Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM Isemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Grenst áskrifendur að TÍMANUM Hringið i síma 12323 205. tbl. — Sunnudagur 10. sept. 1967. — 51. árg. Sonja Haraldsen, kaupman'nsdóttirin, sem lengi hefur veriS sögS í vinfengl viS rfkisarfann. Haraldur, konan og hásætiö! NTB-Osló, laugardag. ■jc A sama túna og Ölafur V. Noregskonungur brá sér I kurt eisisheimsókn til Brasiiu og sit ur þar veizlur da Costa e Silva, hershöfóingja og einræðis- herra, fór Haraldur krónprins á hreindýraveiðar heima fyrir og mun hafa fellt eitt hrein- dýr. •jr Á meðan þeir feðgar una sér þannig við veiðar og op- inberar heimsóknir skrifar blaðið Verdens gang í forystu- grein um það, hvort Haraldur muni ef til vill ganga í borg- aralegt hjónaband. Fyrr í þess ari viku hafa einnig önnur blöð hreyft því, hvaða ákvæði stjórnarskráin raunverulega geymi um það, ef norskur krónprins kynni að ganga í borgaralegt hjónaband. Verdens gang bendir á, að norsku blöðin hafi alltaf haft tilhneigingiu til að ónáða kon- ungsættina sem minnst með persónulegu umtaii, en hins vegar hljóti það að snerta alla þjóðina, hvort Haraldur ætli að kvænast og þá hvaða konu. Þá segir blaðið, að það verði sífellt almennari skoðun, að krónprinsinn verði að velja a milli þess að kvænast alls ek.ki eða ganga í borgaralegt hjóna- band. Telja megi fram ýmis rök bæði með og móti því, að væntanlegur konungiur þjóðar- innar gangi að eiga ókonung- borna stúiku barnfædda af þeirri þjóð, sem hann á að ríkja yfir. Formaður stjórnarskrár- nefndar Stórþingsins, Bent Rö- iseland, hefur sagt vegna fyrir- Framhald á bls. 15 Hlífarmenn ganga fyrir i Straumsvík Ástæðan er síverznandi atvinnuástand í Hafnarfirði EJ-Reykjavík, laugardag. Verkamannafólagið Hlíf í Hafn arfirði beitir uú í auknum mæli réttindum sínum að félagsmenn gangi fyrir um atvinnu á félags- svæðinu. Kemur þetta einkum til framkvæmda í Straumsvík, og er sérstaklega liart á þessu tekið varðandi útlendinga. Hermann Guðmund.sson, for- mað.ur Hlífar, sagði um þetta mál í viðtali við Tímann, að for- ganga félagsmanna um atvinuu á félagssvæðinu væri fyrsta atrið- ið í samningum, þar sem annars staðar. — Ástandið í atvinnumól- um hjá okkur suðurfrá hefur ver- ið þannig, að við höfum óskað eftir því, að IIMfarfélagar gengu fyrir — það-er ekkert leyndarmál. Hins, vegar hafa verið ráðnir nokkrir Reykvíkingar suðurfrá og við höfum ekkert amast við því, cn að öðru jöfnu ganga Hafn- firðingar fyrir um atvinnu," — 9agði hann. Hermann sagðist skilja það svo að stjórn Dagsbrúnar skildi mæta vel þessa afstöðu, og myndi vafa- laust gera slíkt hið sama við slík- ar aðstæður. Hann sagði, að augljóst væri að atvinnuástandið myndi enn verzna. Væri búið að segja upp starfsfólki í a.m.k. einu frystihúsi í bænum með miánaðarfyrirvara. Banaslys KJ-EJ - Reykjavík, laugavd. Banaslys varð í hádeginu í dag, er 15 ára piltur úr Mosfellssveit, varð undir dráttarvél, er hvolfdi, á milli Gljúfrasteins og Selja brekku í Mosfellssveit. Mun pilturinn hafa látizt þegar. Nafn hans verður birt síðar. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en ljóst er að pilturinn sem ók dráttarvél inni var á austurleið. Varð slysið á mýrinni milli Gljúfrasteins og Selja- brekku. ’ Pilturinn hefur augsýni- lega ekið mjög utarlega á Framhald á bls. 15 i-'V..T. : Þessi jeppi var í eigu bandaríska hersi»ns i Hue í SuSur-Víetnam. Honum var stolið um daginn, en fannst skömmu síSar. Var honum ekiS til HerbúSanna aS nýju, en sprakk þá { loft upp. HafSi sprengju veriS kom iS fyrir í jeppanum, en þelr sem í jeppanum, og nálægt honum voru, sluppu ómeiddir. Má þaS teljast furSuverk. S0 VET-NJÓSNARI HAND- TEKINN í SUÐUR-AFRÍKU NTBiPretoria, la,ugardag. Lögreglan í Suður-Afríku hefur handtekið mann sem viðurkennt hefur að vera sovézkur njósnaxi. Maðurinn kom til landsins undir fölsku nafni og sagðist vera kana dískur ríkisborgari. Vorster forsætisráðherra skýrði frá handtökunni í gærkvöldi og í morgun skýrði yfirmaður leyui- þjónustu landsins frá hvernig komizt hefði upp um njósnarann og lagði fram sannanir fyrir hver hann raunverulega er. Þetta er í fyrsta sinn sem komizt hef- ur upp uni sovézkan njósnara í Suður-Afríku. Yfirmaður leyniþjónustunn- ar sagði í fyrstu hafi maðurinn sagst heita Edmund Trinka. Þeg- ar hann var handtekinn fundust í fórum hans skjöl og ýmis.tæki sem njósnurum eru nauðsynleg við iðju sína. Trinka gaf lögregl- unni upplýsingar um sambönd sín, ferðalög og verkefni. í ljós kom að hann hefur heimsótt 23 þjóðlönd í öllum heimsálfum. Rannsókn á máli mannsins leiddi í ljós að grun.ur lögreglunnar í Suður-Afríku reyndist á rökum reistur, að maðurinn hafi komið til landsins með falskt vegabréf og að hann hafi rekið undirróð- ursstarfsemi í landinu og stundað gjaldeyrissmygl. Eftir handtökuna viðurkenndi hann að vera útlærður njósnari og að starfa fyrir KGB, sovézku leyniþjónustuna. Samkvæmt upp lýsingum leyniþjónustu Suður- Afríku hefur Loginov dvalið landinu síðan um áramótin síð- ustu. Hann nefur skýrt frá verk- efnum þeim sem hann hefur haft meC höndum um árabil. Eftir margra ára þjálfun í Moskvu og strangt nám í ensku og tékknesku hleypti hann heimdraganum sem starfsmaður KGB. Hann hefm ferðast um Sovétríkin og mörg lönd í Vesturálfu undir fölsku nafni og aflað sér reynslu sem njósnari. Einn af kennurum hans var sá frægi njósnari Rudolf Abel, sem handtekinn var í Bandari'kj- unum árið 1957 og dæmdur fyr ir njósnir en látinn laus nokkru síðar í skiptum fyrir Powers flu^ mann sem skotinn var niður U-2 vél sinni njósnaleiðanan yfir So'vétríkin. Loginov stundaði einnig nám við stofnun í Mosk'iu sem kennd er við utanríkispoli- ták. Á þeim tíma var hann na inn vinur Anatolij Gromyko, sem er sonur sovézka utanríkisráðherr ans. Surveyor bilaður NTB—Reuter — Pasadena, laugardag. Til greina kemur að láta tunglfarið Surveyor fimmta sveima kringum jörðina þar eð komið hafa fram alvar Iegar tæknilegar bilanir í því, segja sérfræðingar við geimrannsóknastöðina í Pasadena. Ógerlegt hefur reynzt að lagfæra bilun á eldneytis- gjafa eldflaugarinnar, og mjúk lending á tunglinu , sem fyrirhuguð var, er því algerlega útilokuð. Til greina kemur þá að láta geimfarið rekast á tunglið eða láta það sveima um- hverfis jörðina, ef álitið verður að geimfarið muni eyðileggjast við að rekast á tunglið. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.