Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 16
205. tbl. — Sunnudagur 10. sept. 1967. — 51. árg. FÆREYINGAR KYNNA SÉR SAUÐFJARSLATRUN HÉR ES-Reykjavik, laaigardag. „Dagblaðið“ í Færeyjum skýr- ir frá því fyrir skömmu, að til íslands séu væntanlegir nokkrir fulltrúar frá Búnaðarfélagi Fær- eyja, sem muni kynna sér fram- kvæmd sauðfjárslátrunar hér á landi. Segir blaðið, að för þessi fylgi í kjölfar heimsóknar Jóns H. Bergs, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, til Færeyja fyrr I Tilrauna- sjónvarp í Færeyjum FB-Reykjavík, föstudag. Tveir ungir færeyskir útvarps- virkjar hafa fengið leyfi til þess að gera tilraunir með sjónvarps- útsendingar, og hafa þeir fengið tæki og annað nauðsynlegt til slíks, og komið fyrir í eigin húsnæði í Þórshöfn. Þeir hafa að- allega byggt upp útsendingartæk • in sjálfir, en dagskrárefnið hafa þeir fengið að láni. Um tuttugu Þórshafnarbúar munu eiga sjón- varpstæki, og eiga þeir að geta raáð auðveldlega útsendingum út- varpsvirkjanna tveegja Fær-p- ingar munu hingað til hafa get- að fylgzt með sjónvarpsútsend- ingum frá Ítalíu og Tékkóslóva- kíu, aðallega þó á sumrin, og hafa haft mi'kið gaman af, en hins vegar hafa þeir ekki náð útsend- ingum sjónvarpsstöðvanna á Norð urlöndunum. sumar, þar sem hann hélt erindi um sauðfjárslátrun á íslandi á fundi í Búnaðarfélagi Færeyja. Tíminn hafði samband við Jón H. Bergs og spurðist fyrir um málið. Sagði hann, að Færeying- arnir yrðu 4—5 talsins, og kæmu þeir hingað um 20. sept- ember og myndu væntanlega dveljast hér í vikutíma. Kæmu þeir hingað fyrir milligöngu Slát- urfélags Suðuriands, og myndi fé- lagið aðstoða þá við að kynna sér framkvæmd slátrunar hér á landi í sláturtíðdnni. Meðal þeir.-a bjóst hann við að yrði formaður Búnaðarfélagsins, Thomas Joe.n- sen lögþingmaður, einnig fram- Framhald á bls. 15 Enskur danskenn- ari við Þjóðleik- húsið Um þessar miundir er staddur hér á landi þekktur enskur dans kennari og choreograper, sem auk þess hefur kennt sviðshreyfingar við hið heimsþekkta leikhús Stratford og við leiklistarskólann The Royal Aoademy of Dramatic Art í London, en þar hafa sem kunnugt er margir íslenzkir leik arar stundað nám, sem nú starfa hjá Þjóðleikhúsinu og hjá Leik félagi Reykjavíkur. Molly Kenn> heíur í síðastliðin 17 ár starfað að list sinni og hefur auk þess að kenna og semja dansa fyrir leiksvið margsinnis komið fram í sjónvarpi sem dansari og samið dans fyrir það. Molly Kenny mun á næstunni þjálfa leikara Þjóðleikhússins í sviðshreyfinguim og leiksviðs- tækni. Myndin var tekin fyrlr nokkru, þecjar veriS var aS leggja olíumöl á ASalgötu á Sauðárkróki. Véltaeknl h. f. í Reykjavík sér um að blanda oliumölina, og er ráSgert að halda áfram með að leggja olíumöl á götur Sauðárkrókskaupstaðar á næsta sumri. Ljósmynd Stefán Pedersen. fíSKlFRÆDINGARNIR LIFA ENN í VONINNt SildarleitarskipiS Árni FriSriksson, kemur á mánudagsmorgun OÓdteykjavík, laugardag. Árni Friðriksson, hið nýja skip Hafrannsóknarstofnunarinnar, er væntanlegl til Reykjavíkur á mánudag. Kemui skipið á ytri höfnina kl. átta að morgni. Skip- stjóri á Árna Friðrikssyni cr Jón Einarsson. Siglir hann skipinu heim og verður mcð það fram vegis. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur hefur dvalið i Englandi í sumar fylgzt. með smíði skips- ins. Er hann nú kominn heim og hafði Tíminn tal af honum í morgun. Sagði Jakob að hann færi út með Árna Friðrikssyni og væri meiningin að skipið legði upp í sinn fyrsta rannsóknarleiðangur n.k. miðvikudag. Verður fyrst haldið austur og norður fyrir land og síðan leitað síldar út af Austfjörðum og allt til Sval- barða. Höfuðverkefni leiðangurs- ins verður að rannsaka hvort nokkrar líkur séu til að Svalbarðs- síldin gangi á íslandsmið í haust. Ekki kvaðst Jakob geta sannað með rökum að svo fari, cp hins vegar væri sjálfsagt að vona hið bezta. í fyrra lagði síldarganga frá Sva.lharða af stað í átt til ís- lands um 20. seipt. og var komin á miðin hér um mánaðarmótin okt. nóv. Sú ganga slæddist síð- an saman við síldina sem fyrir var á miðunum. Hins vegar sagði Jakoh að i samibandi við síld gæti allt skeð og ógerningiur að fullyrða neitt um það fyrirfram hvernig hún hagar sér. Víst væri að síldin Framhald á bls. 15. Nýi skólinn í Vopna- firöi tekinn í notkun ES-Reykjavík, laugardag. Nýr barnaskóli verður tek- mn í notkum á Vopnafirði : haust, að því er Fáll Methú- alemsson á Refstað, oddviti á Vopnafirði, tjáði blaðinu dag. B arnaskólaibyg'gingiin he f ur '.erið í smíðum s.l. 4—5 ár, og • ar húsið teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Á Vopna firði eru nú um 100 börn a 'kólaskyldua.ldri, og á nvji skólinn að nsegja fyrir borpið, en e.t.v. verður síðar ■eist heimavist í tengsilon við lann, svo að einnig verði unnt ið kenna þar börrnum úr nær liggjandi sveitum. Fjórar kennslustofur verða teknar í notkun í skólanum nú í haust, m frágamgi hans er þó ekki Nýtt skólahús á Vopnafirði, sem tekið verður í notkun í haust. (Tímamyndir: Gunnar) enn að fullu lokið, auk þess sem eftir er að reisa skóla- stjóraibústað. Brotizt var inn í tvær bókaverzlanir KJnReykj avík, laugardag. Bpotizt var inn í bókaverzlan- ir ísafoldar og Eymundson við Austurstræti í nótt. Á báðum stcð unum voru brotnar stórar rúður í sýningargluggium og stolið það- an pennum, bókum og öðru sem til náðiist í gluggunum. Það kemmr æði oft fyrir að rúð- ur séu brotnar hjá Eymundson, af alls konar lýð, sem safnast saman i fordýri verzlunarinnar á nióttunni. Þá voru i morgun teknir tveir ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur. Líkurnar á að deyja í flug- slysi eru 0.005 af hundraði BT-Reykjavík, laugardag. Forseti Alþjóðaflutn- ingasambandsins, Stuart Tipton, sagði nýlega í ræðu að áriega færust um 52.500 Bandaríkjamenn í bifreiða slysum, 2400 f eldsvoðum, 7200 drukknuðu og jafnveí liið meinieysisiega reiðhjól ylli (!8'0 banaslysum áriega. Árið 1966 fórust um 112.000 Bandaríkjamenn af slysförum, en þar af aðeins 59 í slysum á áætlunarleið- um flugfélaganna. Tipton fullyrti að líkindin til að sleppa heill á húfi úr venju legu farþegafiugi nú væru hvorki meira né minna en 99.995%. Ef menn vildu liins vegar bera þá tölu saman við líkindin í bíl- ferðum, þá yrði að deila í þessa töiu með sjö. Á þessu níunda ári þotualdarinnar hlyti því óttinn við flugið að lúta í lægra haldi fyrir skynsamlegri rökhyggju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.