Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN SUNNXJDAGUR 10. s«pt. 1967. Nýr boðskapur í forysbugrein MorgunblaSs íns 29. fyrra mánaðar sagði á þessa leið: „Svo kann að fara, að ekki reynist unnt fyrir íslenzku þjóðina að halda fyllilega þeim líEskjörum, sem við höfum búið við að undanförnu, en þau eru líka hin langsamlega beztu, sem Menzka þjóðin hefur þekkt og því engin vá fyrir dyrum, þótt kjörin yrðu eitthvað lakari um skeið, á meðan verið er að komast yfir þá erfiðleika, sem að steðja.* Hér kveður við nokkuð ann- an tón en í sama blaði fyrir kosningamar 11. júní síðastl. Þá var það kallaður ■ barlómur og svartsýni hjá Framsóknarmönn um þegar þeir héldu því fram, að óhjákvæmilegt yrði að gera víðtækar ráðstafanir til efling ar atvinnuvegunum á komandi hausti, ef ekki ætti því ver að fara. Af hálfu Framsóknar manna var þó aldrei haldið rram, að ástandið væri svo alvarlegt, að til beinnar kjara skerðingar þyrfti að koma. Það íefðu áreiðanlega ekki orðið aeitt smáletraðar fyrirsagnir í \Tbl., ef slíku hefði verið hald- ið fram þá. Hverju var lofað? Fyrir kosningamar var akki boðuð kjaraskerðing í Mbl., íeldur lofað kjarabótum. Það, rar sagt, að „viðreisnin“ hefði iorkað því, að atvinnuvegirnir oyggðu á traustum grundvelli, eða „traustum grunni viðreisn irinnar“ eins og Jóhann Haf- ;tein mun hafa orðað það. í ilyktun landsfundar Sjálfstæð- sflokksins, sem haldinn var i síðastl. vori, sagði á þessa leið: „Þótt verðfall framleiðslunn- ír kunni að draga úr hagvexti im sinn, þá er efnahagur þjóð írinnar nú svo traustur, að rnðið á að vera að forðast æruleg efnahagsleg vandræði, :f skynsamlega er á mál- jm haldið." í framhaldi af þessu hljóðaði ‘yrsta og helzta fyrirheit lands 'undarins á þessa leið: „1. Stefnt verði að víðtæku iamkomulagi um verðlag og ;aupgjald, er treysti gengi :rónunnar og tryggi atvinnuveg mum samkeppnisaðstöðu, en aunþegum batnandi kjör.“ Hér er sannarlega ekki ver- ð að boða kjaraskerðingu, held ir er heitið í sömu andránni ið atvinnuvegunum skuli ryggð samkeppnisaðstaða og áunþegum batnandi kjör! síldaraflinn Nú kunna einhverjir að >egja, að ástandið hafi breytzt njög til hins verra síðan kosn- ngar fóru fram. Þá var þó vit ið um verðfall síldarafurðanna. há var vitað, að aflinn á vetrar /ertíðinni varð minni en allra ieinustu árin. Hins vegar var ?á ekki vitað um, að síldar- iflinn á sumarveiðunum yrði ninni en seinnstu árin. En það sr ekki nýtt, að síldaraflinn hafi oröið litill en þó ekki þurft að grípa til neyðarúrræða. Árin 1955—1960 varð heildarsíldar- aflinn, sem hér . segir sam- kvæmt Fjármálatíðindunum, (talið í tonnum): 1955 1956 1957 1958 1959 1960 55.437 100.465 117.495 107.319 182.562 136.438 Meðalaflinn á þessu sex ára tímabili var 116.119 tonn. . Um síldaraflann í ár, eru þess ar upplýsingar fyrir hendi: 5. ágúst síðastl. var síldaraflinn sunnanlands orðinn 40.611 tonn, og 26. ágúst sl. var síldar aflinn austanlands orðinn 154. 703 tonn, eða samtals 195.31 tonn, sem er 68% meiri afli að magni til en meðal ánsveiðin var 1955 til 1960. Það er vitanlega áfall, að síldaraflinn í ár skuli verða mun minni en þegar hann hef ur orðið mestur. En rétt er þá einnig að minnast þess, að hann þefur oft orðið stórum minni en í ár, án þess að það eitt hafi þurft að orsaka neyð arráðstafanir. Þótt sfldarafllnn í ár sé enn miklu minni en allra seinustu árin, er hann samt orSlnn 70% meiri en meSalafli áran'na 1955—60. Menn og mákfni Fyrirætlanfr ríkis- stjórnarinnar Það er bersýnilegt, að ríkis stjórnin hyggst nota sér sam drátt síldaraflans til þess að réttlæta kjaraskerðingarráð- stafanir, þótt allt öðru væri heitið fyrir kosningarnar. Allur áróður stjórnarblaðanna ber þess blæ, að ætlunin sé að skapa eins konar hræðslu- ástand, er fái fólk til að sætta sig við næstum því hvað sem er. Nú er því keppzt við að mála ástandið eins dökkt og það var málað bjart fyrir kosn ingarnar. Helzt virðist það ætlun stjórn arflokkanna, þegar búið er að hræða fólk nógu mikið og nógu lengi, að grípa til beinnar eða óbeinnar gengisfellingar, þ. e. annað hvort að skrá verðgildi krónunnar minna eða leggja á nýja stórfellda skatta og verja þeim til uppbóta. Nið- urstaðan verður svipuð fyrir almenning, hvor leiðin sem val- in er. Sennilega verður svo lög- fest kaupbinding í einu eða öðru formi. Það er a. m. k. vilji Sjálfstæðisflokksins. Orsök erfióleikanna Til þess að gera sér ljóst, hvað gera þarf, verður fyrst að átta sig á því, hverjar eru orsakir erfiðleikanna. Megin- orsakirnar eru ekki verðfall og aflabrestur, þótt þetta tvennt eigi sinn þátt í þeim. Höfuð orsökin er sú, að það hefur ver ið vanrækt að búa viðunanlega að íslenzku framtaki. Lagðar hafa verið á atvinnuvegina f'jöl margar nýjar álögur, sem saman lagt mynda þunga byrði. Beitt hefur verið gegn þeim stórfelld um lánsfjárhöftum og vaxtaokri. Launþegum hefur verið neitað um kjarabætur í öðru formi en kauphækkunum, sem lent hafa með fullum þunga á útflutningsframleiðslunni. Iðn aðinum hefur verið neitað um nauðsynlegar leiðréttingar á tollum. Erlendar iðnaðarvör- ur hafa verið fluttar inn ótak- markað, án þess að íslenzk fyrirtæki væru undir það bú In að mæta slíkri samkeppni. Þannig mætti lengi rekja það, hvernig þrengt hefur verið að íslenzku framtaki. Nauðsyn nýrrar stefnu Ef sömu stefnu verður fylgt í þessum málum og gert hefur verið undanfarið, munu ráðstaf anir eins og gengisfelling og auknar uppbætur reynast hrein bráðabirgðaúrræði, sem eru líklegust til þess eins að gera illt verra. Það þarf allt annað til að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú er glímt við. Að þessu var vikið í sjón- varpskynningu flokkanna fyr ir kosningarnar og fórust þá einum af fulltrúum Fram- sóknarflokksins, Þórarni Þór- arinssyni, orð á þessa leið: — Það er skoðun Framsóknar manna, að hinir miklu fjárhags- legu erfiðleikar, sem nú er glímt við, verði ekki sigraðir með neyðarráðstöfunum eins og gengisfellingu, auknum upp bótum eða öðru þess háttar. Þeir verða aðeins sigraðir með marg háttuðum ráðstöfunum og mis- munandi, sem allar beinast að því að efla íslenzkt framtak til að hagnýta sér nýja tækni og ný vinnubrögð. Aðeins með þvi að búa vel að íslenzku fram taki verður unnt að tryggja næga atvinnu, bæta lífskjörin, og efla félagslegar og verkleg- ar framfarir. — Það, sem nú skiptir höfuð- máli, er að breyta viðhorfinu til íslenzks framtaks. Afnema ýms ar álögur, _ 0 sem lagðar hafa verið á atvinnuvegina. Draga úr lánsfjárhöftunum. Bæta vaxtakjörin. Afnema tolla á iðnaðarvélum og hráefni til iðn aðar. Veita meira fjármagni til aukinnar hagræðingar og vél- væðingar. Skapa hvers konar rannsóknarstarfsemi betri að stöðu. Markvissar fram- kvæmdir Það skiptir jafnframt höfuð máli, ef sæmilegur árangur á að nást, að takmörkuðu fjármagni og vinnuafli þjóðarinnar verði beint að þeim verkefnum, sem mest eru aðkallandi,- í áður- nefndri sjónvarpskynningu, var viðhorfi Framsóknarmanna til þessara mála lýst á eftirfarandi hátt: — Það er fjölmargt ógert á ís- landi. Það er kannski ekki hyggilegt að segja það fyr- ir kosningar, en það verður samt að segjast, að það er ekki hægt að gera það allt í einu, sem gera þarf. Þessvegna er það grundvallaratriði í stefnu Framsóknarflokksins, að gerð verði áætlun, sem tryggi for- gangsrétt þeirra framkvæmda, sem gera þarf. Þessa áætlun á að framkvæma með samstarfi ríkisins, atvinnurekenda og stéttarsamtaka. Hvaða framkvæmdir eiga að hafa forgangsrétt samkvæmt þessari stefnu Framsóknar- manna? Fyrst og fremst fram- kvæmdir, sem miða að því að efla atvinnuvegina, auka fjöl- breytni þeirra, gera þá hag- kvæmari og ódýrari. Það er líka óhjákvæmilegt fyrir ís- lenzka atvinnuvegi að fylgjast vel með í þeirri tæknibyltingu, sem nú fer fram í heiminum, því að ella dregst þjóðin aftur úr og lífiskjörin verða lakari hér en annars staðar. En það kostar stórfellt fjármagn að fylgjast með í þessari tækni- byltingu. Þess vegna leggja Framsóknarmenn á það megin- áherzlu að atvinnuvegunum verði séð fyrir nægu fjármagni Því má ekki loka spariféð inn í Seðlabankanum, heldur verð- ur að veita því til atvinnuveg- anna og útvega þeim erlent fjármagn til viðbótar. Verði atvinnuvegunum séð fyrir nægu fjármagni og sæmi- lega búið að þeim að öðru leyti, t.d. í skattamálum, þá er það trú Framsóknarmanna, að ekki muni standa á íslenzkum framtaksmönnum að vinna hinn hluta verksins. Hinar mik- lu framfarir, sem hér hafa orð- ið seinustu áratugina, sýna ótví rætt að íslenzku framtaki má treysta. — Trúin á erlenda forsjá Ef til viíl er hér komið að kjama málsins, því sem skilur nú mest á milli í fslenzku stjóm málum. Það er mismunandi trú á íslenzkt framtak. Þeir stund- arerfiðleikar, sem hljótast af aflabrestinum á síldveiðunum, hafa orðið til þess, að Mbl. og forsætisráðherrann hafa byrj að nýjan söng um nauðsyn þess að efla erlent framtak á Íslandi. í útvarpsviðtali hef ur forsætisráðherra Ifka gefið til kynna, að þessir erfiðleikar geri það enn meira aðkallandi en ella, að ísland tengist efna- hagsbandalögunum í Evrópu á einn eða annan hátt. Stundar- erfiðleikana á þannig heldur en betur að nota. í fyrsta lagi á að nota þá til að sætta þjóðina við kjaraskerðingu, þvert ofan í kosningaloforðin í vor. í öðru lagi á að nota þá til að láta þjóðina fallast á inngöngu 1 efnahagsbandalögin i þeirri trú að það leysi vanda hennar. Efnahags- bandalögin Það er vitanlega sjálf ®í»trt að þjóðin fari að athuga afstoöu sína til efnahagsbandalaganna og meti á því kost og löst. En þar er um stærri mál að rraða en svo, að taka eigi um það skyndiákvarðanir. vegna bráða birgðaerfiðleika. Sú revnsla er þegar fengin af efnahags- bandalögunum. að þátttaka i þeim er ekki nein einhlít vörn gegn efnahagslegum erfiðleik um. Danir eiga i miklu basli þrátt fyrir aðildina að EFTA og Luxemborgarmenn. þrát* fyrir aðildina að EBE Menn skulu því taka með mikilli eát þeim gyllingum forsætisrái' herrans. að hér sé að finn - hina gullnu lausn Eti allt þott skraf hans og Mbl. sýnir hin vegar vel, hve mjög vissir lei^ togar Sjálfstæðisflokksins setia allt sitt traust á erlent framtav og erlenda forystu. Það virðist ekki hvarfla að þeim, að hægt sé að sigrast a erfiðleikunum með þvi að eíla íslenzkt framíak.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.