Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 9
9 SUNNUDAGUR 10. sept. 1967. TÍMINN Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson Cáb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands — f lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Harðindatjónið Á nýloknum aðalfundi Stéttarsambands bænda var eðlilega rætt um þá erfiðleika, sem hafa skapast vegna harðinda og kalskemmda í túnum. Fundurinn lýsti þeirri von sinni, að sú þriggja manna nefnd, sem ríkisstjómin hefur skipað til að rannsaka harðindatjónið að þessu sinni, geri tillögur til úrbóta og ríkið veiti síðan nauð- synlegan stuðning til að tryggja viðunandi lausn til bráðabirgða. Fundurinn taldi hins vegar óhjákvæmilegt, að ekki yrði látið hér við sitja, heldur unnið að því að finna framtíðarlausn á þessum erfiðleikum. Urti þetta efni gerði fundurinn sérstaka ályktun og segir þar m.a. á þessa leið: „Fundurinn telur, að Landnám rikisins þjóni bezt hlutverki sínu með því að beina ræktunarramkvæmdum sínum inn á þá braut, að framkvæma í samráði við búnaðarsamböndin ræktun á stórum samfelldum svæð- um í þeim héruðum, sem minnstan heyfeng hafa og sýnt hafa, að afkoma bænda er að þeim sökum háð öryggisleysi og þeir vérða oft fyrir fjárhagslegum áföll- um vegna fóðurskorts. Ræktun þessi verði framkvæmd þar sem góð rækt- unarskilyrði eru fyrir hendi og sízt hætta á, að ræktunin verði fyrir áföllum af völdum tíðarfars. Landið fullræktað verði, ef hægt er, leigt sveitar- félögum, til þess að þau geti jafnað fóðri á milli eftir þörfum, en að þeim frágengnum leigt einstaklingum til heyskapar. Fundurinn lítur svo á, að með þessum hætti mætti auka á öryggi í búskaparháttum margra héraða og jafna og bæta aðstöðu þeirra bænda, sem nú eru verst settir í þessu efni“. Hér er vafalaust hreyft miklu nauðsynjamáli. Alþingi og ríkisstjórn þurfa að fylgja því eftir í samráði við búnaðarsamtökin- Flest bendir til, að með slíkum hætti mætti oft afstýra miklum vandræðum. Brúarsjóður Á þingi 1941 fengu Framsóknarmenn sett lög um brúarsjóð. Tilgangur hans var að tryggja fjármagn til byggingu stórbrúa, því að oft gekk illa að koma þeim inn á fjárlögin. Lögin um brúarsjóð giltu þangað til nýju vegalögin komu til framkvæmda, en þau taka á vissan hátt við af brúarsjóðnum. Fyrir fé brúarsjóðs voru byggðar 25 stórbrýr. I þeirri tölu eru brýr á nálega öll stærstu fallvötn landsins, sem annað hvort voru brúuð fyrsta sinn fyrir fé úr brúarsjóði eða annað sinn vegna þess að eldri brýr voru ónýtar. Meðal þessara brúa eru tvær á Jökuisá á Fjöllum, tvær á Blöndu, tvær á Skjálfandafljóti, Brú á Þjórsá, Ölfusá, Lagarfljót, Hvítá hjá Iðu, Rangá, Brúará, Þverá, Jökulsá í Fljótsdal, Hofsá í Alftafirði, Jökulsá í Lóni, Hornafjarðarfljót, Fjallsá, og eru. þá enn margar ótaldar.. Lagasetningin um brjíarsjóð var því upphaf mikilla átaka og verður nú að halda fram sókninni, enda til þess ætlast með nýju vegalögunum, sem allir flokkar voru sammála um. ERLENT YFIRLIT Vinnur Nixon prófkjörin með því að nota Reagan sem grýlu? Richard Nixon FÁTT hefur vakið meiri at- hygli í amerískum stjórnmál- um um nökkurt skeið en sú yfirlýsing Romneys ríkisstjóra að hann hafi verið heilaþveg- inn af yfirmönnum bandaríska hersins og bandaníska sendiráð inu í Saigon, þegar hann kom þar í heimsókn fyrir nokkrum misserum. Þessir aðilar hafi með áróðri sínum sannfært hann um, að það væri nauð- synlegt fyrir Bandaríkin að berjast í Vietnam til að hindra útbreiðslu kommún- ismans. Romney segist nú hafa .komizt að annarri niður stöðu eftir að hafa kynnt sér betur alla málavexti og þó einkum sögu vietnömsku þjóðarinnar. Romney gerði grein fyrir þessari breyttu skoðun sinni á blaðamannafundi, sem hald- inn var í seinustu viku. Hann dró hins vegar ekki þá álykt un af þessum skoðanaskiptum sínum, að Bandaríkin ættu að hætta að berjast í Vietnam. Hann hélt því ekki heldur fram, að hætta ætti loftárás- um á Norður-Vietnam. Það sem hann lagði áherzlu á, var að Bandarikin hefðiu dregizt inn í styrjöldina á röngum for sendum. Nú væru þau hins vegar komin í styrjöld og yrðu að súpa seyðið af því. Athuga bæri, hvaða leiðir væru beztar og fljótfarnastar til sæmilegrar útgöngu.* Þá yrði að leggja áherzlu á, ef styrjöld- in héldi áfram, 'að Suður-Viet- namar legðu meira af mörk- um og styrjöldin hvíldi ekki nær eingöngu á hermönnum Bandaríkjanna. ÞÓTT Romney gengi ekki lengra að sinni, er almennt tal ið, að hann hafi með þessari yfirlýsingu sinni gengið í sveit með dúfunum. Vafalaust munu því fálkarnir hjá repu- blikönum nú herða baráttu gegn honum sem forsetaefni flokksins. Sennilega munu þeir fyrst um sinn byggja áróður sinn aðallega á því, að Romn ey sé ósýnt um að haga orðum sínum hyggilega, en ljóst dæmi um það séu þau ummæli hans að hann hafi verið heilaþveg- inn. Þau ummæli séu ekki að eins móðgandi fyrir hershöfð ingja og embættismenn Banda ríkjanna í Saigon, heldur líka lítillækkandi fyrir hann sjálf an. Það hefur komið oftar fyr ir Romney, að nota þannig óheppilegt orðalag og ekki þykir ólíklegt, að það ágerist, þegar baráttan harðnar, því að honum getur runnið fljótt í skap. Keppinautar hans munu að sjálfsögðu ala mjöa á því, að maður, sem ekki kann vel taumhald tungu sinn- ar, sé óhæfur til að verða forseti Bandarikjanna. Það hjálpar hins vegar Rom ney verulega, að skoðana- kannanir benda enn til þess, að hann sé það forsetaefni re- publikana, sem sé líklegast til að sigra Johnson. Hann á það fyrst bg fremst því að þakka, að hann þykir heiðar- legur maður og öruggur stjórn andi. Frjálslyndir menn meta það og mikils, að hann neit- aði að styðja Goldwater í seinustu forsetakosningum. En vegna þess eru fylgis- menn Goldwaters líka harðsnún ir gegn honum. ÞAÐ virðist nú ijóst, að fyrst um sinn munu þeir Rom ney og Nixon aðallega keppa um framboð fyrir republikana. Þeir undirbúa nú báðir kapp- samlega þátttöku sína í próf- kjörunum, sem hefjast snemma næsta vetur. Hivor þeirra um sig þarfa að sýna fylgi sitt með því að sigra í þessum próf kosningum. Alveg sérstaklega gildir það fyrir Nixon, sem hef- ur fallið fyrst í forsetakosning unum 1960 og síðan i ríkis- stjórnarkosningiL' 1962 í Kali- forníu. Fyrsta prófkjörið fer fram í New Hampshire 12. marz, en síðan koma prófkjör- in í Wisconsin 2. apríl, í Indi- ana 7. maá, Nebraska 14. maí, Oregon 28. maí og Norður- Dakota 4. júní. Ætlun Nixons er að keppa í öllum þessum prófkosningum og sennilega verður Romney tilneyddur að gera hið sama. Nixon treystir á, að hann hefur alltraust fylgi meðal flokksbundinna repu- blikana, sem margir virðast telja hann snjallasta og reynd asta leiðtoga flokksins, en skortir hins vegar trú á, að hann geti sigrað. Þess vegna skipta prófkjörin öllu máli fyrir hann. NIXON hefur látið það álit sitt í ljós, að verði hann ekki búinn að ná augljósrj forystu eftir prófkjörin í Indiana og Nebraska, hafi hann litla mögu leika tii að ná útnefningu á flokksþinginu. Dæmist hann þannig úr leik, verði það Reag an, ríkisstjóri í Kaliforn fu, sem taki upp merki hans. Reagan hafi það umfram sig að vera nýr maður, sem þyki sigurvænlegur. Nixon gefur það óspart í skyn, að Reagan muni reynast Romney sigur- sælli á flokksþinginu, því að allir fylgjendur Goldwaters, sem verði sterkir þar, muni fylgja honum og margir aðrir til viðbótar. Hann gefur einn ig til kynna, að Romney verði búinn að hljóta slík áföll í prófkjörinu, að hann muni ekki þykja sigurvænlegur. Jf til vill verði hann þá búinn að draga sig í hlé, og frjáls-4 lyndir ' republikanar tefli þá annað hvort fram Nelson Roc- kefeller ríkisstjóra eða Percy öldungadeildarmanni. Hann telur hvorugan þeirra líklegan til að ná útnefningu, og því muni hún falla Reagan í skaut, ef Nixon sjálfur verður úr leik. Nixon gefur þannig óbeint í skyn, að raunverulega sé val ið um hann eða Regan. Þann- ig hyggst hann ná fylgi frjsls lyndra republikana, sem telja Reagian mun lengra til hægri en Nixon. En ekki er ótrúlegt, að Nixon tefli hér djarfan leik. Hann á það a.m.k. á hættu. að þetta geri fylgjendur Reagans honum fráhverfa í prófkosning unum. Sjálfur lýsir Reagan yfir því, að hann muni ekki taka þátt ' prófkosningLnum og hann stefni ekki hærra en vera ríkisstjóri í Kaliforniu. Kunnugir telja þó annað og honum muni því ósárt um, þótt prófkjörin verði ekki sigur för fyrir Nixon. Þá mun hann ekki komast hjá því að hægri menn republikana tefli honum fram á flokksþingá republik ana sem forsetaefni. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.