Alþýðublaðið - 27.06.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Side 4
4 Laugardagur 27, júní 1987 Eru ferðamenn erkisóðar? wm Island er einn stór ösku- haugur eftir hvert ferða- mannasumar. Fegurstu staðir landsins ataðir rusli. Einnota umbúðir bœtast nú við það sem fyrir var. Áhyggjuefni fyrir Náttúruverndarráð og Samtökin Landvernd. Fullorðið fólk síst betra en unglingarnir. Engin lög til í landinu sem kveða á um gerð umbúða. Nú þegar ferðamanna- straumurinn er í há- marki, er ekki úr vegi að reyna að átta sig á hvern- ig ferðafólk, — íslend- ingar og aðrir ganga um landið sem þeir ferðast um og eyða margir sum- arfríinu sínu á sér til ánœgju og yndisauka ef að líkum lœtur. Alþýðublaðið hafðiþví samband við nokkra að- ila sem hafa með að gera hreinsun og umsjón með mörgum fegurstu og vin- sœlustu ferðamannastöð- unum og spurði álits á því í hvers konar ástandi umgengnismál og snyrti- mennska ferðafólksins vœri. Verður að segjast eins og er að þœr upplýs- ingar sem við fengum voru ekki uppörvandi. Engin lög til um umbúðir Einn aðili sem talað var við sagði að full ástæða væri að hafa miklar áhyggjur af þeim nýju einnota ál- dósum utan um gosdrykki sem nú væru komnar á markaðinn. Nú þegar væri mikið af dósum þessum úti á víðavangi, meðfram þjóðveg- um og reyndar hvert sem litið væri. Mjög afleitt væri einnig að ekki væru til nein lög í landinu sem kvæðu á um umbúðir, nema því að- eins að þær mættu ekki vera heilsu- spillandi. En hvort þær hlæðust upp út um landið og yrðu þjóðinni til ævarandi hneysu, — slíkt létu menn sér í léttu rúmi liggja. íslend- ingar væru að taka i notkun þessar umbúðir á sama tíma og aðrar þjóðir væru að reyna að losa sig við þær. í sambandi við þessar einnota ál- umbúðir utan um gosdrykki, sagð- ist viðmælandi blaðsins vera þess fullviss að ástandið yrði afar slæmt eftir þetta sumarið. Allt væri sem benti til þess. Sem einkennandi dæmi sagði viðmælandi blaðsins eftirfarandi sögu: Texti: ' Örn Bjarnason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.