyfingarinnar gagn- vart vinnuveitendum sem hún semur við um kaup og kjör, mundi versna verulega, ef hin- ir erlendu aðilar gengju í Vinnuveitendasambandið og greiddu til þess“. Vínnuveitendasam- bandið veldur ófriðnunv Alþýðublaðið segir að lokum: „Vinnuveitendur verða srt gera sér ljóst, að verkalýðs- hreyfingin og verkalýðsflokkar munu ekki samþykkja starf- semi erlendra aðila hér á landi, ef þeir eiga að styrkja atvlnnu- rekendasamtökin á kostnað verkalýðshreyfingarinnar. Það er ekki ætlunin, að erlent fjármagn eða erlendir verktak- ar raski á þann hátt jafnvægi íslenzks þjóðfélags. Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.