Alþýðublaðið - 31.10.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Page 2
2 Laugardagur 31. október 1987 LÍTILRÆÐI |i Flosi Ólafsson skrifar rW’ AF DULINNI 06 BÆLDRI ERÓTÍK Menningarsamfélag vort er ákaflega gjöf- ult, ef menn bara gæta þess aö halda vöku sinni og bera sig eftir þeim krásum sem jafnan eru á boðstólum. Um daginn stofnaði Félag áhugamanna um bókmenntir til málþings vestur í Há- skóla um erótík í íslenskum bókmenntum og hana meira að segja dulda og bælda. Það er til marks um hvað íslendingar eru orðnir getnaðarlega þenkjandi, að þarna var sneisafullt útúr dyrum og allir að hugsa um do-do í bókum, það er að segja það do do sem maður fattaði ekki að væri do do þegar maður las bókmálstextann, af því að ís- lenskir rithöfundar og skáld hafa jafnan skrifað um eitthvað annað en do do þegar þeir hafa verið að skrifa um do do. Þetta er kallað að bregða fyrir sig líkingamáli og á fínni úttlensku heitir þetta symbolismi, en symbolismi ertil dæmis það þegar allt sem „lekur“ í bókum hvort sem það nú eru bunu- lækir eða beljandi fossar, merkir það, að all- ir séu að gera do do við alla. Kannski kem ég nánar að þessu seinna. Nú, þá er frá því að segja að ég er afskap- lega mikill áhugamaður um erótík og hef alltaf verið. Fráblautu barnsbeini hafa þessi ósköp haldið fyrir mér vöku, þó ekki kannske erótíkin sjálf, heldur það að þurfa'í tíma og ótíma að vera að dylja hana og bæla. Ég hef hingaðtil ekki viljað að það væri á nokkurs manns vitorði, og vona að það spyrjist ekki, að í blautlegum kveðskap og tvíræðum bókum hef ég löngum leitað un- aðarog fullnægju þrúgaðuraf þeirri skömm sem hlýtur að naga sérhvern öfugugga. Að öllu þessu sögðu má Ijóst vera hvílík eftirvænting gagntók mig, þegar það var gert lýðum Ijóst að í musteri félagsvisind- anna — Odda, ætti að fara að fjalla um dulda og bælda erótík í íslenskum bók- menntum. Þar lét ég mig ekki vanta, sem betur fer. Ég get sagt það umbúðalaust hér og nú, að á þessu málþingi, um erótík í íslenskum bókmenntum, opnuðust mér nýjar óravídd- ir. Mér varð Ijóst hve langt við strákarnir leit- uðum yfirskammt þegarvið I dentíð lágum í Bósa sögu og Herrauðs, Sigurðar sögu þögla, Elskhuga Lady Chatterley og Kama- sútra, en gerðum okkur ekki Ijóst að Skóla- Ijóðin voru uppfull af litríkum, grófum og eftirsóknarverðum dónaskap. Kannske vissu höfundar Skólaljóðanna ekki einu sinni sjálfir hvað þeir höfðu samið rosalega dónaleg Skólaljóð. Þá óraði ekki fyrir því að hinn bókmenntalegi duimálslyk- ill symbólismans mundi með tilkomu bók- menntafræðinnar, atferlis- og sálfræðinnar afhjúpa undirmeðvitund þeirra, þar sem klámið eitt ríkir ofar hverri kröfu. Eitt er að minnsta kosti víst. Það flökraði aldrei að okkur fyrirstríðskrökkunum hérna vesturl bæ, sem þó vorum með kynferðis- mál áheilanum, að „bunulækurblárog tær“ væri myndmál og þýddi einfaldlega eitt als- herjar ríðerí. Symbólisminn varauðvitað til, en hann lá grafinn einsog klukkan í Hrísbrúarsvöðun- um forðum. Enginn varð til að grafa hann upp, líklega vegna þess að í erótísku fásinni voru íslendingar latir við að hnoða menn- ingarvitum í kellingarnar sínar, hvaðþá að bókmenntafræðingar væru farnir að láta Ijósið sitt skína. Á þessu málþingi opnuðust augu mín fyr- ir því að í hálfaöld hef ég verið að lesa bund- inn og óbundinn texta í metravís, án þess að hafa um það grænan grun að, ef betur er að gáð, þá er þetta mestanpart klámfenginn dónaskapur. Sem betur fer. Ég þakka hugljómun mína á þinginu ekki hvað síst erindi sem núna er komið út sér- prentað í Morgunblaðinu undiryfirskriftinni „Fossafans. Um dulda og bælda erótík í ís- lenskum bókmenntum“. Höfundurinn er þrælsæt pía sem er að verðamagisterí íslenskum bókmenntum — Sojfía Auður Birgisdóttir. í erindinu setur hún fram kenningu, sem í raun og veru er lykillinn að því sem málið snýst um. Hún segir: — Andstæðan Semíótískt/Symbólskt á ýmsa snertipunkta við andstæðuna nátt- úra/menning. í báðum tilfellum er um stöð- uga víxlverkun að ræða milli þess sem myndar hvatir okkar og þrár annars vegar og þjóðfélagsgerð hinsvegar. Sá grundvallar- munur er þó hér á að semíótíska/symbólska parið, einsog Kristeva setur það fram, er grundvallað á tungumálinu og starfar í gegnum það og á forsendum þess. Það var sannarlega kominn tími til að menn gerðu sér þetta Ijóst. Megininntakið í erindi Soffíu er þó vatnið í íslenskum bókum og hlutverk þess. Um það segir hún orðrétt: — Það má líta á vatnsmyndmálið sem einn af ákjósaniegustu möguleikunum til að koma þránni eftir hinu óhefta sviði hvat- anna á framfæri í skáldskap... Yfirborð jarð- arinnar er að mestum hluta þakið vatni, mannslíkaminn er að mestu leyti gerður af vatni. Það má hugsa sér einhvers konar víxl- verkun á milli þessara tveggja staðreynda, samkennd eða speglun hins innra og hins ytra, manns og náttúru, míkrókosmoss og makrókosmoss... Vatn er í líki polla, linda, lauga og tjarna sem mannfólkið nýtur að sulla í, baða sig í, fljóta, synda og jafnvel elskast. Vatn hefur hamskipti eftir veðrum og vindum. Frýs og verður hart og kalt, glært og tært. Eða gufar upp. Vatn tekur á sig mynd stöðuvatna, lækja, fljóta og fossa. Það er í fossmyndinni sem kraftur og orka vatnsins kemur einna berlegast í Ijós. Hamslaus iðuköst, dynjandi straumur og endalaust flæði virka sem e.k. hápunktur í ferli vatnsins. Um fossímyndina tekur Soffía tvö dæmi: Dettifoss eftir Matthías og Dettifos eftir Einar Ben, en um hinn síðarnefnda segir hún: — Hér er fossinn fallískt tákn í anda Lacanskrar skilgreiningar á fallussnum sem gengur útá að skilgreina fallussinn sem vald. Handhafi fallussarins er hand- hafi valdsins. Sem betur fer. Eftir þessa lesningu er mér Ijóst að í ís- lenskum bókmenntum skiptir það meira máli sem er ósagt en sagt. Og Ijóð sem er svona — náttúru/menn- ingarlega: Tussan á mér sýnir sig segir Gudda á Lóni Er hún rifin uppí kvið eftir böil á Jóni... verður svona — semíótískt/symbólskt: Gijúfrabúi gamli foss gilið mitt í klettaþröngum góða skarð með grasahnoss gljúfrabúi hvítur foss! Verið hefur vel með oss verða mun þó ennþá löngum gljúfrabúi gamli foss gilið mitt í klettaþröngum! SMÁFRÉTTIR Sigurvegarinn, Jón L. Árnason ihugar stöðuna. Helgarskákmót Skákfélag Hafnarfjarðar og Sparisjóður Hafnarfjarðar héldu f sameiningu skákmót laugardaginn 24. október. Tefldar voru 11 umferðir eftir Monrad-keri og var Jón L. Árnason hlutskarpastur með 9V2 vinning. í öðru til fjórða sæti lentu þeir Ásgeir Þ. Ásgeirsson, Margeir Pét- ursson og Snorri G. Bergs- son með 8 vinninga hver. Fimmta til áttunda sæti hlutu Elvar Guðmundsson, Ögmundur Kristinsson, Hannes Hllfar Stefánsson og Guðmundur Sigurjónsson, allir með 71/2 vinning. Unglingaverðlaun hlaut Brynjar Jóhannsson og í öld- ungaflokki sigraði IngvarÁs- mundsson. Aukaverðlaun voru veitt þeim Hafnfirðingi sem best- um árangri náði. Benedikt Jónasson og Björn Freyr Björnsson urðu jafnirog hlutu þar með báðir verðlaun- in. Ný Vera komin út „Kynlíf — síðasta vígi karlaveldisins", „Kynlíf og, fötlun“, „Munurinn á klámi og erótík" og „Grái fiðringurinn" er meðal efnis í fimmta tölu- blaði Veru sem kom út fyrir skömmu. Eins og sjá má af þessum fyrirsögnum er kynlíf megin- efnið í blaðinu. Rætt er um ástarleik og sjálfsimynd kvenna við hjúkrunarfræðing- ana Borghildi Maack og Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur. Auk þess er í Veru m.a. rætt við Nínu Björk Árnadóttur, sem er aö gefa út sína fyrstu skáldsögu'. Kristín Ástgeirs- dóttir skrifar um stöðuna að afloknum kosningum og til- lögur Kvennalistans í stjórn- armyndunarviðræðunum í vor eru birtar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.