Tíminn - 24.08.1967, Blaðsíða 9
9
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 1967.
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndrlBi
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang-
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
tiúsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af.
greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 ABrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — t
lausasöíu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Ríkisálögurnar hafa
þrefaldazt síðan 1962
Tíminn hafur uudanfarið birt upplýsingar, sem sýna,
að þótt verðlækkun hafi orðið á síldarlýsi, síldarmjöli og
freðfiski miðað við það, þegar verðið hefur verið hæst
á þessum afurðum, þá hefur engin verðlækkun orðið
miðað við árið 1962, þegar afkoma sjávarútvegsins varð
mjög sæmileg. Þvert á móti er verðið á síldarlýsinu og
freðfiskinum talsvert hærra nú en þá. Á nær öllum út-
flutningsvörum öðrum hefur orðið veruleg verðhækkun
á þessum tíma, nema síldarmjólinu, en þar er verðið
nú svipað og 1962.
Þetta sannar, að áðurnefnt verðfall hefði ekki þurft
að verða neitt tilfinnanlegt, ef ekki hefði á þessu tímabili
geisað óðaverðbólga í landinu og hún aukið miklu
meira allan rekstrarkostnað atvinnuveganna en
nokkur dæmi eru um í nálægum .löndum á sama tíma.
Orsakir þeirrar óðaverðbólgu hefur fyrst og fremst
verið röng stjórnarstefna. Hér skal aðeins eitt dæmi
nefnt þessu til staðfestingar.
Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu að leggja yfir-
leitt á miklu meiri álögur en þörf hefur verið fyrir hverju
sinni. Sérfræðingar hennar hafa talið, að umframtekjur
hjá ríkinu myndu draga úr verðbólgu. Útkoman hefur
vitanlega orðið allt önnur. Hinar síhækkuðu álögur hafa
neytt launastéttirnar til að krefjast kauphækkana. Hin
ríflegu fjárráð ríkisins hafa svo leitt til aðhaldsleysis og
sukks á fjölmörgum sviðum ríkisrekstursins og útgjöldin
því orðið miklu meiri en ella.
Eftirfarandi tölur sanna þetta glögglega. í fjárlög-
unum fyrir árið 1962 voru allar álögur ríkisins áætlaðar
1-750 þús. kr. í fjárlögum fyrir 1967 eru þessar álögur
áætlaðar 4.710 þús. kr. Þó er ekki fært á fjárlögin 1967
tekjuöflun vegna vegagerðarinnar raforkuframkvæmda
o-fl. eins og gert var á fjárlögum 1962. Séu fjárlögin
fyrir 1967 gerð upp á sama hátt og fjárlögin 1962, myndi
koma í ljós, að álögur ríkisins -1967 yrðu alltaf áætlaðar
5.100—5.200 þús. kr. eða um þrefallt hærri en 1962.
Ríkis'álögurnar hafa m.ö.o. þrefaldast á þessum fáu
árum, eða í stað hverrar einnar krónu, sem þjóðin
greiddi 1962 til ríkisins, verður hún að borga þrjár
krónur nú. Ekkert líkt þessu hefur átt sér stað annars
staðar í Evrópu á þessum tíma-
Það eru þessar gífurlega auknu ríkisálögur, sem
frekar en nokkuð annað hafa knúið fram kauphækkanir
og spillt afkomu atvinnuveganna. Til viðbótar þessu hefur
svo verið þrengt að atvinnuvegunum með hærri vöxtum
og meiri l'ánsfjárhöftum en annars staðar eru dæmi um.
Það er þannig, sem ríkisstjormn hefur búið til óða-
verðbólguna og dýrtíðina- Þetta er höfuðorsök þeirra
vandræða, sem nú er glímt við.
Stjórnarblöðin eru að reyna að kenna öðrum um
kauphækkanirnar, sem hér nafa orðið á umræddu tíma-
bili. Hið rétta er. að verkalýðshreyfingin hefur í öllum
kaupsamningum lagt áherzlu a að fá aukin kaupmátt
launa og talið betra að fá hann aukin með öðrum hætti
en fleiri krónum. Þá stefnu hafa Framsóknarmenn líka
eindregið stutt. En ríkisstjórnin hefur svarað þessu með
hækkuðum alögum í alls konar formi og aukið þannig
dýrtíðina Það hefur neytt verkalvðssamtökin til að
knýja t'ram kauphækkanir. panmg hefur ríkisstjórnin
markað stefnuna í þessum malum og ber höfuðábyrgðina
á því hvernig komið er.
Evrópuríkin veröa sjálf að ráða
mestu um framtiina í Evrópu
Mikilvæg niðurstaða á fundi Johnsons og Kiesingers
Johnson sýnir Kiesinger, dótturson sinn.
í SÍÐASTLIÐINNI viku heim
sótti Kiesinger, kanslari Vest
ur-Þýzkalands, Johnson Banda-
ríkjaforseta í fyrsta sinn. Þess
ara viðræðna hafði verið beðið
með nokkurri eftirvæntingu,
því að Kiesinger fylgir að ýmsu
leyti annarri utanrikisstefnu en
fyrirrennari hans, Érhard,
gerði. Erhard lagði megin-
áherzlu á nána samvinnu við
Bandaríkin. Því kólnaði mjög
vináttan milli Bonn og Parísar
meðan hann var forsætisráð-
herra. Það var því eitt seinasta
verk Adenauers að eiga þátt
í þvi að steypa Erhard úr
stóli, en Adenauer vildi byógja
utanríkisstefnu Vestur-iÞýzka-
lands á náinni samvinnu við
Frakkland. Kiesinger hefur tek
ið upp þetta merki Adenauers.
Það þótti líklegt, að þetta
myndi setja vissan blæ á við-
ræður þeirra Johnsons.
Þá hafa orðið nokkrir á-
rekstrar milli Bandaríkjanna
og Vestur-Þýzkalands varðandi
varnarmálin. Bandaríkjastjórn
ákvað á síðastl. vori fækkun
herliðs þess, sem Bandarikin
hafa í Vestur-Þýzkalandi. Þetta
gerði hún án samþykkis vest-
ar-þýzku stjórnarinnar, er
taldi þetta miður farið.
Skömmu síðar ákvað svo vest-
ur-þýzka stjórnin að minnka
framiög til hermála um 10%.
Þetta taldi Bandarí'kjastjórn
miður, enda gert að henni for-
spurðri. Ýmsir þingmenn í
Bandaríkjunum töldu þetta
merki um, að Vestur-Þjóðverj-
ar reyndu að koma sem mestu
af kostnaðinum við varnir
Vestur-Þýzkalands yfir á Banda
ríkin. Meðal þeirra á það vax-
andi fylgi, að enn meira verði
fækkað bandaríska herliðinu í
V estur-tÞýzkaland i.
ALLT átti þetta þátt í því, að
viðræðum þeirra Jahnsons og
Kiesingens var veitt meiri at-
hygli en ella.
Af yfirlýsingu þeirri. sem
peir birtu í lok viðræðnanna.
er ekki mikið að græða. Þar er
lítið annað að finna en það, sem
venjulegt er að setja í slíkar
yfirlýsingar. Ef dæmt væri eftir
henni einni, hefðu þessir við-
ræður þeirra ekki verið neitt
sérstakar. Hið eina markverða
sem þar kemur fram, er það
loforð beggja stjórnanna, að
þær muni ekki fækka einhliða
í herjum sínum í Vestur-Þýzka-
landi, án þess að ráðgast hafi
verið um það áður.
Af skrifum blaðamanna, sem
bezt fylgjast með þessum mál-
um, virðist það hins vegar ljóst,
að viðræðurnar hafj borið veru
legan árangur og fært sam-
vinnu Bandaríkjanna og Vestur
Þýzkalands að vissu leyti á nýj
an grundvöll. er sé í samræmi
við ný og breytt viðlhorf.
BLÖÐIN telja. að Johnson og
Kiesinger hafi báðir verið sam
mála um, að NATO ætti að
halda áfram. Kiesinger sagði
í blaðaviðtali, að de Gaulle
myndi ekkj ]áta Frakkland fara
úr bandalaginu, a.m.k'. ekki eins
og horfur væru í dag. Starfs-
semi NATO myndi hins vegar
verða með talsvert öðrum hætti
en áður og þó einkum þannig,
að áhrif Evrópu myndi verða
meiri og Bandarikin ekki eins
allsráðandi og áður. Við lítum
ekki lengur á Bandaríkin eins
og stóra bróðir, sagði Kiesing-
er í einni ræðunni, sem hann
hélt vestra, heldur sem jafnháan
samstarfsaðila, sem við viljum
eiga við góða samivinnu. Eitt
blaðið orðar þetta þannig, að
þeir Johnson og Kiesinger hafi
komið sér saman um að halda
við góðri samvinnu Bandaríkja
manna og Vestur-Þýzkalands.
pott þeir væru ekki sammóla um
allt. Kiesinger hélt því t.d. fast
fram. að Vestur-Þjóðverjar
myndu kappkosta nána sambúð
við Frakka. og yrði þvi ekki
haggað.
Þá er talið, að Kiesinger hafi
lagt njikla áherzlu á, að Evrópu
menn ynnu mest að því sjálfir
að leysa ágreiningsmál sín.
Þetta þýðir, að Vestur-Þjóðverj
ar vilja, ásamt Frökkum, vinna
ið því að ná samvinnu við
Austur-Evrópu. án þess að
Bandaríkin komi þar verulega
nærri. Vestur-Þjóðverjar vilja
að forustan í þeim efnum sé
í höndum Vestur-Evrópumanna
en ekki Bandaríkjanna. Hins
vegar óska þeir góðs stuðnings
Bandaríkjanna.
Svo virðist, sem Johnson for
seti bafi fallizt á þetta sjónar-
mið a.m.k. hefur það komið
■HMHWOWWMM
greinilega fram. að hann og
stjórn hans eru því fylgjandi.
að Vestur-Þýzkaland hafi frum
kvæði að bættri sambúð við
Austur-Evrópu.
KIESINGER hefur á blaða-
mannafundi eftir heimkomuna
gert nokkuð nánari grein fyrir
því, hvernig hann og stjórn
hans hugsa sér þetta frum-
kvæði Vestur-Þýzkalands. Hing
að til hefur megináherzlan ver-
ið lögð á sameiningu Þýzka-
lands, sagði Kiesinger, því að
menn hafa talið það frumskil-
yrði þess að eyða spennunni
og tortryggninni í álfunni. Við
munum hins vegar leggja á-
herzlu á að eyða spennunni og
tortryggninni fyrst og láta sam
einingu Þýzkalands koma í kjöl
farið. Þetta getur tekið sinn
tíma, en sameining Þýzkalands
getur ekki gerzt á annan hátt.
Á blaðamannafundinum í Was-
hington sagði Kiesinger, að
honum væri ljóst, að sameinað
yrði Þýzkaland voldugt og því
ekkert óeðlilegt að ýmsum
kynni að standa beygur af því.
Þess vegna væri það svo mikils-
vert að eyða fyrst tortryggni.
Það er vafalaust rétt, að frum
skilyrðið til að sameina Þýzka-
land er að eyða tortryggninni.
En til þess að það takist. þarf
Vestur-Þýzkalapd að breyta um
viðhorf til Austur-Þýzkalands.
Án þess getur viðleitni Bonn-
stjórnarinnar til að bæta sam-
búðina við Austur-Evrópu orðið
misskilin og gert jafnvel illt
verra. í*. Þ.