Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 10. sept. 1967 TÍMINN □ — Og hvernig var nú ástandið í AJþenu mónuðina síðustu fyrir byltinguna? — Hvernig vonu viðbrögð fólks ins? — Hivað hugsaði fólkið í Grikk- landi og þá sér í lagi í Aþenu þessa apríl daga, þegar öll blöð í heiminum skrifuðu af krafti óg eldmóði um afnám lýðræðisins í þwí landi, þar sem það varð fyrst Jóhanna Kristjónsdóttir: Ár í Grikklandi III Hvernig var þetta annars kringum byltinguna? til? — Urðuð þið ekki fyrir ein- hverjum óþægindum? Voruð þið ekki hrædd? — Hvernig var þetta annars með kónginn? Studdi hann bylt- ingarmennina eða reyndi hann að streitast á móti? Sivona spurningar geta vafist fyrir manni, þegar meira og minna bláókunnugt fólk víkur sér að okkur á götu' í Reykjaivík, ríð- an við komum heim og vill fá dálítinn fyrirlestur um þetta allt Þið voruð í Grikklandi, já. Hvern ig var þetta eiginlega þar? Þegar m/s Esperos. sigldi inn í höfnina í Pireus með okkur inn- anborðs frá Karpathos, þá vant- aði klukkuna fáeinar mínúto í ár.ið 1967. Tóm gafst ekki til að komast í angurværa stemningu, rifja upp endurminningar líðandi áns og skyggnast inn í hið ó- komna. Nú varð að hafa hraðann á, vekja börnin af blundi, tína saman allt hafurtaskið, vera við- búin að ryðjast í land jafnskjótt og skipið legðist að. Það átti að sigla.aftur út innan situndar. Burðarkarlar komu fyrstir um borð og okkur tókst að klófesta þrjá þeirra. Þeir höfðu farið eina ferð niður landgöngubrúna og voru komnir aftuT, höfðu tekið upp næsta töskuskammt og við tiilbúin að fylgja á hæla þeirra. Þá sló klukkan tólf, hundruð skipa í hötfninni blésu, skotið var af fallbyssum, einstaka sólum og flugeldum þeytt upp á him;n- hvolfið. Karlarnir létu niður fögg urnar, þar sem þeir voru konn.ir og nú upphófust blessunarósk r innan fjölskyldunnar, svo tóku karlarnir ofan pottlokin sín og óskuðu okkur til hamingju með nýja árið. Þeir tóku í hönd okk- ar. Þeir voru hrærðir, það leyndi sér ekki: Polla krónía, tuldruðu þeir og gleðin ljómaði á andlit- unum. Þegar á bryggjuna kom, lögðu þeir frá sér farangurinn og þá næsta verkefni að gera upp við þá og svipast eftir bíl. Skrifstnfu- maðuTinn á Esperos hafði sagt okkur, að þeir ættu að fá ’O drökmur hver. Tii vonar og vara spurðum við þá, hvað við ættum að borga. — Þrjú hundruð drökmt.r, sögðu þeir og hneigðu sig lítil- látir og vortt enn ljómandi á svip inn. Við kvöddumst með engum kær leikum eftir nokkurra tanna- gnístran á báða bóga. Þeir íögðu íljótt niður rófuna, þegar þeir sáu, að í þetta sinn var ekki hægt að plata sveitamanninn. Þeir fengu þrjátíu drökmur og héldu burt og varð fátt um kveðjur. Sem við stóðum þarna og skim- uðum eftir bíl, gaf ungur maður sig fram og spurði, hvort okkur vantaði ekki taxí. Við héldum það. Hvert? Ómónía Hótel. Alveg sjálfsagt, hundrað drökmur. Það var ríflegt vevð, en hvað um það, á nýjársnótt er ekki hægt að setja slíkt fyrir sig. Þetta var efcki leigubíll í eiginiegum skiln- ingi, öllu heldur einhvers konar yfiribyggt mótonhjól. Það var pláss fyrir einn við hliðina á bíl- stjóranum og svo var pallur fyrir atftan og þar var farangri staflað. Ég valdi mér sætið hjá bílstjór- anum með einn barnungann, hin bjuggust til að klifra upp á pall- inn. En bílstjórinn vísaði okkur öllum fram í og raðaði okkur í framsætið af vísindalegri hugvit- semi. Ekki skil ég, hvernig hann i fór að því að troða okkur öllum fimm þar. Þá héldum við, að ekk- ert væri að vanbúnaði. Við áttum langa leið fyrir höndum upp í Aþenu og börnin þurftu að kom- ast aftur í bólið. En bílstjórinn bað okkur brosandi að doka við, svo brá hann sér frá. Ekki leið á löngu unz við heyrðum stunur og blástur að baki og farartækið tók að síga að aftan. Þegar við gægðumst gegnum i gluggarifu aftur á pallinn sáum j við, að allt var að fyllast af fólki. Það var orðið messufært og fleiri bættust við. Fólkið skorðaði sig þvers og krus með pinkla og poka innan um farangur okkar. Svo kom bílstjórinn aftur. — Vorum við ekki búin að taka þennan bíl? Hann brosti ut að eyrum, með-. Enginn drykkur er eins og Allir þurfa að hressa sig við dagleg störf. Coca-Cola er Ijúffengur og hressandi drykkur sem léttir skapið og gerir störfin ánægjulegri an hann smeygði sér með erfiðis- munum undir stýri. Spurningin var endurtekin. Hahn brosti, en hriisti höfuðið og sagðist kunna afskaplega litið í ensku, hann skdldi ekki hvað við segðum. Rétt áður liafði hann talað þokkalega ensku. Nú hafði hann steingleymt henni. Því miður. Hann setti far- Götumynd frá gömlu Aþenu. artækið í gang og af stað var haldið með drunum og dynkjum, það brakaði og brast í farkost- inum »g við vorum því viðbújn, að hann mundi liðast í sundur hvenær sem væri. Vfð kí'ktum aft- ur í bílinn til að gæta að því, hvort geitin væri ekki með eins og í öllum griskum ferðalögam. En við sáum enga geit. Það er ekki beint að marka, því að það var dimmt af nóttu. Og kannski hún hafi verið bundin uppi á þaki. Þetta voru fyrstu kynni jkkar af Aþeningum. Næstu dagar fóru' i að finna bráðabirgðaíbúð, skoða Acropol- is og læra á strætisvagnana. V'ð máttum ekki vera að því að velta fyrir okkur, hvernig ástandið væri í borginni. Með aðstoð forseta gríska PEN klúbbsins, Yannis Kútsúkeras og Lenu, konu hans, fengum við skömmu síðar íeigt fyrir lýran pening, stóra hæð í eldgömlu húsi við sjóinn. íbúðin hafði staðið auð í mörg ár og húsgögnin voru í fæsta lagi. En það var þó ís- skápur, það fannst mér mikil bót. þó svo ég fengi oftast snarpan rafmagnsstraum, þegar ég opnaði hann. í kringum húsið var stór og mikill garður, það sem að göt- unni sneri var skrautlegur blóma og trjágarður, bak við húsið var ákjósanlegt leiksvæði fyrir börn- in. Þó að húsið væri gamalt og fornfálegt og það væri hægt og bítandi að hrynja meira og meira Úr veggjum og lofti, hugsuðum við okkur ekki lengi um. Þetts var á fallegum stað í úthverfi Aþenu, ekki langt frá flugvellin- um, stjórnin hinum megin við götuna, pessi stori garður handa krökkunum þar úði og grúði af skjaldibökum og köttum í tugatali og auk þess var gott andrúmsloft í fbúðinni. Við þökkuðum Kútsú- keras kærlega fyrir og tókum i- búðina á leigu í firam mánuði. Trúin flytur fjöll. — Vi8 flytjum allt annaS. y SENPIBÍLASTÖDIN HF. BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.